Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Höfuðborgarsvæðið Mikil þrengsli í Bókasafni Hafnarfjarðar en væntanlega flutt í nýtt húsnæði innan árs Erfíð aðkoma en útlán aukast Hafnarfjörður BÓKASAFN Hafnarfjarðar hefur í mörg ár búið við mik- il þrengsli, en engu að síður hafa útlán aukist verulega undanfarin ár. Það virðist hafa haft lítið að segja að safnið er illa staðsett og ekki einfalt að komast þangað ak- andi. Ráðgert er að safnið flytji í húsnæði Islandsbanka á Strandgötu 1, jafnvel innan árs. Safnið er til húsa í Mjó- sundi og aðeins er hægt að komast þangað frá Hverfís- götu eða Austurgötu, sem eru einstefnugötur og liggja báðar í sömu átt. Þetta þýðir að mjög erfitt er að komast að safninu nema fyrir kunn- ugt fólk. Jafnvel fastagestir safnsins segjast stundum lenda í vandræðum með að fara réttu leiðina og það hef- ur komið fyrir að fólk hefur sleppt safninu þann daginn vegna þess hve leiðin að því var snúin. Hverfísgötu var breytt í einstefnugötu sl. vetur. Að sögn Önnu Sigríðar Einars- dóttur, forstöðumanns safns- ins, dró úr útlánum fyrstu vikumar eftir breytinguna, en það hefur lagast aftur. Mikil þrengsli en útlánum fjölgar Nú er starfsemi bóka- safnsins í 536 fermetra húsi og segir Anna Sigríður að safnkosturinn hafí íyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Húsið var tekið í notkun árið 1958 og var þá aðeins neðri hæðin tekin undir safnið. Efri hæðin bættist síðan við árið 1972. Frá þeim tíma hefur orðið mikil íbúafjölgun í Hafnar- fírði og breytingar á starf- semi safnsins. Síðustu árin hefur orðið gífurleg aukning í útlánum og hefur þeim fjölgað úr rúmum 99.000 árið 1993 í 175.239 árið 1997, sem Morgunblaðið/Eiríkur P. Anna Sigríður Einarsdóttir virðir fyrir sér tímaritin sem komið hefur verið fyrir á ganginum framan við salernin. Á myndinni til hægri er hús Bókasafns Hafnarfjarðar séð frá Hverfisgötu, en aðeins einstefnugötur liggja að safninu. er rúmlega 76% aukning á aðeins fjórum árum. Að sögn Önnu Sigríðar hefur þjónusta safnsins sí- fellt aukist og nefnir hún stærstu tónlistardeild í ís- lensku bókasafni sem nýtur mikilla vinsælda. Safnið hef- ur lagt mikla áherslu á að lána út tímarit, en útgáfa á þeim hefur farið vaxandi síð- ustu ár og einnig hefur starfsfólk leitast við að verða við óskum um pantanir og kaup á bókum sem vantar. Tölvuver draumurinn Safnið hóf að leigja út myndbönd árið 1985 og sein- ustu árin hefur útgáfa á CD- ROM diskum bæst við ásamt hljóðbókum, að ógleymdu Netinu. Vegna þrengsla er erfitt að bjóða safngestum upp á boðlega aðstöðu við að nýta sér Netið. Safnið hefur aðeins eina tölvu til umráða á meðan full þörf væri fyrir heilt tölvuver og segir Anna það vera á stefnu safnsins að koma slíku veri í gagnið. „Þrengslin hafa auðvitað áhrif á alla starfsemi hér. Við höfum verið að breyta öllu hér smátt og smátt; sett upp bækur á göngum, jafnvel klósettgöngum, ofan á hillur og undir hillur, þannig að húsnæðið er eins gjörnýtt og mögulegt er,“ segir Anna Sigríður. Til samanburðar má nefna að safnið á Akur- eyri hefur til umráða 1.015 fermetra og bókasafnið í Reykjanesbæ er í 1.133 fer- metra húsnæði að sögn Önnu Sigríðar, en þau byggðarlög eru fámennari en