Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Rafn Kristins- son fæddist í Reykjavík 30. októ- ber 1981. Hann fórst af slysförum 8. júní síðastliðinn. Rafn var nemandi í Menntaskólanum f Reykjavík og hafði lokið öðru námsári þar. Foreldrar Rafns eru Kristinn Rafnsson, vélfræð- ingur hjá Orku- stofnun Reykjavík- ur, f. 24.7. 1954 og Sólborg Tryggva- dóttir, hjúkrunarfræðingur á bækiunardeild Landspítala, f. 24.2. 1955. Foreldrar Kristins eru Rafn Magnússon, vélfræð- Esku Rafn. Það er svo sárt að kveðja þig, þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt. Það er svo erfitt að trúa því að við sjáum þig aldrei aftur. Nú eigum við bara allar góðu minningarnar eftir, þær geymum við alltaf í hjarta okk- ar. Þú varst yndislegur sonur og bróðir. * Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með öjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, lif mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. (H.K.L.) Mamma og pabbi. Birna og Valur. Elsku Rafn hefur verið tekinn frá okkur, maður á ekki orð til að lýsa þeim tilfinningum sem hellast yfir mann á slíkri stundu. Með þessum ljóðlínum langar okkur að þakka fyr- ir þau fáu, en gleðiríku og fallegu, ár sem við áttum með þér. Hví fólnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hvi verður von og yndi svo ..., varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? Svo spyrjum vér, en vonum þó vísdóm drottins á. Og hugsun sæl hjá honum vor hjartkær bömin smá. Þótt hrelling herði að bijósti vér huggumst við þá trú. I bestu fóður fóstri þau falin séu nú. Það friði og firri harmi þá foreldra sem hér. Sér barma á grafar barmi er bamið dáið er. Og fyrirheit vors herra. Þeim hjartans græði sár það heit að hann mun þerra. Á himnum öll vor tár. Já sefist sorg og tregi þér saknendur við gröf. Því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf. Hún hvarf frá synd og heimi til himins fagnið því. Svo hana guð þar geymioggefifegriáný. (Bjöm Halldórsson.) Minningin lifí um góðan dreng. Amma og afi. Það er sól og fallegt veður þetta kvöld klukkan um hálfellefu, ég og sonur minn að koma heim. Þá hring- ir síminn, það er bróðir minn sem flytur mér þær hræðilegu fréttir að Rafn stóri strákurinn þeirra sé lát- inn. Það var eins og allt staðnaði. Hugsanir um yndislegan dreng streyma um hugann, allt aftur til fyrstu ára Rafns þegar hann hljóp um allt skríkjandi af gleði, gat aldrei setið kyrr og var alltaf klifrandi helst með fætuma eins langt frá gólfí og hann mögulega gat. Hann var mjög ingur, f. 25.2. 1932 og Eva Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 26.9. 1931. Foreldr- ar Sólborgar eru Tryggvi Svein- björnsson, bókbind- ari, f. 7.10. 1925, d. 22.8. 1992 og Birna Jónsdóttir, bók- bindari, f. 27.3. 1933. Systkini Rafns eru tví- burarnir Birna og Vaiur, nemendur í Garðaskóla, f. 12.11. 1985. títför Rafns fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. nákvæmur og athugull, hann vissi alltaf hvaða playmo-kall átti hvaða húfu og hvaða kubbakall hvaða sverð en hann fylgdist líka vel með því sem var að gerast í kringum hann. Einu atviki man ég sérstaklega eftir, ég er ófrisk að syni mínum, en þá er Rafn þriggja ára, ég þurfti að liggja á spít- ala um tíma áður en ég átti. Kom hann þá í heimsókn ásamt mömmu sinni, hann hljóp að rúminu mínu undir sængina, til að athuga hvort barnið væri enn í maganum, hann vildi vera með. Svo tók skólagangan við og þar kom strax í ljós hversu fróðleiksfús og mikill námsmaður hann var. Eg held að foreldrar hans hafí aldrei þurft að segja honum að fara að læra eða leysa verkefni fyrir skólann, það gerði hann alltaf þegar hann kom heim úr skólanum. Rafn var alltaf í handbolta meðan hann var í grunnskóla. Ef Rafn hafði áhuga á einhverju kynnti hann sér það svo vel að það var nánast ógjöm- ingur að reka hann á gat í þeim efn- um, hann vissi alltaf betur. Hann var nú að ljúka öðru ári i MR og kominn á fullt í vinnu en