Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 16

Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HLÍF Arndal veitir viðtöku viðurkenningu frá formanni Sjálfsbjargar í Árnessýslu Svani Ingvarssyni fyrir gott aðgengi fyrir alla. Flóttamennirnir komnir til Reyðarfjarðar Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir SLEGIÐ var upp grillveislu vegna komu flótta- mannanna til Reyðaríjarðar. Reyðarfirði - Fimmtudaginn 27. maí sl. komu 24 flóttamenn frá Kosovo til dvalar á Reyðarfirði. Tekið var á móti þeim við Anda- pollinn, þar sem mættir voru for- seti bæjarstjórnar, félagsmálafull- trúar og fulltrúar Rauða krossins ásamt tæplega 300 íbúum Fjarðar- byggðar. Þar var mikil grillveisla og barnakór söng nokkur íslensk lög. Að því loknu fóru fjölskyldurn- ar í íbúðirnar sem búið var útbúa fyrir þær með öllu því sem þarf til heimilisrekstrar. Deild Rauða krossins á Reyðar- firði hafði veg og vanda af söfnun húsmuna og annars sem til þurfti með stuðningi deildanna á Eski- firði og Neskaupstað. Hópurinn samanstendur af fimm fjölskyld- um, þar af 14 bömum. Fjögur fara í leikskóla og sex í grunnskóla. Grunnskólabömin hafa þegar hitt skólasystkini sín í skóianum en leikskólabömin fara í heimsókn á mánudaginn. Hver fjölskylda fær 2-3 íslensk- ar stuðningsfjölskyldur sem eiga að aðstoða þær við að aðlagast ís- lensku samfélagi. Öll bjuggu þau í borginni Pristina í Kosovo. Níu manns unnu utan heimilis, þrír heimilisfeðumir era skósmiðir og ráku skóverslanir, einn er hag- fræðingur, tveir yngri mennirnir era iðnaðarmenn, konumar hafa lítið unnið utan heimilis, ein þeirra vann á lögfræðiskrifstofu áður en stríðið skall á. Konumar eru mikl- ar handverkskonur, prjóna og hekla af mikilli kúnst. Kennsla í íslensku hefst strax eftir helgina hjá bömunum og fer hún fram í Grunnskólanum. Lára Jóna Þorsteinsdóttir leikskóla- og sérkennari hefur verið ráðin til að kenna þeim í sumar og mun hún einnig fylgja þeim áfram í Grann- skólanum næsta vetur. Nú er verið að skipuleggja kennslu 14 fullorðinna og mun hún einnig byrja í næstu viku. Náms- efni kemur frá Námsflokkum Reykjavíkur og byrjar námskeið á þeirra vegum fyrir leiðbeinendur á Reyðarfirði 2. júní. Nú er verið að útbúa fyrir þau aðstöðu til kennslu og félagsstarfs á efri hæð Kaupfélagshússins. Verkefnis- stjóri er Guðný Björg Hauksdótt- ir. HARPA Garðarsdóttir, Erling Þórir Egilsson og Tryggvi Freyr Torfa- son hlutu verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskólabarna í Hveragerði. Glæsilegt bókasafn opnað í Hveragerði Hveragerði - Bókasafn Hveragerðis var opnað á dögunum í nýju og glæsilegu húsnæði við Austurmörk. Nýja húsnæðið leysir af hólmi gamla bókasafnið sem rekið var í mjög litlu rými áföstu við bæjar- skrifstofur Hveragerðisbæjar. Á nýja staðnum er öll aðstaða til fyrir- myndar; þar eru nettengdar tölvur til afnota fyrir bæjarbúa, einnig er þar sérstök lesstofa auk þess sem sjálft safnið er miklu rýmra en áður og vinnuaðstaða öll eins og best verður á kosið. Við opnunina flutti Einar Mathiesen bæjarstjóri ávarp og sagði það sérstaklega ánægjulegt að bóksafnið er fyrsta stofnun Hvera- gerðisbæjar sem hefur fullkomið að- gengi fyrir alla. Við opnunina færði Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfs- STÓRSÝNING Bfla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bflheima um landió Þriójudaginn 1. júní Staðarskáli............. 