Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 65 < _ > Titian Islands Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: HANN á þrjú ár í hundrað ára þessi listamaður sem nú sýnir næsta hálfa mánuð Ódáinsverk (krosssaumsmyndir) í einni allra listrænustu rakarastofu hér á landi. Minnir á Italiano Salon í Soho í New York City. Petta gall- erí, en það er gallerí, er í sjálfum Hafnarfirði og heitir Hár og list og kennt við Halla rakara - alias Hall- berg Guðmundsson undan Jökli sem er með skemmtilega næiweru og er nú kveikjan að listrænni til- tekt - heiður sé honum. Þetta er steinsnar frá Nönnukoti, hennar Nönnu að vestan, en það Café er eitt óvenjulegasta kaffihús á Is- landi og þótt víðar væri leitað. Það er yndislegt. Það er yndislegt að koma í þessa krosssaumssýningu sem minnti mig allt í einu á frönsku impression- istana (Titian er sagður hafa málað bezt eftir nírætt. Hann var sko eng- inn elliheimilamatur). Þessi hafn- firzki Dalamaður sótti sjóinn fast um áravís. Hann ber aldurinn með tign, enda þótt hann hafi fatlazt dá- lítið sem maður aftur á móti veitir ekki svo athygli vegna dýnamísks persónuleika hans og nærveru sem fyllir út heila hársnyrtistofu galler- ísins hans Halla blessaðs hárskurð- armeistara - á sama hátt og Ma- estro Kjarval gerði hvar sem hann kom í hús og salarkynni. Slík var pranaorkan. Þegar maður horfði á Jónatan datt manni strax Cézanne í hug, sem var einn náttúrulegasti listamaður sem uppi hefur verið - andstætt við sýndarmennsku og hroka og gervimennsku og snobbisma sem leggur til manns úr listalífi hérlendis í dag. Og það talsvert mikið. Undanfarin tíu ár, eða frá því hann er 87 ára gamall, hefur Jónatan stundað þessa skapandi list sína - aðeins tíu ár þessi listamaður sér við undi. Verkin gefa ekkert eftir því sem kunnir málai-ar gera og fá lof fyrir af flatbotnuðum gagnrýnendum. Það veit heilög hamingjan! Þessi ódáinsverk eru jafnvel fremri því sem frægir listamenn auglýstir gera hvað fegurð varðar. Verkin eru innilega ótilbúin og minna helzt á óð lífsins. Það er í þeim lífs- reynsla. Sennilega af sjónum. Fyr- ir þá manneskju sem leitar eftir hugljómun í myndverki, þá finnst slíkt þarna í hársnyrtistofunni í galleríi í Strandgötu 39 í Gaflara- firði. Mér datt í hug, þegar ég hafði notið sýningarinnar í fyrstu umferð, að það væri ekki ólíkt farið um Jónatan og djass - Dixelandsspilara frá New Orleans í US - sem syngja með sálinni og spOa frá hjartanu enda þótt þeir séu komnir á háan aldur. Það er eins og ég sagði áðan yndislegt að koma á þessa sýningu sem orkar á mann eins og aHt það fallegasta í mannlegu fari. Artistinn er gamall maður sem er snarlifandi (trúið því eða trúið því ekki). Hann heitir fullu nafni Jónatan Sveinsson, fæddur í Döl- unum af annáluðu sterku fólki en uppalinn í Hafnarfirði, staður sem alltaf býður upp á sjarma á sama hátt og verkin hans Titians ís- lands. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON listamaður. Auðn og gróður í 100 ár - Reynifellsætt gróðursetur Frá Þór Jakobssyni: UM síðustu aldamót var dökkt um að litast í Rangárþingi og gróður ekki svipur hjá sjón í samanburði við gróður 100 árum áður, hvað þá fyrr. En um þær mundir höfðu menn líka hafið vamarstörf, Sand- græðslan sem síðar nefndist Land- græðslan var stofnuð, og er skemmst frá að segja að sýslan hefur breytt um svip á ný og græni liturinn komið í stað hins svarta. En ekki má slaka á þótt gróðureyð- ing af manna völdum minnki óðum. Sandurinn berst