Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 42

Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Um óljós mörk „Hinar gömlu pólitísku andstœður milli hægri og vinstri hafa leyst upp og par sem óreiðan er ekki góður grunnur að stefnu- skrá hafa menn keppst við að endurfram- leiða gömlu hugmyndirnar og hugsjónirn- ar í nýjum og nýjum myndum. “ Eftir Þröst Helgason Einu sinni töldu menn að nútíminn myndi leiða til end- urmats á öllum gildum. Flestir hljóta að vera sammála um að þetta hafi ekki gengið eftir. Sjálfumgleði upplýsingarinnar hefur blindað marga sem telja sér trú um að framfarir í vís- indum og tækni hafi fleygt mannkyninu fram veginn á flestum sviðum. Samhliða þeirri þróun hafa vandamálin hins vegar hrannast upp og á fæst- um þeirra hafa VIÐHORF fundist lausn- ir. Um leið hafa gömlu gildin, sem menn vildu taka til endurskoðunar, farið á flot. 68-uppreisnin er ein skýrasta birtingarmynd þessa. Lykilorðið var frelsi. Það átti að afnema öll höft og draga úr áhrifum stofnanna sem skorð- uðu líf fólks. Gömlu gildin voru dregin í efa og raunar brotið þvert á flest þeirra í nafni tak- markalítillar lífsnautnahyggju. Niðurstaða þessarar orgíu er hins vegar ekki róttækt endur- mat heldur upplausn, ringulreið sem endurspeglar raunar breytta heimsmynd upplýsinga- samfélgsins. Franski heimspekingurinn, Jean Baudrillard, rýnir í ástandið eftir 68-orgíuna í bók sinni, La Transparence du Mal: Essai sur les phénom 'enes extr^emes (1990), sem mætti útleggja með orðunum Gagn- sæi hins illa: Ritgerð um öfga- kennd fyrirbæri. Baudrillard heldur því fram að hræringam- ar á sjöunda áratugnum hafi leitt til upplausnarástands þar sem öll lögmál hafi riðlast og skilið manninn eftir í lausu lofti, jafnt á hinu pólitíska sem hinu fagurfræðilega sviði, - meira að segja lögmálið um kynin tvö, karl og konu, hafa orðið þessari ringulreið í vit- undarlífi mannsins að bráð. Kynlífsbyltingin, sem hippa- kynslóðin er kannski einna stoltust af, hefur ekki leitt til aukins frelsis, að mati Baudrill- ards, heldur til kynusla þar sem mörk kynjanna tveggja eru ekki lengur ljós. Nægir ef til vill að minna á poppgoðið Michael Jackson í því samhengi sem einhvers konar tvíkynja Frankenstein. Skilin miUi manns og vélar verða einnig sí- fellt óljósari eftir því sem tölvu- og margmiðlunartækninni fleygir fram. Tækni á borð við gagnvirkni setur manninn í undarlega stöðu; þetta er ekki einungis spurning um hvor sé háðari hinum, manneskjan eða tölvan, heldur hvor taki meira upp eftir hinum, hvor hefur meiri áhrif, - í hvora áttina virka stýrikerfin? Listin á einnig í kreppu. Listin í hefð- bundnum skilningi er hætt að vera til, að mati Baudrillard, listin sem ævintýri, sem ferð eða lögmál handan veruleikans. Hin hefðbundnu fagurfræðilegu gildi hafa enga merkingu leng- ur, allt er leyfilegt, allt er list; það er með öðrum orðum ekki lengur til neinn gullfótur sem fagurfræðilegir dómar byggja á. I vissum skilningi þýðir þetta að menningin einkennist af list- rænu og fagurfræðilegu tóm- læti. Á svipaðan hátt einkenn- ast stjórnmál af hugmynda- fræðilegu tómlæti, að mati