Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VANDI ÞINGEYRAR
Einhugur um að fínna var
anlega lausn á vandanum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
70 Pólverjar hafa unnið hjá Rauðsíðu. Þeirra á meðal eru Katarzyna, Dominik, Darek, Agnieszka og Marta.
Darek Dariusz vonast
til að halda vinnunni
hjá Rauðsíðu á
Þingeyri.
Halldór Halldórsson
bæjarstjóri ísafjaröar-
bæjar segir stöðuna
alvarlega.
Hlynur Aðalsteinsson
yfirverksljóri hjá Rauð-
síðu segir að fá þurfi
hluta kvótans til baka.
Ragnheiður Ólafsdótt-
ir formaður stjórn-
ar íbúasamtakanna
Átaks á Þingeyri.
Um eitt hundrað
starfsmenn hraðfrysti-
hússins Rauðsíðu á
Þingeyri bíða nú í
óvissu meðan framtíð
fyrirtækisins er rædd
eftir synjun Byggða-
stofnunar á láni sem
fyrirtækið fór fram á til
að bjarga rekstrinum.
Haldinn var fundur í
gærkvöld með stjórn
íbúasamtakanna Ataks
og bæjarstjórn ásamt
þingmönnum Vest-
fjarðakjördæmis um
framtíð fyrirtækisins.
Orlygur Steinn Sigur-
jónsson og Jón
Svavarsson voru á
Þingeyri í gær og
heyrðu hljóðið í Þing-
eyringum vegna at-
vinnuástandsins þar.
EINAR K. Guðfinnsson, 1.
þingmaður Vestfirðinga,
sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld að
fundurinn med bæjarstjóminni og
íbúasamtökunum hefði verið gagn-
legur þótt engar heildarlausnir
hefðu komið fram.
„Þetta var mjög málefnalegur
fundur og mikill einhugur allra sem
hann sátu um að finna góða og var-
anlega lausn á þesum vanda sem er
mjög alvarlegur. Við horfum til þess
að hér hefjist að nýju öflug fisk-
vinnsla sem er auðvitað undirstaða
atvinnulífsins á svæðinu,“ sagði Ein-
ar.
Að sögn Halldórs Halldórssonar,
bæjarstjóra Isafjarðarbæjar, er
staðan alvarleg þegar fyrirtæki á
borð við Rauðsíðu er komið í
vinnslustöðvun vegna rekstrarörð-
ugleika. Ljóst sé að tekjur sveitar-
félagsins lækki og samfélagið í heild
líði fyrir slíkan vanda, sem nú blasir
við, ef helmingur vinnufærs fólks í
sveitarfélaginu sé án atvinnu.
„Rauðsíða er stærsti vinnuveitand-
inn á Þingeyri og hefur sennilega ná-
lægt 50% af vinnufæru fólki í vinnu á
staðnum þegar með er talið það fólk
sem hefur flutt hingað frá Póllandi til
að vinna hér,“ segir hann. Hann segir
að staðan sem nú sé komin upp krefj-
ist þess að strax verði hafist handa
við að leysa málið. Aðspurður segir
hann að ýmislegt komi tii greina í
þeim efnum og bendir á hugmyndir
íbúasamtakanna.
„íbúasamtökin hafa til dæmis
lagt fram tillögu um það að lengja
flugvöllinn hér og leggja á hann
bundið slitlag, reisa iðngarða til að
veita smáfyrirtækjum aðstöðu, en
þetta eru langtímamarkmið," sagði
hann. Að mati Halldórs lúta þær að-
gerðir, sem grípa verður til strax,
að fá fyrirtæki á borð við Sparisjóð
Bolungarvíkur og rekstraraðila
Rauðsíðu til að hefja starfsemi á
sviði fiskvinnslu á Þingeyri.
