Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 66
:v>' j & I i I \ i i ; í i i i ! : t ; i ! I 9 í f} •f u !■ 'i f 66 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 Matur og matgerð Rabarbari Kristín Gestsdóttir segist nota nýsprottinn rabarbara talsvert í grauta, súpur og ábætisrétti. 1 V2 dl sykur 7 dl vatn 150-200 g steinlausar sveskjur 1 '/2 dl kalt vatn + Vi dl kartöflumjól 1. Setjið rabarbara- bita, sykur og vatn í pott og sjóðið í 15 - 20 mínútur. Merjið þá rabarbarann í pottin- um örlítið með Rabarbaragrautur með sveskjum Þeim má sleppa. 500 g hreinsaður og niðurbrytjaður rabarbari ÉG hefí alltaf haft mikið uppá- hald á rabarbara og læt allt tal um oxalsýru lönd og leið, en oxalsýra bindur kalk í líkaman- um. Reyndar er magn oxalsýru misjafnt eftir rabarbarategund- um, er mest í hinum grófa og græna og minnst í mjóum, rauð- um leggjum. Fáiir eða engir borða svo mikinn rabarbara að oxalsýran skaði þá. Bamabömin mín elska rabarbarasúpu með tvíbökum og fá auk þess ekki betri sultu en rabarbarasultu. Hér á landi hafa aðallega verið ræktuð þrjú afbrigði rabarbara: Rauður vínrabarbari - Mars- halls Early Red, sem er með stutta, granna leggi og er mjög bragðgóður en gefur íremur litla uppskeru, nær engin oxalsýra er í honum, svo er önnur algeng, snemmvaxin tegund - Linnaeus, mjög lítil oxalsýra er í honum. Hann er ljósrauður að utan en grænn að innan með granna leggi, hann gefur góða uppskeru. Svo er hinn stóri, grófi, græni - Vict- oria. I honum er meira af oxalsýru og hann er mjög uppskeru- mikill. Einnig má nefna tegundim- ar Reeds Early og Temperley Early, sem ég veit lítið um. Rabarbari er ætt- aður frá Asíu þar sem hann var ræktaður um aldaraðir vegna rótanna, sem notaðar vom til lækninga. Þeir sem rækta rabar- bara vita að hann hefur miklar og langar rætur. Fyrst á 18. og 19. öld var farið að nota rabar- bara til matar víða um Evrópu. Erfitt er að áætla sykurmagn í rabarbara, hann er missúr eftir tegundum og árstíð, sterkari á vorin en á haustin. Svo er smekkur manna mismunandi. Hver og einn verður örlítið að prófa sig áfram. kartöflustappara eða sleif. 2. Setjið sveskjurnar út í og sjóðið áfram í 10 mínútur. 3. Setjið kalda vatnið og kart- öflumjölið í hristiglas og hristið saman. Takið pottinn af hellunni og hrærið kartöflumjölsblönd- una út í. Kælið grautinn. Með- læti: Rjómabland, nýmjólk, óþeyttur eða þeyttur ijómi. Rabarbarasúpa 250 g hreinsaður og niðurbrytjaður rabarbari Ví-Ví dl sykur 7 dl vatn 1 msk. kartöflumjöl + 1 dl kalt vatn tvíbökur Sjóðið rabarbara, sykur og vatn á sama hátt og í uppskrift- inni hér að framan, farið eins að með kartöflumjölsvatnið. Berið fram með tvíbökum. sMBHwnnaHMm Rabarbaratrifli 150 g makkarónukökur 150 g niðurbrytjaður rabarbari 1 dl vatn 1 dl jarðarberja- sulta '/2 dl sjerrí, mó sleppa_______ vanillu-pakkabúðingur, heitur eða kaldur 1 dl rjómi 1. Raðið makkarónu- kökunum á botninn á flat- botna skál. 2. Sjóðið rabarbarann í vatn- inu í 5 mínútur, setjið þá jarðar- beijasultu og sjerrí út í og sjóðið í 3 mínútur. 