Baudrillard. Hinar gömlu póli- tísku andstæður milli hægri og vinstri hafa leyst upp og þar sem óreiðan er ekki góður grunnur að stefnuskrá hafa menn keppst við að endurfram- leiða gömlu hugmyndimar og hugsjónirnar í nýjum og nýjum myndum. Það er merkilegt að skoða ís- lensk stjómmál í ljósi þessarar greiningar Baudrillards. Hug- mynda- og sjálfsmyndakreppan er augljós, ekki síst á meðal (fyrrverandi) vinstrimanna sem gerðu misheppnaða tilraun til þess að finna sér nýjan gmnd- völl fyrir nýafstaðnar kosning- ar. Athyglisverðast við þessa tilraun var það að samfylkingin átti ekki bara erfitt með að finna sameiginlegan grundvöll fyrir þá flokka sem að henni stóðu heldur gekk henni einnig illa að skilgreina sig frá öðram flokkum, hvort sem er vinstri- grænum, frjálslyndum, fram- sókn eða sjálfstæðisflokknum. Þetta sást kannski einna skýr- ast í umræðu um stór mál á borð við fiskveiðistjómunar- kerfið, hálendið og gagnagrann á heilbrigðissviði þar sem allir vora sammála í grandvallarat- riðum en bara ekki á sömu póli- tísku forsendunum. Ástæðan fyrir vandræðum samfylkingar- innar er vitanlega sú að hug- tökin sem menn skilgreindu sig út frá era ekki lengur nothæf í samfélagslegri umræðu, það er búið að leysa þau upp og eftir stendur bara eitthvert þverpóli- tískt svið eða jafnvel ópólitískt svið sem er fullt af afar tvíræð- um, óstöðugum og óljósum táknum. Eins og fjallað var um í þessum dálki fyrir skömmu fór gengi flokkanna í kosning- unum eftir því hvernig þeim gekk að fóta sig á þessu sviði táknmyndanna. Hinar gömlu pólitísku marka- Mnur hafa því máðst burt í upp- lausnarástandinu sem Baudrill- ard segir að einkenni samtím- ann. Og þó að þetta kunni að þýða að pólitíkin sé í vissum skilningi dauð þá eru hin póli- tísku viðfangsefni enn til staðar. Þessi viðfangsefni þarf að ræða, bara á öðram forsendum og á öðrum vettvangi en áður. Mál eins og fiskveiðistjómunarkerf- ið, hálendið og gagnagrannur á heilbrigðissviði era til dæmis fyrst og fremst siðferðilegs eðl- is og þarfnast almennrar um- ræðu í samfélaginu. Kennarinn Hafa kennarar misst sjálfstæði sitt og völd? Þekkja milliliðir ekki æðsta boðorðið: Að þjálfa nemendur í því að vega og meta það sem þeir sjá og heyra og kenna þeim að spyrja gagn- rýnna spurninga? Gunnar Hersveinn segir hér frá nokkrum þátt- um í beinskeyttum fyrirlestri Helgu Sigurjónsdóttur. Kennarar og leitin að sannleikanum • „Kennarar eiga að leita sannleikans og endurheimta völd yfir eigin starfi“ • „Ekki aðeins er námsárangurinn slæmur heldur stefnir í hreint öngþveiti“ HELGA Sigurjónsdóttir kennari flutti fyrirlestur í febrúar síðasthðnum og fjallaði meðal annars um ólík viðhorf til kennarans. Hvert er gildi kennarans og að hve miklu leyti ræðui- hann sér sjálfur? Skömmu síðar í mánuðinum og einnig í mars birtust fréttir í Morg- unblaðinu um tvær rannsóknir um áhrif kennslunnar: 1. „Bakgrannur skýrir mun á meðaleinkunn. Skýringa á mismun milli skóla hvað varðar meðalein- kunnir á samræmdum prófum í 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur er frekar að leita í bakgrunni íbúa í hverfunum en í mismun á innra starfi