Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Undirbúningur fjárlaga er seinna á ferðinni en venjulega vegna kosninganna UNDIRBUNINGUR fjárlaga var ræddur á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjómar í gær og er samstaða um það innan ríkisstjóm- arinnar að skila ríkissjóði með um- talsverðum afgangi, að sögn Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Hann sagðist stefna að því að af- gangur á fjárlögum yrði meiri en í ár. Afgangurinn er áætlaður tveir og hálfur milljarður króna í ár. Afgangur fari yfir tvo og hálfan milljarð Geir sagði að undirbúningur fjárlaga væri með hefðbundnum hætti nema hvað hann væri aðeins á eftir áætlun vegna kosninganna og stjórnarmyndunar. Það ætti hins vegar ekki að koma að sök, Stefnt að mein fjárlagaaf- gangi en í ár þar sem búið væri að vinna heil- mikla undirbúningsvinnu í ráðu- neytunum. Hann muni á næstunni ræða við fagráðherrana og fara yf- ir ákveðin mál og stefnt sé að því að setja niður ákveðna ramma um miðjan júní. „Það er ríkur vilji ráðherranna að skila ríkissjóði með umtalsverð- um afgangi sem er nauðsynlegt að gera við núverandi aðstæður, eins og segir í stefnuyfirlýsingu stjórn- arflokkanna,“ sagði Geir. Afgangur á fjárlögum í ár er áætlaður tveir og hálfur milljarð- ur króna og sagðist Geir stefna að því að afgangur á fjárlögum næsta árs yrði meiri en það. Hann legði áherslu á það við núverandi ástand að afgangurinn yrði meiri en í ár og hann teldi það ekki óraunhæft. Aðspurður hvernig horfur væru varðandi fjárlögin í ár, sagðist Geir gera sér vonir um að þau markmið næðust sem þar væru sett. „Eg geri mér vonir um að fjárlaganiðurstaðan haldi, það er að segja að við höfum þennan af- gang sem að var stefnt. Hins vegar eru náttúrlega alltaf einhver frávik bæði tekna- og gjaldamegin, eins og allir þekkja," sagði Geir enn- fremur. Sungið við skólaslit SKÓLABÖRN í ísaksskóla sungu Ijúfa vortóna fyrir foreldra sína í blíðviðrinu í gær við slit skólans. Húfur krakkanna í fremstu röð minna á sumarið en eldri krakk- arnir í bakgrunni, sem þarna eru að kveðja skóla Isaks Jónssonar, eru með kunnuglegar útskriftar- húfur sem kenndar eru við múr- bretti í útlöndum. Morgunblaðið/Halldór Jeppaleiðangri lýkur í dag JEPPALEIÐANGURINN ICE- 225 lýkur ferð sinni vestur til baka yfir Grænlandsjökul í dag, en Ómar Ragnarsson, einn leiðangursmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í nótt að tekið hefði 12 klukkustundir að aka 10 km leið niður skriðjökul- inn, en þegar samtalið átti sér stað voru leiðangursmenn staddir um 30 km frá Syðri-Straumsfirði. Fyrirhuguð ráðstefnumiðstöð Stórar hótelkeðj- ur lýsa áhuga INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri og formaður miðborgarstjómarinnar, segir að erlent fyrirtæki sem á stór- ar hótelkeðjur hafi lýst áhuga á því að kynna sér hugmyndir um byggingu ráðstefnumið- stöðvar og tónlistarhúss í mið- borg Reykjavíkur með það í huga að reka hótel í tengslum við það. Fyrirtækið á hótel- keðjumar Holiday Inn, Crown Plaza og Intercontinental. Nefnd á vegum þriggja ráðuneyta og Reykjavíkur- borgar vinnur að málinu og segir Ingibjörg Sólmn að í vinnu nefndarinnar sé reynt að afmarka lóðina sem gert er ráð fyrir að húsið standi á í mið- borginni, fjármögnun þess og rekstur. Hún segir að fyrirtæki með margar hótelkeðjur á sínum snæmm hafi ámálgað það að reka hótel í tengslum við ráð- stefnumiðstöðina. „Fyrirtækið óskaði eftir fundi með okkur til þess að fara yfir hugmyndir okkar og kynna sér fram- kvæmdina,“ sagði borgarstjóri. Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra segir málið þrí- þætt. Gert sé ráð fyrir ráð- stefnumiðstöð, tónlistarhúsi og hóteli. „Það er alveg ljóst að eftir að við tilkynntum það í janúar að Reykjavíkurborg og ríkið ætluðu að taka höndum saman um byggingu á slíkri miðstöð hafa erlendar hótel- keðjur sýnt málinu áhuga,“ sagði Bjöm. Verð á bensíni hækkar BENSÍN hækkar í dag um 3,40 krónur lítrinn og er þar af hækkun vegagjalds upp á 1,35 krónur. