Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 49
MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 49 4 MORGUNBLAÐIÐ : GUÐNÝ JÓSEPSDÓTTIR + Guðný Jóseps- dóttir fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 12. júní 1929. Hún iést á Sjúkrahúsi Þingey- inga á Húsavík 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gerður Sig- tryggsdóttir, f. 11. júlí 1896, d. 4. júlí 1978, og maður hennar Jósep Krist- jánsson, bóndi á Breiðumýri, f. 29. maí 1887, d. 14. febrúar 1981. Systkini Guðnýj- ar: Hallur, f. 8. maí 1921; Krist- ján, f. 19. ágúst 1922, d. 10. jan- úar 1993; Sigtryggur, f. 22. september 1924; Heiga, f. 22. desember 1926; Guðrún, f. 5. apríl 1931; Ottar, f. 10. mars 1933; Amkell, f. 31. desember Mig langar að skrifa hér nokkur orð til minningar um hana Gunsu, tengdamóður mína. Gunsa og Siggi voru svo lánsöm að eignast þrjá yndislega syni. Þau voru komin af léttasta skeiði þegar þau felldu hugi saman og var aldursmunurinn ekki lítill. Gunsa eignaðist synina þrjá með stuttu millibili og var vel tekið á móti þeim. Helst hefði hún viljað eignast fleiri börn, helst dótt- ur, en læknar ráðlögðu henni að ganga ekki með fleiri börn. Synirnir þrir ólust upp á ástríku, glaðlegu og öruggu heimili, þrátt fyrir að Siggi hafi þurft að vinna mikið til að sjá fyrir stóru heimili. Gunsa fór ekki út að vinna frá strákunum sínum fyrr en þeir voru orðnir það stórir að þeir gátu verið einir heima um stund. Alltaf voru strákarnir hennar númer eitt. Síðan kom að því að strákamir urðu fullorðnir og völdu sér lífs- förunaut. Eg held að við tengda- dætumar höfum verið lánsamar að tengjast þessari góðu fjölskyldu og kynnast þessum yndislegu hjónum. Gunsa tók á móti okkur tengda- dætmnum með opnum örmum og hlýju. Brátt urðum við eins og dæt- ur hennar, allar þrjár. Þá eignaðist hún dætumar sem hún hafði þráð. Það var ekki hægt annað en að þykja vænt um hana Gunsu, svona hlýja og góða konu. Hún var næst- um alltaf í góðu skapi, létt og kát og hafði gaman af að spjalla. Hún gat alltaf séð jákvæðu hliðarnar á mál- unum. Hún hafði gaman af að skipuleggja, sérstaklega fjölskyldu- samkomur, og þá var mikið spáð í matinn. Gunsa hafði mikið vit á mat og enda var hún þekkt fyrir að búa til einstaklega góðan mat. Kaffi- borðið hjá henni var alltaf drekk- hlaðið dýrindis kökum og brauði. Jafnvel þó við kæmum óvænt í heimsókn, þá átti hún eitthvað til í ísskápnum eða uppi í skáp með kaffinu. Gunsu leið vel í stómm hópi fjölskyldunnar, þar naut hún sín við glens og grín. Gunsa vissi margt og kunni margt, og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Öðru hvora tók hún okkur tengdadæturnar í kennslu. Hún kenndi okkur að búa til slátur og laufabrauð og fleira. Sollu kenndi hún mikið varðandi blómin og garðrækt sem var henn- ar yndi. Enda hefur Solla nú „erft“ grænu puttana frá tengdamömmu. Gunsa var alveg sérstaklega ætt- fróð kona og rakti oft margar ætt- irnar fyrir okkur. Það var alveg ótrúlegt hvað hún þekkti til margra. Gunsa hafði mikinn áhuga á fólki, en aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkram manni. Gunsa var barngóð kona og vora bamabörnin, sem nú era orðin sjö, hennar líf og yndi síðustu árin. Hún var okkur afskaplega þakklát fyrir þessi börn. Hún naut þess að fá að gefa þeim eitthvað gott í svanginn, og alltaf passaði hún sig á því að eiga ís í frystikistunni eða mola 1935; Ingiríður, f. 29. febrúar 1940. Guðný giftist Sig- urði Sigurjónssyni, f. 8. september 1913. Synir þeirra eru: 1) Jósep, f. 9. nóvember 1963, maki Guðrún Árný Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru Aron Bjarki, Elín og Gunnar Ingi. 2) Sigurjón, f. 27. nóv- ember 1964, maki Elín Hildur Jóns- dóttir. Böm þeirra eru Sigurður og Nanna. 