Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
+ *
Islenskur píanókonsert á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands
Islenskt efni
í fyrirrúmi
Morgunblaðið/Sverrir
STEINUNN Birna Ragnarsdóttir píanóleikari, Jórunn Viðar tónskáld og Petter Sundquist á æfingu
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands heldur undir stjóm Petters
Sundquist tónleika í Háskólabiói á
þriðjudaginn, 22. júní, kl. 20.00. Á
efnisskránni verða eingöngu íslensk
verk; tvö eftir Jórunni Viðar, nýút-
nefndan borgarlistamann, og eitt
eftir Finn Torfa Stefánsson.
Verk Finns Torfa kallast Hljóm-
sveitarverk IV og er samið í minn-
ingu Fróða Finnssonar sem lést
1994, þá 19 ára. Verkið er að sögn
Finns Torfa' í þremur þáttum og
heitir sá fyrsti Æska, annar Dansað
á torginu en þriðji Endir. „Að öðru
leyti en sem felst í þessum kafla-
heitum kemur það sem ég vil segja
fram í tónlistinni sjálfri," segir
Finnur, sem hefur doktorsgráðu í
tónsmíðum frá UCSD í Kaliforníu.
Frá 1990 hefur Finnur starfað við
tónsmíðar hér á fslandi og hefur að
sögn gert m.a. sex verk fyrir Sin-
fóníuhljómsveitina, en tvö þeirra
hafa verið flutt áður.
Ballettsvítan Eldur er annað
tveggja verka Jórunnar Viðar sem
flutt verða á tónleikunum á þriðju-
dagskvöldið. Það var samið árið 1950
fyrir listamannaþing sem haldið var í
tengslum við opnun Þjóðleikhússins.
Verkið var gert bæði fyrir hljóm-
sveit og dansara en síðan það var
frumflutt hafa dansaramir ekki ver-
ið með að sögn Jórunnar. Hún segir
verkið byggt á ljóði Einars Bene-
diktssonar Eldur. „Við Sigríður Ár-
mann danshöfundur túlkum í verk-
inu ljóðið, sem er um eld og vaxandi
og minnkandi loga,“ segir Jórunn.
Píanókonsertinn Slátta var sam-
inn árið 1977 að frumkvæði Tón-
skáldasjóðs Ríkisútvarpsins. „Það
er mikil upplyfting fyrir verkið að
vera flutt af Sinfóníuhljómsveit-
inni,“ segir Jórunn. „Ég er hug-
fangin af flutningi Steinunnar Birnu
einleikara og það er munaður fyrir
mig að fá að sitja úti í sal og hlusta,“
segir tónskáldið, sem frumflutti
verkið sjálf fyrir tuttugu árum.
Þannig vill til að þá fletti Steinunn
Bima, sem nú er einleikarinn, fyrir
Jórunni. Að sögn Steinunnar sagði
Jómnn við hana að loknum þeim
tónleikum að lofa sér að flytja verk-
ið einhvem tímann almennilega,
„svo ég er að efna tuttugu ára gam-
alt loforð“, segir Steinunn hlæjandi.
Steinunn hefur leikið einleik víða
um heim og fékk m.a. „Gran Podi-
um“-verðlaunin á vegum Juvenus
de Musicals í Barcelona. Nýverið
hlaut hún Islensku tónlistarverð-
launin ásamt Bryndísi Höllu Gylfa-
dóttur fyrir geislaplötu þeirra Ljóð
án orða. Um Sláttu eftir Jómnni
Viðar segir hún; „Þetta er stórfint
verk og gaman að taka þátt í að
endurvekja íslenskan píanókonsert.
Hann er hefðbundinn en um leið er
mikill íslenskur framkraftur í hon-
um. Maður heyrir stíleinkenni Jór-
unnar í gegn og einnig gætir fleiri
áhrifa, sem einhvern veginn ekki er
hægt að setja fingurinn á, en á sér
alíslenskar rætur,“ segir Steinunn
og bætir við að í verkinu séu marg-
ar fallegar laglínur. „Mér finnst
merkilegt að svo gott verk skuli
vera til og ekki seinna vænna að
fólk fái að njóta þess,“ segir Stein-
unn, en verkið hefur ekki verið flutt
síðan 1977. „Hér er um alvöra ís-
lenskan píanókonsert að ræða og
því hlýtur maður að flytja hann með
margfalt meiri ást en ella,“ segir
Steinunn Bima.
