Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rektor Háskólans á Akureyri brautskráði 100 kandídata á háskólahátíð Framkvæmdavaldið fylgi stefnu stjórnvalda eftir Morgunblaðið/Kristján FJOLMENNI var á háskólahátíð Háskólans á Akureyri í Glerárkirkju á laugardag. Þaðan voru brautskráðir 100 kandídatar og m.a. fyrstu leikskólakennararnir á háskólastigi. HÁSKÓLINN á Akureyri braut- skráði 100 kandídata á háskólahátíð í Glerárkirkju sl. laugardag. Að þessu sinni voru 16 leikskólakennarar brautskráðir í fyrsta sinn á háskóla- stigi. Nám fyrir leikskólakennara hófst fyrst hér á landi í HA haustið 1996, námið tekur þrjú ár og lýkur með B.Ed gráðu. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, gerði stefnu nýrrar ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í byggða- og menntamálum að umtalsefni í ávarpi sínu á hátíðinni. I máli hans kom fram að markmið rík- isstjórnarinnar væru að treysta und- irstöður byggðar í landinu í sam- ræmi við nýsamþykkta þingsályktun um það efni. Opinberar aðgerðir miðist m.a. að því að á landsbyggð- inni verði sterkir byggðakjamar sem bjóði upp á fjölbreytta atvinnu, menntun, velferðarþjónustu og góð búsetuskilyrði. Menntun á háskólastigi verði efld auk þess sem enn ríkari áhersla verði lögð á rannsóknir og vísindi. Fjar- kennsla og fjamám verði aukin í sam- vinnu við þá skóla sem nú era starf- andi á framhalds- og háskólastigi. „Fagna ber þessum áherslum nýrrar ríkisstjómar á mikilvægi há- skólanáms, rannsókna og byggða- mála. En eins og vitað er fara ekki alltaf saman orð og gerðir. Áður- nefndir stjómmálaflokkar hafa starf- að saman í ríkisstjórn frá árinu 1995. Á þessu tímabili hefur búsetuþróun í landinu verið afar óhagstæð lands- byggðinni. Þannig hefur fólki á landsbyggðinni fækkað um tæplega 2.000 en fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 10.000.“ Þorsteinn óskaði nýrri ríkisstjórn velfamaðar en sagði að í Ijósi reynslu síðasta kjörtímabils væri nauðsynlegt að þessum almennu yf- irlýsingum yrði fylgt eftir með að- gerðum sem duga og að eftirlit verði haft með að framkvæmdavaldið, sem í eðli sínu sé höfuðborgarmiðað, fylgi stefnu stjómvalda eftir. Framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu „Háskólinn á Akureyri vinnur nú að gerð samnings við Byggðastofnun um samstarf í atvinnu- og byggða- þróun. Þar heita samningsaðilar að vinna að eflingu rannsóknar- og þró- unarstarfs atvinnulífs á landsbyggð- inni og að stefna skuli að því að sem flestir þættir rannsóknar- og þróun- arstarfsemi atvinnulífsins fari fram á landsbyggðinni.“ Þorsteinn sagði að Alþingi hefði nýverið samþykkt ný lög um Háskól- ann á Akureyri, sem taka munu gildi 1. júlí nk. Helstu nýjungarnar í þess- um lögum eru að gert er ráð fyrir að komið verði á fót framhaldsnámi við háskólann, þ.e. til meistara- og dokt- orsgráðu. „Þegar er hafinn undirbúningur að því að koma á fót sjálfstæðu meistaranámi í hjúkranarfræði auk þess sem unnið er að skipulagningu sérhæfðs framhaldsnáms í dreifbýl- islækningum - hjúkrun innan heil- brigðisdeildar. Ég vek einnig athygli á því að síðar á þessu ári munu sex hjúkranarfræðingar Ijúka fjarnámi tÖ meistaragráðu í hjúkranarfræði, sem þeir hafa stundað við Royal Col- lege of Nursing við Háskólann í Manchester, í samvinnu við heil; brigðisdeild Háskólans á Akureyri. í öðram deildum skólans er einnig hafin undirbúningsvinna varðandi framhaldsnám.“ Átak í byggingu stúdentagarða Þorsteinn kom einnig inn á hús- næðismál stúdenta og sagði að vegna húsnæðisskorts hefðu á síðasta ári tugir stúdenta afþakkað nám við há- skólann. „Það er mikið ánægjuefni að nú er verið að gera átak í bygg- ingu stúdentagarða fyrir Háskólann á Akureyri. Viðræður standa yfir við verktaka og fjármögnunaraðila um byggingu 30 2ja og 3ja herbergja stúdentaíbúða í nágrenni háskóla- svæðisins, sem yrðu tilbúnar til af- hendingar næsta sumar. I áætlun um fjármögnun er gert ráð fyrir að Félagsstofnun stúdenta kaupi 10 íbúðir strax og hinar eins fljótt og auðið er. Þessi fjölgun stúdentaíbúða mun gjörbreyta allri húsnæðisað- stöðu á Akureyri til hins betra.