Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR INGOLFUR GUNNLA UGSSON SESSELJA SVEINSDÓTTIR + Ingólfur Gunn- laugsson fædd- ist 17. júní 1906. Hann lést 20. apríl 1974 og fór útför hans fram frá Foss- vogskapeliu 30. apríl 1974. Sesselja Sveinsdótt- ir fæddist 9. maí 1911. Hún lést á Hrafnistu 17. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 25. maí. Einhver besta gjöf sem okkur mannanna börnum getur hlotnast er að hafa notið umhyggju ástríkra foreldra í uppvextinum. Það er veganesti sem við búum að æ síðan og veitir ómeðvitaða öryggiskennd, eins konar bakhjarl á erfíðum stundum. Foreldrar mínir voru ákaflega samrýnd og samhent hjón og báru gæfu til þess að jafna ágreining án átaka. Gagnkvæm virðing þeirra hvort iyrir öðru hefur eflaust ráð- ið því. Til tuttugu og tveggja ára aldurs dvaldi ég í foreldrahúsum og heyrði aldrei skakkt orð fara þeirra í millum þrátt fyrir mis- munandi skoðanir á ýmsum hlut- um. Málin voru bara leyst hávaða- laust. Pabbi átti til að segja kím- inn: „Hverju heldurðu að móðir þín hafi tekið upp á núna?“ Eða: „Hvað heldurðu að móðir þín hafi afrekað í gær?“ Þetta var ef til vill eitthvað sem honum hafði fundist fjarstæða en hún komið í gegn með lagni og meira að segja tekist að gera hann hreykinn af. Annars var hann ákaflega hægur, traustur og jafnlyndur og enginn mál- skrafsmaður en léti hann álit sitt í ljós vógu orð hans þungt. Hann var hugsjónamaður sem snemma gekk ungmennafélagshreyfing- unni á hönd, síðar samvinnuhreyf- ingunni og verkalýðshreyfingunni. Hann var náttúruunnandi, elskaði alltaf sveitina sína Miðfjörðinn og reyndi að fara þangað eins oft og hann gat og fór þar um allt fót- gangandi til að upplifa landið sem best. Þegar hann yfirgaf sveitina fór hann í Samvinnuskólann. Það var ekki fyrr en síðar á ævinni sem honum nýttist sú menntun, en hann var lengi verslunarstjóri hjá Ki-on í Kleppsholti. Það var meðan Kron var með hverfisverslanir víðs vegar um borgina. En ég held að hann hafi í hjarta sínu alltaf verið verkamaður. Hann gekk snemma í Dagsbrún og sat þar í stjórn á tímabili á dög- um Sigurðar Guðnasonar sem þar var lengi formaður. A fjórða og fimmta áratugnum stóð hann með félögum sínum í Dagsbrún í eld- línu baráttunnar og lenti í öllum verkföllum sem yfir dundu á þessu tímabili. Ég held að verkalýðsbar- áttan á þessum tíma hafi bitnað harkalegast á verkamönnum í Reykjavík því að á mörgum stöð- um á landinu biðu menn eftir að verkfalli Dagsbrúnarmanna lyki og síðan var samið með hliðsjón af samningum þeirra. Efnahagurinn á heimilinu var því oft æði þröng- ur framan af. En þrátt fyrir það var takmark foreldra minna að öll börnin fimm hlytu þá menntun að þau gætu notið sín sem sjálfstæðir einstaklingar og til þess urðu þau að færa ýmsar fórnir. Þau höfðu til dæmis bæði mjög gaman af að ferðast en þann munað gátu þau ekki leyft sér fyrr en um fimm- tugt. Þau náðu að ferðast nokkuð innanlands og utan áður en hann féll frá tæplega sextíu og átta ára að aldri. Fráfall föður míns varð móður minni mikið áfall því að þau höfðu eins og svo margir hlakkað til eft- irlaunaaldursins og þess sem þau ætluðu að gera þegar brauðstrit- inu linnti. Þótt söknuðurinn væri mikill lét hún ekki bugast og lifði nú fyrir börnin og barnabörnin sem alltaf voru henni ofarlega í huga. I verunni hafði hún létta lund og fyrr á árum var eldhúsið á Kambsveginum félagsmiðstöð ættingjanna því að á litlum skika í Kleppsholtinu bjó bæði föður- og móðurfólk mitt og í seinni tíð sé ég að móðir mín var miðdepillinn og tengiliður allra þessara ættingja minna. Þarna fór fram þjóðfélags- umræða, bækur Kiljans voru ræddar um leið og þær komu út sem og leikrít leikhúsanna því að það var sá munaður sem þau leyfðu sér, að fara í leikhús og taka okkur með þegar við átti. Foreldrar mínir voru bæði mjög bókhneigð og guði sé lof að móðir mín gat stytt sér stundir til hins síðasta við lestur. Sem fyrr segir var líflegt í eld- húsinu á Kambsveginum. Þar var