Morgunblaðið - 20.06.1999, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðift/Ámi Sæberg
SÓKNARMAÐURINN brasilíski, Santos, sækir hér að marki Víkinga í heimaleik þeirra gegn Leiftri á dögunum. Þorri Ólafsson reynir að
verjast, en á bak við þá fylgist Uni Arge grannt með.
Arnór Guðjohnsen spáir í leiki dagsins á íslandsmótinu efstu deild karla
Velgengni Blika
er engin tiMQun
Þrír leikir eru á dagskrá efstu deildar
karla á Islandsmótinu í knattspyrnu í dag
og ættu línur í deildinni nokkuð að skýrast
í kjölfarið. Björn Ingi Hrafnsson fékk
Arnór Guðjohnsen, leikmann Vals, til að
rýna í leikina. Hann segir að velgengni
Breiðabliks komi sér alls ekki á óvart, hún
sé afsprengi mikillar skipulagningar
þjálfarans Sigurðar Grétarssonar.
Þrír leikir eru á dagskrá deildar-
innar í dag, en leikur ÍBV og
KR var í Vestmannaeyjum í gær og
þá hefur leik Vals og ÍA verið
frestað fram í næsta mánuð vegna
Evrópuleikja Skagamanna. Fyrsti
leikurinn í dag verður á Kópavogs-
velli kl. 14, en þá mætast nýliðamir
í deildinni, Breiðablik og Víkingur.
í kvöld eru svo tveir leikir; á Laug-
ardalsvelli eigast við Fram og
Leiftur og í Grindavík nágrannalið-
in Grindavík og Keflavík.
Amór segir að allir leikimir séu
mjög mikilvægir og miðað við stöð-
una í deildinni komi tveir þeirra
beint að toppbaráttunni. „Leikur-
inn á Kópavogsvelli milli nýliðanna
hefur þannig bein áhrif á toppbar-
áttuna, enda hafa Blikar komið
allra liða mest á óvart. Að mínu
mati hefur heppni komið þar hvergi
nærri, heldur er lið Sigurðar Grét-
arssonar þaulskipulagt, verst vel og
leikmenn liðsins hafa nægilegt
sjálfstraust til að láta knöttinn
ganga innan liðsins. Eg tel Breiða-
blik því sigurstranglegra liðið í
þessum leik, þótt hann verði án efa
mjög erfiður og Víkingar hugsi sér
eflaust gott til glóðarinnar gegn lið-
inu sem kom einnig upp úr 1. deild.
Nái Breiðablik sigri er liðið komið á
flug í toppbaráttunni og að sama
skapi myndi tap fyrir Víkinga koma
þeim fyrir í baráttunni í neðri hluta
deildarinnar. Barátta og kraftur
hefur verið aðalsmerki Víkinga, en
við Valsmenn höfum einmitt leikið
gegn báðum þessum liðum. Breiða-
blik hreif mig mun meira og ég tel
liðið því sigurstranglegra.“
Leiftur brokkgengt
Arnór segir að stórleikinn á
Laugardalsvelli milli Fram og
Leifturs megi alls ekki vanmeta.
Sigur myndi færa liðin verulega
upp töfluna, ekki síst Leiftursmenn
sem eiga inni leik úr 2. umferð á
heimavelli gegn KR.
„Staða Leifturs er mjög góð mið-
að við að liðið hafí leikið þrjá leiki á
útivelli en aðeins einn á heimavelli.
Hins vegar sýna úrslitin í bikar-
keppninni [er liðið féll út fyrir
Sindra á Hornafirði] að liðið er
mjög brokkgengt og getur dottið
verulega niður á milli góðra leikja.
Mjög góðir sóknarmenn eru í Leift-
ursliðinu og fyrir aftan er vömin
traust með vin minn Hlyn Birgis-
son í forystu. Mér hefur sýnst að
Framarar séu heldur á uppleið,
þrátt íyrir skrítið áfall í bikarnum
og það er athyglisvert að bæði
þessi lið misstu af bikarlestinni
strax í fyrstu umferð. Framarar
eru léttleikandi lið og þótt jafntefli
séu alls ekki ólíkleg úrslit, fínnst
mér meiri „Framlykt" af þessum
leik. Bæði er að liðið er á heimavelli
og einnig veit ég ekki hvort Leift-
ursmenn hafa jafnað sig á tapinu
gegn Sindra."
Barátta suður
með sjó
Þriðji og síðasti leikur dagsins er
í Grindavík þar sem heimamenn
taka á móti nágrönnum sínum í
Keflavíkurliðinu. Heimamenn urðu
fyrir því áfalli að detta út í bikar-
keppninni fyrir ungmennaliði
Framara, en Keflvíkingar unnu
auðveldan sigur. Staða þeirra í
deildinni er þó ekkert sérstök og
víst er að Keflvíkingar hefðu áhuga
á að bæta stöðu sína í deildinni með
sigri í þessum leik.
