Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Skriða féll á Siglufjarðarveg Reynt að opna í gær- kvöld UM 60 metra breið og 5 til 6 metra há aurskriða féll á Siglufjarðarveg miðja vegu milli Mánár og Hrauns, í svonefndum Almenningum, laust eftir miðnætti á föstudagskvöld. Ryðja átti lænu gegnum skriðuna í gær og var búist við að hægt yrði að aka gegnum hana í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Siglufirði var ófært öllum ökutækjum um svæðið og vegurinn lokaður þar til starfsmönnum Vega- gerðarinnar tækist að ryðja braut gegnum skriðuna. Flytja þurfti stórvirk tæki á staðinn og taldi lög- reglan hugsanlegt að aka mætti gegnum skriðuna í gærkvöld. Hún taldi einsýnt að nokkra daga tæki að ryðja henni allri burt enda væri hún milli fjögur og fimm þúsund rúmmetrar. Jarðsig og vatnsveður komu aur- og grjótskriðunni af stað og sagði lögreglan að vegurinn væri jafnan varasamur á þessum kafla og búast hefði mátt við einhverjum skriðu- föllum. ---------------- Erlendir ferðamenn 40% telja ekki gott að versla hér TÆP 40% ferðamanna eru ósam- mála þeirri fullyrðingu að gott sé að versla á Islandi, eftir því sem fram kemur í nýrri könnun Ferðamála- ráðs meðal erlendra ferðamanna. Könnunin var gerð í Leifsstöð frá 1. september 1998 til janúar 1999 og þátttakendur beðnir um að láta álit sitt á fullyrðingunni: ,Á íslandi er gott að versla“ í ljós með þvi að velja svarmöguleikana „mjög/frekar illa, hvorki né, frekar vel, mjög vel“. Töldu 39% að sú fullyrðing stæðist „mjög/frekar illa“ og 38,4% völdu kostinn „hvorki né“. Magnús Oddsson ferðamálastjóri leggur áherslu á að um sé að ræða vetrarkönnun og vísbendingamar því takmarkaðar. „Niðurstaðan sem þama fæst kallar raunverulega á nýj- ar spurningar. Úr því að þessir gestir telja að Island sé ekki góður verslun- arkostur þyrstir mann auðvitað í að vita hvað það nákvæmlega var sem þátttakendum líkaði ekki.“ ■ Fertugur karlmaður/D4 FRÉTTIR Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar Telur ráðuneyti hafa látið álit til Landssíma GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, kveðst hafa vit- neskju um að Landssími Islands hf. hafi haft álitsgerð samkeppnisráðs um málefni Landssímans undir höndum áður en búið var að birta Landssímanum hana formlega. Að- eins ein skýring sé á því að Lands- síminn hafi haft álitsgerðina undir höndum svo snemma og hún sé sú að Landssíminn hafi fengið álits- gerðina frá samgönguráðuneytinu áður en hún var birt málsaðilum, Landssíma Islands hf. og Tali hf. Eins og kunnugt er afgreiddi samkeppnisráð kæru Tals hf. vegna GSM-þjónustu Landssíma íslands hf. á fundi ráðsins 9. júní sl. Af- greiðsla samkeppnisráðs var tví- þætt. Annars vegar skilaði ráðið álitsgerð sem beint var til sam- gönguráðherra og hins vegar tók það ákvörðun sem fól í sér bindandi fyrirmæli til Landssímans. Að sögn Guðmundar var álits- gerð samkeppnisráðs birt sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvars- syni, kl. 16 á miðvikudag í síðustu viku en álitsgerðin og ákvörðunin voru ekki birtar málsaðilum, Land- símanum og Tali hf., fyrr en kl. 14 á fimmtudag eða nær sólarhring síð- ar. Þrátt fyrir það hafi lögmaður Landssímans hringt til Samkeppn- isstofnunar um hádegisbil á fimmtudag og skýrt frá því að hann hefði álitið undir höndum. „Hann [lögfræðingur Landssímans] sagð- ist vera með álitið undir höndum og benti á að í því væri vísað til ákvörðunar samkeppnisráðs. Sp- urði hann síðan hvemig væri með hana og hvort hún yrði ekki birt þeim. Það vakti hins vegar nokkra athygli okkar að lögmaður Lands- símans skyldi vera kominn með álitið áður en búið var að birta álitið Landssímanum," segir Guðmundur og heldur áfram. „Það er ekki nema ein skýring á því hvernig álitið hef- ur komist í hans hendur. Það hlýtur að hafa borist þangað frá sam- gönguráðuneytinu." Kvennaáhöfn á kvenréttindadegi Stefnum að því að fljúga aft- ur saman KONUR skipuðu allar stöður í flugi Flugleiða 204 milli Kefla- víkur og Kaupmannahafnar í gær, á kvenréttindadaginn. Farkosturinn var Eydís, ein af Boeing 737-400-þotum félags- ins. Flugsljórinn, Geirþrúður Alfreðsdóttir, fór þá fyrstu ferð sína sem fhigstjóri og Linda Gunnarsdóttir flugmaður síð- ustu ferð sína í bili en hún fer síðan í barneignafrí. „Þetta er skemmtilegur dag- ur fyrir okkur og í senn tilvilj- un og skipulagning í tilefni dagsins enda er fyrst nú tæki- færi til að manna þessa flug- vélategund konum eingöngu,“ sagði Geirþrúður í gærmorgun þegar hún var að undirbúa flugið ásamt Lindu. Geirþrúður hefur starfað hjá