Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 6

Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Árni Johnsen um samvinnu um að reisa bústað Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju Morgunblaðið/Jón Svavarsson GRÆNLENSK sendinefnd hefur verið hér á landi til viðræðna vegna landafundanna. Frá vinstri: Kristján Motzfeldt, Elsa Höegh Mölier, Jörgína Frederiksen, Salik Hard, Benedikte Thorsteinsson, Klaus Ni- elsen, Árni Johnsen, Karl Frederiksen og Tömas Tómasson. í SUMAR verður unnið að því að endurreisa bústað Eiríks rauða (t.v.) og kirkju (t.h.) kennda við Þjóðhildi konu hans, en íslendingar hafa umsjón með verkinu og munu um 20 vinna við byggingarnar fram á haust, en þá er ráðgert að ljúka smíðinni. Hefiir veruleg áhrif á sam- skipti Islands og Grænlands Illa gengur að venja háhyrninginn Keiko af bílífinu Keiko úr kvínni síð- sumars? ERFIÐLEIKUM virðist bundið að venja háhyminginn Keiko á að bjarga sér sjálfúr í kvínni í Kletts- vík í Vestmannaeyjum. Enska dag- blaðið Times fjallaði um Keiko sl. sunnudag og segir þar að þjálfarar hans hafí orðið að breyta aðferðum sínum til að venja hann af bílífinu í Klettsvík. Hallur Hallsson, talsmað- ur Keiko-stofnunarinnar á Islandi, segh’ í samtali við Morgunblaðið að stefnt sé að því síðsumars að strengja net frá Klettsvík að Heimaey og sleppa Keiko úr kvínni. í frétt Sunday Times segir að þjálfarar Keiko hafi tekið þá ákvörðun í síðasta mánuði að beita Keiko hörðu. Ákveðið hefur verið að draga úr samneyti hans við menn þar til hann hefiir sýnt fram á að hann geti sjálfur veitt sér til matar. Keiko hefur núna verið í um sjö mánuði í kvínni í Klettsvík þar sem á að venja hann smám saman við að lifa villtur í sjónum, en markmið UM 20 íslendingar munu vinna við að endurreisa bústað Eiríks rauða og kirkju kennda við Þjóðhildi konu hans í Bröttuhlíð (Qassiarsuk) á Suður-Grænlandi í sumar, en auk þeirra munu 10 tii 15 Grænlending- ar vinna við byggingamar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni þess að á Islandi er nú stödd sendinefnd frá Græn- landi sem unnið hefur að skipulagn- ingu landafundahátíðar, sem halda á 15. til 17. júlí árið 2000, en nefndin hefur verið í náinni samvinnu við ís- lendinga. Ámi Johnsen, formaður bygging- amefndar Bröttuhlíðar, átti hug- myndina að því að endurbyggja húsin í Bröttuhlíð, en hún kom upp fyrir um fimm árum á þingi Vest- norræna ráðsins, sem er samstarfs- vettvangur þjóðþinga íslands, Færeyja og Grænlands. Árai hefur síðan fylgt málinu eftir, en frá Bröttuhlíð lagði Leifur „heppni“ Ei- ríksson upp í ferð sína til Vínlands. „Þetta hefur vemlega þýðingu fyrir samskipti landanna, því þetta er fyrsta alvöra sýnilega verkefnið sem löndin vinna að í sameiningu,“ sagði Ámi. „Þetta hefur verið margslungið verkefni, en við vorum svo heppnir að fá ístak í lið með okkur,“ sagði Ámi, en ístak sér um framkvæmdirnar á staðnum. Byggingarkostnaður 60 milljónir Um er að ræða endurbyggingu á 5x12 metra langhúsi og 2x3,6 metra kirkju. Áætlaður byggingarkostn- aður er um 60 milljónir íslenskra króna, en af því borga íslendingar 20 milljónir. Ámi sagði að kirkjan væri fyrsta kirkjan sem reist hefði verið í Ameríku og að auk þess að endurbyggja bústað Eiríks rauða yrðu tvö hús Inúíta endurbyggð á staðnum. Tómas Tómasson, verkfræðingur hjá ístaki, sagði að verkefnið á Grænlandi væri alveg nýtt fyrir fyr- irtækið, en að sama skapi mjög skemmtilegt. Hann sagðist hafa verið viðloðandi verkefnið meira og minna frá því hugmyndin kom upp fyrir um fimm áram, en árið 1996 fór hann fyrst til Grænlands til að skoða aðstæður. Ljúka á verkinu í haust í fyrrahaust fór Tómas ásamt Víglundi Kristjánssyni, hleðslu- manni frá Hellu, til Grænlands til að finna svæði, þar sem gott væri að vinna torf. Þá var einnig farið til Noregs til að skoða timbur, en nú er stóra stundin rannin upp því klára á verkefnið í haust. Tómas sagði mik- ilvægt að verkinu lyki í haust þar sem aðstæður væra erfiðar á vorin, en eins og komið hefur fram verða hátíðahöldin upp úr miðjum júlí- mánuði árið 2000. Tómas sagði að þegar væri búið að smíða húsið einu sinni, og að það hefði verið gert í gamalli skemmu í Hvalfirði. Það yrði síðan það tekið niður og flutt til Grænlands. Benedikte Thorsteinsson, verk- efnisstjóri grænlensku landafunda- nefndarinnar, sagði ferðina hingað hafa verið mjög gagnlega i alla staði og bætti því við að nefndin hefði m.a. sett sig í samband við minja- gripaframleiðanda