mikið sungið og þar lærði ég lög, ljóð og sálma og hef ég sumt af því hvergi séð á prenti. Eftir að Una frænka á efri hæðinni fékk sér gít- ar og kenndi mér stelpunni, jafn- framt því sem hún lærði, hljómaði gítarspil og margraddaður söngur því að mamma bjó til milliraddir eftir þörfum. Hún söng við bakst- urinn og eldamennskuna sem ekki var hennar uppáhaldsiðja en gerð af illri nauðsyn, trúði hún mér fyr- ir. Við þetta sem annað lagði hún sig fram til að þóknast fjölskyld- unni. Þetta var einn ríkasti þáttur- inn í hennar skapgerð, að leggja á sig ómælt erfiði til að geðjast öðr- um. Einn af hennar góðu eiginleikum var næmt skopskyn. Hún gerði óspart grín að sjálfri sér og íyrtist aldrei þó að við systkinin skopuð- umst stundum að tiltektum henn- ar. Þrátt fyrir mikil veikindi, stundum kvalir og þverrandi þrek síðastliðið ár var hún enn hlátur- mild og gat skellihlegið í símann þegar hún var að segja mér frá heimsóknum langömmubamanna, hvað þau höfðu sagt og gert í heim- sókninni. Áhugi hennar á velferð afkomendanna var óskertur til hinstu stundar og hún fékk það ríkulega endurgoldið því að böm og ekki síður barnaböm hafa sinnt henni vel og látið hana finna hvað hún var þeim mikils virði. A okkar síðustu samverastund þremur dögum áður en hún kvaddi sagði hún við mig: „Inga mín! Ég er bara ekki tilbúin að fara alveg strax, ég þarf að fylgj- ast lengur með litlu börnunum.“ Það vom yngstu börnin, langömmubörnin, sem hún var að tala um. Hún hélt í lífið, ekki af ótta við dauðann heldur vegna þess að hún elskaði lífið. Inga. HORÐUR SÆVAR GUNNARSSON + Hörður Sævar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1941. Hann lést 15. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 25. maí. Hún var ekki gleði- leg fréttin um andlát þitt, Hörður. Fréttin um það að maður í blóma lífsins hefði kvatt þennan heim og skilið okkur hin eftir þessa sorgarfrétt og þrátt fyrir að mörgum spurningum verði e.t.v. aldrei svarað, vekur minningin um þig gleði. Þegar við rifjum upp kynnin við þig, skýtur gleðin upp kollinum og bros færist yfir andlitin. Það er ekki annað hægt. Þar sem þú fórst um þar skildir þú eftir bros. Já, Hörður, þú varst einstaklega glað- sinna maður. Kímnigáfa þín og glettni var einstök. Þú hafðir sér- staklega jákvæða og hressandi nærvem. Það var líka hreint undur að fylgjast með þér við störf og í er minning um góðan og glaðsinna dreng. Mann sem færði bros inn í hjarta þeirra sem hann mætti, mann sem hressti við og hreyfði við öðram með krafti sínum, jákvæðri og glaðlegri framkomu. Við vottum aðstandendum þín- um öllum okkar innilegustu samúð. Það mátti alltaf skilja, þegar þú minntist á fjölskyldu þína, að þar voru þínar perlur og þinn fjársjóð- ur. Guð blessi ykkur í sorginni og gefi ykkur styi’k. Ólafur og Jóhanna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. AGUST NORDGULEN leik. Krafturinn og elj- JL Ágúst 1 Nordgulen ■ ■ an var slík. Það var ánægjulegt að starfa fæddist í Reykjavík með þér hjá Vífilfelli. 30. júlí 1957. Hann lii- jlw y Það verður missir að lést á Landspftalan- w y§B þér þar. Þú varst um 23. maí síðast- traustur og harðdug- liðinn og fór útför l • i/ legur. Eins verður það hans fram frá Bú- \ Jt missir að hitta þig staðakirkju 28. maí. m y flkw. aldrei aftur fyrir utan ;fy. y§j Sundlaug Kópavogs þar sem þú iðkaðir íþróttir af kappi og elju. En eitt hefur þú skilið eftir, Hörður, sem verður ekki frá Kæri vinur, nú er komið að kveðjustund. Undir það síðasta viss- um við öll að hverju stefndi eftir erfiða bar- áttu við þennan illvíga + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar og frænku okkar, SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Hjarðarhaga 56. Eyrún Jóhannesdóttir og ættingjar. sjúkdóm, en þetta var svo endan- legt þegar stundin rann upp og viss- an að við myndum ekld hittast aftur héma megin fyllti okkm- miklum söknuði. Við minnumst allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman með innilegu þakklæti og þú munt ætíð eiga stað í hjarta okkar sem góður og sannur vinur. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku Asta, Halla, Anna Rut, Agúst Orri og aðrir aðstandendur, megi Guð almáttugur styrkja ykk- ur og varðveita í sorg ykkar sem og um alla framtíð. Þorsteinn Pálmarsson og Guðrún Steinþórsdóttir. Leiknum er lokið, dómarinn flautaði hann af á hvítasunnudag. Betra liðið tapaði. Af hverju? Hvers vegna? Okkur áhorfendum finnst þetta í meira lagi ósanngjöm úrslit. Það var barist af þvílíkri bjartsýni, baráttu og æðmleysi við andstæð- inginn en engu að síður tapaðist hann í seinni hálfleik. En það þýðir ekki að deila við dómarann. Mér er þungt um hjarta og tregt um tungu þegar ég hugsa um baráttu Gústa systursonar míns við hið miskunn- arlausa krabbamein sem allt of margir lúta í lægra haldi fyrir. Það er huggun harmi að hann barðist ekki einn og það vissi hann, í baráttuliði sínu hafði hann ástkæra eigin- konu sína Astu, bömin þrjú, tengdasoninn, mág og tengdamóður sem kom frá Akureyri og var þeim stoð og stytta í þá tvo mánuði sem seinni hálfleikurinn tók. Ekki má gleyma Erlu frænku okkar sem sinnti frænda sínum af óeigingjarnri elsku sinni. Þá vora það líka pabbi hans, bræður og ein- stakir vinir sem aðstoðuðu hann með fyrirtækið, hann hafði oft orð á þessu og fannst vænt um. Bið ég Guð að blessa allt þetta góða fólk. Gústi minn var næstelstur fimm bræðra og minnist ég þess nú þegar ég ung að árum passaði þá Einar og Gústa þegar mamma og pabbi skruppu út, alltaf var hann jafn ljúf- ur og góður við mig, það breyttist aldrei, ég man líka eftir því þegar hann kynnti mig fyrir Ástu sinni, ungri stúlku frá Akureyri, hve sæll hann var og hamingjan leyndi sér ekki, þar' hafði hann fundið sannan sálufélaga. Eftir það vora þau aldrei nefnd nema í sama orðinu á mínu heimili, ég hringdi ekki í Ástu, ég hringdi í Ástu og Gústa. Það var yndislegt að fá að fylgj- ast með ungu hjónunum eignast bömin sín og með elju og dugnaði eignast sitt fallega heimili og fyrir- tækið sem þau unnu í eins og einn maður. Fyrir níu árum dró ský fyrir sólu er móðir hans veiktist og hefur hún verið vistmaður á Hjúkranarheim- ilinu Eir frá stofnun þess. Ásta og Gústi hafa æ síðan borið hag henn- ar fyrir brjósti og hugsað afar vel um velferð hennar, og ber okkur hinum að þakka það. Elsku Ásta mín, Halla Sjöfn, Anna Rut, Ágúst Orri, foreldrar, tengdaforeldrar og aðrir ástvinir, við Birgir, börnin og fjölskyldur biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu góðs drengs og gefa ykkur styrk í sorginni. Ljúfur drengur hefur kvatt okkur, æðralaus mætti hann örlögum sínum, umvafinn ástvinum. Ég þakka þér samfylgdina frændinn minn og bið Guð að leiða þig í ljósið. Þín frænka Aldís (Alla). Kveðja frá litla frænda. Elsku frændi minn. Nú ert þú farinn frá okkur allt of snemma. Tími okkar saman var það stuttur að ég kem ekki til með að muna þig. Pabbi og mamma lofa því að ég komi til með að vaxa úr grasi með minningu um góðan frænda og fal- lega nafnið þitt ber ég alla tíð. Þótt ég væri oft órólegur leið mér alltaf jafn vel þegar ég kom til ykkar í Fannafoldina, þar vora margir faðmar sem tóku á móti mér og alltaf heyrðist rödd þín „Hæ frændi." Stundum tók ég mér blund og fékk þá að kúra hjá þér. Það vora stundir sem við áttum bara tveir einir. Elsku frændi, ég vona að sak- laust bros mitt og litlir slefkossar hafi yljað hjarta þitt á erfiðum tím- um. Ég sendi þér að kveðju þá bæn sem þér fannst bæna fallegust og sterkust og þú færðir mér á skírn- ardaginn. Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin aðeilífu. Amen. Elsku frændi minn, megi litlir englar kúra hjá þér, ylja þér og vemda. Elsku Ásta, Halla Sjöfti, Anna Rut, Ágúst Orri og Frikki. Þegar fram líða stundir og sársaukinn víkur fyrir fallegum minningum bið ég ykkur að deila þeim með mér. Guð gefi ykkur styrk, blessi ykkur og verndi um ókomna tíð. Þinn Kristófer Ágúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.