Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Umboðsmaður verndar gegn ágangi blaða JÁTVARÐUR Bretaprins og verðandi eiginkona hans, Sophie Rhys-Jones, hafa verið mikið til umræðu f breskum fjölmiðlum. Þar í landi er nú mikið rætt um það hvort herða eigi eftirlit með umijöUun fjölmiðla. Slíkt kerfi er til dæmis við lýði í Svíþjóð, þar sem starfandi er umboðsmaður ijölmiðla. Kvartanir sænsku söngkonunnar Evu Dahlgren vegna ágangs kjaftablaða hefur vakið mikla athygli, skrifar Sigrún Davíðsdóttir, og vakið fólk til umhugsunar um harðnandi atgang þessara blaða. UMRÆÐUR í Svíþjóð í kjöl- far kvörtunar sænsku söng- konunnar Evu Dahlgren um ágang slúðurblaðanna leiða at- hyglina að því kvörtunarkerfi, sem Svíar búa við varðandi fjölmiðla. Kerfið er tvískipt. Annars vegar er nefnd á vegum hins opinbera er fjallar um efni er birtist í ljósvaka- miðlum. Hins vegar nefnd og um- boðsmaður er fjalla um prentmiðla, dagblöðin og vikublöðin, sem blöð- in reka sjálf. I samtali við Morgun- blaðið segir Kersti Rosén varaum- boðsmaður blaðanna að þar sem blöðin óski ekki eftir að ríkið hafi með þeim eftirlit sé það þeim að- hald að fylgja tilmælum umboðs- mannsins. Skoðananefnd blaðanna var sett á laggimar 1916 til að sjá um klögumál varðandi dagblöðin, en 1969 var embætti umboðsmannsins komið á laggirnar, þar sem ástæða þótti til að veita almenningi aukna vemd gagnvart blöðunum. Nefndin og umboðsmaðurinn starfa saman að málefnum er snerta siðferði blaða. Hvorki ríkisstjóm né þing á nokkra aðild að embættinu, en að baki því og nefndinni standa sænska blaðamannafélagið, samtök blaðaútgefenda og „Publicist- klubben“, sem er virtur klúbbur blaðamanna og annarra er láta sig fjölmiðla varða. Þessir þrír aðilar standa straum af kostnaðinum, en þar er þó hlut- ur blaðaútgefandanna langmestur. Útgefendur slúðurblaða, sem styrrinn stendur nú um, em ekki aðilar að samtökum blaðaútgef- enda, en lúta hins vegar úrskurði umboðsmannsins. Sektir og birtingarskylda Að sögn Rosén fékk umboðs- maðurinn 438 kæmr á síðastliðnu ári og af þeim var 51 kæra tekin til greina. Jafnvel þó að slúðurblöðin virðist aðgangshörðust vörðuðu aðeins 11 kæmr þau blöð. Af þeim 11 kæmm vora 4 teknar til greina og vörðuðu tvær þeirra Se och Hör, sem söngkonan Dahlgren kvartaði svo sáran yfir í grein sinni. Þeir, sem álíta sig fá ómaklega útreið í blaðagrein, geta snúið sér til umboðsmannsins, bæði til að fá ráð varðandi viðbrögð eða til að kæra viðkomandi blað. Kæmnni þarf að skila skriflega innan þriggja mánaða frá því að greinin var birt. Kæran er tekin til með- ferðar í nefndinni og af umboðs- manninum. Ef tekið er undir efnisatriði kæru er viðkomandi blaði skylt að birta umsögn umboðsmannsins og greiða afgreiðslugjald, sem er 22.500 sænskar krónur, um 230 þúsund íslenskar, fyrir blöð sem eru gefin út í fleiri en tíu þúsund eintökum. Ef upplagið er minna er gjaldið 8.300 sænskar krónur, um 85 þúsund íslenskar krónur. Gjald- ið fer til að standa straum af starfi nefndarinnar og umboðsmannsins. Að mati Kersti Rosén er enginn vafi á að bréf Dahlgren hefur haft mikil áhrif og vakið marga til um- hugsunar um harðan og harðnandi aðgang kjaftablaðanna og samspil blaðanna og þeirra, sem þau skrifa um. Það hafi líka haft sitt að segja að Dahlgren valdi að koma skoðun sinni á framfæri á jafnvirtum vett- vangi og skoðanasíðu