hér. Benedikte sagði að vinnan á bak við hátíðahöldin snerist ekki ein- vörðungu um byggingarnar heldur skipulagningu hátíðarinnar sjálfrar. Hún sagði mikilvægt að þetta gengi allt vel því að snar þáttur í vinnunni væri að auka ferðamannastrauminn til Suður-Grænlands, sem hefur að hennar sögn setið nokkuð eftir ef miðað er við ferðamannastrauminn til norðurhluta landsins. Hún sagði margar ástæður vera fyrir þessu, TILEFNI tíu ára afmælis Hella- rannsóknafélags íslands á þessu ári efnir félagið til fræðsiufundar og myndasýningar á morgun, miðvikudag, á Hótel Loftleiðum og hefst fundurinn klukkan 16.00. Aðgangur er ókeypis. Nýútkomið ársrit félagsins verður til sölu á fundinum, en í ritinu er að finna fágætar myndir úr öllum glæsi- legustu hraunhellum landsins, segir í fréttatilkynningu. Heiðursgestur fundarins verður Bandaríkjamaðurinn William R. en líklega væri helsta skýringin sú að flugsamgöngur hefðu í gegnum tíðina verið slakar og t.d. væri ekki hægt að fljúga beint frá Bandaríkj- unum eða Kanada til Grænlands, því millilenda þyrfti á íslandi. Að sögn Benedikte mun koma víkingaskipsins íslendings til Bröttuhlíðar 15. júlí marka upphaf hátíðahaldanna. Um 200 manns koma í boði Jónatans Motzfeldt og þá er búist við um 60 manns frá Seattle í Bandaríkjunum, en hópur þaðan mun gefa Grænlendingum styttu af Leifi heppna. Sendinefndin grænlenska kom til landsins á fimmtudag en heldur til Grænlands í dag. Halliday, sem kalla mætti upp- hafsmann hraunhellafræðinnar. Halliday mun halda erindi á fund- inum og sýna myndir frá hraun- hellum um víða veröld. Halliday er heiðursforseti vinnuhóps um hraunhella á vegum alþjóðasam- taka um hellafræði. Greinar Hallidays um hellafræði skipta hundruðum í hinum og þessum tímaritum. Þá hefur hann skrifað tvær bækur um heliafræði, Caves of Washington og Caves of Cali- fomia. Keiko-stofnunarinnar er að sleppa honum lausum úr kvínni. Líkist æ meir háhymingi „Það liggur fyrir að Keiko er að yfirgefa mannheima. Hann hefur verið gæludýr í tuttugu ár. I allan vetur hefur hann verið að líkjast æ meir háhymingi og dvalið lengur undir yfirborði sjávar. Samskipti hans við þjálfara hafa minnkað jafnt og þétt,“ segir Hallur. Sunday Times hefur eftir Robin Friday, einum af þjálfuram Keiko, að sú aðgerð að sleppa Keiko virðist ekki ætla að takast. Hann segir að háhymingurinn hafi fengið of mikla athygli manna. Meðal aðgerða sem blaðið segir að gripið verði til sé að hætta að nudda skrápinn á Keiko og þjálfarar eiga að forðast að horfast í augu við hvalinn eða hrósa honum þegar hann leikur listir sínar í sjón- um. Áhugalaus um laxinn Jafnframt hefur verið hætt að henda fóðri til Keiko og þess í stað er því dælt um leiðslu inn í kvína. Áður hafði Keiko sýnt lítinn áhuga á því að veiða sér til matar þegar 200 löxum var sleppt í kvína. Blaðið vitnar í hvalasérfræðinginn Mark Cawardine sem segir að ekkert for- dæmi sé fyrir því að tekist hafi að venja háhyming við að lifa villtur á ný í náttúranni. Hallur segir að reynt verði að hafa samskipti Keiko við manneskj- una eins lítil og mögulegt er. „Það á við um fæðugjöfina og ferðir út að kvínni. Tilraunin með laxinn gekk ekki upp en að athuguðu máli sjá menn ekkert óeðlilegt við það. Há- hyrningar veiða í hópum og leita eftir torfum en síður eftir einstök- um fiskum. En Keiko hefur svo sem ekki sýnt neina snilldartakta í lax- veiðum," segir Hallur. Hann segir að seinnipartinn í sumar sé stefnt að því að sleppa Keiko úr kvínni og setja hann út í Klettsvíkina. Strengt verði net frá Klettsvíkumefinu yfir í Heimaklett og fær Keiko við það meira athafna- svæði. „Keiko er vel á sig kominn og hef- ur verið í markvissri þjálfun. Hann er vel haldinn og góður til heilsunn- ar. Þetta er hins vegar vísindalegt verkefni sem hefur aldrei verið reynt áður. Við tökum eitt skref í einu og eram í raun stöðugt að læra,“ sagði Hallur. Hann segir að fullkomin óvissa ríki um hvort Keiko haldi út í villta náttúrana og hvort hann þrífist þar. „Það kæmi okkur veralega á óvart ef Keiko yrði sleppt lausum í sumar. Líklegra þykir að honum verði sleppt næsta sumar,“ segir Hallur. Halló krakkar! Berrössuð á tánum verða á Rimini í lokjúní. sSriToto ^mV'9t'*Soe«ai6MaUga"1' Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigi LITSKRÚÐIÐ á veggjum hellisins Jörundar er með ólíkindum, en sandur þekur gólfið í fremri hluta hellisins. Litadýrð undirheimanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.