Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 14

Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Þak sett á greiðslur til bænda fyrir umframmjólk á verðlagsárinu Bændur hvattir til að leita réttar síns fyrir dómstólum KÚABÆNDUR á framleiðslusvæði Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirð- inga eru allt annað en ánægðir með tilkynningu frá Mjólkursamlagi KEA, þess efnis að ekki verði greitt fullt verð fyrir alla umframmjólk eins og boðað var í haust. Mjólkur- samlag KEA, eins og aðrar afurða- stöðvar, hvatti bændur til að auka framleiðsluna og bauð um leið, eitt mjólkursamlaga, fullt afurðastöðva- verð fyrir alla umframmjólk á yfir- standandi verðlagsári, þ.e. fyrir prótein og fitu. Stefán Magnússon, bóndi í Fa- graskógi í Arnarneshreppi og for- maður Félags eyfirskra nautgripa- ræktenda, sagði KEA ekki stætt á því að borga ekki fullt verð fyrir um- frammjólkina, miðað við það sem áð- ur var ákveðið. Hann sagði að bænd- ur yrðu að leita réttar síns fyrir dómstólum ef þessari ákvörðun yrði ekki breytt. Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit og for- maður Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar, sagði að þessi ákvörðun kæmi sér mjög illa fyrir marga bændur. „Mönnum þykir mjög hart að þegar búið er að lofa fullu verði að ekki skuli staðið við það, enda margir búnir að ráðstafa þessum pening- um.“ Misskilningur meðal bænda Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn- aði, SAM, samþykktu nýlega að setja þak á greiðslur fyrir umfram- mjólk. Þetta var gert í ljósi þess að mjólkurframleiðslan umfram greiðslumark á verðlagsárinu stefnir í að verða allt að 10 milljónir lítra, sem er 5-6 sinnum meira en þörf var talin íyrir í upphafi verðlagsárs. Samkvæmt ákvörðuninni verður greitt fyrir próteinhluta 8 milljóna lítra umframmjólkur á landinu, eða 7,8% umfram greiðslumark. Stjórn KEA samþykkti að fylgja eftir ákvörðun SAM að öðru leyti en þvi að KEA mun einnig greiða fyrir fitu- hluta umframmjólkur allt að 7,8% umfram greiðslumark. Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri KEA, sagði ákveð- ins misskilnings gæta meðal bænda. „Það verður borgað fyrir 8 milljónir lítra á landinu öllu og við munum standa við þau orð okkar að borga bæði fyrir fitu og prótein. Af þessum 8 milljónum h'tra koma um 1,6 millj- ónir lítra í hlut okkar svæðis. Síðan verður jafnað út innan svæðis milli einstaklinga og síðan milli svæða og við vonumst til að þá standi ekkert út af hér. Ef hins vegar eitthvað stendur út af verður að skoða það sérstaklega," sagði Þórarinn. Stefán sagði að úr því að menn hefðu ekki haft rænu á að hafa þak á umframmjólkinni yrði að greiða það verð sem lofað var í haust. „Menn höfðu einnig möguleika á því að draga í land í vetur og þá hefðu bændur haft tækifæri tO að bregðast við, annað hvort með því að kaupa framleiðslurétt eða draga úr fram- leiðslunni. Þessi ákvörðun nú kemur alltof seint. Við vitum það jafnframt að þetta kemur í hausinn á okkur á næsta ári og jafnvel því þarnæsta og ekkert greitt fyrir umframmjólk þau árin. Við verðum að kyngja því en á móti ætlumst við til að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla um- frammjólk út þetta verðlagsár eins og búið var að lofa.“ Númer fjúka af bifreiðum LÖGREGLUMENN á Akur- eyri hafa síðustu daga verið að klippa númer af bílum sem ekki hafa verið færðir til skoð- unar á tilsettum tíma eða lög- boðin gjöld ekki verið af þeim greidd. Mikið hefur verið klippt síð- ustu daga að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri, en á síðustu sólarhringum hafa númer fokið af um 30 bílum vegna vangoldinna gjalda. Þá hafa lögreglumenn nú í maí- mánuði límt miða á yfir 200 bíla þar sem eigendur eru minntir á að færa bifreiðirnar til skoðunar og fá þeir nokk- urra daga frest til að hlýða kallinu. Sé því ekki sinnt mega eigendur búast við að númerin verði fjarlægð. Utvegssvið VMA á Dalvík flytur í nýtt húsnæði Aðstaða kennara og nemenda batnar Morgunblaðið/Jónas Baldursson Þrjátíu og þriggja ára óhappalaus skólaakstur Morgunblaðið/Kristj án GRENIVÍKURSKÓLA var slit- ið síðastliðinn föstudag og lauk þar með 33 ára farsælum skólaakstri Kristjáns Stefáns- sonar á Grýtubakka II. Gói, en Áverkar í andliti eftir líkamsárás UNGUR maður hlaut talsverða áverka í andliti eftir að annar ungur maður réðst að honum skammt ut- an við anddyri Fosshótels KEA. Arásin var tilkynnt til lögreglu laust fyrir kl. 6 á sunnudagsmorgun, en vitni að atburðinum létu vita. Arás- armaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunn- ar, en hann var yfírheyrður á sunnudag og sleppt að því loknu. Að því er best er vitað var árásin tilefn- islaus. það hefur Kristján