Dagens Ny- heter. „Þeir sem era að koma á fram- færi afurðum eins og plötum, bók- um og öðra geta eðlilega nýtt sér slúðurblöðin í eigin þágu,“ segir Rosén, „en spm-ningin er hvort þeir eigi samt ekki rétt á friði þess utan og einnig hver ræður ferðinni. Málið vekur upp margar áhuga- verðar og flóknar spurningar." Ahrif umboðsmannsins byggjast annars vegar á vilja blaðanna til að fara eftir orðum hans, en hins veg- ar á hversu ötull hann er að taka þátt í umræðum. Pár-Arne Jigeni- us núverandi umboðsmaður kemur oft fram og hefur á þann hátt vakið athygli á embættinu og gildi þess. „Blöðin hafa sjálf valið þetta kerfi,“ segir Kersti Rosén. „Þeim er mikið í mun að halda því sjálf- stæði, sem felst í að ekki er starf- andi ríkisskipuð nefnd, sem fylgist með þeim eins og er með útvarp og sjónvarp. Það er enginn vafi á að ef blöðin tækju ekki tillit til umboðs- mannsins og almenningur virtist óvarinn gagnvart blöðunum gripi ríkið inn í. I því felst um leið tölu- vert aðhald.“ Kórea upp úr kreppu Reuters STÉTTARFÉLÖG hafa brugðist hart við stefnu Kims Kóreuforseta og efnt til mótmæla vegna fjöldauppsagna stórfyrirtækja. Eftir Byung-joon Ahn The Project Syndicate SÍÐASTA ár var það versta í sögu Suður-Kóreu fi-á lokum Kóreustríðsins, en af völdum As- íu-kreppunnar féll landsfram- leiðsla um 33.8 prósent eða úr 10.307 dolluram í 6.823 á mann og hungursneyð í Norður-Kóreu ógnaði stöðugleikanum á Kóreu- skaganum. Krepputímar líkt og aðrar ógnir skerpa einbeitinguna. Suður-Kórea hefur einbeitt sér að endurskipulagningu og núna era horfur bjartari þrátt fyrir óróa á vinnumarkaði. Jafnvel samskiptin við Norður-Kóreu fara batnandi. Síðasta hálft annað ár, eða frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti Suður-Kóreu 57 milljarða dollara aðstoð, og 13 mánuðum frá því að andófsmaðurinn Kim Dae Jung varð forseti, hefur gjaldmið- illinn (won) orðið stöðugri. Tekist hefur að breyta skammtímaskuld- um í langtímaskuldir. Gjaldeyris- forðinn hefur aukist og vextir lækkað. Gjaldeyrisforðinn var yfir 50 milljarðar bandaríkjadollara í lok ársins 1998 en tæpir 9 millj- arðar árið áður. Þessari breytingu er helst að þakka viðskiptaafgang síðasta árs sem var sá fyrsti í níu ár. Þessi afgangur gerði það að verkum að hægt var að styrkja wonið sem nú er 1.200 á móti ein- um dollar, en var árið 1997 2.000 á móti einum dollar. Jafnvel þótt margt hafi áunnist er Suður-Kórea rétt að byrja á endurbótum hvort sem rætt er um efnahagslífíð, samskiptin við Norður-Kóreu eða stjórnkerfið í heild. Breytingar sem gerðar vora á ríkisstjóminni í vikunni benda til að Kim forseti geri sér fulla grein fyrir að mun meira þarf að gera. A öllum sviðum er þörf á auknu frjálsræði. Erfiðasta verkefnið sem Kim forseti stend- ur frammi fyrir er að koma á póh- tískri samstöðu sem getur tryggt stöðugleika svo hægt sé að opna efnahagslífið og takast á við flókin verkefni eins og kjarnorkuvopn og eldflaugar í Norður-Kóreu. Kim forseti gefur Utið fyrir hin „asísku gildi“ Hann trúir því að lýðræði og markaðsbúskapur séu ekki andstæður heldur fari vel saman. Eftir að hafa ráðfært sig við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hef- ur ríkisstjómin þvingað banka sem standa illa til að sameinast öðram eða verða gerðir gjald- þrota ella. Ríkisstjórnin hefur einnig heimilað uppsagnir starfs- fólks og dregið