Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 35 LISTIR Fallegiir söngur TðlVLIST Hafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sigríður Jónsdóttir og Anna Snæ- björnsdóttir fluttu erlenda ástar- söngva og sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnstein Ólafsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Föstudagur- inn 4. júní 1999. ÞAÐ hefur oft verið til umræðu að föstudagskvöld væru afleit til tónleikahalds en enginn veit ástæð- una og hefur helst verið talið, að þá hefjist í raun helgin og hvfldin eftir erfíði vikunnar. Sigríður Jónsdóttir messósópran og Anna Snæbjörns- dóttir píanóleikari létu slík hindur- vitni ekki aftra sér frá því að halda tónleika í Hafnarborg sl. föstudag, við góðar undirtektir áheyrenda. Yfirskrift tónleikanna var „Dæmd ást“ og eins og segir í efnis- skrá snúast viðfangsefnin um þá ást, „sem ekki fær leyfi til að lifa“. Tónieikamir hófust á fjórum Lieder-lögum, Mtdehenlied og Liebestreu, eftir Brahms og þar eft- ir Die Mánner sind mechant, eftir Schubert og Der Zauberer, eftir Mozart. Sigríður hefur fallega og töluvert hljómmikla rödd sem hún beitir af smekkvísi en mætti í mót- un tónlínanna, leggja meiri áherslu á „legato“. Þessa gætti ekki eins í óperuarí- unum, aríu Sextusar, úr óperunni La clemenza di Tito, eftir Mozart, hinni bráðfögru aríu Orfeusar, Che faro senza Euridice, úr óperunni Or- feo, eftir Gluck og Que fais-tu, aríu Stefáns, úr Roméo, eftir Gounod. Þar blómstraði söngur Sigríðar og sérstaklega í aríu Orfeusar, sem vai- mjög fallega flutt. Ekki man undir- ritaður eftir að hafa heyrt íslenskan söngvara flytja aríu Stefáns, sem var bæði af hálfu söngvara og pí- anista, sérlega glæsilega mótuð. Fjögur lög, eftir Gabriel Fauré, Les berceaux, Le secret, Automne og En sourdine, voru að mörgu leyti vel flutt og fallega mótuð, sérstak- lega En sourdine, sem er fógur tón- smíð. Þrjú síðustu lögin voru ís- lensk, fyrst Það kom söngfugl að sunnan, eftir Atla Heimi Sveinsson og var flutningurinn á þessum skemmtilega leik Atla með hefð- bundinn vals mjög góður og ein- staklega lifandi. Vertu, nefnist lag eftir Gunnstein Olafsson og veit undirritaður ekki betur en að um frumflutning á almennum tónleik- um sé að ræða. Vertu er ágætt lag, vel samið og var vel sungið. Tón- leikunum lauk með Yfirlýsingu Magneu Matthíasdóttur, sem Hjálmar H. Ragnarsson hefur tón- sett á eftirminnilegan máta, og var þetta leikræna verk flutt á sannfær- andi hátt. Sigríður Jónsdóttir er góð og vel menntuð söngkona, gefin góð og hljómfalleg rödd, er músíkölsk en mætti leggja sig meira eftir að ná betra valdi á „legato" söng og bæta textaframburð. I aríunum sýndi Sigríður sitt besta og að hún getur sleppt fram af sér beislinu, eins og heyra mátti í íslensku lögunum. Anna Snæbjörnsdóttir lék á píanóið og hélt sig ef til vill helst of mikið til baka, sérstaklega í lögunum eftir Faure en sýndi sig að vera góður pí- anisti, sem best mátti heyra, t.d í millispilinu, í lagi Atla og í aríunum eftir Mozart og Gounod. Jón Ásgeirsson Tónlist eftir Leif Þórarinsson Gefín út í Banda- ríkjunum FYRIR nokkrum dögum kom út í Bandaríkjunum hljómdiskur með tónlist eftir Leif Þórarinsson í flutningi Caput- hópsins. Þessi út- gáfa er tileinkuð minningu Leifs sem lést á síðasta ári. I bæklingi sem fylgir diskin- um eru tvær greinar um Leif, önnur eftir Atla Heimi Sveinsson en hin eftir hljóm- sveitarstjórann og tónskáldið, Gunther Schuller þar sem hann fjallar m.a. um hina miklu grósku í íslenskri tónsköpun á síðustu árum. A diskinum eru verkin Afstæður fyrir fiðlu, selló og píanó (1960), Mósaik fyrir fíðlu og píanó (1961), Smátríó fyrir flautu, selló og píanó (1974), Pente X fyrir flautu, selló, slagverk og sembal (1994), Preludio - Intermezzo - Finale fyrir píanó (1995), Serena fyrir fiðlu og hörpu (1995). Flytjendur eru Snorri Sig- fús Birgisson, píanó, Auður Haf- steinsdóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, knéfiðla, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Guðrún Oskars- dóttir, semball, Eggert Pálsson, slagverk, Steef van Ooster- hout,slagverk og Elísabet Waage, harpa. Bjami Rúnar Bjamason stjórn- aði upptökum og klippingum á veg- um Ríkisútvarpsins. Það er banda- ríska útgáfufyrirtækið GM Recor- dings sem gefur hljómdiskinn út og verður honum dreift í íslenskar verslanir á næstunni. --------------- Diddú og Anna Guðný á Hvamms- tanga SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú, sópran- söngkona og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, pí- anóleikari, flytja blandaða söng- dagskrá í félags- heimilinu á Hvammstanga í kvöld, þriðjudag, kl. 21. Tónleikarnir em haldnir á veg- um tónlistarfélags Vestur-Húna- vatnssýslu. Leifur Þórarinsson Alvöru Suzuki j eppi á verði smábíls! Flottur í bæ; seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinn! 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bfla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sfmi 55S 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sfmi 456 30 95. Keflavik: BG bflakringlan, Grófmni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.