Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Ormurinn liðast um Lagarfljót Gömul þjóðtrú segir það boða stórtíðindi þegar Lagarfljótsormurinn sést, hann hefur að sögn látið á sér kræla af og til frá fjórtándu öld en erfítt hefur reynst að færa sönnur á tilvist hans. Erla Skúladóttir varð vitni að miklum tíðindum þegar hún fékk far með Lagarfljótsorminum, ferju sem mun liðast um fljótið með farþega frá og með morgundeginum, og ræddi við nokkra hluthafa í rekstri hans. Morgunblaðið/Erla Skúladóttir LAGARFLJÓTSORMURINN í höfn á Egilsstöðum. BENEDIKT Vilhjálmsson og Bjarni Björgvinsson, stjórnarmenn í Lag- arfljótsorminum ehf. tylltu sér niður við dekkað borð í veitingasal Lagarfljótsormsins. Draumur verður að veruleika „HUGMYNDIR um siglingar á Lag- arfljóti hafa verið á floti af og til í langan tíma en nákvæmlega þessi hugmynd kom upp fyrir þremur ár- um,“ sagði Benedikt Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Lagarfljótsorminum ehf., aðspurður um aðdraganda sigl- inganna sem hefjast á fljótinu á morgun. Einkahlutafélagið Lagarfljótsorm- urinn var stofnað í mars á síðasta ári í þessum tilgangi. Hluthafar voru í upphafi 21 en hefur íjölgað jafnt og þétt og eru nú hátt í 150. Bjami Björgvinsson, stjómarformaður hlutafélagsins, segir fólk sýna sigling- unum mikinn áhuga og að hluthöfum, sem flestir era af Héraði, fjölgi enn. Siglingarnar hafa sérstöðu í ís- lenskri ferðaþjónustu, sem fólgin er í þvi að siglt er á vatni inni í landi. Bjarni segir að helst hafí verið horft til siglinga á Loch Ness, „stóra bróð- ur“ í Skotlandi, við skipulagningu siglinganna á Lagarfljóti. Einnig hefur verið litið til reynslu af sigling- um á Rín og Mósel. Óforbetranlegir bjartsýnismenn Bjami Björgvinsson segir að þótt hugmyndin um farþega- og skemmti- siglingar á Lagarfljóti njóti mikillar athygli og áhuga nú hafi margir verið efíns um að hægt væri að hrinda þeim í framkvæmd. „Við vorum í besta falli kallaðir óforbetranlegir bjartsýnis- menn,“ sagði Bjami. Fólk hafði litla trú á að réttur bátur fyndist, hvað þá að hægt væri að koma honum á Lag- arfljót og hefja þar siglingar. Við stofíiun Lagarfljótsormsins ehf. hafði Ólafur Ögmundsson bent stjómarmönnum í félaginu á bát sem hann taldi henta vel til siglinga á Lag- arfljóti. Báturinn gegndi hlutveríci fljótandi veitingahúss í Vánersborg í Svíþjóð. Hann rúmar 130 farþega, var smíðaður í Rússlandi árið 1992, er 38,2 metrar að lengd og mesta breidd hans er 7 metrar. Stjómarmenn í Lagarfljótsorminum ehf. skoðuðu skipið og gengu frá kaupum á því 18. mars síðastliðinn. Síðan þá hefur at- burðarásin verið hröð, þegar sigling- ar hefjast á morgun era nákvæmlega þrír mánuðir liðnir frá því fest voru kaup á bátnum. Báturinn, sem gefið var nafnið Lagarfljótsormurinn, var fluttur á skipi frá Svíþjóð til Reyðarfjarðar og landleiðina síðasta spölinn til Egils- staða, hann komst svo á flot á Lagar- fljóti í síðustu viku. Bjami og Benedikt eru að vonum ánægðir með að siglingar séu loks að hefjast á fljótinu, „nú er þetta í höfh“. Síðustu leyfi til siglinganna fengust á fóstudag og skipið er nú komið á skipaskrá. Því hafa verið fengnir ein- kennisstafimir TFLE, en skipið er eitt um að hafa heimahöfn á Egils- stöðum. Bjami þakkar samstilltu átaki og hjálp góðra manna að draumurinn um að sigla með farþega á Lagarfljóti sé að verða að veruleika. Siglt og slakað á Aætlað er að sigla Lagarfljótsorm- inum frá Egilsstöðum inn í Atlavík tvisvar á dag, alla daga vikunnar, frá byrjun júní og út ágúst. Siglingin tekur eina og hálfa klukkustund hvora leið. Boðið verður upp á léttar veitingar um borð; smurt brauð, kök- ur og kaffi. Þá eru áætlaðar tveggja tíma miðnætursiglingar þar sem matur og drykkur verða á boðstólum. „Þetta sldp er sniðið til þess að fólk geti stigið upp úr bflsætunum yfir sumartímann, fengið sér siglingu, mat og drykk og slakað á,“ sagði Bjami Björgvinsson. Aformað er að hafa skemmtun um borð, lifandi tón- list og leiklist svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hefur verið ákveðið að hluti Djasshátíðar Egilsstaða fari fram um borð í Lagarfljótsorminum. „Þetta er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að bjóða upp á alvöru „river“djass,“ sagði Benedikt Vilhjálmsson. Vegna þess hve skammt er um lið- ið síðan Lagarfljótsormurinn var keyptur er enn margt óljóst um fyrirkomulag