“ Háskólinn á Akureyri hóf síðast- liðið haust fjarkennslu á fyrsta námsári í hjúkrunarfræði til Isa- fjarðar og stunda 10 nemendur þetta nám þar. Þessi námsbraut er sú eina á háskólastigi á Islandi sem býður upp á fjarnám sem er fullkomlega sambærilegt við staðbundið nám. Þorsteinn sagði að árangur nemend- anna á ísafirði væri glæsilegur og fullkomlega jafngildur á við heima- nemendur á Akureyri. Tæknilegar aðstæður standast ekki lágmarkskröfur „Þetta brautryðjendastarf hefur vakið mikla athygli og fær háskólinn áskoranir alls staðar að af landinu til að koma fjarnámi á sem víðast. Eng- in von er til þess að háskólinn geti sinnt öllum þeim beiðnum sem ber- ast um fjamám. Ástæður þess eru bæði tæknilegar og fjárhagslegar. Tengingar Landssímans era hvorki nægilega hraðvirkar né er skipulag flutningskerfis hans nógu skilvirkt til að hægt sé að bjóða upp á fjarnám hvar sem er. Vonandi er hér um tímabundið ástand að ræða en háskólinn getur ekki axlað þá ábyrgð að hefja fjamám þar sem tæknilegar aðstæður stand- ast ekki lágmarkskröfur. Fjárhagur skólans leyfir heldur ekki aukið um- fang starfseminnar á sviði fjarkennslu þrátt fyrii- fagrar yfirlýsingar stjóm- málamanna um gildi hennar.“ Háskólar ekki Iengur einráðir Þorsteinn sagði að háskólar væra ekki lengur einráðir á þeim sviðum sem snerta kennslu og rannsóknir, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki hafi í auknum mæli tekið að sér hluta af þeirri starfsemi sem aðeins há- skólar sinntu áður. Þessi þróun sé í höfuðatriðum jákvæð og stuðli að hraðari framþróun vísinda og tækni. „Ekki eru þó allir háskólamenn sammála um ágæti þessara breyt- inga og sumir þeirra áköfustu hafa skorið upp herör gegn þeim fyrir- tækjum og aðilum sem standa í far- arbroddi þessarar þróunar,“ sagði Þorsteinn og bætti við að slík valda- barátta dragi úr trú almennings á gildi háskólamenntunar og kæfi margar vænlegar hugmyndir sem gætu orðið landi og þjóð til heilla. „Háskólar eiga að vera stökkpallur inn í framtíðina og í hugmyndinni um háskóla era tækifæri ungu kyn- slóðarinnar falin.“ Auk leikskólakennara var 21 brautskráður með BS-próf í hjúki-un- arfræði úr heilbrigðisdeild, 16 með B.Ed.-próf í kennslufræði úr kenn- aradeild, 28 með próf í kennslufræði til kennsluréttinda, 14 með BS-próf í rekstrarfræði úr rekstrardeild og 1 með framhaldsnám í gæðastjómun og 4 með BS-próf í sjávarútvegsfræði úr sjávarútvegsdeild. Skólahátíð Samvinnuháskólans Á SKÓLAHATÍÐ laugardaginn 22. maí útskrifaði Samvinnuhá- skólinn á Bifröst 32 rekstrarfræð- inga og 12 BS-rekstrarfræðinga. Á þessu skólaári Samvinnuhá- skólans voru 140 einstaklingar skráðir til náms, þar af voru 16 skráðir við nám í frumgreina- deild, 70 í rekstrarfræðadeild og 30 í rekstrarfræðadeild II. Þá hófu 24 nemendur nám við nýja deild háskólans, fjarnámsdeiíd nú um síðustu áramót. Meðalald- ur nemenda í skólanum í vor var tæplega 29 ár. Nemendur komu víðsvegar að af iandinu. Þá stunduðu fjórir erlendir nemend- ur frá Þýskalandi og HoIIandi nám við skólann á vormisseri. Besta árangri í hópi rekstrar- fræðinga náðu Daðey S. Einars- dóttir og Sigurður Rúnar Magn- ússon. Besta árangri þeirra sem luku BS-prófi náðu þær Björg Elsa Sigfúsdóttir og Linda Rut Benediktsdóttir. Jónas Guðmundsson rektor lætur í sumar af því embætti og heldur í tveggja ára leyfi til starfa og náms erlendis. Jónasi voru þökkuð vel unnin störf í þágu stofnunarinnar á liðnum ár- um. Við starfi hans tekur Runólf- ur Ágústsson. Utskrifaðir rekstrarfræðingar: Arna Pálsdóttir, Auður Steinars- dóttir, Bernhard Þór Bernhards- son, Birna Þorbergsdóttir, Björn Garðarsson, Borghildur Kristín Magnúsdóttir, Búi Orlygsson, Daðey S. Einarsdóttir, Dagrún Ingvarsdóttir, Elfa Ingibergs- dóttir, Ellen María Sveinbjörns- dóttir, Eva Steinunn Sveinsdótt- ir, Fannar Baldursson, Guð- mundur Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Hafsteinn Jóhann Hannesson, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, Ingi Þór Rúnars- son, Kristín Guðjónsdóttir, Lóa Ólafsdóttir, Magnea Lilja Þor- geirsdóttir, Ólöf Lilja Eyþórs- dóttir, Rakel Óskarsdóttir, Ró- bert Marinó Sigurðsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Guðmunds- son, Sigurður Rúnar Magnússon, Steinar Gunnarsson, Unnsteinn B. Eggertsson, Valdís Eyjólfs- dóttir, Þorvarður Sigurbjörnsson og Þóra Sverrisdóttir títskrifaðir BS-rekstrarfræð- ingar: Ásta Mikkaelsdóttir, Björg Elsa Sigfúsdóttir, Brynja Vignis- dóttir, Brynjar S. Sigurðarson, Dagný Þórólfsdóttir, Geirlaug Jóhannsdóttir, Gylfi Þór Gylfa- son, Jón Guðmundur Ottósson, Kristinn Kristófersson, Linda Rut Benediktsdóttir og Margrét Helgadóttir. NÝUTSKRIFAÐIR rekstrarfræðingar frá Samvinnuháskólanum. REKSTRARFRÆÐINGAR sem luku BS-prófi f vor. ÉmJmm M X—a m/*á- i 1 i1 Al Wmm ■ ■' 1 HÉbjlf f . ■ / - ■ ■ ■ 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.