hann var einmitt að koma úr vinnu þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað. Hann hafði fengið mikinn áhuga á vaxtarrækt, hafði hann stundað hana af miklu kappi i vetur og var að hugsa um að taka einhvers konar námskeið i henni svo hann gæti unnið sem leið- beinandi með skólanum næsta vetur. Ég hitti hann síðast skömmu eftir fermingu systkina hans. Hafði ég farið í heimsókn til þeirra, ég og mamma hans sátum inni í stofu og vorum að skoða myndir þegar hann kom heim úr líkamsræktinni. Kom hann þá inn í stofu til okkar geislandi af gleði og hamingju. Minn- ingin lifir um yndislegan dreng. Hvil í friði, elsku Rafn minn. Margs er að minnast Margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að fylgjast með þessum yndislega dreng, sem hann Rafn minn var. Bið ég góðan guð að styrkja elskulaga foreldra hans, systkini og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Þín frænka, Elsa. Við áttum ekki von á því að við ættum eftir að skrifa minningar- grein um jafnaldra okkar og vin. Það er erfítt að sætta sig við að Rafn sé farinn. Þó að kynni okkar hafi ekki verið eins löng og við hefðum óskað eigum við margar góðar minningar um hann. í fyrstu bar ekki mikið á honum en ekki leið á löngu þar til Rafn fór að taka þátt í alls kyns skemmtilegum uppátækjum. Eitt sinn var honum falið að skila ritgerð fyrir einn bekkjarfélaga okkar í fjar- veru hans. Þá tóku Rafn og félagar hans sig saman og ljósrituðu ritgerð- ina og afhentu síðan kennara frum- ritið en fóru sjálfir yfir afritið. Þeir skiluðu síðan félaga sínum ritgerð- inni, allri útkrotaðri með hinum ýmsu athugasemdum og gáfu honum falleinkunn. Áhugamál Rafns áttu hug hans allan. Hann var mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Nirvana, þá eink- um söngvarans sem hann þreyttist aldrei á að tala um. Við munum alltaf minnast Rafns þegar við heyrum lög með Nirvana. Eftir 3. bekk hóf Rafn að stunda líkamsrækt af kappi. Varð hún fljótt að ástríðu og var hann m.a. byrjaður að læra einkaþjálfun. Rafn var brosmildur, jákvæður og alltaf í góðu skapi. Það var auðvelt að tala við hann um allt milli himins og jarð- ar og hann var alltaf tilbúinn að hlusta á aðra. Kæri Rafn. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Megi Guð vera með fjölskyldu þinni og vinum í þess- ari miklu sorg. Skólafélagar úr Menntaskólanum. Nú ertu farinn frá okkur, Rabbi. Margs er að minnast. Við kynnt- umst þér fyrst fyrir fimm árum og urðum brátt nánir vinir og skemmt- anafélagar. Auðvelt er að hugsa til baka og rifja upp góðar stundir, t.d. róló í Kögurselinu á menningarnótt. Þú hafðir gaman af íþróttaiðkun og má þar nefna handbolta, fótbolta, borðtennis og síðustu mánuðina greip þig gríðarlegur áhugi á líkams- rækt og voru ýmsar skemmtanir skipulagðar í Betró. Þú varst mikill Nirvana-aðdáandi og eins og sönnum aðdáanda sæmir áttirðu meirihlutann af því sem gefið hafði verið út með þeim. Að lokum ætlum við að láta fylgja uppáhalds tilvitnunina þína í Kurt Cobain: „With the lights out it’s less danger- ous / Here we are now, entertain us / I feel stupid and contagious / Here we are now, entertain us. / A mulatto, an albino, a mosquito, my iibido. Yea!“ (K.C. 1967-1994). Við söknum þín allir. Hólmgeir, Haraldur, Indriði, Andri og Trausti. Við vorum lítill hópur, þrjú fædd á sama árinu, sem ólumst upp saman í litlu götunni í Brekkubyggðinni. En nú erum við bara tvö eftir því að við misstum Rafn vin okkar í slysi. Rafn Kristinsson var alltaf fullur af lífi og fjöri og við munum eftir honum á unga aldri, hlaupandi og klifrandi út um allt. Rabbi var einna ærslafyllstur okkar og var hann alltaf að koma sér í vandræði, eins og títt er um venjulega, heilsu- hrausta stráka. Þó að hann hafi verið mikill prakkari og mikið farið fyrir honum utan dyra var hann alltaf manna prúðastur þegar í barnaaf- mæli var komið. Hann mætti alltaf langsnyrtOegastur og ekki fór á milli mála hver var kurteisastur. Síðan