veralega úr skrifræði. í öllum þessum málum hefur forsetinn sýnt mikla stjórn- unarhæfileika og komið á óvart með skilningi og fylgni við fijáls- ræði í efnahagsmálum. Stóru samsteypumar fimm Hyundai, Samsung, Daewoo, LG og SK hafa með harmkvælum samþykkt hagræðingu. Fyrirtækin hafa ver- ið þvinguð til að draga saman seghn og skýra stefnu sína gagn- vart hvort öðra sérstaklega þar sem starfsemi þeirra skarast. Því tók Daewoo yfir bílaverksmiðju Samsung og Samsung tók yfir rafeindaiðnaðinn frá Daewoo. Þó stórfyrirtækin fylgi í orði kveðnu þeirri stefnu að skera nið- ur þá er ennþá fyrirstaða meðal Kim forseti gefur lítið fyrir hin „asísku gildi". Hann trúir því að lýðræði og mark- aðsbúskapur séu ekki andstæður heldur fari vel saman. þeirra við að hagræða að fullu. Þau halda því fram að þau geti ekki dregið úr umfangi reksturs- ins meðan þau era með of margt fólk í vinnu. Fyrirtækin halda því einnig fram að „markaðsöflin“ muni með tímanum vinsa úr ein- ingar sem reknar era með tapi. Það er því ólíklegt að um frekari endurskipulagningu verði að ræða hjá þessum fyrirtækjum nema forsetinn gefi sterklega til kynna að frekari fjöldauppsagnir stárfsfólks myndu njóta stuðnings stjörnvalda. Verkalýðsfélögin hafa verið jafn ósamvinnuþýð og stórfor- stjórarnir. Tvær milljónir manna era nú atvinnulausar, eða um 9% af vinnuaflinu og þetta era nú þegar ógnvænlegar tölur fyrir ríkisstjórnina. Til þess að koma á friði meðal iðnfyrirtækja, lagði forsetinn til þríhliða samkomulag milli launþega, fyrirtækja og stjómarinnar sem gerði stjóm- inni kleift að miðla málum milli launþega og fyrirtækja. Þegar að- gerðir hófust í janúar samþykktu verkalýðsfélögin óumflýjanlegar fjöldauppsagnir. Hins vegar þeg- ar til fjöldauppsagna kom dró hið róttæka verslunarmannafélag sig út úr samkomulaginu. Hófsamari verkalýðsfélög fylgdu í kjölfarið. Þar sem ekkert velferðarkerfi er til staðar sem verndar launþega, þá er næstum því ómögulegt fyrir ríkisstjórnina að halda verkalýðs- félögunum innan þessa samkomu- lags. Samskiptin við Norður-Kóreu eru í brennidepli og af þeim stafar mesta hættan. Djörf áætlun hefur heimilað farþegaskipum að vitja hins helga fjalls Kumkang í norðri og hafa yfir 40 þúsund Suður- Kóreubúar heimsótt þann fræga stað í fyrsti skipti frá 1945. Allt veltur þetta á því að Norður-Kór- ea haldi sig frá öllum tilraunum með kjarnorkuvopn. Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, William Perry, er í forsvari fyrir endurskoðun samskipta Bandaríkjanna og Suður-Kóreu við Norður-Kóreu. Metnaðarfull stefnumörkun bæði í innan- og utanríkismálum krefst stuðnings bæði meðal al- mennings og stjórnvalda. Kim forseti verður að ákveða á þessu ári hvort hann heldur loforðið sem hann gaf Kim Jong Pil, for- sætisráðherra, um að breyta Kóreu í þingræðislega stjórn. Þar sem flokkur forsetans hefur að- eins einn þriðja þingmanna er þörf á nýrri samsteypustjórn. Þetta getur reynst erfitt þar sem flokkamir era sundraðir eftir landssvæðum. Kim forseti hefur þurf't að taka á öllu sínu til að koma endurbótum svona langt. Hvort fóma skuli einhverju af valdi forsetans til að festa lýðræð- ið enn frekar í sessi er líklega stærsta spurningin sem hann stendur nú frammi fyrir. Höfundur er prófessor f stjómmálafræðum við Yonsei háskólunn í Seoul. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.