9-11 Hvammstangi........... 13-15 Blönduós.............. 17-20 Midvikudaginn 2. júní Varmahlíö............... 9-12 Sauðárkrókur........... 14-17 Ketilás (búvélasýning). 19-21 Siglufjörður (bílasýning).. 19-21 ©K.'.oiiht. Bílheimar ehf. SmL; Strvorhöfíia 2a ■ UmiS2S 9000 mmL^i*000 www.bilheimor.it bjargar á Suðurlandi, forráðamönn- um safnsins sérstakt viðurkenning- arskjal fyrir gott aðgengi. Formaður bókasafnsnefndar, Laufey S. Valdi- marsdóttir, kynnti sögu safnsins og aðdraganda að stofnun þess. Við opnunina voru kynnt úrslit í ljóða- samkeppni grunnskóla barna í Hveragerði. Þar hlutu verðlaun þau Harpa Garðarsdóttir, Erling Þórir Egilsson og Tryggvi Freyr Torfa- son. Starfsmenn hins nýja bókasafns eru tveir þær Hlíf S. Arndal og Pá- lína Snorradóttir. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir REYKLAUSIR ferðafélagar úr Menntaskólanum á Egilsstöðum á leið til Benidorm í vel merktum bolum. Krabba- meinsfé- lag styrkir nemendur Egilsstöðum - Útskriftarhópur Menntaskólans á Egilsstöðum á þessu vori er nánast reyklaus. Alls útskrifuðust 37 nemendur og einungis einn þeirra reykir. Hluti nemendanna hefur verið að afla fjár sem nota á í ferðasjóð útskriftarnemanna en þau ætla að fara til Benidorm. Krabba- meinsfélag Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri ákvað að styrkja nemenduma til þessarar farar og veitir þeim styrk sem samsvarar þriggja vikna neyshi á tóbaki miðað við að um 30% nem- enda væm reykingafólk. Það em fimmtán nemendur sem fara út. Þau létu prenta á boli þar sem þau vekja athygli á því að þessi hópur er reyklaus. Aftan á bolunum er skrifað á nokkmm tungumálum að hópur- inn er reyklaus. Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir NEMENDUR í 1. og 2. bekk Grunnskóla Djúpavogs munduðu veiðistangirnar á bryggjusporðinum við Djúpavogshöfn með tilþrifum síðustu klukkustundir þessa skólaárs. Djúpavogi - Nemendur í 1. og 2. bekk Grunnskóla Djúpavogs munduðu veiðistangimar á bryggjusporðinum við Djúpavogshöfn með tilþrifum síð- ustu klukkustundir þessa skólaárs, en vordögum er nú að Ijúka við skólann. Er þetta annar veturinn sem tekið er vetrarfrí og skólinn lengdur fram á vorið til að nemendur megi á hlýrri árstíma efla skilning og þekkingu á eigin umhverfi og náttúru. Meðal þeirra verkefna sem nem- endur hafa tekið sér fyrir hendur eru fuglaskoðun, veiði, gróðursetn- Yordögum að ljúka ing, dvöl í sveit, vinna við öflun ör- nefna, aðallega tengdum Tyrkjarán- inu, en þá var margt fólk tekið hönd- um á Djúpavogi og í nágrenni. Nemendur 8. og 9. bekkjar munu síðan í júní dvelja í Slysavamarbúðum í Hamraborg. Er ætlunin að nemend- ur sem ljúka námi frá Grunnskóla Djúpavogs útskrifist með skírteini þaðan. Nemendur 10. bekkjar eru á leið til Hollands þar sem endapunkt- urinn í Comenius, samevrópsku fugla- verkefni sem sex skólar víðsvegar að úr Evrópu hafa staðið að, verður sett- ur. Munu nemendumir frá Djúpavogi hitta nemendur hinna skólanna sem þeir hafa einungis kynnst í gegnum bréfaskriftir og Netið og eru eflaust ánægjulegir dagar framundan. Skólastjóri Grunnskóla Djúpavogs er Freyja Friðbjarnardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.