Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ í DAG FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 67 KIRKJUSTARF r ÁRA afmæli. Á morgun, fóstudag- inn 18. júní, verður áttræð Sigurborg Ágústa Þorleifs- dóttir, Aflagranda 40. Hún verðr að heiman á afmælis- daginn. ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 17. júni, verður sjötugur Mar- teinn B. Björgvinsson hús- gagnasmiður, Yrsufelli 9. Hann verður að heiman. ÁRA afmæli. Á morgun, fóstudag- inn 18. júní, verður sextug Margrét Nilsen, lijúkrunar- kona, Randabergveien 101, 4027 Stavanger, Noregi. Hún og eiginmaður hennar Halvor Nilsen halda upp á daginn i Stavangri með fjöl- skyldu og vinum. O A ÁRA afmæli. í dag, OU fimmtudaginn _ 17. júní, verður sextug Ásdís Þórðardóttir, búsett í Los Angeles, Kaliforníu. Eigin- maður hennar er Valdimar Hrafnsson. Ásdís og Valdi eru stödd á íslandi þessa dagana og halda upp á af- mælið með vinum og ætt- ingjum í kvöld. A ÁRA afmæli. Á U U morgun, föstudag- inn 18. júní, verður fimm- tugur Guðmundur E. Lár- usson, Ránargötu 17, Akur- eyri. Kona hans, Anna Guð- mundsdóttir, vei'ður fimm- tug síðar á árinu. í tilefni af- mælanna taka þau á móti gestum í sal Landsbanka Is- lands hf., Akureyri, 4. hæð, fóstudaginn 18. júní kl. 21. pf A ÁRA afmæli. í dag, tJ U fimmtudaginn 17. júní, verður fimmtugur Gísli H. Árnason verktaki, Fróð- engi 8, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Anna Kon- ráðsdóttir, taka á móti gest- um frá kl. 20 laugardaginn 19. júní í Kiwanis-húsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. SKÁK llinsjóii Margeir Pétursson og vinnur. STAÐAN kom upp á Skák- þingi Hafnarfjarðar í byrj- un júní, en mótið er jafn- framt minningarmót um Freystein Þorbergsson. Sævar Bjarnason (2.305) var með hvítt, en Stefán Kristjánsson (2.225) hafði svart og átti leik. 17. _ Rxf2! 18. Kxf2 _ Dg3+ 19. Ke3 _ Hxf3+ 20. Dxf3 _ Dxg5+ 21. Kf2 _ Rxd4 22. Dg4 _ Df6+ 23. Ke3 _ e5 24. Bxh7+ _ Kxh7 25. Dh5+ _ Dh6+ 26. Dxh6+ _ Kxh6 og svartur vann. Skákþing Hafnarfjarðar 1999 fór fram dagana 4.-6. júní. Mótið er hluti af Bikar- keppninni í skák 1999. Það er jafnframt minningarmót um Freystein Þorbergsson. Jón Viktor Gunnarsson sigi-aði með 6V2 v. af 7 mögulegum. Annar varð Sigurbjörn Björnsson með 5V4 v. Sigurbjörn er jafn- framt Skákmeistari Hafnar- fjarðar fjórða árið í röð þar sem Jón Viktor er ekki Hafnfirðingur. Þriðji varð Sigm-ður Páll Steindórsson með 5 v. í 4.-6. sæti urðu Stefán Kristjánsson, Ólafur Isberg Hannesson og Þor- varður F. Ólafsson með 4Vá v. GULLBRÚÐKAUP og 80 ára afmæli. í dag, fimmtudaginn 17. júní, eiga gullbrúðkaup hjónin Doris Konráðsson og Sím- on Ingvar Konráðsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. I dag verður Símon einnig áttræður. Þau munu eyða deginum með fjölskyldu og vinum. DEMANTSBRÚÐKAUP. í dag, fimmtudaginn 17. júní, eiga sextíu ára hjúskaparafmæli Skafti Fanndal Jónasson, verkamaður á Skagaströnd og Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, húsmóðir. Þau dvelja nú á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. LJOÐABROT HALLFREÐR OTTARSSON [VANDRÆÐASKÁLD (D. um 1007)] Hnauð við hjartasíðu, hreggblásin, mér ási, mjök hefr uðr at öðru aflat báru skafli, marr skotar mínum knen-i, mjök er ek vátr, af nökkvi munat úrþvegin eira alda sínu skaldi. STJÖRIVUSPA eftir Frances llrake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur leiðtogahæfíleik- um og getur nýtt þér þá hæfíleika ef þú gætirþess að falla ekki á dramb- seminni. Hrútur ~ (21. mars -19. apríl) Láttu það vera að segja öðr- um stöðugt til syndanna. Enginn er fullkominn og þá þú ekki heldur. Vertu því til- litssamur. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér er illa við að draga í land en gættu þess þó að án mála- miðlunar verður ekkert sam- starf hvorki í starfi né einka- lífi. Tvíburar t ^ (21. maí - 20. júní) M Þér virðist allt ganga eins og í sögu og mátt vel njóta þess um sinn en mundu bara að oft er skammt milli hláturs og gráts. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú þarft að taka á honum stóra þínum og sýna sveigj- anleika því annars sigla hlut- irnir bara í strand og enda í tómri vitleysu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er margt sem hvílir á þér og þér finnst erfitt að ein- beita þér að hlutunum. Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum málin og skipuleggja framgang þein-a. Meyjci jj. (23. ágúst - 22. september) (BlL Sköpunarþrá þín er rík og sjálfsagt að þú finnir henni farveg. Líttu til meginstoð- anna en láttu smáatriðin lönd og leið. (23. sept. - 22. október) Það er lítið vit í því að segja öllum frá sínum fyrirætlun- um. Það er óþolandi að eiga allt sitt undir öðrum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér er það kappsmál að segja öðrum þína hlið á málunum. Mundu bara að taka tillit til skoðana annarra í leiðinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) fltCr Það er gaman að sigla fyrir fullum seglum en vertu við- búinn því að vindurinn geti blásið úr annarri átt. Gerðu þér glaðan dag með góðum vinum. Steingeit (22. des. -19. janúar) flflP Þú þarft að taka upp nýtt og betra vinnulag og forðast að vera með allt á síðustu stundu. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) C*Eí Þú átt ýmsar hliðar til og get- ur sýnt þær að vild. Gættu þín þó að falla ekki fyrir freistni sjálfselskunnar. Fiskar (19. febnlar - 20. mai-s) >%■«> Það er gott að hafa stjórn á öllum hlutum en nauðsynlegt að vita hvenær maður á að sleppa hendinni af öðrum. Treystu á eðlisávísun þína. Stjömuspána á að lesa sem dægradvö 1. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Safnaðarstarf Sólveig kirkju- málaráðherra í útimessu kvenna Á KVENRÉTTINDADAGINN, laugardaginn 19. júní, kl. 20.30, efna Kvennakirkjan, Kvenréttinda- félag íslands og Kvenfélagasam- band Islands til guðsþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal. Brasskvintett, skipaður konum, leikur nokkur lög áður en guðs- þjónustan hefst og eftir að henni lýkur. Ásdís Þórðardóttir leikur Afram stelpur á trompet. Sólveig Pétursdóttir, nýskipuð dóms- og kirkjumálaráðherra, flytur ávarp. Séra Auður Eir Vilhjálmsdótth- prédikai-. Kvenprestar flytja bæn- ir. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Konur úr Létt- sveit Kvennakórs Reykjavíkur og Kór Kvennakirkjunnar leiða söng undir stjóm Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Veitingahúsið Café Flóran í Gra- sagarðinum verður opið á eftir og einnig geta konur haft með sér kaffi og meðlæti. Gott er að hafa meðferðis teppi eða púða til að sitja á. Bókin Vinkonur og vinir Jesú, sem Kvennakirkjan var að gefa út, verður til sölu á staðnum. I henni eru valdir kaflar úr Biblíunni á máli beggja kynja og nokkrir ritn- ingartextar úr guðsþjónustum Kvennakirkj unnar. Helgistund við kapellu st. Barböru í Kapelluhrauni HELGISTUND fer fram við kapellu st. Barböra í Kapellu- hrauni laugardaginn 19. júní kl. 14. Stretchbuxur verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Kapelluhraun er rétt austan við ál- verið í Straumsvík og liggur sér- stök aðkomuleið að henni norðan við hana. Sr. Patrik Breen sóknar- prestur Jósefskirkju, mun leiða stundina ásamt sr. Jakob Roland presti við Landakotskirkju, en þjóðkirkjuprestar munu einnig taka þátt í henni. Jónatan Garðars- son, fulltrúi bæjarfélagsins í undir- búningi kristnitökuhátíðar, mun lýsa kennileitum og Valgerður Sig- urðardóttir, forseti bæjarstjórnar, gera grein fyrir áhuga bæjaryfir- valda til þess að liðsinna þeim, sem vilja fegi’a umhverfi kapellunnar og gera hana aðgengilegri en nú er. Fulltrúar álversins í Straumsvík og Bandalags kvenna í Hafnarfirði munu lesa ritningarorð og Eyjólfur Eyjólfsson leika á flautu. Fulltrúar þjóðminjasafns munu einnig verða viðstaddir. Eftir helgistundina bjóða forsvarsmenn álversins til kaffisamsætis í álverinu. Allir eru velkomnir. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Hjálpræðisherinn. Kaffisala kl. 14- 18. Dagskrá um kvöldið frá kl. 21. Allir hjartanlega velkomnir á með- an húsrúm leyfír. Ffladelffa. Á morgun sameiginleg samkoma með Fríkirkjunni Vegin- um og íslensku Kristskirkjunni í tengslum við verkefnið frá Mínus til Plús. Allir hjartanlega velkomn- ir. Þ. Þ0R6RIMSSDH & CO abete**13* harðpu\st á borð ÁRMÚLA 29, SÍMI 553 8640 www.mmedia.is/stuss jj msm ■I -hrein og fallegjhönnuna ! e896-li|33^|! Laugavegi 36 MORGUNHANI fær 20% afslátt af viðskiptum milli kl. 9 og 11 Kaffihlaðborð & MATARHLAÐBORÐ í DAG 17. JÚNÍ Hátíðarhlaðborð í tilefni dagsins KAFFIHLAÐBORÐ FRÁ KL. 14-17. MATARHLAÐBORÐ FRÁ KL. 18:30 Lifandi tóniist. Úlafur B. Úlafsson leikur á píanó og harmónikku fyrir gesti. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hueradölum, 110 Reykjavík, borðapantanir 567-2020 < <3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.