3. Búið til búðinginn skv. leið- beiningum á pakkanum, kælið ef þið notið heitan búðing. 4. Þeytið rjómann og blandið út í búðinginn og hellið yfír það sem er í skálinni. Athugið: Skreyta má búðing- inn með þeyttum rjóma og ferskum jarðarberjum. í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svar frá Nýkaupi ÉG var að sjá í Velvak- anda frá 6. júní bréf frá „ópólitískum neytanda". Þar kemur fram sú full- yrðing að Frissi fríski fá- ist ekki í Nýkaupi. Ég hefði gjarnan viljað koma því á framfæri að Frissi fríski er til í Nýkaupi og hefur verið frá stofnun Nýkaups. Auk þess selur Nýkaup Bragakaffi, vöru sem skrifari nefnir einnig. Það er yfirlýst stefna Nýkaups að selja þær vörur sem viðskiptavinir óska eftir að kaupa. Til- vist kaupmanna byggist á þvi að bjóða vörur sem fólk sækist eftir og eru vinsælar. Okkur í Ný- kaupi er það fullljóst og við störfum samkvæmt þeirri stefnu. Nýkaup býður mesta úrval mat- vöru á Islandi og því tel ég Nýkaup eiga gagnrýni á vöruúrval síst skilið. Með kveðju, _ Finnur Ámason, framkv.stj. Ambögur í útvarpi ÉG heyrði skemmtilegan brandara í útvarpinu í morgun. Kvenmaður og karlmaður voru að tala um íslenska hestinn. Þau sögðu að hestunum hefði fjölgað mikið og „fjöl- mennastir væru þeir á Is- landi“. Oft koma svona ambögur í útvarpinu og er þessi með þeim skemmti- legustu sem ég hef heyrt. Það gleður mann að heyra svona vitleysu þegar mað- ur er að borða morgun- matinn. Einnig finnst mér átakanlegt að heyra vel menntað fólk tala í út- varpinu og nota í öðru hverju orði „hér“ og „hérna“. Þetta er miklu verra en stam - það er þó afsakanlegt. Skúli. MORGUNBLAÐIÐ Tapað/fundið Silfurnæla í óskilum í Hafnarfirði SILFURNÆLA fannst í Lyfju, Setbergi, Hafnai’- firði. Sú sem saknar næl- unnar er vinsamlega beðin að hafa samband í síma 555 2306. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili KASSAVANIR, kátir og skemmtilegir kettlingar þurfa góð heimili. Þeir eru 6 vikna og rosalega falleg- ir. Upplýsingar eftir kl. 19 í 554 4604. Með morgunkaffinu FINNST þér þetta ekki svoh'tið dýr staður, Magmís? 247 -4 ÉG vildi að ég gæti líka verið í bikiníi. Ég hef bara ekki vöxtinn til þess. ÉG er í mínum, þessi er auka, sem ég nota bara sem tálbeitu. HOGNI HREKKVISI „ TComctu, nú er k&nirvo timc tió aá gera, eitthi/cui í- maLanc/m ■ BRIDS Vmsjón Guðmundnr l’áll Arnarson Á EM í Menton 1993 fékk Sævar Þorbjörnsson þá flugu í höfuðið að sektar- dobla fjögur hjörtu mótherjanna með tvo gosa. Og uppskar 500-kall. Þetta var í leik Islands og San Marino. Sævar hélt á spilum vesturs, en Jón Baldursson var í austur: Suður gefur; enginn á hættu. Vestur * 109853 »9 * G2 * G10732 Norður A DG4 ¥ ÁG54 ♦ ÁK97 ♦ 98 Austur AÁK7 ¥ K632 ♦ D1053 * D6 Suður A62 ¥ D1087 ♦ 864 *ÁK54 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 grand Pass 21auf* Pass 2tíglar** Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4hjörtu Dobl*** Allirpass * PuppetStayman. **Neitar fimmspila hálit ***“Get ekki sleppt þeim!