Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 80
-JIP Mes/ seldi UNIX midlarinn á íslandi árið 1998 | iSL RS/6000 <Q> NYHERJI Slml: 569 7700 }/ i BliN '\ÐARBANKI NN V iVERÐBRÉF - 4 tr»y«l ÖRUGG ÁVÖXTUN MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl I FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK ■4 Kaupendur hlutabréfanna í ÍE undirbúa sölu til innlendra fagfjárfesta Hlutafé selt ti! einstaklinga eftir skráningu á markaði FORSVARSMENN Landsbank- ans, Búnaðarbankans og Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins segja að hafinn sé undirbúningur að sölu á hluta þess eignarhluta sem bank- amir keyptu ígær í DeCODE, eign- arhaldsfélagi Islenskrar erfðagrein- ingar, í áföngum til fagfjárfesta og stofnanafjárfesta. Stjómendur Landsbankans og Búnaðarbankans segja að einstaklingum muni svo gefast kostur á að kaupa hlutabréf í j, —jminni einingum eftir að íslensk erfðagreining hefur verið skráð á hlutafjármarkaði. Kári Stefánsson, forstjóri IE, sagðist í gær vonast til að fyrirtækið verði skráð á alþjóð- legum hlutafjármarkaði fyrir lok ársins. FBA keypti fyrir þrjá milljarða Samningur um kaup FBA, Lands- bankans, Búnaðarbankans og eign- arhaldsfélagsins Hofs á hlutabréfum í DeCODE, fyrir rúma sex milljarða króna, var undirritaður í gær. FBA kaupir 50%, eða fyrir um þijá millj- arða kr., Búnaðarbankinn 24% eða fyrir um 1.400 milijónir, Landsbank- inn 20% eða fyrir um 1.200 millj. og Hof 6% eða tæpar 400 millj. króna. Bjami Armannsson, forstjóri FBA, sagði að þegar væri hafinn undirbúningur að sölu til nokkurra innlendra fagfjárfesta á hluta þess hlutafjár sem bankinn keypti í ÍE. Hann kvaðst gera ráð fyrir að verð- bréfafyrirtæki sem keyptu myndu svo selja áfram til sinna viðskipta- vina. „Við útilokum að sjálfsögðu engan frá því en meginmarkmiðið er að selja í sem stærstum eignar- hlutum," sagði hann. Haildór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagðist vita að áhugi forsvarsmanna ÍE væri mikill á að fyrirtækið væri í sem dreifð- astri eign. „Við munum stuðla að því með þessum kaupum og ætlum okkur að miðla hlutafénu til inn- lendra fjárfesta. Fram að skráningu til stofnana- og fagfjárfesta, en um leið ogÍE verður skráð og komið á markað seljum við ákveðinn hlut til einstaklinga," sagði hann. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði að þegar búið yrði að skrá DeCODE á verðbréfa- þingi erlendis yrði almenningi gef- inn kostur á að kaupa hlutabréf, en áður en það yrði gert yrði stofnfjár- festum einungis gefinn kostur á að kaupa hlut af bankanum. Stefán sagði að ekki hefði verið mótuð stefna innan Búnaðarbankans um það hvort miðað yrði við ákveðna lágmarksupphæð þegar hluti bréf- anna yrði seldur í lokuðu hlutafjár- útboði, en reiknað væri með að þau yrðu seld í dreifðri sölu. Samningar við fleiri lyQafyrir- tæki í náinni framtíð Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagðist í gær í samtali við Morgun- blaðið sjá fyrir sér að fyrirtækið mundi ljúka gerð samstarfssamn- inga við fleiri erlend lyfjafyrirtæki í náinni framtíð en í febrúar í fyrra gerði fyrirtækið samstarfssamning við svissneska lyfjafyrirtækið Hoffman-LaRoche um leit að mein- genum tólf sjúkdóma, sem hljóðaði upp á 15 milljarða króna. Rannsakar 35 sjúkdóma Alls hefur ÍE nú ýtt úr vör sam- starfsverkefnum vegna rannsókna á erfðaþáttum 35 sjúkdóma. „Ég sé fyrir mér að við náum samningum við fleiri lyfjafyrirtæki í náinni framtíð vegna þess að samningur- inn sem við höfum við Hoffman- LaRoche er eingöngu bundinn við ákveðna sjúkdóma og það er mikill möguleiki á því að fara í samvinnu við önnur fyrirtæki um aðra sjúk- dóma,“ sagði Kári. ■ Stefnt að/40 Ný kjör- dæmaskipan samþykkt ALPINGI staðfesti í gær breytingar á stjórnarskránni sem fela m.a. í sér breytingar á kjördæmaskipan lands- ins. Samkvæmt hinu nýja ákvæði skulu kjördæmi vera fæst sex og flest sjö en landinu hefur verið skipt í átta kjördæmi síðustu fjörutíu árin. Þá er kveðið á um að í hverju kjör- dæmi skuli vera minnst sex kjör- dæmissæti sem