Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 37 LISTIR SIGURJÓN Ólafsson myndhöggvari við verk sitt Ljósmynd frá 1949. Listasetrið Kirkjuhvoli 47 ár af ferli Sigur- jóns Olafssonar SÝNING á höggmyndum úr Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, í dag 17. júní kl. 16. Sýnd verða 14 verk frá árunum 1931-1978, unnin í ólík efni s.s. brons, kopar, leir, stein, jám og tré. Verkin spanna 47 ár af ferli listamannsins. Sigurjón var einn af bestu mynd- höggvurum landsins, hann fæddist á Eyrarbakka árið 1908. Fyrstu til- sögn í myndlist hlaut hann hjá Ás- grími Jónssyni listmálara og síðan hjá Einari Jónssyni myndhöggvara. Samhliða listmáminu lauk Sigurjón sveinsprófí í húsamálun frá Iðnskól- anum í Reykjavík vorið 1927 og ári síðar hóf hann nám við Konunglega Akademíið í Kaupmannahöfn hjá Utzon-Frank. Haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademísins fyr- ir styttuna Verkamaður sem nú er í eigu Listasafns Islands. Pegar Sigurjón sneri heim að loknu stríði varð hann meðal braut- ryðjenda afstraktlistar á íslandi. Auk þess var hann talinn helsti por- trettlistamaður sinnar samtíðar. Mörg verk Sigurjóns má sjá í Reykjavík og eru einnig verk eftir hann í Danmörku. Sýningunni lýkur 11. júlí. Lista- setrið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 15-18. Landsbankinn og Vátryggingafélag íslands eru styrktaraðilar sýningarinnar. Nýjar bækur • „RURA“ er eftir Þóru Þórodds- dóttur sjúkraþjálfa og kemur út í Færeyjum. Bókin er skrifuð sam- tímis á íslensku og færeysku; ís- lenska gerðin hefur vinnuheitið Að hreyfa sig og hjúfra. Fjallað er um skyn- og hreyfiþroska, einkum það sem á íslensku hefur verið nefnt skynreiða (sanseintegration). Bókin er samin jafnt fyrir fagfólk og for- eldra. Höfundurinn hefur starfað á ann- an áratug í færeyska grunnskóla- kerílnu með óvirk og klunnaleg böm. Útkomu bókarinnar var fagnað í Pórshöfn 6. maí sl. með fjölsóttri hátíðarsamkomu í Sjónleikarahús- inu. Þar fluttu ávörp Hentzar Ell- ingsgaard, frá Kennslu- og mennta- málastjórninni, Helena Dam á Neystabo, heilbrigðisráðherra, frá Landstjórninni og Hedin M. Klein, rithöfundur, fyrir hönd útgefenda bókarinnar. A milli léku tvær ungar stúlkur á hljóðfæri, Marjun Olsen (flautu og píanó), og hafði hún þá nýverið hlotið tvenn heiðurslaun í samkeppni í Danmörku, og Guðný Næs (fiðlu), en hún er dóttir Þóru. Að lokum gerði Þóra grein fyrir vinnu sinni að bókinni og viðfangs- efni hennar. Þóra er dóttir hjónanna Guðnýjar Pálsdóttur og Þórodds Jónassonar læknis (1919-1995) og fæddist á Breiðumýri árið 1954. Hún varð stúdent frá MA 1974 og lauk námi í sjúkraþálfun í Kaupmannahöfn 1978; starfaði eftir það í Færeyjum, en á Bjargi á Akureyri frá 1983 til 1985, og síðan einvörðungu með bömum í Færeyjum þar sem hún hefur gegnt nýrri stöðu í grann- skólakerfinu, en bók hennar byggist á skoðun á 250 grunnskólabömum, sem fram fór á áranum 1987-1997. Þóra er gift Martin Næs, rithöf- undi og landsbókaverði, og eiga þau þrjú böm. Utgefandi bókarinnar er Fgroya skúlabókagrunnur. Golfsett og fylgiUutir fbf mmmmm . % if HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 Aösendar greinar á Netinu http://www.rit.cc ferðaþjónusturáðgjöf, markaðsaðstoð, arðsemis- útreikningar, kynningarrit ^mbl.is ALL.TAf= G/TTH\SA£? A/ÝT7 Höldur ehf BÍLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 800 Sýnum Fiat / Alfa á Akureyri og í Garðabæ Frumsýnum Coupé Fiat Á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17 júní og hjá ístraktor laugardaginn 19 júní. Sýnum: Coupé Fiat, 220 hestöfl, 6 gírar, Recaro leðurinnrétting, Viscodrive spólvörn, 16” álfelgur. starthnappur ofl. Alfa 156 Selespeed með Formúla I skiptingu í stýri. Fiat Bravo HGT með 155 hestafla 2 lítra og 5 strokka orkubúi. Multipla Fiat sem vakið hefur mikla athygli fyrir óvenjulega hönnun og ótrúlegt rými. Komið og skoðið það besta frá Fiat og Alfa Romeo. • w Istraktor www.alfaromeo.com www.fiat.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.