og mun berast í stói-viðrum ofan úr óbyggðum. í vor, er Kristján bóndi Amason í Stóra Klofa sýndi mér, reyndist jörð á Baðsheiði nyrst í Landsveit víða þakin sandi og í lautum sand- lag, furðu þykkt. Margir hafa lagt Landgræðslu ríkisins lið, bændur, skógræktarfé- lög og ótal einstaklingar. Síðustu áratugi hefur orðið alsiða í landinu að taka einhvern þátt í ræktun fósturjarðarinnar, sáningu eða gi’óðursetningu. Frá Ólöfu Stefánsdóttur: ÞAÐ var ómaklegt af Guðjóni Þórðarsyni landliðsþjálfara sem hann lét hafa eftir sér um Eið Smára. Er landliðsþjálfarinn búinn að gleyma meiðslum Eiðs Smára eða veit hann ekki að hann stórslas- aðist í landsleik fyrir íslands hönds og var í tvö og hálft ár að berjast við mikil meiðsli og mjög tvísýnt um árangur. En ekki var allt búið enn því að Eiður Smári slasaðist aftur í lands- leik fyi-ir ísland og átti í því 8 mán- uði. Nú þegar loksins rofar til hjá honum og hann er nokkum veginn heill þá var ástæða til varkámi af Landgræðslan og Landsvirkjun Upp af Mörk á Landi, eyðibýli nyrst á Baðsheiði, er Merkur- hraun. Þar hétu áður Landskógar um aldir, en skógurinn hvaif á tím- um langalangafa míns, Jóns ríka Finnbogasonar í Mörk. Gróðureyð- ing, og raunar einnig fjárkláði sem fór um þá um landið, kippti fótum undan ríkidæmi síðustu æviár hans. Fyrir allmörgum áram lét ég þau orð falla í blaðagrein að vinna þyrfti að uppgræðslu og endur- heimt Landskóga. Að öld liðinni hétu Landskógar á ný þar sem nú er Merkurhraun. Með hjálp Land- græðslu ríkisins hafa áhugamenn sáð nokkuð og gróðursett á hverju ári syðst í Merkurhrauni, og þóst sjá árangur. En draumurinn rætist nú svo um munar. Landgræðsla ríkisins og Landsvirkjun hafa hafist handa, með stuðningi Holta- og Landsveitar. Gróðursetning í hrauninu aust- anvert hófst nýlega. Verki stjórna Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri og Sigurður Sigmundsson í Ey í Landeyjum, verkstjóri hjá Landsvirkjun. Sigurður er frum- hans hálfu og ekki rétt að taka mikla áhættu í sambandi við þennan leik. Eiður Smári veit best sjálfur um sinn skrokk eða hvort hann var til- búinn til að spila í landsliðinu, ekki Guðjón Þórðarson eða þeir hjá Bolton. Ég er ánægð með að hann kann að segja nei þegar við á. Guð- jón Þórðarson ætti sjálfur að biðja Eið Smára afsökunar og óska hon- um til hamingju með knattspyrnu- árangur hans þrátt fyiir meiðslin. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan hann fór að spila fótbolta aftur á fullu. ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR, amma Eiðs Smára. kvöðull að stórmerku fræðslustarfi meðal ungmennaflokka í sumar- vinnu hjá Landsvirkjun. Unga fólkið er þar ekki „bara“ í vinnu, heldur nýtur margvíslegrar fræðslu sérfræðinga sem boðið er að heimsækja „sumarskóla“ Sig- urðar. Mörg þúsund plöntur hafa nú þegar verið gróðursettar í Merkur- hrauni. Um miðja næstu öld verða hin ötulu ungmenni á sjötugsaldri. Þau geta þá farið um Landskóga og glaðst yfir góðum verkum sín- um. Reynifellsætt Þá er þar til að taka, að ýmsar rangæskar ættir hafa komið sér saman um að græða skika í Rangárþingi, gjaman í grennd við heimabæ forfeðra og formæðra. Ein slík er Reynifellsætt. Reynifellsætt er rakin til Þorgils Þorgilssonar og Guðrúnar Er- lendsdóttur sem bjuggu á Reyni- felli á Rangárvöllum um miðja 18. öld. Tvisvar hafa verið haldin fjöl- menn niðjamót að Laugalandi í Holtum. Að tillögu eins niðjanna, Guðrúnar Þórsdóttur hjá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, var