„Hvort sem það verða þeir eða
einhverjir aðrir, þá eru hér tæki-
færi fyrir metnaðarfulla atvinnu-
rekendur. Þetta gæti til dæmis
hentað fyrir einhvern sem á bát ef
hann vill komast í vinnslu. Þetta
getur verið samvinnuverkefni ein-
hverra en við viljum bara að áhuga-
samir fari af stað og ég er viss um
að þeir gera það og reyna að setja
af stað einhverja starfsemi í kring-
um veiðar og vinnslu," sagði hann.
Halldór segir að það sem ætti að
hvetja aðila til að setja af stað slíka
starfsemi sé væntanlegur byggða-
kvóti og segir að á næsta fiskveiði-
ári sé talað um að úthluta 1500
tonna byggðakvóta og þótt slíkur
kvóti sé lítill miðað við margt annað
er hægt að nýta sér hann. „Þingeyri
verður vonandi einn af þeim fáu
stöðum sem fær byggðakvótann.
Það hlýtur að vera, því það er eng-
inn kvóti hérna.“
Mikil óvissa hjá fólki
Valdís Bára Kristjánsdóttir, for-
maður Verkalýðsfélagsins Brynju,
segir mikið áhyggjuhljóð vera í fólki
sem unnið hefur hjá Rauðsíðu þar
sem óvissa ríki um framtíð fyrir-
tækisins og þar með afkomu fólks.
„Fólk veit ekkert hvað verður um
það í rauninni og það er stór skellur
að þetta fyrirtæki skuli ekki geta
haldið uppi vinnu nema í tvö ár,
vonandi getur það gengið áfram en
forsvarsmennirnir virðast hinsveg-
ar vera bjartsýnir," segir hún. Að
hennar sögn hefur upplýsingum um
stöðu fyrirtækisins ekki verið komið
skipulega til starfsfólks og hún tel-
ur að það hafi ekki komið sérstak-
lega vel við starfsfólkið.
„Það hefði mátt segja okkur
miklu fyrr í hvað stefndi og hvemig
aðstæðumar voru innanhúss og við
hefðum þegið að vita meira. Það
hefði litið allt öðmvísi út ef for-
svarsmenn fyrirtækisins hefðu tek-
ið fmmkvæði að því að veita okkur
meiri upplýsingar svo að við hefðum
getað gert okkar ráðstafanir."
Starfsólk Rauðsíðu fékk síðast út-
borgað 14. maí og eiga nú inni laun
frá og með 17. maí og segir Valdís
Bára að hvergi sé unnt að sækja þá
peninga sem hér um ræðir nema til
Rauðsíðu.
„Þó að ábyrgðasjóður launa sé
okkar trygging, fáum við ekki þá
tryggingu nema fyrirtækið fari í
gjaldþrot og það getur tekið tvo til
sex mánuði.“
Valdís segir að þótt ekki sé ljóst
hvað taki nú við sé hinsvegar, ef
marka megi umsögn forsvarsmanna
Rauðsíðu, þrennt sem gæti gerst á
næstunni. „Þeir töluðu um gjald-
þrot, greiðslustöðvun eða nauða-
samninga," segir hún.
Meðal þeirra sem nú bíða eftir að
lausn fáist í málum Rauðsíðu em
um 70 pólskir starfsmenn fyrirtæk-
isins og segir Valdís Bára að fyrir-
tæki hvaðanæva að af landinu sæk-
ist nú eftir vinnuafli þehra enda
hafa þeir hlotið mikla þjálfun í fisk-
verkunarstörfum. Að þeirra eigin
sögn er það hinsvegar ekki fýsileg-
ur kostur að flytjast brott frá Þing-
eyri, enda hafa þeir sem Morgun-
blaðið talaði við í gærkvöld aðlagast
samfélaginu vel og hafa tveir Pól-
verjar meira að segja fest kaup á
íbúð og sá þriðji var kominn á
fremsta hlunn með það en hætti við
í ljósi síðustu fregna.
