Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM JEREMY Irons og Dominique Swain í Lolitu. KYNFERÐISLEGT samband miðaldra manns og 14 ára stúlku. Stúlkan sem fékk heiminn til að ganga af göflunum STELPUTUÐRA með skrækan málróm sem talar með leiftur- hraða situr gegnt blaðamanni; hún er ofurhress, vinaleg og alsæl með að vera miðdepill heimsins. Af deilunum sem sköpuðust af frumraun hennar á hvíta tjaldinu, Lolitu, mætti halda að hún væri einmitt það sem heimurinn snýst um. Leikstjórinn Adrian Lyne hafði áður hneykslað með myndum á borð við 91/2 viku en þær deilur komust ekki í hálfkvisti við þær sem sköpuð- ust um Lolitu. Hún fékkst ekki frumsýnd fyrr en rúmum tveimur árum eftir að hún var gerð og það var á Spáni. Dreifingarfyrirtæki í Bandaríkjunum vildu ekkert með hana hafa og það er ekki fyrr en nú, fjórum árum eftir að hún var frum- sýnd, að hún er tekin til sýninga hérlendis. Það sem fór helst fyrir brjóstið á siðgæðispostulum var samband stúlkunnar Lolitu, sem leikin var af Swain, við miðaldra mann sem leik- inn var af Jeremy Irons. Ekki bætti úr skák að það var afar kynferðis- legt og snerist um þráhyggju mannsins sem var ástfanginn af litlu hnátunni. Töldu margir að myndin ýtti undir barnavændi og telja enn. Það er erfitt að ímynda sér að sú stúlka sem situr fyrir framan blaða- mann, lætur dæluna ganga og rang- hvolfir augunum kæruleysislega, hafi spilað stóra rullu í þessu upp- þoti. Til að byrja með leikur blaða- _>mapni forvitni á að vita hvað olli því að hana langaði til að leggja leiklist- ina fyrir sig. „Eg hef haft áhuga á leiklist síðan ég var lítil stelpa,“ segir hún. „Ég leit upp til kvikmyndastjarna sem mér fundust vera sérstaklega faUeg- ar eða með mikla útgeislun. Mig langaði alltaf tU að leika en hélt svo sem aldrei að ég ætti eftir að ná því markmiði. Enda hafði ég kynnst harkinu sem því fylgdi í gegnum vini mína sem reyndu að feta sömu braut. Ég hugsaði því ekkert alvar- lega út í þetta, taldi bara að þetta gæti verið skemmtilegt. En þar kom að ég varð mér úti um umboðsmann og fór í leikprufur. Mér var hafnað æ ofan í æ þar til pabbi ákvað að hann hefði annað og betra við tímann að gera en að skutla mér í leikprufur. Þá heyrði ég af Lolitu og umboðsmaðurinn fór með mynd af mér tii framleiðend- anna. Þeir sögðu: „Já, hún er sæt.“ Svo þeir létu mig gera myndband og ég sendi það til þeirra og þeir sögðu: „0, vá!“ Og þeir sendu mér 40 blað- síður af texta sem ég átti að fara með í leikprufu og fimm dögum síð- ar var ég ráðin sem Lolita.“ Leikferill þinn fór ekki beint hljótt uf stað. „Ó nei,“ svarar hún. „Núna ætla myndin var ekki tekin til sýninga. Fólk spyr mig: „Af hverju, hvað gerðirðu eiginlega?" Málið er að ég gerði ekki neitt heldur staðgengill minn, sem sést nakin í einu atriði með daufri birtu. Það duttu mörg nektaratriði út á klippiborðinu og áherslan varð meiri á kynórana í huganum á Humbert Humbert.“ Hver er afstaða þín til myndarinn- ar? „Ég er hlynnt myndinni siðferði- lega,“ svarar hún. „Að mínum dómi sendir hún ekki slæm skilaboð. Þar sem Humbert Humbert er ekki skrímsli í myndinni og maður getur skilið hann þá myndi barnaníðingur sem horfði á myndina aðeins hugsa með sér: „Þetta er ástæðan fyrir því að ég er fastur í þessu fari.“ Það fór á endanum illa fyrh- hon- um og menn hljóta að sjá af samhenginu að samband af þessu tagi er dauðadæmt og ég held að það sé gott fyrir fólk að gera sér grein fyrir því.