skólanna, samkvæmt niður- stöðum rannsóknar, sem Elsa Reimarsdóttir og Hildur Björk Svavarsdóttir hafa unnið og er efni BA-ritgerðar þeirra í félagsfræði við Háskóla íslands. Þættir á borð við menntun og starfsstétt íbúa í skólahverfi reyndust fremur tengj- ast hárri meðaleinkunn skólans en þættir sem tengjast skólanum sjálf- um, svo sem framboð á stuðningi við nemendur, og óheimilar fjarvist- ir nemenda, sem þó höfðu marktæk áhrif til lækkunar á meðaleinkunn." Morgunblaðið 25/2 1999. Hin rannsóknin sýndi aftur á móti að árangur nemenda veltur fyrst og fremst á kennaranum. Vitnað er í doktorsritgerð Auðar Hauksdóttur um samband milli ár- angurs nemenda og kennslunnar: 2. ,Árangur nemenda í 10. bekk grannskóla í dönsku er sterklega háður kennsluaðferð og fagmennt- un kennarans. Nemendur með dönskukennara, sem er fagmennt- aður og hefur kennslureynslu, standa sig marktækt betur á sam- ræmdu prófí í málinu en aðrir.“ Morgunblaðið 16/3 1999. Kennarinn eða bakgrunnurinn? Helga Sigurjónsdóttir flutti fyrir- lestur sinn í Norræna húsinu undir heitinu Kennarinn - meistari eða þjónn? Þar segir hún meðal annars: „Lofti Guttormssyni (sagnfræðingi) verður tíðrætt um hugmyndafræði frjálshyggjunnar og kvartar yfir vanskilningi eldri sósíalista á því hvílíkum skaða frjálshyggjan geti valdið í félagsmótun ungu kynslóð- arinnar. Hann segir (1978): „Lík- lega hafa sósíalistar í ýmsum grein- um látið hugmyndir frjálshyggjunn- ar villa sér sýn á félagslegt sam- hengi skólans." Svo vitnar hann í Helsey nokkum sem segir að raun- veraleg frammistaða barna í skóla endurspegli félagslegt umhverfi þeirra, fjölskyldaðstæður og vænt- ingar kennara til þeirra.“ Segja má að fyrri rannsóknin (Elsa Reimarsdóttir o.fl.) styðji þessa kenningu Helseys, og að ef til vill megi draga þá ályktun að árang- ur nemenda sé háður félagsmótun- inni. Helga segir svo: „Þessi skoðun (Helseys) hefur einnig skipað veiga- mikinn sess í málflutningi tals- manna uppeldisskólans. Eflaust má stundum rekja slaka frammistöðu barna og óæskilega hegðun til slæmra heimilisaðstæðna, hins veg- ar mun það samt stórlega ýkt. Reynsla mín undanfarin 20 ár við kennslu barna sem hafa fallið á samræmdum prófum í grunnskóla bendir til þess. Vönduð kennsla, námsefni sem gerir miklar kröfur, skýrar reglur um ögun við námið og samstarf við foreldra er það sem dugar.“ Reynsla hennar virðist vera í samræmi við niðurstöður rann- sóknar dr. Auðar Hauksdóttir. Árangurinn veltur á kennaranum, ekki á bakgranninum. Gagnrýni Helgu Helga Sigurjónsdóttir hefur und- anfarin ár verið kennari í Mennta- skólanum í Kópavogi. Hún hefur einnig verið grannskólakennari í Kópavogsskóla. Hún hefur skrifað bækur eins og Þjóð í hættu (greina- flokkur sem birtist í Lesbók Morg- unblaðsins árið 1993) og greinar eins og Skóli í kreppu (Ný mennta- mál, 1992) um skólamál. í fyrirlestri sínum 10. febrúar fjallaði hún meðal annars um „yfirbyggingu í skóla- kerfinu“, „valdaleysi kennara" og „útþenslu gagnslítillar sérkennslu“. Hún segir: „Við erum kennarar, hvorki vinnukonur, félagsráðgjafar né geðlæknar. Okkur hefur verið trúað fyrir börnunum í landinu; fyr- ir menntun þeirra og menningu. Þetta er fjöreggið okkar allra; kennarar verða að fá það vald og það frelsi sem þarf til þess að glutra því ekki niður. Þessar era skyldur okkar; aðrar skyldur sem kennarar höfum við ekki.