Hljómsveitarstjórinn Petter
Sundquist er aðstoðarhljómsveitar-
stjóri sinfóníuhljómsveitar sænska
útvarpsins og hefur stjómað yfir
tuttugu uppfærslum við óperuhús
víða um Sviþjóð. Tónleikamir á
þriðjudagskvöldið verða þeir fyrstu
sem hann tekur þátt í hér á landi.
Ars magica - Vision
2000 á fsafírði
ARS magica - Vision 2000 er hópur
listamanna frá Austurríki, íslandi,
Italíu og Noregi sem mun starfa
saman á Isafirði dagana 20. júní til
4. júlí nk. Þeirra helsti vinnustaður
verður Edinborgarhúsið á ísafirði
en hópurinn mun þó teygja arma
sína víða um héraðin í kring.
Ætlunin er að listamennimir starfi
saman að a.m.k. einu sameiginlegu
listaverki með það að leiðarljósi að
starfinu verði fram haldið á komandi
fawrifö
TÆTARAR
Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699
Vefsíða: www.oba.is
POTTASETT
KÚNÍGÚND
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 S 551 3469
árum með hápunkti í borginni Graz í
Austurríki árið 2003, en hún verður
þá menningarborg Evrópu.
ARS MAGICA hefur verið til um
nokkurra ára skeið og er frumkvöð-
ull þess Robert Wilfing, listamaður
frá Hitzendorf í Austurríki, en hann
hefur dreymt um að sameina lista-
menn áðurnefndra landa til list-
sköpunar í þeirri trú að sameiginleg
orka muni nýtast vel í leit að nýj-
ungum í myndlist.
Fugl í tré
SÆNSKI gagnrýnandinn Carl-
Gunnar Áhlén skrifar í blað sitt,
Svenska Dagbladet í Stokkhólmi
(8. maí), um fyrstu sinfóníu Atla
Heimis Sveins-
sonar, sem Sin-
fóníuhljómsveit
Islands flutti
nýlega undir
stjóm Bern-
harðs Wilkin-
sonar.
Áhlén vitnar
til orða tón-
skáldsins um að
Island minni á
fugl í tré í hæfi-
legri fjarlægð frá hinum miklu
meginlöndum: „En maður getur
líka hugsað sér tónskáldið sem fugl
í sextugu lífstré sínu, virða fyrir
sér óteljandi tónverk sín þar sem
allar gerðir hafa hingað til átt full-
trúa nema sinfónían," skrifar gagn-
rýnandinn.
Að mati Áhléns lætur tónskáldið
undirvitundina ráða í verkinu sem
hann kallar „sjálfsævisögulega sin-
fóníuskáldsögu" með mörgum bók-
menntalegum þráðum, en árangur
þessa innblásturs andartaksins
með villtum kenjum sínum líkist þó
kunnum formum.
Verkið er sagt hafa verið eld-
skím fyrir stjómandann Bemharð
Wilkinson. Hljóðfæraleikarar eru
sagðir hafa staðist meistaraprófið
með leik í háum gæðaflokki.
Deilt um réttmæti þess að hagnýta sér nafn Pablos Picassos
Picasso á göturnar
London. The Daily Telegraph.
AFKOMENDUR listmálarans Pa-
blos Picassos hafa fram að þessu
alltaf verið tregir til að græða óhóf-
lega á nafni föður síns en á því verð-
ur senn breyting. Brátt mun nefni-
lega koma á göturnar nýr bíll frá
Citroén-bflaframleiðendunum sem
kenndur verður við málai’ann
heimsfræga. Ef hinn nýi Citroén
Picasso reynist eitthvað líkur mann-
inum sem hann er nefndur eftir
mun bfllinn væntanlega verða afar
óútreiknanlegur, láta illa að stjórn
og líklegur til að breyta um stefnu
án nokkurra viðvarana. Bflaunnend-
ur verða þó að bíða enn um stund
áður en þeim gefst tækifæri til að fá
sér rúnt á þessum merkilega bfl.
Langt er síðan fólk tók að venjast
því að ganga um með Monet-regn-
hlífar, hafa Van Gogh-sturtuhengi á
baðherberginu og drekka te úr Tut-
ankhamun-tekrúsum. Afkomendur
Picassos hafa hins vegar fram að
þessu ekki verið ýkja ginnkeyptir
fyrir því að „selja“ nafn föður síns
hinum ýmsu fyrirtækjum til afnota.
Reyndar er það svo að afkomend-
urnir era alls ekki á eitt sáttir um
þá ákvörðun nú að leyfa Citroén-
fyrirtækinu að setja á markað
Picasso-bíl sinn og deila þeir nú
hart um hvort réttlætanlegt sé að
græða þannig á frægð Picassos.
