Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Skortur á íslenskum eldislaxi
Spurt og svarað um neytendamál
Ferskur reyktur eldislax
á innanlandsmarkaði
Morgunblaðið/Kristinn
ÍSLENSK matvæli og Eðalfiskur
eru meðal stærstu fyrirtækja hér á
landi sem reykja íslenskan eldislax.
Bæði fyrirtækin vinna eingöngu úr
ferskum eldislaxi og íslenskir neyt-
endur eiga að geta gengið að því
sem vísu þegar þeir kaupa ferskan,
reyktan eldislax að hann sé fersk-
ur.
A undanfömum árum hafa orðið
veruleg umskipti í vinnslu á eldis-
laxi hérlendis. Vigfús Jóhannsson
formaður Landssambands fiskeld-
is- og hafbeitarstöðva segir að fyrir
nokkmm ámm hafi um 15% af eld-
islaxi farið í vinnslu hérlendis. Nú
er talan komin upp í 55%. Hann
segir að þessi þróun hafi átt sér
stað vegna aukningar á útflutningi
á reyktum eldislaxi. Vigfús telur
orðið tímabært að auka laxeldi hér
á landi því nú sé svo komið að
menn þurfi að hafa sig alla við til
að anna eftirspum.
Um 100 tonn til
Bandaríkj anna
„Það er mjög mikill vöxtur í sölu
á íslenskum, reyktum eldislaxi og í
ár er líklegt að við seljum um 100
tonn til Bandaríkjanna en það er
um 40% af heildarframleiðslunni
okkar“, segir Snorri Finnlaugsson
deildarstjóri hjá Pharmaco ís-
lenskum matvælum. „Við eram að
kanna nýja markaði í Bandaríkjun-
um og búumst við enn frekari
aukningu á næstu misseram."
Hann segir að eingöngu sé unnið
úr ferskum eldislaxi hjá Islenskum
matvælum og á tæplega þremur
sólarhringum frá slátran er varan
tilbúin á markað. Innanlands er
lögð áhersla á að hafa fiskinn
ferskan til neytenda en á Banda-
ríkjamarkað fer eldislaxinn í frysti-
gámum. Þegar Snorri er spurður
hvort bragðgæðin rými við fryst-
ingu segir hann bragðmuninn mjög
óveralegan og engu máli skipta.
Snorri segir að eins og staðan sé
núna sé eina áhyggjuefnið að fá
ekki nægan fisk og því sé fyrirtæk-
ið að byrja að þreifa fyrir sér er-
lendis.
Gæðin skýra
öran vöxt
Ragnar Hjörleifsson fram-
kvæmdastjóri Eðalfisks í Borgar-
nesi segir einnig að þar sé ein-
göngu unnið úr ferskum eldislaxi
og reykti eldislaxinn fari ávallt
ferskur á innanlandsmarkað. Þeir
senda einnig ferskan reyktan eldis-
lax vikulega með flugi til Italíu en á
aðra staði fer varan sjóleiðis í
frystigámum. Eðalfiskur selur
reyktan eldislax aðallega til Italíu,
Bandaríkjanna og Hollands. Ragn-
ar segir að skýringin á öram vexti
útflutnings séu gæðin sem verið er
að bjóða. „Við höfum náð mjög
góðum árangri í vinnslu eldislax
hér á landi. Mörg stór fyrirtæki
era að pumpa laxinn með vatni en
við höfum ekki gert það hjá Eðal-
fiski. Þó hraðinn í vinnslu sé ef til
vill ekki sá sami og hjá mjög stór-
um fyrirtækjum erlendis þá bjóð-
um við fyrsta flokks vöru.“
(**
'Astareldur
20% kynningarafsláttur af nýrri kynörvandi
olíu frá (Airity'/ferbs í dag (þriðjud.) og á
morgun (miðvikud.) kl. 13-18.
Einnig 30% sumartilboð
á ýmsum kremum frá
-^urity^érbs
LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Lágmúla 5
Byggingaverktakar athugið!
Búseti hsf. óskar eftir því að kaupa 20-30 íbúðir, í eirmi eða fleiri einingum,
sem eiga að afhendast innan 15 mánaða. Allar stærðir koma til greina en hafa
þarf til viðmiðunar skilyrði Ibúðalánasjóðs um verð og stærðir.
Félagið mun staðgreiða íbúðirnar við afhendingu.
