Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HLÍF Arndal veitir viðtöku viðurkenningu frá formanni Sjálfsbjargar í Árnessýslu Svani Ingvarssyni fyrir gott aðgengi fyrir alla. Flóttamennirnir komnir til Reyðarfjarðar Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir SLEGIÐ var upp grillveislu vegna komu flótta- mannanna til Reyðaríjarðar. Reyðarfirði - Fimmtudaginn 27. maí sl. komu 24 flóttamenn frá Kosovo til dvalar á Reyðarfirði. Tekið var á móti þeim við Anda- pollinn, þar sem mættir voru for- seti bæjarstjórnar, félagsmálafull- trúar og fulltrúar Rauða krossins ásamt tæplega 300 íbúum Fjarðar- byggðar. Þar var mikil grillveisla og barnakór söng nokkur íslensk lög. Að því loknu fóru fjölskyldurn- ar í íbúðirnar sem búið var útbúa fyrir þær með öllu því sem þarf til heimilisrekstrar. Deild Rauða krossins á Reyðar- firði hafði veg og vanda af söfnun húsmuna og annars sem til þurfti með stuðningi deildanna á Eski- firði og Neskaupstað. Hópurinn samanstendur af fimm fjölskyld- um, þar af 14 bömum. Fjögur fara í leikskóla og sex í grunnskóla. Grunnskólabömin hafa þegar hitt skólasystkini sín í skóianum en leikskólabömin fara í heimsókn á mánudaginn. Hver fjölskylda fær 2-3 íslensk- ar stuðningsfjölskyldur sem eiga að aðstoða þær við að aðlagast ís- lensku samfélagi. Öll bjuggu þau í borginni Pristina í Kosovo. Níu manns unnu utan heimilis, þrír heimilisfeðumir era skósmiðir og ráku skóverslanir, einn er hag- fræðingur, tveir yngri mennirnir era iðnaðarmenn, konumar hafa lítið unnið utan heimilis, ein þeirra vann á lögfræðiskrifstofu áður en stríðið skall á. Konumar eru mikl- ar handverkskonur, prjóna og hekla af mikilli kúnst. Kennsla í íslensku hefst strax eftir helgina hjá bömunum og fer hún fram í Grunnskólanum. Lára Jóna Þorsteinsdóttir leikskóla- og sérkennari hefur verið ráðin til að kenna þeim í sumar og mun hún einnig fylgja þeim áfram í Grann- skólanum næsta vetur. Nú er verið að skipuleggja kennslu 14 fullorðinna og mun hún einnig byrja í næstu viku. Náms- efni kemur frá Námsflokkum Reykjavíkur og byrjar námskeið á þeirra vegum fyrir leiðbeinendur á Reyðarfirði 2. júní. Nú er verið að útbúa fyrir þau aðstöðu til kennslu og félagsstarfs á efri hæð Kaupfélagshússins. Verkefnis- stjóri er Guðný Björg Hauksdótt- ir. HARPA Garðarsdóttir, Erling Þórir Egilsson og Tryggvi Freyr Torfa- son hlutu verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskólabarna í Hveragerði. Glæsilegt bókasafn opnað í Hveragerði Hveragerði - Bókasafn Hveragerðis var opnað á dögunum í nýju og glæsilegu húsnæði við Austurmörk. Nýja húsnæðið leysir af hólmi gamla bókasafnið sem rekið var í mjög litlu rými áföstu við bæjar- skrifstofur Hveragerðisbæjar. Á nýja staðnum er öll aðstaða til fyrir- myndar; þar eru nettengdar tölvur til afnota fyrir bæjarbúa, einnig er þar sérstök lesstofa auk þess sem sjálft safnið er miklu rýmra en áður og vinnuaðstaða öll eins og best verður á kosið. Við opnunina flutti Einar Mathiesen bæjarstjóri ávarp og sagði það sérstaklega ánægjulegt að bóksafnið er fyrsta stofnun Hvera- gerðisbæjar sem hefur fullkomið að- gengi fyrir alla. Við opnunina færði Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfs- STÓRSÝNING Bfla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bflheima um landió Þriójudaginn 1. júní Staðarskáli............. 