Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 35 LISTIR Fallegiir söngur TðlVLIST Hafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sigríður Jónsdóttir og Anna Snæ- björnsdóttir fluttu erlenda ástar- söngva og sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnstein Ólafsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Föstudagur- inn 4. júní 1999. ÞAÐ hefur oft verið til umræðu að föstudagskvöld væru afleit til tónleikahalds en enginn veit ástæð- una og hefur helst verið talið, að þá hefjist í raun helgin og hvfldin eftir erfíði vikunnar. Sigríður Jónsdóttir messósópran og Anna Snæbjörns- dóttir píanóleikari létu slík hindur- vitni ekki aftra sér frá því að halda tónleika í Hafnarborg sl. föstudag, við góðar undirtektir áheyrenda. Yfirskrift tónleikanna var „Dæmd ást“ og eins og segir í efnis- skrá snúast viðfangsefnin um þá ást, „sem ekki fær leyfi til að lifa“. Tónieikamir hófust á fjórum Lieder-lögum, Mtdehenlied og Liebestreu, eftir Brahms og þar eft- ir Die Mánner sind mechant, eftir Schubert og Der Zauberer, eftir Mozart. Sigríður hefur fallega og töluvert hljómmikla rödd sem hún beitir af smekkvísi en mætti í mót- un tónlínanna, leggja meiri áherslu á „legato“. Þessa gætti ekki eins í óperuarí- unum, aríu Sextusar, úr óperunni La clemenza di Tito, eftir Mozart, hinni bráðfögru aríu Orfeusar, Che faro senza Euridice, úr óperunni Or- feo, eftir Gluck og Que fais-tu, aríu Stefáns, úr Roméo, eftir Gounod. Þar blómstraði söngur Sigríðar og sérstaklega í aríu Orfeusar, sem vai- mjög fallega flutt. Ekki man undir- ritaður eftir að hafa heyrt íslenskan söngvara flytja aríu Stefáns, sem var bæði af hálfu söngvara og pí- anista, sérlega glæsilega mótuð. Fjögur lög, eftir Gabriel Fauré, Les berceaux, Le secret, Automne og En sourdine, voru að mörgu leyti vel flutt og fallega mótuð, sérstak- lega En sourdine, sem er fógur tón- smíð. Þrjú síðustu lögin voru ís- lensk, fyrst Það kom söngfugl að sunnan, eftir Atla Heimi Sveinsson og var flutningurinn á þessum skemmtilega leik Atla með hefð- bundinn vals mjög góður og ein- staklega lifandi. Vertu, nefnist lag eftir Gunnstein Olafsson og veit undirritaður ekki betur en að um frumflutning á almennum tónleik- um sé að ræða. Vertu er ágætt lag, vel samið og var vel sungið. Tón- leikunum lauk með Yfirlýsingu Magneu Matthíasdóttur, sem Hjálmar H. Ragnarsson hefur tón- sett á eftirminnilegan máta, og var þetta leikræna verk flutt á sannfær- andi hátt. Sigríður Jónsdóttir er góð og vel menntuð söngkona, gefin góð og hljómfalleg rödd, er músíkölsk en mætti leggja sig meira eftir að ná betra valdi á „legato" söng og bæta textaframburð. I aríunum sýndi Sigríður sitt besta og að hún getur sleppt fram af sér beislinu, eins og heyra mátti í íslensku lögunum. Anna Snæbjörnsdóttir lék á píanóið og hélt sig ef til vill helst of mikið til baka, sérstaklega í lögunum eftir Faure en sýndi sig að vera góður pí- anisti, sem best mátti heyra, t.d í millispilinu, í lagi Atla og í aríunum eftir Mozart og Gounod. Jón Ásgeirsson Tónlist eftir Leif Þórarinsson Gefín út í Banda- ríkjunum FYRIR nokkrum dögum kom út í Bandaríkjunum hljómdiskur með tónlist eftir Leif Þórarinsson í flutningi Caput- hópsins. Þessi út- gáfa er tileinkuð minningu Leifs sem lést á síðasta ári. I bæklingi sem fylgir diskin- um eru tvær greinar um Leif, önnur eftir Atla Heimi Sveinsson en hin eftir hljóm- sveitarstjórann og tónskáldið, Gunther Schuller þar sem hann fjallar m.a. um hina miklu grósku í íslenskri tónsköpun á síðustu árum. A diskinum eru verkin Afstæður fyrir fiðlu, selló og píanó (1960), Mósaik fyrir fíðlu og píanó (1961), Smátríó fyrir flautu, selló og píanó (1974), Pente X fyrir flautu, selló, slagverk og sembal (1994), Preludio - Intermezzo - Finale fyrir píanó (1995), Serena fyrir fiðlu og hörpu (1995). Flytjendur eru Snorri Sig- fús Birgisson, píanó, Auður Haf- steinsdóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, knéfiðla, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Guðrún Oskars- dóttir, semball, Eggert Pálsson, slagverk, Steef van Ooster- hout,slagverk og Elísabet Waage, harpa. Bjami Rúnar Bjamason stjórn- aði upptökum og klippingum á veg- um Ríkisútvarpsins. Það er banda- ríska útgáfufyrirtækið GM Recor- dings sem gefur hljómdiskinn út og verður honum dreift í íslenskar verslanir á næstunni. --------------- Diddú og Anna Guðný á Hvamms- tanga SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú, sópran- söngkona og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, pí- anóleikari, flytja blandaða söng- dagskrá í félags- heimilinu á Hvammstanga í kvöld, þriðjudag, kl. 21. Tónleikarnir em haldnir á veg- um tónlistarfélags Vestur-Húna- vatnssýslu. Leifur Þórarinsson Alvöru Suzuki j eppi á verði smábíls! Flottur í bæ; seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinn! 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bfla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sfmi 55S 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sfmi 456 30 95. Keflavik: BG bflakringlan, Grófmni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.