siglinga á honum. „Þetta á allt eftir að mótast og skýr- ast betur,“ sagði Benedikt. Ætlunin er að bjóða upp á leiðsögn á sigling- unni um fljótið og hugmyndir eru uppi um að koma við hjá Hákoni Að- alsteinsssyni í Húsum á leið inn í Atlavík, en Hákon vinnur að upp- byggingu ferðaþjónustu í sveitinni. Treyst á íslenska ferðamenn í sumar Auk áætlunarferðanna verður Lagarfljótsormurinn leigður út fyr- ir hópa. Bjarni segir þegar vart mikils áhuga á að leigja ferjuna, „það var byrjað að panta strax um það leyti sem skipið var keypt“. Fyrirhugað er að sigla með hópa frá maí fram í desember þótt áætlunar- siglingar standi aðeins yfir sumar- mánuðina. Enn heyrast efasemdarraddir um að rekstur Lagarfljótsormsins geti gengið. Bjarni Björgvinsson segir að kaup bátsins séu að mestu fjár- mögnuð með hlutafé; við upphaf sigl- inga nemur heildarkostnaður um 37,5 milljónum króna, stefnt er að því að ná 25 milljónum í hlutafé og taka 12,5 milljóna króna langtíma- lán. Bjarni telur að 18 þúsund far- þega þurfi ár hvert til að reksturinn standi undir sér og þeir Benedikt eru bjartsýnir á að það takmark ná- ist. Ekki er gert ráð fyrir að ferju- siglingarnar skili hagnaði fyrr en á þriðja ári. Eigendur Lagarfyótsormsins von- ast til að fá megnið af ferðamannaflór- unni í siglingu með bátnum, í sumar verður þó stólað á Austfirðinga og ís- lendinga alla að fá sér ferð með Orm- inum því ekki hefur náðst að mark- aðssetja siglingarnar fyrir erlenda ferðamenn vegna þess hve skammt er síðan ferjan var keypt. „Kannski ormurinn haldi að ferjan sé kvenkyns" Áður hefur verið siglt með farþega um Lagarfljót. Ferja sem bar nafn Lagarfljótsormsins sigldi frá Egils- stöðum yfir í Brekku í Fljótsdal og inn í Hallormsstað á fyrstu áratug- um þessarar aldar, en siglingamar lögðust af með tilkomu vega á svæð- inu. Ekki fer neinum sögum af sam- búðarörðugleikum ferjunnar og ormsins eina sanna og menn óttast þá ekki nú. „Kannski heldur ormur- inn að ferjan sé kvenkyns," sagði einhver um borð í bátnum, svo það er aldrei að vita nema Lagar- fljótsormur þjóðsagnanna láti brátt á sér kræla. ÁRBIRNI Magnússyni skipstjóra finnst tilbreytingin frá sjómennskunni góð. Stöðugt Og gott skip ÁRBJÖRN Magnússon verður skipsfjóri Lagar- fljótsorinsins fyrst um sinn. Árbjörn er þaul- vanur sjóari, hefur stundað sjóinn í rúm- lega 40 ár og verið skipstjóri á togurum í 23 ár. Hann á von á að það verði skemmtileg til- breyting að sigla á Lagarfljóti og segir ánægjulegt að fá að taka þátt í verkefninu. Árbjörn gerir ráð fyrir að vinnan verði töluvert frábrugð- in því sem hann á að venjast; „maður þarf að temja sér annan hugsunarhátt, það er fleira fólk um borð sem þarf að hafa áhyggjur af“. Lagarfljótsormurinn er stöðugt og gott skip að mati Ár- björns, skipið hefur verið reynt í stuttum siglingum undanfarna daga og hefur reynst mjög vel. „Það kom á óvart hve lipurt skipið er í snúningum,“ sagði Árbjörn og blaðamaður tekur undir það. Árbjörn sagði aðspurður að ósköp lítil hætta væri á að menn yrðu sjóveikir á Lagar- fljótsorminum, annars væri nú varla hægt að tala um sjóveiki á fljótinu, öllu heldur vatnsveiki. HANSÍNA og Sigríður Halldórsdætur létu myndatöku ekki trufla sig við hreingerningar um borð í Lagarfljótsorminum. Samstilltur hópur SYSTURNAR Sigríður og Hansina Halldórsdætur voru önnum kafnar við hreingerningar þegar blaða- maður Morgunblaðsins tók þær tali. Þær eru hluthafar í Lagar- fljótsorminum líkt og flestir þeir sem Iagd hafa hönd á plóg við að búa skipið undir siglingar. Þeir sem koma að verkinu eignast hlut í samræmi við vinnuframlag. Systurnar segja áhugann á siglingunum gríðarlegan, það hafi sýnt sig þegar fyrst átti að setja feijuna á flot. Hátt í þúsund manns fylgdist með tilraununum þá, fólk af Héraði og fjörðunum í kring. „Sumir segja að heill karlakór úr Skagafirði hafi fylgst spenntur með,“ sögðu þær systur. Ekki gekk þrautalaust að koma Lagarfljótsorminum á flot og Sig- ríður og Hansína segja að dásam- legt hafi verið að fylgjast með körlunum í hópnum, sem annars sé mjög samstilltur, leggja á ráðin um hvernig leysa ætti vandann. „Þeir höfðu hver sfna skoðun," sögðu systurnar og samsinntu blaða- manni innilega þegar hann spurði hvort stemmningin hefði verið eitt- hvað f líkingu við það þegar jeppa- menn komast í „góða festu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.