Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 71

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 71 --------------------------‘-í FOLK I FRETTUM SÖNGKONAN Shirley Manson er andlit Garbage. BUTCH Vig, Steve Marker, Shirley Manson og Duke Erikson í Garbage. orm Q Bandaríska hljómsveitin Garbage mun leika á stórtónleikunum á þaki Faxaskála 22. júní nk. Dóra Ósk Halldórsddttir hringdi í trommuleikarann Butch Vig sem, áður en Garbage kom til sög- unnar, vann sér það til frægðar að taka upp plötur fyrir hlj ómsveitirnar Nirvana og Smashing Pumkins. HELDUR erfitt vai- að ná til trommuleikarans Butchs Vigs í hljómsveitinni Gar- bage þar sem hann var staddur á hóteli á Spáni. Blaðamaður hafði fengið þær upplýsingar að Vig væri skráður á hótelið undir dulnafninu Doc Vargas en enginn með því nafni var á hótelinu. í ljós kom á endanum að trommuleikarinn hafði skipt um dulnefni og skráð sig inn sem Peter Love. Þótt dulnefnið gæti gefið vís- bendingu um fjörugan viðmælanda reyndist trommarinn Butch Vig fremur hógvær ljúflingur og ærið ólíkur hinni yfirlýsingaglöðu söng- konu sveitarinnar, Shirley Manson. Butch Vig er þekktur maður í upptökubransanum og var upptöku- stjóri á vinsælustu plötu hljómsveit- arinnar Nirvana, Nevermind, en hann hefur einnig tekið upp tvær plötur fyrir Smashing Pumkins, Gish og Siamese Dream auk þess sem fjölmargir þekktir tónlistar- menn hafa fengið hann til liðs við sig. En núna er Vig ekki spenntur fyrir tónlist annarra og vísar öllum spurningum þar að lútandi á bug enda nóg að gera í hljómsveitinni hans, Garbage, sem hefur þotið hratt upp á stjörnuhimininn undan- farin ár og hafa báðar plötur sveit- arinnar, Garbage og Version 2.0, notið mikilla vinsælda vestanhafs og í Evrópu. í hljómsveitinni Gai’bage eni auk trommuleikarans Butch Vig og söngkonunnar Shirley Manson þeir Steve Marker sem leikur á gítar og bassa, Duke Eriksson sem nú leikur á gítar og nýjasti liðsmaður sveitar- innar Daniel Schulman sem tekið hefur við bassanum. Vig, Eriksson og Marker hafa þekkst í mörg ár og verið áður saman í hljómsveitum í bandaríska bænum Madison í Wisconsin-fylki. Þeir sáu Shirley syngja með hljómsveitinni Angelfish á MTV og höfðu samband við hana og Garbage var stofnuð. Frægðin kostar sitt - Skoska söngkonan Shirley Man- son er andlit Garbage. Viljið þið hin- ir vera í bakgrunninum? „Já, svo sannarlega," segir Vig með þunga. „Enginn okkar vildi í raun og veru vera poppstjarna. Við viljum semja tónlist, en höfum ekki áhuga á því að geta ekki gengið óá- reittir niður götu án þess að allir þekki okkur og vilji tala við okkur. Shirley getur núna hvergi farið án þess að heill her elti hana um með myndavélar og óskir um eiginhand- aráritanir. Hún skilur að þetta er það sem frægðin kostar. En Shirley er frábær stelpa og góður félagi og er tilbúin að vera þessi ímynd sveit- arinnar í fjölmiðlum." Nánir vinir sem vinna saman Vig segir að aldursmunur karlanna í sveitinni, sem allir eru komnir vel yfir fertugt, og söngkonunnar, sem er meira en tíu árum yngri, skipti engu máli. „Eg held að við séum mun nánari vinir en almennt gerist í hljómsveitum. Við treystum á hvort annað og andrúmsloftið í hljómsveit- inni er ipjög afslappað og fínt. Við gerum allt saman, framleiðum, hljóð- blöndum og semjum lögin. Það er ekki eins og hjá mörgum þar sem kannski bara einn aðili sér um að skrifa öll lögin, og einhver annar sér um að framleiða og sá þriðji um hljóðblöndunina. Við vinnum bara vel saman sem hópur og allar ákvarðanir hjá okkur eru mjög lýðræðislegar." - En á fyrstu plötunni voruð þið þrír búnir að semja öll lögin, áður en Shirley gekk til samstarfsins. „Það er rétt, en við vorum bara búnir að semja lögin, en ekki text- ana. Þegar Shirley kom inn í sveit- ina, samdi hún flesta textana ogkom með margar hugmyndir og setti því vissulega sitt mark á þá plötu. En þegar við gerðum Version 2.0 vorum við búin að vera í löngu tónleika- ferðalagi á árunum 1995 og 1996 og við vorum búin að hrístast enn betur saman sem hópur. Shirley skiifaði alla textana á seinni plötunni og ég held það heyrist bæði í söngnum og textunum hve sjálfstraust hennar hafði vaxið. Hún hefur líka blómstr- að enn meira á þessu tímabili sem söngkona og tónlistarmaður. Það var öðruvísi þegar við vorum á tón- leikaferðinni að kynna fyrstu plöt- una því þá var samstarfið ennþá í þróun og við að kynnast, bæði sem tónlistarmenn og manneskjur.