Flugleiðum í áratug og Linda frá árinu 1995. Báðar hafa þær flogið Fokker- vélum og þotum. „Okkur langaði að fljúga sam- an áður en ég færi í barneigna- Morgunblaðið/Jim Smart KVENNAÁHÖFN á kvenréttindadegi. Frá vinstri: Sigrún Bergsdótt- ir, Þórunn Björg Marinósdóttir, Jenný Sörheller, Linda Gunnars- dóttir, Geirþrúður Alfreðsdóttir, Katrfn Alfreðsdóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir. frí og við náum þessu einmitt í dag sem okkur finnst mjög ánægjulegt," segir Linda en reglur mæla fyrir um að barns- hafandi flugmenn séu í leyfi fyrstu þrjá mánuði meðgöngu og síðustu þijá. „Við stefnum að því að gera þetta aftur þegar ég kem aftur til starfa, trúlega næsta vor,“ segir Linda en kveð- ur tækifærin kannski ekki gef- ast oft þar sem konurnar í hópi fiugmanna Flugleiða séu ekki nema fimm alls eða um 2% flug- manna félagsins. Fimm flugfreyjur voru og með í för og svonefnd fyrsta freyja var Katrín Alfreðsdóttir, systir flugsljórans. „Mér fínnst afskaplega skemmtilegt að fara með litlu systur í fyrstu ferð hennar sem flugstjóra og við teljum þetta merkisdag í fjöl- skyldunni," sagði Katrín, ,jafn- vel þótt flugfreyjurnar fái ekki að vera í buxum,“ skaut einhver inn í og Katrín sagði það allt annað mál sem flugfreyjur væru nú að skoða í rólegheit- um. Heimsókn Halldórs Ásgrimssonar til Bosniu og Hersegóvínu Lýðræði miðar vel á veg Sarajevo. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og núverandi formaður ráðherraráðs Evrópuráðsins, hóf í gær, laugardag, opinbera heimsókn sína til Bosníu og Hersegóvínu. Kom ráðherra til Sarajevo, höfuð- borgar Bosníu, ásamt Daniel Tharschys, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, auk embættis- manna sem fylgja þeim í heimsókn- inni sem standa mun fram á mánu- dag. Ferð ráðherra og Tharschys er liður í umsóknarferli ríkisstjómar Bosníu og Hersegóvínu um aðild að Evrópuráðinu þar sem Island gegn- ir nú formennsku. Stjórn Bosníu sótti um aðild að ráðinu árið 1995 eftir að Dayton-samningurinn hafði verið undirritaður í kjölfar Bosníu- stríðsins. Undanfarið ár hafa emb- ættismenn Evrópuráðsins lagt mat á aðildarhæfni landsins. í ræðu sem Halldór hélt fyrir báð- ar deildir Bosníuþings á laugardag sagði hann að ljóst væri að Bosnía sé vel á veg komin að enduruppbygg- ingu lýðræðis og grundvallarfor- sendum réttai-ríkisins. Þakkaði ráð- herra bosnísku þjóðinni sérstaklega fyrir það hve yfirvegað hún hefði tekið á málum í Kosovo. Hvað aðild Bosníu og Herseg- óvínu að Evrópuráðinu varðar sagði utanríkisráðherra að markmið þeirrar vinnu sem fram hafi farið á vegum Evrópuráðsins væri að land- ið geti fengið aðild sem allra fyrst. Þá sagði Halldór að þrátt fyrir að ráðherraráðið hafi ekki gefið út sameiginlega yfirlýsingu hvað aðild- ina varði þá sé ljóst að málefni Bosníu séu einstök. „Það eru mikil- vægar forsendur að baki því að rík áhersla er lögð á að landinu verði veitt aðild. ... En á sama tíma verð- um við að gera okkur ljóst að nokk- ur, afar aðkallandi málefni verður að leysa,“ sagði ráðherra. Framtíðin óljós á fjármálamarkaði ►Viðtal við Halldór J. Kristjáns- son, sem setið hefur í stól banka- stjóra Landsbanka íslands hf. í sextán mánuði/10 NATO-aðild veitir Ungverjum aukið öryggi ► Rætt við István Mohácsi, sendi- herra Ungverjalands, m.a. um þróun mála í Kosovo/12 Sjálfbær þróun verði leiðarljósið ► Rætt við Siv Friðleifsdóttur, nýjan umhverfisráðherra/24 Nýja bíó heldur í víking til Noregs ►Viðskiptaviðtalið er við Guð- mund Kristjánsson og Guðberg Davíðsson sem reka kvikmynda- íyrirtækið Nýja bíó/30 B__________________________ ► 1—16 Svo kveður við hljómur um dalinn ►300 kraftmiklar karlaraddir sungu í einum kór á Heklumóti norðlenskra karlakóra/l&8-9 Nýjar rætur og gamlar ► Svanlaug Dögg Snorradóttir á rætur á íslandi en hefur skotið nýjum I Hollandi/4 Hér þyrfti að leika djass! ►Árni ísleifsson tónlistarmaðm’ hefur um árabil staðið fyrir djass- hátíðum á Egilsstöðum/6 D FERÐALÖG ► l -4 Halifax ► Hátíðahöld vegna stórafmælis/2 Könnun Ferðamála- ráðs íslands ►Dæmigert ferðafólk á íslandi/4 E BÍLAR ► l-8 Frá saumavélum og reiðhjólum til bíla ► Heimsókn í höfuðstöðvar Opel í Riisselsheim /2 Reynsluakstur ►Mjúkur Mégane með andlits- lyftingu/4 F___________________________ ► l-20 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Hugvekja 50 Skoðun 37 Fólkífréttum 54 Viðhorf 38 Útv/sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannlífsst. Hb Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 12b í dag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.