9-11 Hvammstangi........... 13-15 Blönduós.............. 17-20 Midvikudaginn 2. júní Varmahlíö............... 9-12 Sauðárkrókur........... 14-17 Ketilás (búvélasýning). 19-21 Siglufjörður (bílasýning).. 19-21 ©K.'.oiiht. Bílheimar ehf. SmL; Strvorhöfíia 2a ■ UmiS2S 9000 mmL^i*000 www.bilheimor.it bjargar á Suðurlandi, forráðamönn- um safnsins sérstakt viðurkenning- arskjal fyrir gott aðgengi. Formaður bókasafnsnefndar, Laufey S. Valdi- marsdóttir, kynnti sögu safnsins og aðdraganda að stofnun þess. Við opnunina voru kynnt úrslit í ljóða- samkeppni grunnskóla barna í Hveragerði. Þar hlutu verðlaun þau Harpa Garðarsdóttir, Erling Þórir Egilsson og Tryggvi Freyr Torfa- son. Starfsmenn hins nýja bókasafns eru tveir þær Hlíf S. Arndal og Pá- lína Snorradóttir. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir REYKLAUSIR ferðafélagar úr Menntaskólanum á Egilsstöðum á leið til Benidorm í vel merktum bolum. Krabba- meinsfé- lag styrkir nemendur Egilsstöðum - Útskriftarhópur Menntaskólans á Egilsstöðum á þessu vori er nánast reyklaus. Alls útskrifuðust 37 nemendur og einungis einn þeirra reykir. Hluti nemendanna hefur verið að afla fjár sem nota á í ferðasjóð útskriftarnemanna en þau ætla að fara til Benidorm. Krabba- meinsfélag Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri ákvað að styrkja nemenduma til þessarar farar og veitir þeim styrk sem samsvarar þriggja vikna neyshi á tóbaki miðað við að um 30% nem- enda væm reykingafólk. Það em fimmtán nemendur sem fara út. Þau létu prenta á boli þar sem þau vekja athygli á því að þessi hópur er reyklaus. Aftan á bolunum er skrifað á nokkmm tungumálum að hópur- inn er reyklaus. Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir NEMENDUR í 1. og 2. bekk Grunnskóla Djúpavogs munduðu veiðistangirnar á bryggjusporðinum við Djúpavogshöfn með tilþrifum síðustu klukkustundir þessa skólaárs. Djúpavogi - Nemendur í 1. og 2. bekk Grunnskóla Djúpavogs munduðu veiðistangimar á bryggjusporðinum við Djúpavogshöfn með tilþrifum síð- ustu klukkustundir þessa skólaárs, en vordögum er nú að Ijúka við skólann. Er þetta annar veturinn sem tekið er vetrarfrí og skólinn lengdur fram á vorið til að nemendur megi á hlýrri árstíma efla skilning og þekkingu á eigin umhverfi og náttúru. Meðal þeirra verkefna sem nem- endur hafa tekið sér fyrir hendur eru fuglaskoðun, veiði, gróðursetn- Yordögum að ljúka ing, dvöl í sveit, vinna við öflun ör- nefna, aðallega tengdum Tyrkjarán- inu, en þá var margt fólk tekið hönd- um á Djúpavogi og í nágrenni. Nemendur 8. og 9. bekkjar munu síðan í júní dvelja í Slysavamarbúðum í Hamraborg. Er ætlunin að nemend- ur sem ljúka námi frá Grunnskóla Djúpavogs útskrifist með skírteini þaðan. Nemendur 10. bekkjar eru á leið til Hollands þar sem endapunkt- urinn í Comenius, samevrópsku fugla- verkefni sem sex skólar víðsvegar að úr Evrópu hafa staðið að, verður sett- ur. Munu nemendumir frá Djúpavogi hitta nemendur hinna skólanna sem þeir hafa einungis kynnst í gegnum bréfaskriftir og Netið og eru eflaust ánægjulegir dagar framundan. Skólastjóri Grunnskóla Djúpavogs er Freyja Friðbjarnardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.