“ Valdaleysi kennara Helga segir að með setningu grannskólalaga árið 1974 hafi skól- Tillögur Helgu Sigurjónsdóttur handa kennurum Hvaða leiðir eru færar? Hvaða leiðir eru færar fyrir kennara til þess að komast út úr kreppu skólans? Þó að erfitt sé um vik er ekki rétt að leggja upp laupana. Þó þykir mér einsýnt að æ fleiri kennarar forði sér úr vonlausum aðstæðum, ekki síst þegar margir og góðir atvinnu- möguleikar bjóðast í fyrirtækj- um, sem miða starfið við framtíð en ekki fortíð. En fyrir þá kennara sem halda áfram er ekki um annað að ræða en taka málin í eigin hendur og varpa af sér byrðinni sem bæði stjómvöld og svokölluð fagleg yf- irvöld þyngja sífellt. Hér á eftir eru nokkrar tillögur sem ég tel brýnt að gefa gaum. Kennarar ættu að: 1. Afla sér sem mestra upplýsinga um skólasöguna og þróun skóla- mála sl. 30 ár. 2. Hafna annarri ábyrgð á nem- endum en þeirri sem felst í góðri kennslu, hlýlegu en ákveðnu viðmóti og virðingu fyrir nemendum og foreldrum. Onnur ábyrgð á börnunum er ekki á færi kennara. Það er varasamt að gefa foreldrum undir fótinn með neitt annað. Það gæti veitt foreldrum falska öryggiskennd. Kennarar bera ekki meiri ábyrgð á annarra manna börnum en aðrar stéttir. 3. Hafna hinni ýktu lygasögu um vonda kennarann fyrrum en góða kennarann nú. Flestir kennarar eru góðir og voru það líka fyrrum. 4. Afneita því að vandi skólans sé vondir kennarar. Ef kennarar eru í spennitreyju kerfis og/eða kennisetninga verður skólinn vondur, kennarar geta ekki gert mikið í málunum við slíkar aðstæður. 5. Stöðva þegar í stað framrás for- eldra inn í skólana. Þeir eiga ekki að vera með annan fótinn í kennslustofunni og þeir eiga ekki að stýra starfi kennara. Hins vegar á að hlusta vel á um- kvartanir foreldra þegar böm- um þeirra vegnar ekki vel, taka mark á þeim og ráða strax bót á vandanum. 6. Hafna ónauðsynlegri vinnu, þ.e.a.s þeirri sem kemur ekki kennslunni við. 7. Losa sig við yfirbygginguna bæði innan kerfis og utan. Stig- veldisskipulagið er hvarvetna á undanhaldi þar sem nútfminn er genginn í garð enda andstætt gæðastjórnun. Kennsla er eitt þeirra starfa sem þarfnast hvað minnstrar yfírbyggingar, allra sfst faglegrar á upplýsingaöld. 8. Horfast í augu við að draumur- inn um fullkomið jafnrétti er „útópía", skólinn stuðlar að bættu samfélagi einungis með vandaðri kennslu og trú- mennsku við sjálfan sig, nem- endur og foreldra. 9. Kreíjast endurskoðunar á sér- kennslu, m.a. afnáms kvótakerf- isins. Skömmtun veldur alltaf skaða. 10. Hætta að tala um tvenns konar kennslu, almenna kennslu og sérkennslu. Kennsla er og verður ævinlega einnar gerðar. 11. Muna það að f flestum tilfellum er lífið dásamlegt, líka hjá börnum. 12. Muna að það er eðlilegt, líka íyrir börn, að takast á við and- lega erfiðleika. Það er liður í eðlilegum þroska og ekki hættulegt geðheilsu þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.