3) Örn, f. 11. nóvember 1966, maki Sól- veig Guðmundsdóttir. Böm þeirra em Signý og Bergþór. Útför Guðnýjar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukk- an 14. uppi í skáp. Eins vai’ fastur liður að fá súkkulaðiköku og mjólk hjá Gunsu ömmu. Oft var mikið fjör í litlu íbúðinni hjá Gunsu og Sigga þegar við vorum öll samankomin í kaffi eða mat En þröngt mega sátt- ir sitja, og hún Gunsa mín var hæstánægð með að hafa þetta svona, þrátt fyrir hávaðann og læt- in í börnunum. En svo dró ský fyrir sólu. Einmitt þegar búið var að skipu- leggja ferðalag á sjötugsafmælinu hennar Gunsu og langþráð ættar- mót á Breiðumýri í ágúst þá greindist Gunsa með krabbamein. Þrátt fyrir þetta mikla áfall gafst hún ekki upp og barðist hetjulega gegn þessum óvætti. Þá sáum við öll hversu jákvæð og sterk kona hún var. Alls staðar sem hún kom, á sjúkrahús í Reykjavík, á Akureyri og á Húsavík dáðist fólk að styrk hennar og jákvæðni. Þarna eignað- ist hún vini og kunningja sem munu minnast hennar. Heilsu hennar hrakaði á stuttum tíma og þrátt fyrir baráttu lækna, ættingja og ekki síst hennar, þá voram við bjargarlaus gagnvart þessum sjúk- dómi sem að lokum hrifsaði hana frá okkur aðeins þremur dögum fyrir afmælið hennar stóra. Við munum sakna hennar mikið en minning hennar mun lifa í hjörtum okkar og í hjörtum barnanna okk- ar. Eg þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu og að hafa fengið að ganga með henni þennan erfiða veg sem hún gekk síðustu vikurnar. Eg þakka Guði fyrir að hafa gefið okkur styrk til að hjálpa henni á erfíðum stundum. Nú er Gunsa mín hjá Guði og ég trúi því að nú líði henni vel. Eg veit að hún mun vaka yfir okkur og börnunum okkar. Megi minning hennar lifa. Guðrún Árný Guðmundsdóttir. Elsku Gunsa amma er dáin. Þess vegna eram við sorgmædd. Þess vegna era mamma og pabbi sorg- mædd. Afi er líka leiður því nú á hann enga konu. Við eram leið af því að nú fáum við ekki að hitta ömmu aftur. Hún var svo mikið veik. Gunsa amma var dásamleg kona. Hún var svo góð við okkur og þótti svo sérstaklega vænt um okkur, barnabörnin sín. Hún gaf okkur alltaf súkkulaðiköku þegar okkur langaði. Bestu súkkulaðiköku í heimi! Það fannst okkur að minnsta kosti, en líka mörgum öðrum börn- um sem fengu að heimsækja hana. Gunsa amma var mjög vinsæl kona, sérstaklega hjá krökkum. Flest börn sem kynntust henni fengu á henni matarást. Hún bjó nefnilega ekki bara til bestu súkkulaðiköku í heimi, heldur kunni hún líka að búa til ofsalega góðan mat. Uppáhaldið okkar var kjötsúpa og blómkáls- súpa og fiskibollur og kjöt í karrý og fiskbúðingur og saltfiskur og slátur og djúsbollur og margt fleira. Þau okkar sem era byrjuð í skóla, vora heppin, því eftir skóla gátum við komið við hjá ömmu. Af mikilli natni og alúð bjó hún til eitt- hvað handa okkur, svo sem hafra- graut og slátur, súpu eða egg. Eitt- hvað handa svöngum skólakrökk- um. Við sem eram ekki enn byrjuð í skóla voram farin að hlakka til að fá að koma við hjá ömmu eftir skóla. En því miður getur það ekki orðið. Amma Gunsa bjó ekki bara til góðan mat, heldur var hún líka alltaf svo ljúf og góð við okkur. Hún kunni margar sögur, vísur og þulur sem hún sagði okkur þegar við fengum að gista hjá henni og afa. Ekki skammaðist amma þó við hefðum stundum svolítið hátt eða rasluðum svolítið til. Hún sagði að sér þætti notalegt að heyra í okkur börnunum og hafa okkur í kringum sig. Það var alltaf líf og fjör í kring- um hana ömmu á Uppsalaveginum. Hún hafði oft frá mörgu að segja og svo sýndi hún okkur krökkunum mildnn áhuga. Oft fengum við að leika okkur í garðinum hennar ömmu. Þar átti hún mörg falleg blóm sem við mátt- um alls