Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 12

Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið vanbúið verði eldsvoði í Hvalfjarðargöngrim A borgin eða Spölur að borga búnað fyrir slökkviliðið? SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík er vanbúið til að fást við eldsvoða í Hvalfjarðargöngunum, svipaðan eldsvoðunum, sem komið hafa upp í tvennum jarðgöngum í Ölpunum með skömmu millibili. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykja- vík, segir að göngin séu heldur ekki nægilega vel búin; í þau vanti betra viðvörunarkerfi og eftirlits- myndavélar. Gísli Gíslason, stjórn- arformaður Spalar, eiganda gang- anna, segir að fyrirtækið hafi lagt til við ríkislögreglustjóra að flutn- ingur olíu, bensíns og gass um göngin verði bannaður nema að næturlagi. Slökkviliðinu og Speli ber ekki saman um hvort fyrirtæk- ið eða Reykjavíkurborg eigi að festa kaup á nauðsynlegum búnaði slökkviliðs vegna ganganna. Vantar viðvörunarkerfí og myndavélar „Við höfum frá upphafi bent á að okkur fínnist vanta í göngin eldvið- vörunarkerfí og myndavélar, þannig að hægt sé að athuga hvað sé niðri í göngunum," sagði Hrólf- ur Jónsson. „Það er erfitt að nýta vifturnar í göngunum nema þetta sé til staðar. Við teljum að þetta auki öryggi ganganna því um leið og eldur uppgötvaðist yrði hægt að stöðva umferð niður í göngin. Mið- að við núverandi aðstæður gæti umferð, að okkar mati, haldið áfram niður í göngin í einhverjar mínútur." Hrólfur sagði að tilkynni vegfar- endur ekki strax um eld í göngun- um sé engin trygging fyrir því að tilkynning berist yfirleitt. „I göng- unum eru handslökkvitæki tengd viðvörunarkerfi og það er gert ráð fyrir því að vegfarendur hlaupi beint og taki handslökkvitæki og geri þannig viðvart. Við teljum ekki öruggt að þetta verði fyrstu viðbrögð fólks við eldsvoða þama niðri.“ Hrólfur segir að víða í göngum erlendis sé að fínna búnað af því tagi, sem hann telur nauðsynlegan, en norskar kröfur, sem unnið var eftir við gerð Hvalfjarðarganga, geri ekki ráð fyrir slíku. Hrólfur sagðist ekki vita til að ESB eða aðrir alþjóðlegir aðilar hafí sam- ræmdar kröfur um veggöng. „Þetta er mjög mismunandi en er mjög mikið í umræðunni núna,“ sagði hann. Reykköfunarbúnaður og farartæki óháð súrefni Hann sagði að slökkviliðið í Reykjavík teldi sig einnig vanbúið gagnvart eldsvoða í göngunum en auk slökkviliðs í hlutastarfí á Akra- nesi er gert ráð fyrir að hringt verði í slökkviliðið í Reykjavík brjótist út eldur í göngunum. Hrólf- ur segir að náttúruleg skorsteins- virkni í göngunum beri reyk yfir- leitt út úr þeim að sunnanverðu og því verði að líkindum auðveldara að koma að eldi Akranessmegin frá. Á borgin eða Spölur að útbúa slökkviliðið? Hann segir að slökkviliðið hér á landi eigi ekki reykköfunartæki, sem dugi til reykköfunar þegar kaf- arar þurfí að fara nokkurra kíló- metra langa leið. Tæki liðsins dugi í hálftíma og séu miðuð við 40-50 metra reykköfun. Til eru tæki sem duga í nokkra klukkutíma og gera kleift að reykkafa nokkra kíló- metra. Auk þess segir Hrólfur að slökkviliðið eigi ekki farartæki sem hægt sé að nota í súrefnisleysi, en venjulegar bílvélar stöðvast í súr- efnisskorti vegna eldsvoða. „Menn bjarga sér þá ekkert gangandi. Það eru til farartæki, sem eru t.d. raf- knúin eða án kveikju sem krefst brennslu," segir hann. Hrólfur sagði að þessar athuga- semdir hefði