Arnór segir að jafntefli sé líkleg-
asta niðurstaðan í þessum leik,
enda verði örugglega um mikla bar-
áttu að ræða og hún komi niður á
gæðum knattspyrnunnar að ein-
hverju marki. „Grindvíkingar hafa
náð að hala inn nokkur stig, einkum
á heimavelli og munu fara drjúgt á
því í sinni baráttu. Keflvíkingum
hefur ekki tekist að fínna taktinn í
leik sínum og við Valsmenn vorum
t.d. mestu klaufar að vinna þá ekki
á útivelli á dögunum í jafnteflisleik,
4:4. Bæði liðin þurfa á sigri að
halda til að komast upp í deildinni,
en mér fínnst líklegast að þau fái
sitt stigið hvort eftir þennan leik,“
sagði Arnór.
Þórsarar
greiði
Purisevic
l, 5 milljónir
KNATTSPYRNUDEILD Þórs á
Akureyri var á föstudaginn dæmd í
Héraðsdómi Norðurlands eystra til
að greiða Ejup Purisevic 1.408.785
krónur, ásamt dráttarvöxtum,
vegna vanefnda samnings.
Purisevic, sem áður hafði leikið
með Sindra á Homafírði, gekk til
liðs við Þór skv. samningi sem
gerður var 24. október 1996 og átti
m. a. að tryggja leikmanninum allt
að 1,5 milljónum ki’óna í laun fyrir
níu mánaða tímabil; frá janúar
1997 til október það ár. Purisevic
lék hins vegar aldrei með Þór.
Hann rifti samningi sínum 7. mars
1997 vegna vanefnda.
Knattspymudeild Þórs var að
auki dæmd til að greiða 450.000 kr.
í málskostnað.
Freyr Ofeigsson, dómstjóri Hér-
aðsdóms Norðurlands eystra, kvað
upp dóminn.
KÖRFUBOLTI
Staða San
Antonio
er vænleg
Leikmenn San Antonio sýndu
andstæðingum sínum í New
York enga miskunn í annarri viður-
eign liðanna í úrslitum NBA-deild-
arinnar í San Antonio á aðfaranótt
laugardags. Heimamenn tók for-
ystuna strax í fyrsta leikhluta og
gáfu hana aldrei eftir og tryggðu
sér 13 stiga sigur, 80:67. Þar með
hefur San Antonio unnið tvo fyrstu
leiki einvígisins og víst er að það er
gott veganesti fyrir liðið þar sem
næstu þrír leikir einvígisins fara
fram í New York, hinn fyrsti á
mánudag. Þetta var tólfti sigurleik-
ur San Antonio í úrslitakeppninni á
þessu sumri.
„Það var enginn glæsileiki yfir
þessum sigri, en það er ekki spurt
að því að leikslokum," sagði Tim
Duncan, stigahæsti leikmaður
heimamanna með 25 stig. Auk hans
var David Robinson atkvæðamikill
að vanda, hann gerði 16 stig, Mario
Elie var með einu stigi færra og
Sean Elliot gerði 10 stig.
Alls voru 39.554 áhorfendur á
leiknum og hafa aðeins einu sinni
verið fleiri áhorfendur á úrslitaleik
í NBA-deildinni. Telja margir
ástæðuna vera þá að stuðnings-
menn San Antonio telji þetta hafa
verið síðasta heimaleik leiktíðar-
innar þar sem lið þeirra muni inn-
sigla meistaratitilinn á útivelli í
næstu leikjum.
Latrell Sprewell skoraði flest
stig New York-liðsins, 26, og Allan
Houston kom næstur með 19 stig.
Annars var skotnýting leikmanna
New York aðeins 33% sem vart
getur talist til fyrirmyndar hjá
leikmönnum sem sækjast eftir
meistaratitli í NBA.
„Við erum að fá skotfæri, en nýt-
ingin er hins vegar slæm,“ sagði
Sprewell eftir leikinn. „Leikmenn
San Antonio eru hins vegar að
verjast vel auk þess sem þeir hafa
hærri menn undir körfunni og
hirða þar af leiðandi mun fleiri frá-
köst.“
New York-liðið fékk aðeins 12
vítaköst í leiknum á sama tíma og
liðsmenn San Antonio fengu nær
þrefalt fleiri, eða 25. „Úrslitin réð-
ust á vítaköstunum," sagði Jeff
Van Gundy, þjálfari New York.
„Við fengum fá á sama tíma og
andstæðingurinn vann fjölmörg og
nýtti þau ágætlega.