ekki tína. En við máttum fá okkur rabarbara þegar okkur sýnd- ist. Svo varð Gunsa amma mikið veik og við heimsóttum hana á spítal- ann. Þá passaði amma alltaf upp á að eiga nammi í bauk handa okkur. Alltaf ljómaði hún þegar við kom- um til hennar. Og við hlökkuðum til að koma að heimsækja hana þegar hún væri orðin frísk og komin heim. Við eram leið af því að amma Gunsa er dáin, en við getum líka verið glöð því að nú er hún hjá Guði. Nú er hún á góðum stað og nú líður henni vel. Við vitum að hún mun sakna okkar eins og við sökn- um hennar, en hún mun áreiðan- lega fylgjast með okkur í framtíð- inni, þó að við munum ekki sjá hana. Elsku góði Guð. Viltu vera svo vænn að hugsa vel um hana ömmu okkar þangað til að við hittumst aftur. Astarfaðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Guð geymi þig, elsku amma. Aron Bjarki, Elín og Gunnar Ingi, Sigurður og Nanna, Signý og Bergþór. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Guðnýjar Jósefsdóttur frá Breiðumýri í Reykjadal, síðar hús- freyju á Húsavík. Þegar ég rétt rúmlega tvítug, haustið 1962, réði mig til kennarastarfa á Húsavík öll- um ókunnug, var ég svo heppin að komast í húsnæði og fæði hjá Guð- nýju og manni hennar, Sigurði Sig- urjónssyni söngstjóra á Uppsala- vegi 10, Húsavík, ættuðum frá Heiðarbót í Reykjahverfi. Eg komst fljótt að því að þar var mér ekki í kot vísað, því að hjá þeim átti ég góða vist í heilan vetur og reyndust þau mér sem bestu for- eldrar. Þau vora þá, nokkuð full- orðin, að hefja sambúð. Brúðkaup þein-a var haldið síðar þetta sama haust og fékk ég að taka þátt í und- irbúningnum, auk þess að sitja veisluna. Þau geisluðu af gleði og hamingju þennan vetur og þannig var öll þeirra sambúð. Áður en Sigurður kvæntist hafði hann haldið heimili með systur sinni, Þuríði Sigurjónsdóttur, og var hún á heimilinu, en giftist vorið eftir Þormóði Jónssyni og hófu þau búskap á Ásgarðsvegi 2 á Húsavík. Tilhugalífið blómstraði svo sannar- lega hjá þeim systkinunum þennan vetur sem ég dvaldi á heimili þeirra. Auk þess var þar í fæði, hluta úr vetri, frændi Guðnýjar, Hjörtur Tryggvason frá Laugabóli í Reykjadal. Bræður Sigurðar, þeir Stefán og Hreiðar, bjuggu einnig á Uppsalaveginum og varð ég hand- gengin þeirra fjölskyldum. Guðný hafði þá í nokkur ár verið matráðs- kona á Sjúkrahúsi Húsavíkur, en lagði þau störf á hilluna þegar hún giftist. Matargerðin lék í höndum hennar, hún var fljót að töfra fram ljúffengar og girnilegar máltíðir. Fyrir utan matinn hennar góða era mér minnisstæðar stundirnar sem við áttum við matarborðið. Þegar sest var að hádegisverði var beðið með óþreyju eftir síðasta lagi fyrir fréttir í útvarpinu og á meðan það var leikið var grafarkyrrð og hlust- að með mikilli eftirtekt, en að því loknu var tekinn góður tími í að ræða um hvemig flutningurinn hefði til tekist. Slíku hafði ég ekki vanist áður og opnaðist mér þarna nýr heimur á þessu sviði. Sigurður stjórnaði þá karlakórnum Þrym, söngur og tónlist vora hans líf og yndi og líka þeirra mágkvennanna. Oft var setið lengi yfir borðum og rabbað, enda var þetta fyrir daga sjónvarpsins og enginn asi á heimil- isfólkinu. Guðný kunni vel þá list að segja frá og lýsingar hennar á sveitungum og sveitinni vora þannig að maður sá fólkið og sögu- sviðið ljóslifandi fyrir sér. Hún sá gjarnan skoplegu hliðamar á tilver- unni og beitti oft góðlátlegri stríðni en aldrei þó á særandi hátt. Gesta- komur vora tíðar á heimilinu og kunnu þau hjónin vel að taka á móti fólki. Hressilegt viðmót Guðnýjar og ljúfmennska húsbóndans löðuðu að gesti og gangandi. Veturinn í ranni þeirra Guðnýjar og Sigurðar leið eins og ljúfur draumur og að honum loknum hvarf ég aftur á heimaslóðir, en