slökkviliðið gert frá fyrstu stundu þegar jarðgöngin voru á teikniborðinu. Borgin teldi ljóst að Spölur, eigandi ganganna, ætti að bera kostnaðinn. „Það getur ekki verið að einkafyrirtæki geti komið og plantað niður mannvirki í sveitarfélagi og svo eigi sveitarfé- lagið að borga án þess að það fái nokkra aðkomu að málinu. Það hef- ur aldrei verið fjallað um þessi göng af okkar hálfu. Við höfum frá upphafi gert athugasemdir og talið að það sé Spalar að greiða þennan búnað. Að því tilskildu tók ég þátt í nefnd sem var að gera aðgerðará- ætlun til að fara eftir ef eitthvað kæmi fyrir, en afstaða Reykjavík- urborgar í þessu máli lá þá fyrir.“ Hrólfur kveðst hafa heyrt áætlað að kostnaður við viðvörunarkerfi væri um 20 m.kr. og viðlíka tala hefði heyrst varðandi myndavéla- kerfi, en það færi eftir því um hve fullkomnar myndavélar væri að ræða. Olía og bensín flutt að næturlagi Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Spölur hefði nú lagt til við ríkislögreglustjóra að ekki verði leyft að flytja olíu og slík efni um göngin nema að næturlagi. „Þetta er okkar tillaga," segir Gísli. Hing- að til hafa verið í gildi takmarkanir á flutningum þessara efna frá eftir- miðdegi á föstudegi til og með mánudegi. „Það er greinilegt að gríðarlegt magn af olíu og bensíni fer um þjóðvegina og í ljósi þeirrar feiknamiklu umferðar, sem fer um Hvalfjarðargöng, höfum við talið ástæðu til að aðskilja þetta betur en verið hefur. Ég á von á að við tökum upp viðræður við þessa aðila um framhald málsins,“ sagði Gísli. Hann sagði takmarkanir sam- kvæmt tillögunum miðast við olíur, bensín og gas en ýmsar aðrar teg- undir, t.d. spilliefni, gætu fallið þar undir. „Öryggismál í göngunum hafa verið forgangsmál hjá okkur og þetta er aðeins einn liður af mörg- um, sem við höfum verið að skoða.“ Hann sagði að m.a. væri til skoð- unar að koma upp nýju myndavéla- kerfi „til viðbótar þeim myndavél- um sem fyrir eru,“ en myndavélar eru við munna ganganna. Þá sagði Gísli að lögregla hefði staðið sig vel í að fylgjast með umferðarhraða, en það væri einhver mikilvægasta ör- yggisvömin fyrir göngin að halda hraða innan löglegi'a marka. „Varð- andi viðvörunarkerfi, þá er slíkt kerfí í göngunum en ekki með þeim hætti, sem slökkviliðsstjórinn í Reykjavík og brunamálastofnun hafa nefnt. Það er verkefni upp á tugi milljóna og hjá okkur hefur ekki verið til skoðunar að setja það upp, auk þess sem deildar meining- ar eru um hvað það geri umfram það kerfi sem þegar er fyrir hendi." Gísli sagði að í upphafi hefði Speli verið gert að uppfylla norska staðla, sem hann teldi ágæta miðað við það sem gerðist og gengi í veggöngum í heiminum. „Við höfum uppfyllt þá staðla fullkomlega og gert talsvert betur, þannig að okk- ur leiðist sá tónn sem okkur er sendur í fjölmiðlum, aðallega frá slökkviliðinu í Reykjavík, án þess að þessi mál séu nokkurn tímann rædd við okkur beint. Við hefðum vissulega áhuga á að ræða við slökkviliðsstjóra í Reykjavík og heyra hans sjónarmið beint. Ég get út af fyrir sig tekið undir með hon- um í því, að ef slökkviliðið í Reykja- vík er ekki nægilega búið til að eiga við eld í Hvalfjarðargöngum, þá á Reykjavíkurborg að sjálfsögðu að ráða bót á því þegar í stað.