Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 37 LISTIR SIGURJÓN Ólafsson myndhöggvari við verk sitt Ljósmynd frá 1949. Listasetrið Kirkjuhvoli 47 ár af ferli Sigur- jóns Olafssonar SÝNING á höggmyndum úr Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, í dag 17. júní kl. 16. Sýnd verða 14 verk frá árunum 1931-1978, unnin í ólík efni s.s. brons, kopar, leir, stein, jám og tré. Verkin spanna 47 ár af ferli listamannsins. Sigurjón var einn af bestu mynd- höggvurum landsins, hann fæddist á Eyrarbakka árið 1908. Fyrstu til- sögn í myndlist hlaut hann hjá Ás- grími Jónssyni listmálara og síðan hjá Einari Jónssyni myndhöggvara. Samhliða listmáminu lauk Sigurjón sveinsprófí í húsamálun frá Iðnskól- anum í Reykjavík vorið 1927 og ári síðar hóf hann nám við Konunglega Akademíið í Kaupmannahöfn hjá Utzon-Frank. Haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademísins fyr- ir styttuna Verkamaður sem nú er í eigu Listasafns Islands. Pegar Sigurjón sneri heim að loknu stríði varð hann meðal braut- ryðjenda afstraktlistar á íslandi. Auk þess var hann talinn helsti por- trettlistamaður sinnar samtíðar. Mörg verk Sigurjóns má sjá í Reykjavík og eru einnig verk eftir hann í Danmörku. Sýningunni lýkur 11. júlí. Lista- setrið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 15-18. Landsbankinn og Vátryggingafélag íslands eru styrktaraðilar sýningarinnar. Nýjar bækur • „RURA“ er eftir Þóru Þórodds- dóttur sjúkraþjálfa og kemur út í Færeyjum. Bókin er skrifuð sam- tímis á íslensku og færeysku; ís- lenska gerðin hefur vinnuheitið Að hreyfa sig og hjúfra. Fjallað er um skyn- og hreyfiþroska, einkum það sem á íslensku hefur verið nefnt skynreiða (sanseintegration). Bókin er samin jafnt fyrir fagfólk og for- eldra. Höfundurinn hefur starfað á ann- an áratug í færeyska grunnskóla- kerílnu með óvirk og klunnaleg böm. Útkomu bókarinnar var fagnað í Pórshöfn 6. maí sl. með fjölsóttri hátíðarsamkomu í Sjónleikarahús- inu. Þar fluttu ávörp Hentzar Ell- ingsgaard, frá Kennslu- og mennta- málastjórninni, Helena Dam á Neystabo, heilbrigðisráðherra, frá Landstjórninni og Hedin M. Klein, rithöfundur, fyrir hönd útgefenda bókarinnar. A milli léku tvær ungar stúlkur á hljóðfæri, Marjun Olsen (flautu og píanó), og hafði hún þá nýverið hlotið tvenn heiðurslaun í samkeppni í Danmörku, og Guðný Næs (fiðlu), en hún er dóttir Þóru. Að lokum gerði Þóra grein fyrir vinnu sinni að bókinni og viðfangs- efni hennar. Þóra er dóttir hjónanna Guðnýjar Pálsdóttur og Þórodds Jónassonar læknis (1919-1995) og fæddist á Breiðumýri árið 1954. Hún varð stúdent frá MA 1974 og lauk námi í sjúkraþálfun í Kaupmannahöfn 1978; starfaði eftir það í Færeyjum, en á Bjargi á Akureyri frá 1983 til 1985, og síðan einvörðungu með bömum í Færeyjum þar sem hún hefur gegnt nýrri stöðu í grann- skólakerfinu, en bók hennar byggist á skoðun á 250 grunnskólabömum, sem fram fór á áranum 1987-1997. Þóra er gift Martin Næs, rithöf- undi og landsbókaverði, og eiga þau þrjú böm. Utgefandi bókarinnar er Fgroya skúlabókagrunnur. Golfsett og fylgiUutir fbf mmmmm . % if HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 Aösendar greinar á Netinu http://www.rit.cc ferðaþjónusturáðgjöf, markaðsaðstoð, arðsemis- útreikningar, kynningarrit ^mbl.is ALL.TAf= G/TTH\SA£? A/ÝT7 Höldur ehf BÍLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 800 Sýnum Fiat / Alfa á Akureyri og í Garðabæ Frumsýnum Coupé Fiat Á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17 júní og hjá ístraktor laugardaginn 19 júní. Sýnum: Coupé Fiat, 220 hestöfl, 6 gírar, Recaro leðurinnrétting, Viscodrive spólvörn, 16” álfelgur. starthnappur ofl. Alfa 156 Selespeed með Formúla I skiptingu í stýri. Fiat Bravo HGT með 155 hestafla 2 lítra og 5 strokka orkubúi. Multipla Fiat sem vakið hefur mikla athygli fyrir óvenjulega hönnun og ótrúlegt rými. Komið og skoðið það besta frá Fiat og Alfa Romeo. • w Istraktor www.alfaromeo.com www.fiat.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.