Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ársskýrsla Amnesty International Baráttumál að afnema dauðarefsingar í heiminum Morgunblaðið/Jim Smart GUÐRÚN Ólafsdóttir, forraaður íslandsdeildar Amnesty Intemational, kynnti ásamt stjórnarmeðlimum ársskýrslu samtakanna í gær. ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter- national kynnti í gær ársskýrslu samtakanna sem gerir grein fyrir mannréttindabrotum sem framin voru í 142 löndum árið 1998 af yfir- völdum og vopnuðum andspyrnu- hópum. I skýrslunni er sjónum beint að dauðarefsingum í löndum eins og Bandaríkjunum, Kína, Saudi-Arabíu og Sierra Leone. Er það eitt af baráttumálum samtak- anna að dauðarefsingar verði afnumdar í heiminum á árinu 2000. A árinu 1998 áttu sér stað pynt- ingar og ill meðferð í a.m.k. 125 lönd- um, í 37 löndum urðu „mannshvörf', þá var aftökum án dóms og laga framfylgt í 47 löndum og samvisku- fangar voru í minnst 78 löndum. Dauðadómi var framfylgt samkvæmt lögum í 37 löndum. Við aftökur er fólk ýmist sett í rafmagnsstól, það skorið á háls, grýtt, sprautað með eitri, skotið eða kramið undir vegg. Um ísland hefur aldrei verið fjallað í skýrslunni. I fréttatilkynningu samtakanna segir: „Skipulagðar aftökur af hálfu yfirvalda ættu ekki að líðast í neinu þjóðfélagi. Með því að samþykkja dauðarefsingu dæmum við okkur sjálf til að búa í samfélagi þar sem morðingjar ákveða viðmiðin og MARGRÉT H. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingnr, var eina konan í þeim hópi stúdenta sem útskrifaðist frá Verslunarskóla Islands árið 1949 og heldur nú uppá 50 ára stúdentsafmæli sitt. í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét það ekki hafa verið erfítt að vera ein innan um alla karlmennina, enda hafi hún setið í bekk með flestum þeirra um langt skeið og tekið með þeim verslunarpróf áður en til stúdentsprófsins kom. „Ég þekkti þessa stráka því alla og þeir tóku mér afskap- lega vel. Við vorum eins og jafningjar og ég var í raun bara ein af hópnum,“ sagði Margrét. grimmdin er viðurkennd með lög- um.“ Einnig vakti Guðrún Ólafsdóttir, formaður Islandsdeildarinnar, at- hygli á því að fyrir komi að saklausir einstaklingar séu teknir af lífi. Fleiri dauðadómar í Kína en annars staðar Um 80% af öllum aftökum á síð- asta ári fóru fram í Kína, Kongó, Bandaríkjunum og Iran, að sögn Margrét segir sjálft námið til stúdentsprófs hafa verið öllu strembnara. „Verslunarskólinn var upphaflega bara verslunar- skóli, en þegar kom í 5. og 6. bekk fórum við allt í einu að læra latínu, frönsku, meiri stærðfræði og sitthvað fleira. Þetta var því ansi erfitt,“ sagði Margrét og bætti við að hópn- um hefði vegnað vel í lífinu. Sjálf gerði hún hlé á námi um sinn að stúdentsprófinu loknu og segir það ekki síst hafa staf- að af því að erfitt var fyrir kon- ur að fjármagna nám sitt á þessum tima. Hún hóf þó síðar nám í viðskiptafræði og lauk því árið 1980. Guðrúnar. Fleiri dauðadómum er framfylgt í Kína en í öllum öðrum löndum samanlagt, en þar liggur refsingin við rúmlega 60 afbrotum. A árinu 1998 var 1.067 dauðadómum framfylgt í Kína samkvæmt tölum Amnesty, en ætla má að tilfellin séu mun fleiri. Bandaríkin og Sómalía eru einu löndin sem gert hafa fyrirvara við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem m.a. felur í sér að taka megi ein- MEIRA en 90 aðilar munu taka þátt í Vesturvegi, stórsýningu atvinnu- lífsins á Vesturlandi, sem fram fer í Stykkishólmi dagana 18.-20. júní. Sýningin er hugsuð til þess að aðilar í atvinnulífinu geti kynnt sig og sína starfsemi. Ymiss konar uppákomur verða á sýningunni s.s. söngur, tískusýningar og leikþættir. Má þar staklinga undir átján ára aldri af lífi. Algengt er að fórnarlömb mann- réttindabrota séu einstaklingar sem tilheyra minnihlutahópum eða barist hafa fyrir mannréttindum. Hvað dauðarefsingar varðar er algengara að svartir séu teknir af lífi í Banda- ríkjunum en hvítir og að auki liggur dauðarefsing oftar við manndrápi sé fórnarlambið hvítt. I skýrslunni segir að dauðarefsing- ar séu á undanhaldi í heiminum og að yfirvöld sem reyni að réttlæta notk- un þeirra séu á skjön við þessa þróun og komi til með að einangrast i al- þjóðasamfélaginu. Að lokum fagna samtökin því að jákvæð þróun hefur átt sér stað í heiminum hvap verndun mannrétt- inda áhrærir. í júlí árið 1998 var til að mynda ákveðið að alþjóðlegur glæpadómstóll skyldi settur á lagg- irnar til að bregðast við glæpum gegn mannkyni og rétta yfir gerend- um þeirra. Handtaka fyrrverandi einræðis- herra Chile, Augustos Pinochet, sögðu samtökin annað skref í átt til réttlætis. Telja samtökin það mikil- vægt að yfirvöld alls staðar fylgi þessari þróun eftir og sýni vilja sinn í verki til að tryggja að mannréttindi verði allra í raun. nefna einþáttung eftir Guðmund Braga Kjartansson og heimsókn Eyrúnar eyðsluklóar frá Latabæ. Sýningin verður opin fyrir almenn- ing föstudaginn 18. júní kl. 15-18 og laugardaginn 19. júní og sunnudag- inn 20. júní kl. 13-18 og er aðgangur ókeypis. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra mun opna sýninguna. Fjölbreytt þjóðhá- tíðar- dagskrá ALLIR ættu að geta fundið eitthvað spennandi fyrir sig og sína í dag, 17. júní, enda dagskráin víðast mjög fjöl- breytt og svo er spáð ágætis veðri um land allt. í Reykjavík geta borgar- búar hafið daginn við leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu klukkan 10, en forseti borg- arstjórnar, Guðrún Agústs- dóttir, mun leggja blómsveig á leiðið. Frá kirkjugarðinum er stutt að fara niður á Aust- urvöll en klukkan 10.40 mun borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, flytja ávarp. Því næst mun forseti íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, leggja blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp. Tvær skrúðgöngur Eftir hádegi gefst borgar- búum kostur á að fara í skrúðgöngu, en tvær slíkar verða í boði, önnur mun halda frá Hlemmi klukkan 13.40 en hin frá Hagatorgi klukkan 13.45. I miðbænum og víða um borg verður mikið að gerast um daginn, en aðaláherslan verður lögð á fjölskylduna og að skemmta hinum yngstu. Þó verður einnig boðið upp á tónleika í Tjarnarsal Ráð- hússins, sýningin Islensk myndlist verður á Kjarvals- stöðum og þar verður einnig borgarlistamaður útnefndur. Sérstök dagskrá verður í Arbæjarsafni og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laug- ardal og í Laugardalshöll verður fjöllistahópurinn Circus Cirkör með sýningu klukkan 18. Tónleikar í miðbænum Um kvöldið verða tónleikar á fjórum sviðum í miðbænum, þ.e. við Amarhól, á Ingólfs- torgi, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis og í Hljóm- skálagarðinum. Tónleikamir við Amarhól standa til klukk- an 1 í nótt en hinum lýkur á miðnætti. Á Seltjarnarnesi mun skemmtunin fara að mestu fram á Eiðistorgi og þar verður m.a. fimleika- og danssýning. I Kópavogi verð- ur dagskrá fyrir fjölskylduna á Rútstúni og um kvöldið verða haldnir tónleikar þar, sem standa munu til klukkan 23.30. í Garðabæ verða skemmtiatriði við Garðaskóla og í Hafnarfirði mun dag- skróin fara fram á Víðistaða- túni og í íþróttahúsinu við Strandgötu. Rigning sunnanlands og vestan Veðurstofan spáir rigningu á Suður- og Suðvesturlandi í dag og 5 til 11 stiga hita. Á Vesturlandi verður rigning eða súld og 4 til 9 stiga hiti. Á Norðurlandi vestra verður skýjað og 4 til 12 stiga hiti. Á Norðurlandi eystra og Aust- urlandi ætti að vera úrkomu- laust, en þar er spáð 6 til 14 stiga hita. Á Suðausturlandi er spáð rigningu síðdegis og 5 til 12 stiga hita. Margrét H. Sigurðardóttir eina konan í hópi nýstúdenta frá VI fyrir 50 árum Ljósmynd/ ÞESSI mynd birtist í Morgunblaðinu 17. júm 1949, fyrir nákvæmlega 50 árum, en á henni eru uýstúdentar frá Verslunarskóla íslands árið 1949, ásamt Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, skólastjóra. Frá vinstri: Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og alþingismaður, Már Elís- son, fyrrverandi fiskimálastjóri, Sigurður Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Helgi Ólafsson, hagfræðingur, Agúst Hafberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landleiða, Bjarni K. Bjamason, fyrrverandi hæstaréttardómari, Sveinn Elíasson, fyrrverandi bankamaður, Jón Brynjólfsson, verkfræðingur, Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri, Einar Haukur Ásgrímsson, verkfrseðingur, Margrét H. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur, Ol- geir Möller, fulltrúi, Halldór Gröndal, prestur, Knútur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Jón Guðgeirsson, læknir, Sverrir Ótafsson, verk- fræðingur, Þórður B. Sigurðsson, bankamaður, og Húgó Andreasen, verslunarmaður. Eg var bara ein af hópnum Morgunblaðið/Gunnlaugur UNDIRBÚNINGUR undir atvinnuiífssýninguna, sem opnuð verður í Stykkishólmi á morgun, stóð yfir í gær. Atvinnulífssýning í Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.