“ Ertu kannski búin að fá nóg af þessum umræðum eftir fjögur ár? „Nei,“ svarar hún. „Það var við þessu að búast. Ég talaði mikið um þetta á sínum tíma og hef rætt þetta mikið síðan og man varla hver af- staða mín var í raun þegar ég lék hlutverkið. Ég skil vel af hverju fólk um þetta en þegar vinir mínir p á þessu umræðuefni þá svara ég: „Humm, ég lék í þessu íyrir svo löngu að ég man þetta ekki leng- ur.“ Vandamálin sem Lolita glímir við eru líklega frábrugðin þínum en þau eru engu síður bundin við þinn ald- urshóp. VISSULEGA,“ segir hún. „Ég hugsa að ég gæti ennþá leikið Lolitu eða stelpu með hennar útlit þar sem ég gerði það fyrir nokkrum mánuðum. En með aukn- um þroska verður þetta erfiðara því ég reyni að leika aldrei, heldur koma fram undir vissum kringumstæðum sem ég er látin bregðast við. Þar sem ég er ekki lengur á þessu róli ætti ég erfiðara með að setja mig í hennar spor - það yrði meira leikur og ekki eins gott.“ Hvar værirðu ef þú hefðir ekki fengið hlutverk Loiitu? „Að mínum dómi er þetta virki- lega góð mynd og ég er spennt yfir því að fólk í sumum löndum fái að • horfa á hana,“ svarar hún. „En ég get ekki ímyndað mér hvernig lífi ég hefði lifað ef ég hefði ekki fengið hlutverkið. Mér finnst bara gott að ég fékk þetta tækifæri. A þeim tímapunkti var ég dálítið ráðvillt, að sama skapi montin og fór örugglega mjög í taugarnar á mörgum og það er gott að mér tókst að nýta það í myndinni. Það var líklega eina leiðin til að fá Ekki er hægt að segja annað en að leik- ferill Dominique Swain hafí byrjað með látum. Hún lék í myndinni Lolitu sem fór fyrir brjóstið á siðgæðispostulum víða um heim, Pétur Blöndal hitti hana í Cannes og talaði við hana um myndina sem nú loks hefur verið tekin til sýninga hérlendis eftir fjögurra ára bið. ég ..." segir hún, grípur fram í fyrir sjálfri sér og segir: „Nei,yiei, nei.“ Svo heldur hún áfram: „Ég ætlaði að segja að héðan í frá ætlaði ég að forðast umdeildar myndir af þessu tagi en þetta er svo frábært verkefni að ég myndi aldrei reyna að endur- hugsa það; á þessum tíma hafði ég heldur ekki leikið í neinu og hafði ekki úr mörgu að velja.“ Kvikmyndin var gerð fyrir fjórum árum og enn er verið að frumsýna hana sums staðar, annars staðar hefur hún jafnvel ekki verið tekin til sýninga. Pannig að myndin virðist ætla að verða langlíf. JA, það er dálítið skrýtið að kvikmyndahús séu enn að frumsýna myndina því ég er búin að fjarlægjast hana. En ég býst samt við að þetta sé af hinu góða og ég er himinlifandi yfir því að hún er þó sýnd einhvers staðar í kvik- myndahúsum." Áttaðirðu þig á því þegar þú lékst í myndinni að hún ætti eftir að fara yfir strikið? „Ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því,“ segir hún glaðlega. „Ég vissi að fólk átti eftir að hneykslast á viðfangsefninu enda hafði skáldsag- an [eftir Vladimir Nabokov] valdið deilum og ekki síður kvikmyndin [undir leikstjórn Stanleys Kubricks] á sjöunda áratugnum." Voru tilboðin sem þú fékkst í framhaldinu eitthvað í líkingu við Lolitu? „Já,“ svarar hún. „Mér bárust mörg tilboð þar sem ég átti að leika persónu í anda Loiitu. „Ef þau eru að hluta til eins og Lolita íhuga ég þau en ef þau sýna kynferðislegu hliðina á Lolitu sem endurspeglast í handritinu mun ég ekki taka þau að mér vegna þess að ég hef þegar sett mig í þann flokk. Trúðu mér, hvert einasta handrit sem er skrifað í þessum dúr endar á stigapallinum hjá mér. Það er eins og allir hugsi með sér: „Ó, Dominique Swain væri tilvalin í þetta hlutverk.",, Hún svar- ar sjálfri sér: „Er það virkilega, takk fyrir en nei samt.