Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 72

Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ J # * r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. 4.30, 6.45, 11.15. B.i. 16. 4.45 og 11. b. i. 16. ®j|íoíj1j|| LJyy.d 'J Ör Back To The Föture Úr Dumb & Dumber i - ■' FYRIR 990 PUNKTA FERDU I BÍÓ Atfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 www.samfilm.is ÞORVALDUR B. Þorvaldsson, lagahöfundur, söngkonan Selma Björnsdóttir og kærasti hennar Rúnar Freyr Gísla- son skála í kampavíni sem þau fengu sent frá ríkisstjórn Islands. SÖNGKONAN Charlotte Nilsson, sem er kunn í Svíþjóð eftir að hafa leikið í sápuóperu, fagnar sigrinum ásamt félögum sínum. Morgunblaðið/Ásdis ÞÓTT ekki ynnist sigur að þessu sinni var glatt á hjalla hjá Islendingunum. Besti árangur Islendinga Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva íslendingar náðu besta árangri sínum í Eurovision er lag Porvaldar B, Þorvalds- sonar „All out of Luck“, í flutningi Selmu Björnsdóttur, lenti í öðru sæti keppninnar síðastliðinn laugardag. Sigrún Birna Birnisdóttir blaðamaður og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari voru meðal þeirra íslendinga sem fylgdust með keppninni í Ráðstefnuhöllinni í Jerúsalem. SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í ísrael síðastliðinn laugardag og var það í annað skipti sem keppnin var haldin í Jerúsalem. Mikil öryggisgæsla var um Ráð- stefnuhöllina þar sem keppnin fór fram enda höfðu bæði Palestínu- menn og heittrúaðir gyðingar lýst yfír andstöðu við það að keppnin færi fram í borginni. Þannig var aðliggjandi götum t.d. lokað kvöldið sem keppnin fór fram auk þess sem öryggisverðir lögðu hart að áhorfendum að yfirgefa ekki salinn nema í neyð þá þrjá tíma sem keppnin stóð. Mikil stemmning var meðal þeirra 15 Isiendinga sem fyigdust með keppninni í Ráðstefnuhöllinni en alls voru um 2.000 áhorfendur í salnum auk þess sem talið er að rúmlega 300 milljónir áhorfenda víðs vegar um heim hafi fylgst með keppninni. Israelar hafa þrisvar unnið keppnina og voru flytjendur allra vinningslaga þeirra viðstaddir keppnina á laugardag. íslenska lagið var númer 13 í röð keppn- islaganna og hafði Selma Björns- dóttir verið spurð að því á blaða- mannafundi fyrr í vikunni hvort það gerði hana ekkert órólega. Selma kvað það hins vegar vera happatölu sína enda ætti hún af- mæli þann þrettánda. Islenski hópurinn kom á sviðið eftir að stutt hlé hafði verið gert á keppninni og gestir skálað í rauð- víni. Framlagi Selmu og félaga hennar var greinilega vel tekið af áhorfendum og að flutningi þess loknum mátti heyra þá hrópa „Selma, Selma“. Eftir keppnina hafði fólk á orði að flutningur ís- lenska lagsins hefði tekist einstak- lega vel og virtist fólk almennt sammála um að það hefði notið meiri hylli meðal áhorfenda í sal en sænska lagið. Þá var Selma kynnt sem eftirlæti allra þeirra sem að keppninni komu í frétta- flutningi ísraelska sjónvarpsins að keppninni lokinni. Er að stigagjöf kom magnaðist spennan meðal stuðningsmanna íslenska hópsins á ný enda hafði íslenska lagið for- ystu framan af stigagjöfinni þó það hlyti ekki hæstu einkunn fyrr en undir miðbik talningarinnar. Þá veittu Danir íslenska laginu hæstu einkunn eða 12 stig og í kjölfarið veittu Svíar og Kýpurbú- ar því einnig hæstu einkunn. Króatía, Slóvenía, Frakkland og Bosnía Herzegóvina, veittu ís- lenska laginu hins vegar engin stig. Undir lok stigagjafarinnar, er Svíar og Þjóðverjar höfðu saxað á forskot Islendinga, og spenna var í hámarki vakti það nokkra kátínu áhorfenda hversu ákaft stuðnings- menn íslenska lagsins fögnuðu því er Þjóðverjar veittu Svíum einung- is tvö stig. Gleði þeirra var hins vegar skammvinn enda leið ekki nema andartak þar til ljóst varð að Þjóðverjar höfðu einungis veitt ís- lendingum þrjú stig. Aður en stigagjöfinni lauk varð síðan ljóst að sænska lagið „Take Me to Your Heaven", í flutningi Charlotte Nilsson, hafði borið sigur úr býtum og á sjónvarps- skjám mátti sjá Nilsson fagna sigri og taka við hamingjuóskum Selmu Björnsdóttur. Dana International, sigurvegari síðasta árs, kom síðan fram á sviðið til að veita Nilsson sigurlaunin, styttu eftir hinn fræga listamann Ya’acov Agam. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að söngkon- an, sem klædd var ákaflega þröngum kjól, kikknaði undan þunga styttunnar og féll í gólfið. Keppninni lauk síðan með því að allir flytjendur minntust þjáninga fólks á Balkanskaga með því að syngja ísraelska vinningslagið Hallelujah.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.