ætíð verið nefndur í skólabflnum, hóf akstur við Grenivíkurkskóla árið 1966 á Land Rover-jeppa og hefur hann aldrei orðið fyrir óhappi öll þessi ár. Oft hefur hann verið á ferðinni í mikilli ófærð og vondum veðr- um; Á annað hundrað börn hafa notið þjónustu Góa í gegnum tíðina. Fyrir um tíu árum var reiknað út að Gói væri búinn að aka ámóta leið og til tunglsins og hálfa leið til baka. Því má gera ráð fyrir að Gói væri kom- inn heim aftur, hefði verið lagt upp í slíka langferð. Við skólaslitin voru Góa færðar þakkir fyrir starf sitt og fékk hann blómvönd að leiðar- lokum. ÚTVEGSSVIÐ Verkmenntaskól- ans á Akureyri, VMA, á Dalvík verður flutt í nýtt húsnæði, í gamla barnaskólann á staðnum, og verður unnið að endurbótum á því nú í sumar. Við það batnar aðstaða nemenda og kennara til mikilla muna. Stýrimannaskóli hefur verið starfræktur á Dalvík frá árinu 1981 þegar kennsla til 1. stigs skip- stjórnarprófs hófst þar, 2. stiginu var bætt við árið 1987 og ári síðar hófst kennsla til fiskiðnaðarprófs auk 1. árs almenns náms. Nú er þar starfrækt útvegssvið VMA og er boðið upp á nám á fjórum brautum; almennri braut, sjávarútvegsbraut, fískvinnslubraut og skipstjórnar- braut. Björn Bjömsson kennslustjóri sagði að í kjölfar þess að útvegs- sviðið verði flutt yfir í gamla barna- skólann aukist húsnæðið til muna og rýmra verði um starfsemina. Tónlistarskólinn er til húsa á sama stað og munu kennarar samnýta ýmsa aðstöðu, s.s. kennara- og kaffistofur. Áður hefur kennsla far- ið fram á efstu hæð Ráðhúss Dal- víkur og einnig í skrifstofuhúsnæði hjá KEA á staðnum og nú síðast var kennt í heimavistarhúsnæðinu, en þar eru þrjár kennslustofur og tölvustofa auk þess sem sviðið hef- ur aðgang að húsnæði í viðbygg- ingu við heimavistina. I nýja húsnæðinu eru nú tvær rúmgóðar kennslustofur, 45 fer- metrar hvor, og verður þeim skipt niður í smærri stofur en þannig nýtist plássið betur, enda ekki svo margir nemendur í hverjum bekk. Þá verður útbúin sérstofa þar sem settur verður upp hei-mir. Einnig verður komið upp þar fagbóka- safni, þar sem verður að finna blöð, bækur og tímarit um allt það sem tengist fiskveiðum og vinnslu og siglingum, en þegar er þó nokkuð til af slíku efni. „Við vonum svo að einhverjir vilji styrkja okkur í þessu, t.d. þeir sem eiga efni af þessum toga sem ef til vill ætti bet- ur heima á fagbókasafni," sagði Björn. Framkvæmdir munu standa yf- ir í sumar við breytingar á nýja húsnæðinu og verður það tilbúið í haust. „Við verðum mun betur í stakk búin til að taka á móti þeim nemendum sem hafa hug á að stunda nám hjá okkur,“ sagði Björn, en hann sagði að eftir að skipstjórnarnámið var lengt um tvö ár, úr tveimur í fjögur, hafi margir hugsað sig um tvisvar og nokkur lægð komið í aðsókn. „Það tekur alltaf töluverðan tíma að laga sig að nýju kerfi,“ sagði hann. Starfsemi útvegssviðsins á Dal- vík er mikilvæg bæjarfélaginu, en á síðasta ári stunduðu 53 nemendur nám við sviðið. „Það má því alveg segja að starfsemin hafí svipuð áhrif og Háskólinn á Akureyri hef- ur á bæjarfélagið á Akureyri. Nem- endur koma víða að af landinu, en heimavistarpláss er fyrir 40 nem- endur. Á næsta ári er fyrirhugað að gera breytingar á heimavistinni í samræmi við auknar kröfur not- enda. Góður stuðningur Útvegssviðið á Dalvík hefur einnig til afnota kennsluhúsnæði undir verklega kennslu í tengslum við Snæfell, en Björn sagði fyrir- tækið alla tíð hafa verið mjög vel- viljað og samstarfið hafí verið gott. Ymis önnur fyrirtæki hafa einnig lagt sitt af mörkum til uppbygging- ar, s.s. Marel sem gefið hefur tæki og Kerfi sem séð hefur skólanum fyrir forritum af nýjustu gerð. „Með þessum stuðningi hefur okk- ur tekist að reka útvegssviðið með hagkvæmum hætti, við höfum kom- ist hjá því að þurfa að fjárfesta í dýrum tækjum vegna þessa stuðn- ings,“ sagði Bjöm. Björn sagði skólann vel búinn tækjum en fullkominn siglinga- og fiskleitarhermir er til í skólanum sem og einnig fjarskiptahermir, en frá því hann var tekin í notkun í nóvember síðastliðnum hafa yfir 70 manns útskrifast af námskeiði sem haldin voru fyrir starfandi skip- stjórnendur. Atvinnuþróunarfélag liyjafjarðar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar verður með kynningarfundi um starfsemi félagsins á eftirfarandi stöðum í byrjun júní: Miðvikudaginn 2. júní, hótelinu í Ólafsfirði, fiá kl. 10.00 til 11.30. Miðvikudaginn 2. júní, Café Menning, frá kl. 14.00 til 16.00. Fimmtudaginn 3. júní, Gistiheimilinu Miðgörðum, Grenivík, frá kl. 10.00 til 11.30 Föstudaginn 4. júní, Fiðlaranum, 4. hæð, Skipagötu 14, Akureyri, frá kl. 16.00 til 18.00. Sveitarstjórnamenn, atvinnurekendur og ibúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.