þama var stofnað til vináttu sem aldrei hefur rofnað. Síðar áttu þau eftir að eignast þrjá syni og koma þeim vel til manns. Heimilið og fjölskyldan vora Guð- nýju allt og ekki sló fölva á kærleik- ann í garð eiginmannsins, hann var alltaf sá sami og ég skynjaði svo ríkt á þeirra fyrsta búskaparári. Hún var lengst af heilsutæp, en lét aldrei deigan síga og glaðværðin og gáskinn vora alltaf í fyrirrúmi. Mér auðnaðist að heimsækja hana, í apríl síðastliðnum, á Sjúkra- hús Reykjavíkur þar sem hún lá ör- fáa daga. Þrátt fyrir það að hún væri fársjúk gat hún samt gert að gamni sínu. Með þakklátum huga kveð ég Gunnsu, eins og hún var alltaf kölluð, minnug þeirrar vel- vildar og hlýju, sem ég naut hjá þeim hjónum og Þuríði árið mitt á Húsavík. Mínar bestu samúðar- kveðjur til Sigurðar, sona þeirra og fjölskyldna. Véný Lúðvíksdóttir. Húsavík er fallegur bær, þar er snjóþungt á vetram en á vorin vaknar allt til lífsins. Húsavík er mjög grænn bær á sumrin. Bæjar- búar hafa greinilega unun af garð- rækt, það sést vel þegar gengið er um bæinn. Guðný Jósepsdóttir, ætíð kölluð Gunsa, var ein þeirra er ræktaði garðinn sinn vel í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hún naut sín í garðinum, hafði unun af rósun- um sínum í litla gróðurhúsinu og tómatarnir þaðan vora bestir. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg iOLSTEINAK 564 3555 Gunsa ræktaði einnig fjölskylduna sína vel og lagði sitt af mörkum til að bæta bæjarsamfélagið og um- hverfi þess. Eg kynntist fyrst Gunsu og Sigga fyrir rúmlega níu árum þeg- ^* ar fjölskyldur okkar tengdust. Við skiptumst á bömum, ég fékk tengdason, hún tengdadóttur. Betri tengdason get ég ekki hugsað mér. Þegar ég sagði að hann væri svo vel upp alinn, þá hló Gunsa. Hlýlegri móttökur er vart hægt að hugsa sér en þær sem við hjónin og synir fengum er við gistum hjá Gunsu og Sigga í fyrsta sinn. Drengimir kynntust nú rausnar- skap íslensku sveitarinnar þó í bæj- arsamfélagi væri. Gunsa heillaði þá gjörsamlega upp úr skónum með hverri kræsingunni eftir annarri. Þetta vora alíslenskir réttir án nokkurs framandi ívafs. Toppurinn var þó súkkulaðitertan, aldrei síðan hef ég getað gert boðlega súkkulaðitertu. Merkilegast var þó að hún var alltaf til, þegar ein var uppurin var önnur töfruð fram. Það sem við Gunsa áttum sam- eiginlegt era bamabörnin þrjú. Meðan ég birtist sem stormsveipur öðru hvora frá Reykjavík var hún þeima skjól á Húsavík. Eg hafði reiknað með að svo yrði enn um stund. I okkar annasama þjóðfélagi þegar báðir foreldrar vinna úti er gott að vita af ömmu sem hefur tíma og þykir gott að fá börn í> ^ heimsókn. Mér þykir sárt að hafa misst mótherja minn í ömmuhlut- verkinu, nú mæðir á Sigga afa. „Næsta vetur ætla ég til afa í há- deginu“ sagði bamabarnið sem byrjar í skóla næsta haust. Lífið heldur áfram. Það er sárt að missa en gott að eiga góðar minningar. „Minningarnar getur enginn tekið frá manni“ sagði annað barnabam, svolítið eldra, svolítið reyndara en hin tvö. Mína dýpstu samúð átt þú, Sig- ^ urður, sem sérð á eftir lífsföranaut- inum. Trúin veri þinn styrkur. Bræður, tengdadætur, barnaböm, það er sárt að missa en gott að eiga minningar um góða konu sem vildi ykkur öllum vel. Orð verða fátæk á slíkum stundum en reynslan svo rík. Elín Vilhelmsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. ^ Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. * Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JIIIÍllIIIIlXXXXJL H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur *- P E R L A N Sími 562 0200 LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; !i S.HELGASON HF ISTEINSMIDJA * SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.