Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÆKUll Byggðasaga ÁRBÓK FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Firðir og fólk 900-1900 - Vestur-ísa- fjarðarsýsla eftir Kjartan Ólafsson. Reykjavík 1999, 603 bis. PESSI mikla bók er allt í senn byggðasaga, atvinnusaga, saga mannlífs og leiðarlýsing um Vestur- Isafjarðarsýslu. Að fornu voru fimm hreppar í Vestur-ísafjarðarsýslu. Sunnan frá talið eru það Auðkúluhreppur, Þing- eyrarhreppur, Mýrahreppur, Mos- vallahreppur og Suðureyrarhrepp- ur. Suðurmörkin voru við Langanes innst í Amarfirði, en norðurmörkin norðan Galtar, norður af Súganda- firði. Sýslan náði því yfir norður- hluta Arnarfjarðar, Dýrafjörð, Ön- undarfjörð og Súgandafjörð. Mikið svæði er þetta. Bújarðir nokkuð á annað hundrað, kauptún nokkur og verstöðvar margar. Hér getur því verið frá mörgu að segja um þúsund ára mannvist. Bók þessi skiptist í fimm áðal- kafla eftir hreppum. Er fyrst í hverjum kafla alllöng greinargerð um hreppinn í heild sinni allt frá fyrstu tíð eftir því sem heimildir hrökkva til. Þar er almenn landlýs- ing, greint frá mannfjöldaþróun, landbúnaði, sjávarútvegi, samgöng- um, kirkjumálum og ótalmörgu fleiru. Því næst leggur höfundur í Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. langa ferð með lesanda sinn. Hefst ferðin við Hokinsdal í Arnarfirði og endar í Keflavík norðan Galtar. Löng er sú ferð vissulega og að mörgu að hyggja. Leið- sögumaðurinn lætur fátt fram hjá sér fara, sem hann hefur heim- ildir um. Landamerki hverrar jarðar eru skil- merkilega tilgreind, dýrleiki jarðar, afgjald og kúgildaleiga, ítök kirkna og annarra jarða, ábúðarsaga allt frá fyrstu tíð, ábúend- ur tilnefndir, sé um þá vitað og margt sagt frá sumum þeirra, sitthvað sorglegt, annað kát- legt. Ekki er látið hjá líða að greina frá seljum, hjáleigum, þurrabúðum, verstöðvum, lendingarstöðum og öllum þeim leifum mannvistar sem finnast. Þær eru jafnvel mældar. Leiðum er lýst, fjallvegum, mörgum hverjum æði torfærum, fjöruleiðum varasömum, einstigum og tæpum götum bæja á milli, vöðum og yfir- leitt öllu því sem frásagnar er vert. Sérstaklega er ástæða til að nefna örnefnaskráningu höf- undar. Ég hygg að hann hafi ógjaman lát- ið örnefni fram hjá sér fara hafi hann um þau vitað. Eru örnefni geysimörg í bókinni. Þar sem mjög margar jarðir eru nú komnar í eyði er líklegt að hann hafi unnið hér mikið þarfaverk við að varð- veita örnefni sem ann- ars kynnu að hafa glat- ast. I stórum dráttum nær frásögnin til alda- mótanna 1900. Þó er frá því sagt ef jörð hef- ur lagst í eyði síðar eða enn er búið þar. Finnst mér það nokkur kostur. í lok hveri-ar opnu eru teknar saman neðanmálsgreinar fjölmarg- ar. Þeim er þjappað saman með ör- smáu letri og skammstöfunum (Langur skammstafanalisti er í bók- arlok). í eftirmála er greint frá því hvernig rit þetta er tilkomið. „Fyrir rúmum áratug samþykkti aðalfund- ur Búnaðarsambands Vestfjarða að gefa út eina bók fyrir hverja sýslu á sambandssvæðinu, þar sem fram kæmi leiðarlýsing frá bæ til bæjar ásamt sögulegum fróðleik fyiTÍ alda.