Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 53

Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 53IL Tími húman- ismans er núna í Uundangengnum kosningum þar sem undirrituð var í fyrsta sæti á lista Húmanista- flokksins á Suðurlandi, var haft á orði við mig hvort Húmanistaflokk- urinn væri ekki tíma- skekkja. Blaðamaður einn sagðist hafa heyrt að menn álitu okkur húmanista 100 árum á undan okkar samtíð. Nú eftir kosningar skulum við líta á þessi málefni, sem ýmsum fannst svona framúr- stefnuleg. Okkar helsta málefni var að útrýma fátækt. Nú vorum við ekki að leggja það til að við íslendingar útrýmdum fátækt í öllum heiminum heldur að- eins hér meðal þessarar litlu þjóðar sem er svo skyld og tengd. Við sett- um fram þá hugmynd að þetta yrði gert í gegnum lífeyrissjóðakerflð, ekki vegna þess að við hefðum neitt á móti því sem slíku eins og það er, heldur vegna þess að okkur er kunnugt um að í það koma á hverju Lífskjör Til hvers þurftum við kosningarétt? spyr Sig- rún Þorsteinsdóttir. Til þess að kjósa fámenna klíku fjórflokksins aft- ur og aftur? ári peningar sem myndu nægja. Við frambjóðendur Húmanistaflokksins settum þessa tillögu fram á ótal fundum um allt land. Ekki einn ein- asti meðframbjóðandi sagði eitt orð um þessa hugmynd. Þó voru fram- bjóðendur flestra annarra framboða famir að taka undir að það þyrfti að útrýma fátækt hjá þessari fímmtu ríkustu þjóð í heimi. Þó ekkert framboðanna væru með ákveðna til- lögu um hvemig ætti að fara að því. Það var ekki fyrr en eftir að ég hafði lagt töluvert hart að meðfram- bjóðendum mínum á fundi hjá eldri borgurum á Selfossi, að segja sitt álit á þessari tillögu, sem Eggert Haukdal sagði: „Auðvitað hefði átt að vera búið að stofna sameiginleg- an lífeyrissjóð allra landsmanna fyr- ir löngu, sem öllum væru tryggðar mannsæmandi greiðslur úr.“ Ég ætla að nota tækifærið til að þakka Eggerti fyrir þessi ummæli. Þessi hugmynd okkar húmanista var nefnilega ekki svo mjög nýstár- leg þegar allt kemur til alls. Sam- eiginlegur lífeyrissjóður hefur oft verið í umræðunni og getur því ekki talist hugmynd sem við getum hrós- að okkur af að tilheyri eitthundrað árum utan úr framtíðinni. Öllu held- ur það að við skyldum tengja þessar greiðslur því að útrýma fátækt. Því mörgum mun sennilega farið líkt og Halldóri Ásgrímssyni, sem álítur að þar sem fátækt hafi alltaf verið með mannkyninu hljóti hún alltaf að fylgja því. Þetta er nú ekki mjög framsækið viðhorf. Við skulum muna að fátækt er af efnislegum toga, ekki andlegum. Það var ekki eins og við hefðum verið að leggja til að útrýma heimsku, sem er meira af andlegum toga og yrði sennilega.eitthvað flóknara að fást við. Nei, nei, við vorum bara að leggja til að því sem er nú þegar til staðar væri aðeins jafnara skipt milli þessarar stórfjölskyldu sem Islendingar eru. Við vorum líka að leggja til með tillögum okkar að almenningur hefði meira um sitt líf að segja, með tillögum okkar um lýðræði á vinnu- stöðum og fleiri tillögum sem myndu þýða að fleiri væru með í að taka ákvarðanir en nú er. Ég sé ekki hættuna í því að fólk taki í ríkari mæli þátt í ákvörðun- um. Allir eiga sitt líf og sína tilveru sem krefst þess að þeir þurfa að taka allskonar ákvarð- anir alla tíð. Þegar bú- ið væri að setja fólk inn í aðstæður í fyrir- tækinu sem það vinnur í, er ég viss um að flestir væru ekki síður í stakk búnir til að vera með í ákvörðun- um heldur en þeir sem teljast eigendur eða framkvæmda- stjórar. Virðingarleysi stjórnmálamanna við almenning Það er ofboðslegt virðingarleysi gagnvart almenningi að sjá þetta ekki og viðurkenna í verki. Þetta virðingarleysi sýna allir þeir stjórn- málamenn, sem treysta almenningi ekki betur en raun ber vitni. Því eru t.d. aldrei þjóðaratkvæða- greiðslur hér á landi, nema um hundahald og áfengisútsölur? Hvers vegna var ekki þjóðarat- kvæðagreiðsla um gagnagrunns- málið eða hálendismálið? Hvernig má það vera að þeir sem teljast stjórnendur landsins skuli komast upp með þann hroka að geta kýlt svona mál í gegnum þingið, þrátt fyrir háværar óánægjuraddir um allt þjóðfélagið? Er almenningur svona sofandi og svona snauður að sjálfsvirðingu? Ef svo er, er það þá ekki einmitt að hluta til vegna þess að stjórnendur landsins sýna okkur svo mikið virð- ingarleysi og vantraust? Ekki með orðum sínum heldur gjörðum. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi Til hvers vorum við íslendingai- að losa okkur við Dani? Hefði ekki bara verið þægilegra að láta þá um að hugsa fyrir okkur? Til hvers þurftum við kosningarétt, til þess að kjósa fámenna klíku fjórflokks- ins aftur og aftur kjörtímabil eftir kjörtímabil? Var það virkilega til þess að þeir gætu séð um að breikka launabilið sífellt og skilja heilu hópana eftir? Eða var það til þess að þeir geti seilst æ lengra of- an í vasa sjúklinga eftir greiðslum fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu? Nei, lesandi minn, við húmanistar erum ekki hundrað árum á undan okkar samtíð. Við erum akkúrat á réttum tíma vegna þess að aðstæður hér á landi leyfa einmitt breytingar eins og þær sem við leggjum fram. Menntunarstig þjóðarinnar er þannig og efnahagurinn líka. Það vantar bara dálítið á að fólk almennt hafí þá trú á sjálfu sér sem til þarf. Leyfðu mér að segja við þig: „Þér er alveg óhætt að hafa þessa trú á sjálf- um þér, því þú ert miklu merkilegri og betri en þú heldur.“ Höfundur er ístjóm Húmanista- flokksins. Sigrún Þorsteinsdóttir Bjórinn og boltinn, ÞAÐ ER merkilegt hvernig sumir hlutir virðast hreint og beint skapaðir fyrir hvor annan. Þetta á til dæm- is við um kaffí og súkkulaði að mínu viti. Fátt er eins unaðsfullt og að sitja í makindum og láta heitt kaffið bræða stökkt súkkulaðið í munni sér og gæla við bragðlauk- ana á leið niður í maga. Önnur slík fyrir- myndar tvenna er bjór- inn og boltinn. Að vísu var ég seinni að átta mig á hvílíkt gæðapar var þar á ferð- inni en síðustu misserin hafa augu mín sem betur fer verið að upp- ljúkast fyrir því hversu ómissandi þáttur bjórinn er í öllum alvöru boltaviðburðum. Ekki hefði til dæm- is verið hægt að halda heimsmeist- arakeppni í handknattleik hér á landi ef bjórsins hefði ekki notið við. Ula hefði líka farið ef borgarstjóra hefði ekki tekist, á síðustu stundu í fyrra, að tryggja óheftan aðgang að bjórnum í mikilvægum úrslitaleik hjá IÍR. Stemmningin hefði blátt áfram verið glötuð ella. Eins og mörgum er kunnugt hafa knattspymufélög mörg hver barist í bökkum fjárhagslega undanfarin misseri. Nú er hins vegar svo komið að KR-Sport hefur loksins komið auga á lausnina út úr þeim leiða vanda og sýnt lofsvert frumkvæði með þvi að einkavæða boltann og fjárfesta í arðvænlegri bjórsölu. Ahugasamir íþróttaunnendur hljóta að fagna þessari ábyrgu framsýni og ættu líka að kunna að meta frumlega krá í miðbæ Reykjavíkur sem farin er að aug- lýsa beinar útsending- ar í boltanum þar sem þjónamir bera bjórinn fram í dómarabúning- um. Þetta frábæra framtak eykur að sjálf- sögðu verulega á hina réttu stemmningu í kringum boltann og ætti að vera löggiltum dómuram hvatning til að feta í sömu spor, til dæmis með því að þjóna stúkugest- um í hálfleik með líkum hætti. Bjórinn Er ekki orðið tíma- bært, spyr Þórarinn Björnsson, að huga að nýjum landsliðsþjálf- ara, sem er hugsjón boltamannsins trúrri? Annað er það líka sem er svo gott við bjórinn. Hann stuðlar að hinu rétta boltaútliti ef vel og drengilega er drakkið. Þetta hefur meðal ann- ars þá augljósu kosti að í stað þess að bera menn út af knattspyrnu- kránum er nóg að rúlla þeim út ef þörf er á. Svo geta menn ekið heim í sæludraumi og sofnað bæði fljótt og vel þegar heim er komið. Sem uppalandi ungra knatt- spyrnuáhugamanna hlýt ég að fagna þessari auknu og markvissu tengingu milli bjórsins og boltans. Samkvæmt athyglisverðri skoðana- könnun Rannsóknastofnunar upp- eldis- og menntamála fyrir fáeinum áram kom í ljós að ungt fólk sem stundaði mikið íþróttir drakk lítil- lega minna en aðrir jafningjar sínir. Nú er loks von til að þessu misræmi'*.' verði kippt í lag og að ungir boltaunnendur láti ekki sitt eftir liggja í drykkjunni heldur taki virk- an þátt í að styðja fjárhagslegan grandvöll boltaíþróttarinnar til frambúðar. Eitt veldur mér þó dálitlum von- brigðum. I nýlegu blaðaviðtali við- urkenndi núverandi landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu að hann væri fyrir allnokkra hættur í þjónustu Bakkusar. Það getur varla þjónað hagsmunum boltaíþróttarinnar að sá sem bera skal hróður hennar heimshoma á milli skuli þannig upp á sitt eindæmi ákveða að úthýsa sjálfri „brjóstbirtunni“ úr lífí sínu. Ég hlýt því að spyrja: Er ekki orðið<* tímabært að huga að nýjum lands- liðsþjálfara sem er hugsjón bolta- mannsins trúrri, enda hefur ís- lenska landsliðið einungis unnið fá- eina landsleiki undir hans stjórn og varð að gera sér jafntefli að góðu móti Frökkum, og það meira að segja á heimavelli! Höfundur er faðir tveggja bama í boltanum. Vandaðar innréttngar frá Belgíu á hagstæðu verði. fíAoöfítmsíim í*|______ Eitt fjölbreyttasta úrval innréttinga og tækja á einum stað á Islandi ! OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, • laugard. kl. 10-14 Innréttingar & tæki Vib Fellsmúla Simi 588 7332 rrrrí ráfl*fc8€?r * C m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.