úthluta skal á grund- velli kosningaúrslita í kjördæminu, en auk þess er kveðið á um það ný- mæli að þau stjórnmálasamtök komi ein til álita við úthlutun jöfnunar- sæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. ■ Alþingi staðfestir/10 Snjór á Siglufirði ÍBÚAR Siglufjarðar vöknuðu upp við vondan draum í gærmorgun er þeir litu út um gluggann og sáu hvíta jörð. Að sögn Adolfs Amasonar lög- reglumanns var einhver snjókoma fram yfir hádegið en þá stytti upp og var mesti snjórinn farinn úr bænum þótt enn væri hann til fjalla. Adolf sagði að það hefði verið hægt að búa til snjókarl. Hann segir að alltaf hafi snjóað annað slagið á þessum tíma og hann sagðist muna eftir mikilli snjókomu á þjóðhátíðar- daginn þegar hann var krakki. Spáin fyrir þjóðhátíðardaginn í ár var hins vegar skapleg og ekki útlit fyrir meiri snjókomu. --------------- Kaupás opnar verslun á Selfossi KAUPÁS hf. opnaði í gær fyrstu verslunina í nýrri verslunarkeðju, Kostakaupi, og er ætlunin að bjóða þar vörur á svipuðu verði og í Bónus- og Nettóverslununum. Kaupás festi á þriðjudag kaup á tveimur Nýkaupsverslunum í Reykjavík af Baugi hf og hyggst reka þar Nóatúnsverslanir. Að auki hefur Kaupás keypt Tikk Takk- verslun í Garðabæ sem verður rekin undir merkjum 11-11. ■ Kaupás/B2 Morgunblaðið/Kristinn MikiII skortur á réttindakennurum úti á landi Aþekk skólaganga kennara og nemenda Byggðastofnun synjar Rauðsíðu um lán Gagiirýni frá stjórn Rauðsíðu AMALÍA Björnsdóttir, lektor í Kennaraháskóla íslands og deildar- stjóri prófadeildar í Rannsóknastofn- un uppeldis- og menntamála, segir að hátt hlutfall leiðbeinenda sé við kennslustörf úti á landi og menntun þeirra almennt minni en leiðbeinenda höfuðborgarsvæðinu. Sums staðar Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 19. júní. Frétta- vakt verður á þjóðhátíðardag- inn á fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is. séu kennarar með litlu meiri mennt- un en nemendumir. Hún telur þetta líklega skýringu á lakari árangri í samræmdum prófum úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt töl- um frá Hagstofu íslands er um helm- ingur þeirra sem fást við kennslustörf á Vestfjörðum án tilskilinna réttinda. „Vestfirðingar búa við það að í 10. bekk eru kennarar sem hafa litlu meiri menntun en nemendurnir sem þeir eru að kenna og það hlýtur að vera hæpið að þeim takist að ná sama árangri og vel menntaður fag- maður, jafnvel þótt viijinn til að gera vel sé fyrir hendi,“ segir Amalía. ■ Hátt hlutfall/41 Hættir fram- kvæmda- stjórn hjá LÍÚ KRISTJÁN Ragnarsson lætur af framkvæmdastjórn Landssam- bands íslenskra útvegsmanna um næstu áramót og við tekur Frið- rik J. Arngrímsson. S^jórn sam- takanna samþykkti þetta í gær að ósk Kristjáns. Hann hefur gegnt starfí framkvæmdasljóra LÍU í 30 ár og verið kjörinn for- maður LÍÚ í 29 ár. Hann mun áfram gegna stjómarformennsku í samtökunum og sljómaði fund- inum í gær af röggsemi. Á mynd- inni má einnig sjá stjórnarmenn- ina Eirík Ólafsson, Þorstein Erl- ingsson, og Eirík Tómasson. ■ Tímabært/24 STJÓRN Byggðastofnunar hefur hafnað beiðni Rauðsíðu ehf., um 100 milljóna króna lán. Forstjóri Byggðastofnunar telur að fyrirtæk- ið uppfylli ekki þau skilyrði sem stjómin setti fyrir láninu og segir hann að málinu sé lokið af hálfu stofnunarinnar. Stjóm Rauðsíðu ehf. gagnrýnir þessa ákvörðun og ákveður næstu skref eftir helgi. Að sögn Egils Jónssonar, stjórn- arformanns Byggðastofnunar, verða aðrir en stjóm stofnunarinn- ar að segja til um framtíð málsins. Skilyrðin fyrir láninu hafi ekki verið uppfyllt að mati forstjórans. Mikið tap var á rekstri fyrirtækisins í fyrra en afkoman fyrstu þrjá mán- uði þessa árs hefur verið mun betri, en Egill segir að erfitt sé að sýna fram á með þriggja mánaða upp- gjöri að viðsnúningur sé í rekstri. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að miðað við háa skuldsetningu og að rekst- urinn byggðist mest á Rússafiski, séu rekstrarhorfur ekki nógu góðar. ■ Einhugur/6 ■ Málinu er/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.