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 78,50 krónur þegar ekki er um sjálfsaf- greiðslu að ræða, sem er 11,8% hækkun frá áramótum, og lítrinn af 98 oktana bensíni kostar 83,20 krónur. Bensín hækkaði seinast 13. maí síðastliðinn um 1,50 krón- ur og þar áður 1. maí um 1,50 krónur. Seinasta hækkun þar á undan var í byrjun apríl- mánaðar, þegar lítrinn hækk- aði um 1,90 krónur. Það sem af er þessu ári hefur bensín- lítrinn því hækkað um rúm- lega átta krónur. Forsvarsmenn olíufélag- anna segjast vonast eftir að verðhækkanir á bensíni hafi náð hámarki en lýsa jafnframt yfir furðu sinni með þá ákvörðun ríkisvaldsins að hækka vegagjaldið á þessum tíma. ■ Forsvarsmenn/4 Iðgjöld bifreiðatrygg- 'inga hækka um 35-40% STORU íslensku vátryggingafé- lögin þrjú hækka iðgjöld bifreiða- trygginga nú um mánaðamótin og em hækkanimar á bilinu 35-40% fyrir algengustu tegundir einka- bíla. Það jafngildir um 8-11 þúsund kr. hækkun fyrir einkabíla af milli- stærð, samkvæmt upplýsingum forsvarsmanna félaganna. FIB- tryggingar munu ekld hækka ið- gjöld sín nú um mánaðamótin. Fjármálaeftirlitið hyggst taka þessar hækkanir til skoðunar. „Ástæðan fyrir þessu era þær ■•breytingar sem áttu sér stað með breytingu skaðabótalaga frá 1. maí síðastliðnum samkvæmt ákvörðun Alþingis. Þær hækka fyrirsjáan- lega okkar tjónakostnað og okkur er því nauðugur einn kostur að bregðast við með því að laga ið- gjöldin að breyttum forsendum," sagði Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga. Axel Gíslason, forstjóri VIS, ^bendir á að skaðabótalögin hafi í • 'X för með sér verulegar breytingar á bótafjárhæðum, sem gætu þó verið mjög breytilegar eftir einstökum tilvikum. Nefnir hann til dæmis að ef um er að ræða 18 ára ungmenni sem ekki hefur verið á vinnumark- aði og lendir í slysi sem metið er til 20% varanlegrar örorku hefðu bætur skv. eldri lögum numið 1.225.800 kr. en verða skv. nýju lögunum 4.971.969 kr., sem er 296% hækkun, skv. útreikningum félagsins. FÍB undrast hækkanir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist undrast mikla iðgjaldahækkun trygginga- félaganna, ekki síst fyrir þá sök að nánast sé um sömu hækkanir að ræða og á sama tíma hjá þremur stærstu félögunum. FIB hefur verið í samstarfi um vátryggingar fyrir félagsmenn sína hjá Lloyd’s. Runólfur sagði að FÍB-tryggingar myndu ekki hækka iðgjöld sín nú um mánaðamótin. Talið væri að einhverra hækkana væri þörf til að mæta hækkun skaðabótastuðla vegna lagabreytingarinnar en þær breytingar væm langt í frá jafn miklar og þær hækkanir sem tryggingafélögin hafa ákveðið. „Það er mat manna í vátrygginga- heiminum að mjög erfitt sé að meta hversu mikil hækkunarþörf- in er og það muni að einhverju leyti koma í ljós á næstu árum,“ sagði hann. Til kasta Fj ármálaeftirlits Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, gagnrýnir iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna harðlega. „Maður verður orðlaus þegar mað- ur heyrir svona tölur. Það em sem betur fer að lágmarki tíu ár frá því að svona prósentutölur hafa heyrst,“ sagði Jóhannes og bætti við að þörf væri á að þar til bær yf- irvöld tækju þessar hækkanir og forsendur þeirra til skoðunar og upplýsingamar yrðu lagðar á borð- ið fyrir almenning. Páll Gunnar Pálsson, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, segir að Fjár- málaeftirlitið muni kalla eftir upp- lýsingum frá tryggingafélögunum um hækkanir á iðgjöldum og taka málið til skoðunar í framhaldi af því. Fjármálaeftirlitinu beri að fylgjast með því að vátryggingarfé- lögin standi undir þeim skuldbind- ingum sem þau takist á hendur, en einnig beri því að fylgjast með því að iðgjöldin séu sanngjöm í garð vátryggingartaka. I fréttabréfi Fjárfestingarbanka atvinnulífsins kemur fram að bif- reiðatryggingar vegi um 2% í vísi- tölu neysluverðs og eigi 35-40% hækkun sér stað á tryggingunum muni slík hækkun ein og sér hafa í fór með sér u.þ.b. 0,8% hækkun vísitölunnar. ■ 8.000-11.000/11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.