“ Slökkviliðið viti hvað til þess friðar heyrir Gísli sagði að Spölur væri eins og hvert annað fyrirtæki með rekstur og því væri það borgarinnar að eiga útbúnað fyrir slökkvilið sveitarfé- lagsins, sem eiga að vera búin undir það sem til þeirra friðar heyrir. „Menn ætlast ekki til að Járn- blendiverksmiðjan eða Áburðar- verksmiðjan búi sig sérstaklega þótt þar geti komið upp stærri vá en annars staðar. En við höfum uppfyllt öll þau skilyrði sem okkur hafa verið sett og viljum jafnvel gera enn betur, ef það er innan skynsamlegra og eðlilegra marka.“ Gísli var spurður hvernig fréttir af mannskæðum eldsvoðum í veggöngum slægju Spalarmenn. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að ef eitthvað kemur upp í líkingu við það sem hefur gerst á þessum tveimur stöðum í Evrópu, þá er það afar slæmt mál. En sem betur fer er það svo að í heiminum eru mörg jarðgöng og umferð um sum þeirra gríðarleg og talsvert miklu meiri en í Hvalfjarðargöngunum. Þannig að við teljum okkur frekar aftarlega á áhættulistanum,“ sagði Gísli Gísla- son. 150 daga að vinna fyrir sköttum HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna, afhenti Geir H. Haai-de fjái-málaráðherra ávísun að fjárhæð 241,6 milljarðar króna á sunnudaginn. Var þetta gert í tilefni skattadagsins, sem heim- dellingar hafa neftit svo. Skattadagurinn er sá dagur þegar vinnu skattgreiðenda fyrir sköttum til hins opinbera og skyldugreiðslum til lífeyrissjóða lýkur. Ef árinu er skipt þannig að fólk byrji á því að borga skattin- um áður en það getur farið að njóta launa sinna, má segja að launþegar hafi verið í vinnu fyrir ríkið til sunnudags. Skattadagurinn er fundinn út með því að leggja saman útgjöld ríkis og sveitaifélaga og iðgjöld lífeyrissjóða sem voru á síðasta ári 241,6 milljarðar króna. Verg þjóðarframleiðsla var 585,7 millj- arðar króna. Skattbyrði lands- manna er því 41,2% af vergri landsframleiðslu. Landsmenn hafa því lokið við að borga þetta hlutfall árslauna sinna til hins op- inbera og unnið í alls 150 daga fyrir því, segir ennfremur í til- kynningunni. Borgarbyggð Stefán Kalm- ansson ráðinn bæjarstjori BÆJARSTJÓRN Borgarbyggð- ar samþykkti á aukafundi sl. sunnudagskvöld að ráða Stefán Kalmansson í starf bæjarstjóra Borgarbyggð- ar. Verður gengið frá ráðningar- samningi við Stefán á næstu dögum. Að sögn Ei- ríks Ólafsson- ar, bæjarrit- ara og starf- andi bæjar- stjóra, mun Stefán vænt- anlega taka við störfum í júní eða júlí. Stefán Kalmansson er fæddui- og uppalinn í Kalmanstungu í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og er með cand merc-gráðu frá við- skiptaháskólanum í Árósum. Stefán hefur að undanfömu gegnt starfi forstöðumanns fjár- hagsdeildar Eimskips hf. Alls sóttu 24 um starf bæjar- stjóra í Borgarbyggð. Norræna ráðið um málefni fatlaðra Steingrímur J. Sigfússon kjör- inn formaður STEINGRÍMUR J. Sigfússon al- þingismaður hefur verið kjörínn formaður Norræna ráðsins um málefni fatlaðra. Ráðið hélt fund í Reykjavík á sunnudag og í gær. Hlutverk ráðsins er að vera stefnumótandi í málefnum fatl- aðra á Norðurlöndum og ráðgef- andi Norrænu ráðherranefndar- innar í þessum málaflokki. Helstu verkefni þess eru að stuðla að sem mestu jafnrétti íbúa Norður- landa, s.s. með því að bæta að- gengi fatlaðra að menntun, vinnumarkaði og menningarlífi. Meðal mála sem voru til um- ræðu á fundinum í Reykjavík voru tillögur um að bæta mögu- leika fatlaðra á að afla sér há- skólamenntunar, tillaga um stöðu fatlaðra í upplýsingasamfélaginu. Stefán Kalmansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.