Hafnar- fjörður. Nýtt húsnæði í sjónmáli Nýlega tók bæjarstjóm ákvörðun um að flytja safnið að Strandgötu 1 og verður allt húsið tekið undir starf- semi safnsins, samtals um 1.400 fermetrar. Um leið og íslandsbanki flytur út af jarðhæð hússins, sem verður jafnvel innan árs að sögn Önnu Sigríðar, mun safnið fá húsnæðið til umráða og verð- ur hafist handa í haust við að skipuleggja og teikna safnið í þessu nýja húsnæði. Þar verður safnið mjög vel staðsett og aðgengi gott. Helsti gallinn verður hins vegar sá að safnið verður á fjórum hæðum og útlánasal- irnir á tveimur hæðum, en betra væri að útlán væru öll á einni hæð. Kostirnir era þó yílrgnæfandi og nauðsynlegt fyrir safnið að komast í hús- næði sem gerir því kleift að rækja nýtt hlutverk, því safnið getur vart talist „bókasafn" lengur. Bókasöfnin hafa undanfar- in ár breyst í að vera nútíma- legar upplýsingamiðstöðvar og nefnir Anna Sigi'íður sem dæmi að nú sé verið að ljúka við að ganga þannig frá skráningu safnkostsins að allir þeir sem hafa aðgang að Netinu geti setið heima og flett upp í gögnum safnins. „Þannig að það eru spenn- andi tímar framundan" segir Anna Sigríður, „þó að eflaust verði erfitt að brúa bilið þar til nýja húsið verður tilbúið". Þjónustan samþætt og- færð nær íbúunum MIÐGARÐUR, fjölskyldu- þjónusta sem þjónar íbúum Grafarvogs, hefur vaxið og dafnað frá upphafi starf- rækslu haustið 1997. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu Miðgarðs og verkefni næg, að sögn Regínu Ásvalds- dóttur framkvæmdastjóra. Reykjavíkurborg reknr Miðgarð í tilraunaskyni til aldamóta, þá verður árang- ur af starfseminni metinn og ákvörðun tekin um framhald þjónustunnar. Meginmarkmið Miðgarðs er að samræma opinbera þjón- ustu við íbúa Grafarvogs og færa hana á einn stað, nær íbúum hverfísins. Rík áhersla er lögð á samstarf við stofnanir og félagasamtök í Grafarvogi. Rúmlega 60 manns starfa fyrir Miðgarð, þar af 23 á skrifstofunni. Starfsmenn- irnir hafa ólíka menntun og búa yfír margvíslegri reynslu og þekkingu. „Hér starfar fólk með menntun í félagsráðgjöf, sálfræði og rekstrarfræði, leikskólakennari, iðjuþjálfí, þroskaþjálfí, lögregluþjónn og kennari," sagði Regína Regína Ásvaldsdóttir í móttöku Miðgarðs. til marks um Qölbreyttan bakgrunn starfsfólksins. Fjölbreytnin gefur kost á betri yfirsýn yfir aðstæður þeirra sem nýta sér þjón- ustu Miðgarðs og Iítil hætta er á að einstök mál ein- angrist. Miðgarður getur veitt sálfræðiþjónustu, fjárliags- aðstoð og útvegað leik- skólapláss, allt eftir atvik- um hverju sinni. Þetta hef- ur í för með sér mikið hag- ræði og ekki þarf að eyða dýrmætum tíma í að hringja á milli stofnana. Grafarvogur Lítil meng'un mælist Hlíðarnar UNDANFARIÐ hefur verið unnið að mæling- um á loftmengun á horni Lönguhlíðar og Miklu- brautar. Þessar mæling- ar eru þáttur af mengun- armælingum sem eru í gangi allt árið á vegum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Sáralítil mengun hefur mælst á þessum stað að sögn Jóns Benjamínssonar, sem hefur umsjón með mælingunum. Hann sagði að veðr- átta hefði ekki verið hag- stæð því sjaldan hefði verið logn þennan tíma, en í logni sæti mengunin niðri og gæti safnast fyr- ir. Fleiri atriði hefðu áhrif