“ Sævar kom út með spaða- tíu, Jón tók gosa blinds með kóng og skipti yfir í lauf- sexu! Suður drap og spilaði spaða að drottningunni (hann hélt að Sævar ætti kannski einhver spil). En Jón tók slaginn á ás og hélt áfram með laufið. Suður drap og lagði niður ÁK í tígli. Spilaði síðan spaða úr borði og henti þriðja tíglin- um heima. Jón hélt slagnum á spaðasjöu og spilaði tígli, sem suður trompaði með sjöu og Sævar yfirtrompaði með stakri níunni! Spilaði svo laufi. Sagnhafi var alveg orðinn ruglaður og tromp- aði smátt í borði, en Jón gat þá yfirtrompað með sex- unni. Jón fékk loks slag á hjartakóng og spihð endaði þrjá niður. Á hinu borðinu varð Björn Eysteinsson sagnhafi í sama samningi í norður. Hann fékk út spaðaás, sem þýddi að hann gat fríað slag á spaða til að sjá fyrir tígultaparanum. Bjöm sá svo enga ástæðu til að gefa nema einn slag á tromp og fékk tíu slagi. Víkverji skrifar... AÐ ER margt, sem menn gera sér til dundurs og nýlega bár- ust Víkverja í tölvupósti vangavelt- ur frá einhverjum tölfræðingi í Bandaríkjunum, sem var að velta fyrir sér hvernig atlæti mannkynið byggi við. Hann ímyndaði sér að mannkynið væri eitt lítið þorp, sem teldi ekki nema 100 manns og síðan fór hann að reikna. Tölfræðingurinn bandaríski komst að því, að af þessum 100 mönnum í þorpinu væru 57 Asíubú- ar, 21 Evrópubúi, 14 frá báðum Ameríkunum, suður og norður, og 8 Afríkumenn. I hópnum voru 52 konur og 48 karlar. 70 einstaklingar í þorpinu góða voru litir, það er að segja ekki af hvíta kynstofninum, en 30 voru af þeim stofni. 30 voru kristnir en 70 aðhylltust önnur trúarbrögð en kristni. 89 voru gagnkynhneygðir og 11 samkynhneygðir. xxx OG ÁFRAM hélt tölfræðingur- inn leiknum og komst að því að 59% allra auðæfa heimsins eða þessa ímyndaða þorps væru á valdi aðeins 6 þorpsbúa og viti menn, þeir voru allir með bandarískan ríkisborgararétt. 80 þorpsbúar bjuggu í húsakynnum undir gæða- staðli, þ.e.a.s. í heilsuspillandi hús- næði eins og það var einu sinni kallað á Islandi er fólk bjó enn í gömlum og ónýtum bröggum frá stríðsárunum. Eða kannski voru braggarnir, sællar minningar, bara eins og hátimbraðar hallir miðað við sumt af því sem þessir 80 þorpsbúar þurfa að gera sér að góðu? 70 manns í þorpinu voru ólæsir og 50 veikir vegna vannær- ingar. Einn var að dauða kominn og annar við það að fæðast. Aðeins einn þorpsbúa átti tölvu og einn hafði menntast svo að hann var með háskólagráðu. Það er sem sé ekki burðugt ástandið í þessu litla þorpi og hugsi menn nú aðeins um ástandið, hljóta menn að komast að því að við ís- iendingar megum teljast til lukk- unnar pamfíla. Við erum sjálfsagt vai’t mælanlegir í þorpinu vegna smæðar, bara agnarlítð brot af ein- um þorpsbúa, en heppnir samt. xxx VÍKVERJI sendir fslendingum öllum, hvar svo sem þeir eru í þorpinu góða, hugheilar þjóðhátíð- arkveðjur og vonar að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.