Marina Picasso, bamabarn list-
málarans fræga, hefur borið málið
upp fyrir frönskum dómstólum og
gerir hvað hún getur til að koma í
veg fyrir áform annarra ættingja
sinna. „Það er óþolandi,“ segir hún,
„að nafn hans sé notað til að selja
eitthvað jafn ömurlegt og bfl. Þetta
er hneykslanleg misnotkun í gróða-
skyni. Nafn afa míns og sál á ekki
að nota til framdráttar nokkurs
annars en listarinnar."
Hafa ítrekað lögsótt þá sem
misnotað hafa nafn Picassos
Samningurinn sem Citroén gerði
við afkomendur Picassos, og sem
reyndist þeim „ofboðs-
lega dýr“, hefur vakið
nokkra furðu enda hef-
ur Picasso-fjölskyldan
fram að þessu varið
nafn málarans sem
mest hún má. Hafa af-
komendur Picassos ít-
rekað reynst reiðubúnir
að hefja kostnaðarsöm
málaferli til að koma í
veg fyrir að óprúttnir
aðilar misnoti nafnið til
að selja vöru sína.
Hafa þeir m.a. lögsótt
pítsustað í New York
og mexíkanska fram-
leiðendur undirfatnaðar
fyrir misnotkun á nafni
Picassos. „Þau eru afskaplega hörð
í hom að taka og mjög gjörn á að
leita til dómstóla," segir Dorothy
Weber, lögmaður sem sinnir hags-
munum Picasso-fjölskyldunnar í
Bandaríkjunum.
Andlát Picassos árið 1973 dró dilk
á eftir sér. Erfingjar hans deildu
hart innbyrðis um eigur hans og
hafa í raun aldrei náð sáttum.
Erfðaskrá listmálarans, sem var 92
ára þegar hann dó, reyndist ragl-
ingsleg og börðust afkomendumir
um yfirráð yfir dánarbúinu í meira
en áratug.
Á endanum hlaut Claude, sonur
Picassos og Frangoise Gilot, yfirráð
yfir búinu en verður að deila öllum
tekjum með hinum fjórum lögerf-
ingjunum, Palomu, Marinu, Bem-
ard og Mayu.
Picasso-eðalkoníak
væntanlegt á markað
Claude Picasso hefur ekki sýnt
mildnn áhuga á að hagnýta sér
Picasso-nafnið þar til nýverið og
hefur hann reyndar staðið í ströngu
síðustu misserin. Um leið og
Citroén Picasso er kominn á göt-
umar má vænta Picasso-sígarettu-
kveikjara írá Dupont, væntanlegt á
markaðinn er einnig
Picasso-eðalkoníak frá
Hennessy - og mun eft-
irmynd af málverkinu
Café hjá Royan, sem
Picasso málaði árið
1940, prýða flöskuna -
og loks ber þess að geta
að á síðasta ári leyfði
Claude Picasso banda-
ríska auðkýfingnum
Steve Wynn að opna
veitingastað sem ber
nafn Picassos á spilavíti
sínu í Las Vegas.
Afkomendur Picassos
- öll nema Marina -
segjast einfaldlega láta
raunsæið ráða. Hvort
sem þeim lfld betur eða verr muni
menn reyna að græða á nafni málar-
ans og því sé að minnsta kosti betra
að þau hafi eftirlit með því hvaða
vörur er verið að selja í nafni hans.
Aðrir saka þau um peningagræðgi
og segja málaranum sýnd vanvirðing
með þessum samningum.
Einkaréttur á notkun nafnsins
rennur út 2023
Þó er ekkert einsdæmi að nöfn
frægra listamanna prýði vörur og
veitingastaði. Synir rithöfundarins
Ernests Hemingways hafa leyft
sölu á ýmsum vöram er bera nafn
föður þeirra, kaffihús er bera nafn
Mozarts eru hvarvetna, Michael-
angelo-snyrtivörar má finna á
markaðnum sem og fatnað sem ber
nafn Jacks Kerouacs.
Þykir reyndai- ekki ólíklegt að
Picasso-fjölskyldan hafi skyndilega
gert sér grein fyrir að einkaréttur
hennar á notkun nafns listamannsins
rennur út árið 2023 - fimmtíu áram
eftir andlát hans - en eftir það er öll-
um heimilt að hagnýta sér nafn
Picassos. Með þetta í huga segist
ónefndur fyrrverandi stjómandi
Picasso-safnsins í París ekki áfellast
afkomenduma fyrir ákvörðun þeirra.