á þessar mælingar, eins og t.d. uppstreymi. Hvergi hefur mælst hættuleg mengun í borg- inni, þó að stundum hafí mengunin farið yfir við- miðunarmörk. Tækið hefur verið flutt á Grens- ásveginn þar sem það er staðsett níu mánuði á ári. ----------------- Unnið við Heiðarvöll Kópavogur ÍBÚAR í nágrenni Heið- arvallar í Kópavogi söfn- uðu í vor undirskriftum til að knýja á um að haf- ist verði handa við þær breytingar sem kynntar hafa verið varðandi Heiðai-vallarsvæðið sam- kvæmt skipulagi frá 1992. í framhaldi af und- irskriftasöfnun íbúanna var á fundi bæjarráðs Kópavogsbæjar í maí sl. samþykkt aukafjárveit- ing til framkvæmdanna að upphæð 3,5 milljónir. Hafist verður handa við breytingar samkvæmt nýju skipulagi við Heið- arvöll í sumar. Völlurinn hefur verið í nokkru reiðileysi eftir að HK flutti starfsemi sína í Fossvoginn fyrir nokkr- um árum og lítið verið gert á svæðinu sam- kvæmt nýja skipulaginu. Varslan dregur úr hraðanum Hafnarfjöróur GAN GBRAUTIN yfir Reykjanesbraut við kirkju- garðinn í Hafnarfirði, þar sem ung stúlka lét lífið fyrir nokkru, er hættuleg vegfar- endum. í framhaldi af þessu hörmulega slysi var byrjað að vakta gangbrautina. Sveinsína Björgvinsdóttir hefur starfað við vörsluna frá 20. maí eða frá því skömmu eftir að ákveðið var að vakta gangbrautina. Ekki þarf að standa lengi við gangbrautina til að sjá að umferðarþunginn er mikill og hraðinn á bílunum er talsverður. Að sögn Sveins- ínu hafa menn nokkuð dreg- ið úr hraðanum eftir að gangbrautarvarslan hófst og upphækkaðar merkingar málaðar á veginn báðum megin við gangbrautina. Sveinsína er spurð hvort verðirnir lendi stundum í vandræðum við að stöðva bílana? Heppinn að sleppa lifandi „Það er stundum erfitt og fyrir kemur að allt að fimm bílar keyra framhjá þó öku- mennimir sjái mann standa Morgunblaðið/Eiríkur P. Sveinsína Björgvinsdóttir fylgir ungum vegfaranda yfir gangbrautina yfir Reykjanesbrautina. þarna. Við gætum okkar á því að stoppa aldrei bíla á brjálaðri ferð, maður lætur engan nauðhemla. Það er mjög mikið atriði að vera vel vakandi. Þú æðir ekkert fram fyrir vörubíl og lætur hann stöðva fremst; ég vil hafa útsýni yfir veginn,“ segir Sveinsína. Hún segir að gangandi fólk sé talsvert á ferðinni þama yfir, en það fari þó mikið eftir veðri. Gangbrautarverðirnir skrá niður fjölda þeirra sem eiga þarna leið um og þegar litið er á umferð síðustu daga kemur í ljós að fjöldi þeirra sem fer yfir gang- brautina er allt frá 30 manns á dag þegar veðrið er leiðinlegt upp í að vera 376 manns á góðviðrisdegi. Sumir fara yfir gang- brautina oft á dag og Sveinsína er farin að þekkja þá vel. Hún segir að eldri maður fari 2-4 sinnum á dag yfir brautina því hann sé með rollur fyiir austan brautina. Hann lenti í því að það var keyrt á hann fyrir þremur árum og var hepp- inn að sleppa lifandi, segir hún. Eldra fólk kann vel að meta gangbrautarvörsluna, því það var oft erfitt fyrir gamla fólkið að komast yfir Varslan veitir því meira öryggi og segir Sveinsína að gömul kona hafi eitt sinn talið 50 bíla sem brunuðu framhjá án þess að stoppa og hún hafi ekki komist yfir fyrr en gatan var orðin auð, segir Sveinsína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.