“ Svo er það vandamálið við að Morgunblaðið/Halldór Kolbeins DOMINIQUE Swain. hrós fyrir það.“ Síðan myndin var gerð ert þú far- in aftur úr miðaldra mönnum yfír í stráka. Líturðu með öðrum augum á strákamálin eftir þetta? STRÁKAR eru ennþá ráðgáta fyrir mér, þeir eru allir mjög frábrugðnir okkur, ég ...“ segii- hún, hættir í miðju kafi og hlær. „Ég held reyndar að það sé mjög auðvelt að skilja stráka. Ég á kærasta sem er hreint ótrúlegm-,“ segir hún með hrifningu. „En annars hef ég ekki farið oft á stefnumót eða kynnst strákum á þvi stigi.“ Ef við vindum okkur að annarri mynd. Er grúppían Andrea Marr í myndinni „Girl“ fómarlamb að þínu mati eða bara ákveðin stúlka sem veit hvað hún vill? „Hún virðist alltaf halda að hún viti hvað hún vilji og ég býst við að hún sé álíka ákveðin og við öll. Sjálf held ég alltaf að ég viti hvað ég er að gera og svo þegar ég lít til baka hugsa ég með mér: „Hvað var ég að spá?“ En ég held að hún sé fómar- lamb sjálfrar sín. Hún heldur að hún sé ekki sterkur karakter en svo ger- ir hún sér grein fyrir því að fyrst öðrum fínnst hún vera það þá er hún orðin það í raun. I lok myndarinnar er ég á því að hún hafi lært ýmislegt en það kom ekki af sjálfu sér.“ Hvernig varstu búin undir að leika í Lolitu? Mér skilst aðþað séu kennarar á tökustað sem fari með unga leikara ígegnum það ferli? „Já, mér fannst þeir jafnvel of strangir við mig,“ svarar Swain og hlær. „Við tökur á Lolitu vildu þeir ekki nota orðið kynlíf við mig. Þeir sögðu bara: „Jæja, veist þú hvað hún á að vera að gera?“ Ég svaraði: „Já, ég hef nokkuð góða hugmynd um það.“ Og þeir sögðu: „Jæja þá, við ætlum að setja þennan kodda á lær- ið á honum og það er alveg eins og hann sé í náttfótum. Svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.“ Svo þeir komu fram við mig eins og krakka, jafnvel um of, bara til að gæta þess að mér yrði ekki spillt.“ Er nokkuð búið að spilla þér? spyr blaðamaður stríðnislega. „Nei, það held ég ekki,“ svarar hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég myndi viðurkenna það ef svo væri.“ Það eru fjölmargar síður með myndum af þér á Netinu. Hefurðu skoðað þær? NEI, pabbi gerir það,“ svarar hún sposk á svip. „Hann er með þetta alveg á hreinu, kemur til mín og segir: „Þú kemur fyrir á 53 þúsund vefsíðum á Net- inu.“ Og ég segi bara: „Nú jæja, og af hverju ætli það sé?“ Hvaða viðbrögð hefurðu fengið frá aðdáendum þínum? ,]Ég hef fengið bónorð og sitthvað fleira. Þegar ég glugga í gegnum þessi bréf heima hjá mér á tölvunni þá hugsa ég gjarnan með mér að það sé eins gott að svara þeim fyrst þeim líkar svona vel við mig. Ég er auðvit- að dálítið upp með mér af þessu.“ I myndinni „Face Off“ lékstu á móti John Travolta. Hvernig tilfínn- ing var það? „Ég hef dáðst að honum síðan hann lék í Grease,“ svarar hún og ljómar í framan. „Ég og vinir mínir horfðum oft á hann þegar við vorum tíu ára og hann var algjör stór- stjama. Af þeim sökum kynntist ég honum ekki svo vel því ég fékk hálf- gerða ofbirtu í augun þegar ég sá hann á tökustaðnum.“ Hafði hann stærra búningsher- bergi en þú? „Jahá,“ segir hún og skellir upp úr. „En hann réði því hvaða veislu- þjónusta sæi okkur fyrir mat og við fengum því sama mat og hann, það var ekki slæmt.“ Þú hittir iíka Leonardo DiCaprio. Hvernig líkaðiþér viðhann? „Það er ekki eins og ég hafi fallið í stafi,“ svarar hún og glottir. „Hann á að vera eins frægur og Elvis var á sínum tíma. En mér finnst hann að- allega góður leikari ... og svolítið sætur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.