þegar við fórum í skóla stækkaði vinahópurinn og varð hinn fónguleg- asti. Þetta var samheldinn hópur bekkjarvina, sem hittust alla daga eftir skóla og á kvöldin og léku sér saman í leikjum, s.s. einni krónu og skotbolta. Strax hafði Rabbi með mikinn metnað til að gera hitt og annað og vildi hann stofna skotbolta- félag og æfðu Rabbi og Hrannar, vinur okkar, sig saman í þeirri íþrótt. Þessi bekkur hélst algjörlega óbreyttur alveg frá fyrsta og upp í sjötta bekk. A þessum árum héldu bekkjarsystkinin upp á ófá afmælin, og það var alltaf hápunktur dagsins, þegar Rabbi og Eiki fóru í keppni um það, hvor gæti borðað fleiri Ritz kex með rækjusalati. Þegar við byrj- uðum í Garðaskóla voru allir bekkirnir stokkaðir upp og vinahóp- urinn tvístraðist, hver hélt í sína átt. Þrátt fyrir það hélst vinskapurinn alltaf. Rabba gekk mjög vel í skóla og lá leið hans ávallt upp á við. Hann tók bestu ákvörðun í lífi sínu, þegar hann ákvað að fara í Menntaskólann í Reykjavík, þar breytti hann um lífsstíl og blómstraði eins og kóngur í ríki sínu. Síðasta árið sitt stundaði hann líkamsrækt af kappi, hann var að lesa sér til um að verða einka- þjálfari og hafði einsett sér að taka þátt í líkamsræktarkeppni á næsta ári. Minningarnar eru endalausar og allar góðar og þannig viljum við minnast okkar kæra vinar. Hver getur þanið segl án vinds, róið sviptur árum, hver getur skilið við ástvin sinn, án þess að klökkna af tárum. Ég get þanið segl án vinds, róið sviptur árum, en eigi get ég skilið við ástvin minn, án þess að klökkna af tárum. (Höf.óþ.) Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson.) Elsku Sólborg, Kiddi, Valur, Bima og fjölskylda, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og vonum að það veiti ykkur huggun að vita það að Rafn var ánægður og sæll með aHt í lífi sínu. Eftir lifir minning um góðan dreng, megi hann hvíla í friði. Axel og Kristín. Elsku Rabbi. I dag er stórt skarð í gamla bekknum okkar, sem fylgdist að í sex ár, sem aldrei verður fyllt. Við hefðum aldrei trúað því hversu stutt getur verið á milli lífs og dauða, það er sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig en minningarnar munu ávallt lifa í hjarta okkar allra. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér sinn síðasta blund. (V. Briem.) Elsku Sólborg, Kiddi, Valur, Birna, fjölskylda og vinir, við vonum að minningarnar um vin okkar Rafn muni styrkja ykkur í sorginni. Hann mun ávallt fylgja okkur, megi hann hvíla í friði. Vinirnir úr gamla bekknum. Tveir litlir hnokkar að leika sér og brölta í snjónum á veturna eða við aðra iðju á sumrin. Það eru okkar fyrstu minningar um Rafn þegar hann og sonur okkar Axel kynntust. Það var fyrir 15 árum að við eignuð- umst góða nágranna, þau Sólborgu, Kristin og Rafn. Rafn var prúður drengur og ávallt gott að hafa hann nálægt sér. Hann var glaðvær og hafði fallegt bros. Ógleymanlegar eru ánægjustundir í sumarbústaðn- um okkar. Rafn óx og dafnaði og var orðinn myndarlegur ungur maður. Hann naut sín í MR og framtíðin blasti við honum. Enn þá er hann tekinn frá okkur, eitt andartak og það er búið. Stórt skarð er höggvið í vinahópinn en sárastur er missir fjölskyldunnar. Erfitt er að skilja líf- ið og tilveruna á slíkum stundum. Elsku vinir, Sólborg, Kristinn, Bima, Valur og fjölskyldur. Við vott- um ykkur dýpstu samúð og biðjum góðan guð að blessa ykkur öll. Við eigum einungis góðar minningar um ljúfan og heiðarlegan vin, Rafn Kristinsson. Fjölskyldan Brekkubyggð 40. Aidrei er dauðinn jafnmiskunnar- laus og þegar allt er að vakna til lífs- ins, þegar sólin lengir dagana einn af öðrum og grösin spretta upp úr moldinni græn og mjúk. Aldrei er dauðinn jafnmiskunnarlaus og þegar ungu fólki er kippt af lífsins braut eins og grasi sem fellur fyrir ljánum. Fyrir örfáum vikum sátu þau and- spænis mér ung og æskuglöð nem- endur mínir í 4. bekk S í Mennta- skólanum í Reykjavík. Vorið við dyrnar, væntingar sumarsins