Óskað er eftir því að verktakar skili inn eins ítarlegum upplýsingum og
kostur er. Það sem fram þarf að koma er: Staðsetning, fjöldi íbúða, brútto fm
hússins, netto fm íbúða. Einnig þarf lýsing að fylgja þar sem fram kemur
byggingaraðferð og skilalýsing íbúða. Reiknað er með að íbúðum sé skilað
fullbúnum ásamt lóð.
Skilafrestur er til 18. júní. Öllum verður svarað fyrir fyrir 25. júní.
Búseti hsf.
s: 520-5788,
Skeifan 19, 108 Reykjavík
www.buseti.is
Búseti Reykjavík er félag sem á og rekur um 375 íbúðir á öllu höfuðborgarsvæðinu fyrir sína
félagsmenn. Félagsmenn kaupa búseturétt og greiða síðan mánaðarlegan rekstrarkostnað.
Talið vera einn hagkvæmasti kosturinn á húsnæðismarkaðnum í dag.
Mismikill verðmunur
á bjór í Fríhöfninni
og ÁTVR
Spurning: Hver er verðmunur-
inn á kippu af algengum bjórteg-
undum í fríhöfninni og í verslunum
ÁTVR?
Svar: Samkvæmt upplýsingum
frá skrifstofu Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli og skrifstofu
ÁTVR er verðmunur mismunandi
eftir tegundum. Einungis er hægt
að fá bjór seldan í kippum í frí-
höfninni en hjá ÁTVR er bjór nú
seldur í stykkjatali. Sex hálfslítra
dósir af Heineken-bjór kosta 670
krónur í Fríhöfninni en dósin er
seld á 185 krónur hjá ÁTVR sem
þýðir 1110 krónur kippan. Það er
73 króna verðmunur á hverri dós.
Sex hálfslítra dósir af Becks kosta
640 krónur í Fríhafnarversluninni
en dósin 182 krónur í ÁTVR sem
þýðir 1092 krónur kippan. Það er
75 króna munur á hverri dós. Að
lokum má nefna Tuborg Grpn.
Kippa af hálfslítradósum kostar
650 krónur í Fríhöfninni en dósin
165 krónur í ÁTVR eða kippan þar
kostar 990 krónur. Það er 57 króna
munur á dós.
Hversu hitaeininga-
snauð er sultan?
Spuming: Auglýst hefur verið að
sulturnar frá St Dalfour séu hita-
einingasnauðari en venjulegar sult-
ur. Hversu margar hitaeiningar
innihalda þær?
Svar: Að sögn Eggerts Bogasonar
hjá Frón era samkvæmt upplýsing-
um á umbúðum 224 kkal í 100
grömmum af sultu frá St Dalfour.
Samkvæmt næringarefiiatöflu
Námsgagnastofiiunar frá 1998 gefa
100 grömm af venjulegri sultu 225
kkal og marmelaði 226 kkal.
Förðunarvörur
frá LeClerk
KOMNAR era á merkað hér á
landi LeClerk förðunarvörur, sem
unnar era úr hrísgrjónum.
I tilkynningu frá Dentalíu ehf
segir að franskur apótekari,
Thoefile LeClerk, hafi upphaflega
útbúið púður úr hrísgrjónadufti ár-
ið 1881. Nú hefur verið framleidd
heil förðunarlína sem byggir á
þessum efnum að viðbættri hrís-
grjónasterkju." Förðunarvörarnar
era til í fjölda lita og fást í apótek-
um.
LIÐ-AKTÍN
Góð fæðubót fyrir
fóLk sem
er með mikió álag
á liðum
SkólavórðuBllg, Kringlunni & Smératorgi
KÁRI Sverrisson, verslunar-
stjóri X-stream.
Ný verslun á
Laugaveginum
VERSLUNIN X-stream er ný
verslun á Laugavegi 51. Verslunin
selur fjölbreyttan fatnað og skó
fyrir dömur og herra.
Eigendur búðarinnar era Dan-
fríður Amadóttir og Sigríður Her-
mannsdóttir og verslunarstjóri er
Kári Sverrisson.
Verslunin er opin mánudaga til
fimmtudaga kl. 10-18, föstudags-
kvöld kl. 10-18.30 og laugardaga
kl. 11-16.
CHUPA-sleikjóís og Vanillu-apaís
frá Kjörís era komnir á markað. Þá
er Vanilluflaugin nú seld í sölu-
turnum en var áður aðeins fáanleg
í heimilispakkningum.
Nuddpottar
Amerískir rafmagnspottar
fyrir heimili og sumarhús.
Stærð ca 2x2 m, 1.100 Itr. Kr. 450 þús.
VESTAN ehf.,
Auðbrekku 23, 200 Kópavogi,
sími 554 6171, fars. 898 4154.