ákveðið fyrir nokkrum ámm að taka til hendi og hjálpa til við gróðursetn- ingu í sýslunni. Fyrir milligöngu Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti og Skúla Lýðssonar á Keld- um, „næsta bæ við“ Reynifell, hef- ur landgræðslusveit Reynifellsætt- ar gróðursett trjáplöntur innan Landgræðslugirðingar í landi Keldna. Laugardaginn 19. júní nk. er ætlunin að bæta um betur og em allir velkomnir að slást í hópinn hvað sem upprana líður. Leikurinn hefst kl. 15 hjá fræverkunarstöð Landgræðslunnar í Gunnarsholti en berst þaðan sem leið liggur í skógarlundinn í Keldnalandi, aust- an vegar í átt til Reynifells sem stendur norðan Þríhyrnings. Að gi'óðursetningu lokinni verður bökkum skilað í Gunnarsholt, nesti snætt á góðum stað og skrafað um stund um landsins gagn og nauð- synjar áður en haldið verður heim. ÞÓR JAKOBSSON veðurfræðingur. Eiður Smári sýndi landsliðinu ekki lítilsvirðingu Einangrunarstöð gælu- dýra í Hrísey og land- búnaðarráðuneytið Frá Árna Þór Björnssyni: MÉR er ekki hlátur í huga er ég rita þessa grein. Algjört óskipulag ríldr hvað varðar innflutning gælu- dýra til landsins. Undirritaður flyst til Islands í lok júní. Að sjálfsögðu vill fjöl- skyldan hafa hundinn okkar með. Hann er átta ára tíbetskur temer. Um leið og við hjónin ákváðum að flytjast heim var gengið í að afla tilskilinna leyfa fyrir innflutning hundsins. Þetta var í byrjun febr- úar á þessu ári. Þá hófst þrauta- gangan. Ómældum tíma höfum við fórnað til að afla upplýsinga, skjala og vottorða. Langlínusímtöl landa á milli skipta orðið tugum. Oftast er ekki hægt að ná í réttan aðila. Dýrt er það líka (100 þús). Ég hef haft samband við einangranarstöð gæludýra í Hrísey a.m.k. 15 sinn- um. Tvisvar hef ég náð sambandi við Stefán Björnsson forstöðumann en aldrei fengið skýr svör um hvenær hann gæti tekið hundinn. Að öðram kosti er símsvari sem hægt er að tala inn á skilaboð. Ekkert gerist í málunum þrátt fyr- ir það. Mér skilst nú að hundurinn okkar sé í forgangsröð ef ske kynni að eitthvert pláss losnaði fljótlega eða skyndilega. En maður kemur ekki dýri í flug með ein dags fyrir- vara landa á milli. Það ætti að vera öllum ljóst. Að lokum var hægt að toga upp úr forstöðumanninum að plássleysið væri vandræðamál. Hann væri jafnvel að hugsa um að hætta starfseminni þar sem engar < undirtektir fengjust hjá landbún- aðari'áðherra um fjölgun plássa úr 10 í 15. Ekki svarað einu sinni. Ekkert. Nú í dag frétti ég frá milli- göngumanni á íslandi að hundurinn komist ekki að fyrr en í janúar árið 2000! Hundurinn minn lifir ekki þá. Þetta er hneykslanlega á málum haldið og tafarlausra úrbóta kraf- ist. Landbúnaðarráðherra á að lesa og svara pósti. Það er skylda opin- berra starfsmanna og þjóðkjör- inna. ÁRNIÞÓR BJÖRNSSON svæfingalæknfr, Stigtomta, Wallsnas, Sviþjóð. STlGÞk • Nolendavænar • Margar gerðir VETRARSOL HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 Landsþekkt varahlutaþjónusta L0ND0N frá kr. 16.645 í SUMAR MEÐ HEIMSFERÐUM Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sum- ar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bfl eða valið um eitthvert ágæt- is hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðvikudaga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verð kr. 16.645 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flugsæti og skattar. Verð kr. 19.990 Flug og skattur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsterdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.