í hverri taug, prófin eina þrautin sem leysa þurfti áður en sumarið, frelsið og fríið tæki við. Og nú er sumarið komið, sumarið sem þú ókst út í, kæri Rafn, með þinn lífskraft og blíða bros. En munurinn er sá að þú ókst inn í eOífðarsumarið, meðan við sem eftir stöndum höfum misst sjón- ar á sumrinu og finnum helköld ský- in steypast yfir okkur. Þvílíkt mis- kunnaideysi, þvílíkur vanmáttur, því- lík reiði út í máttarvöldin. Reiðarslag sem enginn fær breytt. Lífsgöngu þinni er lokið, engir dagar meir, hvorki langir né stuttir. Ekkert vor við dyr, væntingar eða próf. Og þú sem rannst upp eins og fífill í túni, eins og grasið grænt og mjúkt, efni- legur, duglegur, gáfaður, góður, allt í einu ertu fallinn, fallinn fyrir mis- kunnarlausum ljánum. Þú varst ekki hár í loftinu þegar þú settist í 3. bekk E fyrir tveim ár- um og það fór ekki mikið fyrir þér. En þú varst knár þótt þú værir smár og þú vaktir snemma athygli mína fyrir frumlegar og óviðbúnar spurn- ingar í jarðfræðinni. Þú gast verið snöggur upp á lagið og barst ófeim- inn fram það sem þér lá á hjarta. Og það var gaman að sjá þig vaxa og dafna í þeim góða hópi sem 3. bekk- ur E var í fyrra. Hópurinn var svo góður að ég stóðst ekki mátið og sagði ykkur hreint út í vetrarlok að þið væruð langskemmtilegasti bekk- urinn minn. En bekkurinn var ekki aðeins skemmtilegur heldur einnig mjög duglegur og þótt við töluðum sjálfsagt aUt eins oft um allt mHli himins og jarðar og um jarðfræði kom það ekki niður á árangrinum. Og þú fórst létt með jarðfræðina eins og reyndar allt annað sem þó vefst fyrir mörgum í okkar strembna skóla. Það var mér því ómæld ánægja að sjá ykkur vinina mína úr 3. bekk E sitja þarna andspænis mér aftur í haust í 4. bekk S og nú var það efna- fræðin sem sameinaði okkur. Þú sast á fremsta borði rétt fyrir framan mig, snaggaralegur að vanda, eins og örlítið tileygður, með sömu þægi- legu návistina og sömu snöggu og frumlegu spumingarnar. Þú fylgdist alltaf vel með og reiknaðir af krafti, áhuga og einbeitingu. Ekki vöfðust tilraunirnar heldur fyrir þér og þið Hólmgeir lögðuð metnað ykkar í að hafa skýrslurnar sem bestar. Rök- hugsunin var mjög góð og þú fórst létt með að taka 9 á vorprófinu. Og auðvitað stóðst þú öll hin prófin líka með góðum vitnisburði. Þú varst í einu og öllu bæði æskunni, fjölskyld- unni og sjálfum þér tH sóma. Hin snögga nálægð dauðans verð- ur bekkjarfélögum þínum og vinum erfið, hún er slíkt hróplegt óréttlæti við hið unga og æskuglaða líf þitt. En þótt að þeim og okkur öllum sé vegið er sprgin þó sárust hjá þínum nánustu. A slíkri stund mega orð sín lítils en megi sá sem öllu ræður leggja þeim líkn með þraut. Hvfl þú, Rafn minn, í hinu eilífa sumri. Guðfinna Ragnarsdóttir. Elsku besti vinur minn. Mig lang- ar til að minnast þín með nokkrum orðum. Það var mikil gæfa að fá að eiga þig sem vin, starfa með þér og stunda með þér íþróttir, því ekki var hægt að hugsa sér betri félaga og vin. Sérstaklega er mér þó minnis- stæð handaboltaferðin sem við fór- um sumarið ‘97 og henni mun ég aldrei gleyma. Aldrei mun ég gleyma hversu ákveðinn og duglegur þú varst, bæði í námi og öllu öðru sem þú tókst þér fyrir hendur. Frábært var að sjá hversu miklum framfórum þú hafðir tekið í að byggja upp Uk- ama þinn og ekki var laust við að ég öfundaði þig af árangrinum. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og minning þín mun vera ljós í lífi okkar allra. Ég kveð þig með söknuði, elsku besti Rabbi minn, og ég vona að þér líði vel og að við munum hittast ein- hverntíma aftur. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt Hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. Megi guð gefa fjölskyldu þinni og ástvinum styrk á þessari erfiðu stundu. Guð geymi þig. Þinn vinur, Kristján Svan. 9 Fieiri minningurgreinar uin Rafn Kristinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. RAFN KRISTINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.