Derek Darius 26, ára gamall Pól-
verji, sem flutti til landsins fyrir
tveimur ámm, segii' að ef hann
ásamt nokkrum félögum sínum og
ættingjum neyðist til að fara burt
hætti Rauðsíða starfsemi, þá verði
ekki erfiðleikum bundið að finna
aðra sambærilega vinnu enda sé
nægilegt framboð af henni. Hann
vill hinsvegar ógjarnan flytja frá
Þingeyri. „Við höfum ekki miklar
áhyggjur af atvinnuleysi, en við
vonum samt að allt fari á besta veg í
málefnum Rauðsíðu," segir hann.
„Við viljum ekki fara heim til Pól-
lands því þar er ekkert að gera og
auk þess eru launin þar mjög Iág.
Okkur finnst mjög gaman að vinna
við fiskverkun og vinnan er ekki
ýkja erfið og hún krefst ekki mikill-
ar sérþekkingar. Við vonum að við
getum unnið hér í mörg ár í viðbót.
Svo era Þingeyringar afar hjálpleg-
ir og vinsamlegir og við höfum eign-
ast ágætá vini hér og því er okkur
illa við að fara héðan þótt við vitum
að við getum auðveldlega fengið
vinnu aniiars staðar.“
Verkstjóri Dereks og félaga hans
er Hlynur Aðalsteinsson, yfirverk-
stjóri hjá Rauðsíðu til tveggja ára,
en hann hefur ákveðnar skoðanir á
atvinnumálefnum í sinni heima-
byggð. Hann segir að vinnslustöðv-
unin hafi ekki legið í loftinu og því
hafi það ástand sem nú hefur skap-
ast komið á óvart.
„Við höfum ekki heyrt annað en
að Rauðsíða hafi gengið vel. Það var
sagt að þrír síðustu mánuðir hafi
lofað góðu. Ég var vonsvikinn þegar
ég heyrði í morgun að Byggðastofn-
un hefði neitað að lána fyrirtækinu
upphæðina. Ég er alls ekki þeirrar
skoðunar að það eigi að lána í ein-
hverja vitleysu en mér finnst hún
hafa bragðist.“ Hlynur segir
einnig að miklu skipti að Þingeyr-
ingar fái eitthvað af þeim kvóta sem
var áður í sveitarfélaginu og bendir
á að áður hafi verið 6000 tonna kvóti
á Þingeyri en nú sé hann kominn
niður í 200 tonn. „Við þurfum að fá
1500 til 2000 tonna kvóta en hvað
getur hinn almenni borgari gert
þegar sægreifarnir eiga allan kvót-
ann og sigla með hann í burtu? Það
getur ekkert annað komið í staðinn
fyrir byggðakvóta því það á enginn
peninga til að byrja á því að kaupa
kvóta.“
Að sögn Hlyns hefur Byggða-
stofnun brugðist með ákvörðun
sinni, sem gerð var heyrinkunnug í
gær og telur hann alrangt af henni
ad synja Rauðsíðu um lánið en
hann segir að forsvarsmenn Rauð-
síðu hefðu átt að fara fyrr til stofn-
unarinnar með vandamál fyrirtæk-
isins.
Hlynur hefur ennfremur nokkrar
áhyggjur af því ef fólk flyst burt í
sveitarfélaginu ef til atvinnuleysis
kemur. „Ef hér er enga vinnu að
hafa þá fer fólk í burtu og ég var
með um 100 manns í vinnu, þar af
70 Pólverja. Þetta er fólk sem hefur
lært að vinna fisk í tvö ár og þeir
hljóta að fara eitthvert annað til að
vinna og skapa þar með öðrum
sveitarfélögum tekjur."
Hlynur er þeirrar skoðunar að
menn hafi fullan rétt til að róa sinn
sjó og fiska en hann lýsir því sem
skoðun sinni að þótt í stjómar-
skránni standi að fiskimiðin séu
sameign þjóðarinnar, blasi annað
við augum þegar grannt sé skoðað.
„Það er talað um að þjóðin eigi fisk-
inn í sjónum en hún á hann alls
ekki. Það em ríkir sægreifar sem fá
gjafakvóta, sem eiga fiskinn. Þannig
að þetta er bara rugl í stjórnar-
skránni um að við eigum fiskinn í
sjónum," segir hann að lokum.