“ Til_ þess að vinna verkið var Kjartan Ólafsson ráðinn. Má af eft- irmálsorðum skilja að verkið hafi reynst mun umfangsmeira en í upp- hafi var ætlað og að í stað einnar bókar fyrir hverja sýslu verði þær nú tvær. Önnur nær fram til 1900 og hin verður jarða- og ábúendatal þessarar aldar. Sú bók sem nú kem- ur á prent er því fyrri hluti ritverks Kjartan Ólafsson ár um Vestur-ísafjarðarsýslu og vænt- anlega upphaf ritraðar. Kemur þessi bók út í tvenns konar umbún- aði, annars vegar sem hluti af stærra ritverki og hins vegar sem sjálfstæð Ferðafélagsbók. I mínum huga er enginn vafi á að þessi bók er hið mesta öndvegisrit, raunar einstakt í sinni röð. Höfund- ur hefur skoðað geysilegt magn heimilda eins og ljóslega má sjá af hinum fjölmörgu tilvitnunum neð- anmáls og feiknalangri heimilda- skrá. T.a.m. má nefna að heimilda- menn hans nálgast hundraðið og hafa margir þeirra veitt ómetanlega vitneskju, sem annars hefði að lík- indum glatast. Ekki verður annað séð en höfundur hafi sjálfur gengið og gjörskoðað allt þetta mikla svæði og hljóta að hafa farið í það mörg sumur. Verður seint ofmetið hversu mikils virði svo nákvæm vettvangs- skoðun er. Ekki er þessi bók yfirfull af myndum, enda hefði hún þá orðið alltof stór. Þó eru allnokkrar svart- hvítar myndir inni í texta, flestar frá eldri tíð. Og vegna þessarar út- gáfu hafa verið teknar 28 heilsíðu- myndir í litum, yfirleitt gullfallegar. Tvö ágæt kort er þar og að finna. Tekur hvort þeirra yfir heila opnu. Aður hefur verið minnst á langa heilmildaskrá. Hún er liðuð sundur í prentuð rit, óprentaðar heimildir og heimildamenn. Nafnaskrár eru tvær, mannanöfn og skrá yfir ör- nefni og önnur staðaheiti. Þá er hér og myndaskrá. Allar þessar skrár taka yfir 112 þéttprentaðar blaðsíð- ur. Textinn er 474 bls., tvídálka með fremur smáu letri (50 1. í dálki). Þar sem hann er þéttpakkaður af fróð- leik er hann seinlesinn og varia þeim lesendum allsendis að skapi sem fremur kjósa léttari kost. En sé gaumgæfilega lesið fer ekki hjá því að lesandinn verði næsta fróður um þennan hluta Vestfjarða og mannlíf þar að lestri loknum. Og varla kemst maður ósnortinn frá því að kynnast öllum þeim raunum, mann- fómum og hörðu lífsbaráttu sem íbúar þessara „ystu voga“ hafa átt við að etja í rás aldanna. Hugurinn hlýtur einnig að reika til hinna fjöl- mörgu eyðibýla sem geyma langa örlagasögu undir grónum sverði. Þrátt fyrir ótvíræða kosti þessar- ar miklu bókar má draga í efa að hún henti vel öllum þeim átta þús- und félagsmönnum Ferðafélags Is- lands, sem hana fá í hendur. Sumir kæra sig líklega kollótta um rekaí- tök, skógaítök, beitirétt, dýrleika jarða, kúgildaleigu og landamerki. Þeir kunna að vilja fljótlegri yfir- ferð og kannski einhverja jarðfræði, sem hér er ekki. Það er því hugsan- legt að styttri útgáfa og meira myndskreytt hefði fallið Ferðafé- lagsmönnum betur í geð. En þetta dregur ekkert úr gildi bókarinnar sem slíkrar. Og víst er um það að grúskaraeðlið í sjálfum mér - og vonandi er svo um marga aðra - nýtur þessarar bókar betur en þeirra sem styttri eru. Vonast ég til að fá brátt að sjá síðara bindið fyrir þessa sýslu og helst áframhaldið fyrir næstu sýslur. Veit ég þó að róðurinn er erfiður í útgáfu bóka sem þessara, nema allríflegur styrkur komi til úr opinberum sjóð- um. Þeim styrkjum hygg ég þó að væri vel varið. Þess skal að endingu getið að all- ur frágangur bókarinnar er til mik- illar fyrirmyndar. Prófarkir hafa t.a.m. verið svo vandlega lesnar að ég rakst ekki á neina villu og má það óvenjulegt heita um svo stórt rit. Enda hafa hvorki meira né minna en sjö valinkunnir lærdóms- menn verið viðriðnir prófarkalestur. Sigurjón Björnsson Alytt Naten JFyrsr há sem ætla sér malrav Frumkynning hjá L YFJU: Lyfju Lágmula Föstudaginn 18.06.99 frá kl 14:00 -18:00 Laugardagínn 19,06.99 frá kl 14:00 - 18:00 Sunnudagínn 20.06.99 frá kM 4:00 - 18:00 Lyfju Grindavík Fimmtudaginn 24.06.99 frá kl 14:00 - 18:00 Lyfju Hafnarfiröi Föstudaginn 25.06.99 frá ki 14:00 - 18:00 Lyfju Kópavógi Laugardaginn 26,06.99 frá kl 14:00 -17:00 20% kynningarafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.