“ Kraftur og mildi söngkonunnar - Nú er á Version 2.0 fjölmargar vísanir í aðra tónlistarmenn. Fólk eins og Chrissie Hynde í Pretend- ers, Prince, Patti Smith og fleiri. „Já, það eru ótal vísanir á plöt- unni en öll lögin eru samt mjög sterk Garbage-lög þar sem sterkar melódíur eru áberandi. Við hlustum á alls konar tónlist, eins og hip hop, teknó, trip-hop og pönk, og oft för- um við í gegnum svipaða hluti í tón- listinni á sama tíma. En við erum mjög ánægð með Version 2.0 og ég tel að lögin vaxi við hverja hlustun. Shirley hefur líka rosalega sterka og skemmtilega rödd sem gerir okkur kleift að fara ansi vítt um tónlistar- sviðið, því hún ræður bæði við kraft- mikinn söng og blíðari og mildari flutning." -Hvert er uppáhaldslagið þitt á Version 2.0? „Ég held að það sé Push It. Við vorum öll sammála um að það lagyrði fyrsta smáskífulagið af því að það lag brúaði bilið á milh síðustu plötunnar og þein-ar nýju. Og það er rosalega skemmtilegt að flytja það á tónleikum því það breytist eiginlega við hverja spilun. Verður sífellt viiltai'a og við vitum aldrei hverju Shh’ley tekur upp á þegar við flytjum þetta lag.“ - Verða lög af Version 2.0 aðal- uppistaðan á tónleikunum á Islandi? „Já, við munum leika a.m.k. 6-7 lög af henni og svo nokkur lög af b- hlið smáskífnanna og endurhljóð- blandanir af nokkrum lögum. En sum af eldri lögunum flytjum við í breyttri útgáfu, en þó ekki svo breyttri að þau þekkist ekki.“ Spennandi að koma til Islands - Hvernig hefur tónleikaferðin gengið? „Hún hefur gengið frábærlega. Við höfum verið á ferðinni í fjórtán mánuði og spilum á stærri stöðum en við höfum nokkurn tíma gert áð- ur og förum á staði sem við höfum aldrei komið til áður, eins og til ís- lands sem er mjög spennandi." -Þegar þið eruð á svona löngu tónleikaferðalagi, liggja þá tónsmíð- arnar ekki í láginni? „Við semjum kannski nokkur lög, en ekkert af viti fyrr en við erum komin heim til Madison. Tónleika- ferðin núna stendur fram á haust og ég hugsa að einhvern tíma í október munum við loka okkur inni í stúdíói og fara að vinna nýtt efni.“ - Hefurðu einhverjar sérstakar væntingar til tónleikanna á Islandi? „Nei, engar fyrir fram ákveðnar hugmyndir. Héma á Spáni hafa áheyrendumir verið mjög góðir og líflegir og við hlökkum til að sjá hvernig Islendingar taka okkur.“ - Eruð þið ekki að spila á heima- velli Shirley í Edinborg í Skotlandi seinna í sumar? „Jú, við höldum tónleika í júlí þeg- ar skoska þingið hefur störf. Shirley er mjög spennt vegna þess að við vorum eina hljómsveitin sem var beðin að koma fram við þetta tæki- færi en plötumar okkar hafa selst mjög vel í Skotlandi. Henni finnst sér, sem Skota, sýndur mikill heiður að fá að leika við þetta tækifæri," segir Vig að lokum. DANS & kalypso Skólavörðustíg 12, síml 551 5103. Hættu að roka á þér fótlegginal Notaðu One Touch háreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg aðferð sem skýrir vinsælair One Touch á íslandi 112 ár. Svo einfalt er það Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið það síðan afmeð rökum þvottaklút. (Sjá leiðbeiningar.) Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Margra ára reynsla segir sína sögu! Fæst í apótekum og stórmörkuðum. I..... Sensitive fyrir viðkvæma húð Regular fyrir venjulega Bikini fyrir „ínkini" svæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.