Morgunblaðið - 20.06.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 23
HANNES Lárusson myndlistarmaður, Kristín Magnúsdóttir iífefnafræðingur og Sunna Kristín Hannesdótt-
ir, væntanlegur nemandi í 5. bekk, segjast ánægð með námskeið Sólheima um vistmenningu.
Skynsemi frekar
en bókstafstrú
ferðast í bílum og fái sér hjól í
staðinn. Eg á sjálfur bíl, auk þess
sem bestu hjólin eru hvort eð er
úr áli. Það væri því hræsni af mér
að halda því fram að ekki eigi að
byggja álverksmiðjur hér á landi.
Al er nytsöm framleiðsluvara. ís-
lendingar standa frammi fyrir
þeim vanda að gera upp við sig
hvernig þeir eigi að nýta þær auð-
lindir sem þeir eiga, svo hægt sé
að skapa nægan auð til þess að
búa þegnunum viðunandi lífsskil-
yrði. Það væri mjög erfitt fyrir Is-
lendinga að lifa einvörðungu af
gæðum landsins. Þið þurfíð tekju-
lindir til þess að eiga fyrir því sem
upp á vantar og ál getur verið
ákjósanlegur kostur í því sam-
hengi.
Ég geri mér ljóst að hugmyndir
um virkjanir og byggingu stór-
iðjuvera eru afar umdeildar, en
þetta er allt saman spurning um
val. Ég get ekki sagt til um hvað
er rétt og hvað er rangt, en það
sem Islendingar þurfa að hafa á
hreinu er hvað fæst fyrir það sem
til er kostað. Ef hugmyndin væri
sú að reisa stórbrotið orkuver á
síðasta ósnortna landsvæði jarðar-
innar yrði ekki aftur snúið. Það
sem skemmt er í virkjunarfram-
kvæmdum fæst ekki tilbaka og
flestar stærstu vatnsaflsvirkjanir
heimsins hafa haft skelfllegar af-
leiðingar. Þær hafa til dæmis leitt
til útbreiðslu sjúkdóma í Afríku
þar sem risavaxin uppistöðulón
koma vistkerfinu úr jafnvægi og
leiða til offjölgunar stungmýs,
sem síðan breiðir út sjúkdóma
með meiri hraða en áður. Tugir
milljóna manna voru líka fluttar
nauðugar milli landsvæða í Kína
vegna virkjunarframkvæmda og
þar fór dýrmætt ræktunarland
undir vatn. Þegar hálendi íslands
er skoðað vakna margar spurning-
ar. Islendingar eru sjálfum sér
nógir um raforku og þurfa því að-
eins fleiri virkjanir í tengslum við
nýjan iðnað. Flutningskostnaður
heimshorna á milli á eftir að
hækka í sífellu á komandi árum og
ef hugmyndin er sú að framleiða
aukið magn af báxíti eru framtíð-
arhorfurnar vægast sagt óljósar.
Ég myndi leggja til að farið
yrði hægt í sakirnar, breskt orða-
tiltæki segir sem svo að skipalest-
in ferðist á hraða skipsins sem
hægast siglir og ef einhverjum
þykir sem farið sé fullgeyst út í
slíkar framkvæmdir myndi ég
leggja til að þeir varkárustu réðu
ferðinni. Ef markmiðið er að
KRISTÍN Magnúsdóttir, lífefna-
fræðingur og stundakennari við
Tækniskóla Islands, og Hannes
Lárusson, myndlistarmaður og
kennari, hafa bæði áhuga á líf-
rænni ræktun, vistvænum bygg-
ingaraðferðum og vistvænni
hönnun og vildu því sækja nám-
skeiðið á Sólheimum. Þau hjónin
eru búin að gera upp torfbæ á
Suðurlandi og hyggjast kannski
stunda þar lífræna ræktun. Hann-
es er reyndar alinn upp í torfbæ
og segir Kristín að hún hafi farið
á námskeiðið til þess að gera upp
við sig hvort lífræn ræktun væri
eitthvað sem hún vildi prófa.
„Þetta er stórkostlegt nám-
skeið. Við byrjuðum á föstudags-
morgun f siðustu viku og erum
því einungis búin að vera nokkra
daga, en mér fínnst eins og það
hafi staðið yfír í mánuð,“ segir
Kristín. Finnst henni þau hafa
lært eitthvað sem „allir þyrftu að
læra“. Hannes truflar hana í
miðri setningu og spyr hvort hún
hafi verið fengin til þess „að selja
námskeiðið“. Hún heldur hins
vegar ótrauð áfram. „Áhersla er
lögð á hringrás náttúrunnar, sam-
fjölga virkjunum er meginreglan
því minni því betri. Það er betra
tæknilega séð, sem og frá póli-
tísku sjónarmiði.
I fyrsta lagi fer heilmikill hluti
orkunnar í súginn þegar hún er
flutt langar leiðir, auk þess sem
tilfinning íbúanna fyrir
sjálfsnægtum eykst þegar séð er
fyrir þörfum samfélagsins heima í
héraði.
Samþjöppun grefur
undan dreifbýlinu
Aukin samþjöppun í stjórnkerf-
inu sem og iðnaði leiðir til enn
frekari fólksflótta til þéttbýlli
svæða, þar til ekki borgar sig leng-
ur að starfrækja skóla og reka
verslanir eða aðra þjónustu í dreif-
býlinu. Samfélagið stendur ekki
lengur undir sjálfu sér, smærri íyr-
irtæki leggja upp laupana og sam-
steypumar taka völdin. Staðbund-
inn, umfangsminni rekstur er ekki
bara betri frá vistfræðilegu sjónar-
miði, heldur því félagslega líka.
Með því móti vill fólk frekar vera
hengið milli manns og náttúru,
gróður, ræktun, mannrækt, það
má eiginlega segja að ekkert sé
undanskilið," segir hún.
Hannes er líka hrifínn af nám-
skeiðinu en segist „hafa látið til
leiðast“ að taka þátt, sem vekur
almenna kátínu. „Ég ákvað að slá
til því ég gerði mér grein fyrir því
að ekki væri um að ræða nokkrar
öfgar. Hér er áherslan ekki á bók-
stafstrú eða prédikanir heldur
heilbrigða skynsemi,“ segir hann.
Kristín vekur athygli á að mann-
eskjan hafi fjarlægst uppruna
sinn. „Vistmenning er afturhvarf
til náttúrunnar án þess að tæknin
sé látin lönd og leið. Við erum
ekki að læra að verða hippar,
heldur hvernig við getum auð-
veldað okkur lífíð með nýjum
hugsunarhætti," segir hún.
Hannes nefnir lfka að farið sé
yfír hvaða þætti í Iífínu og um-
hverfinu sé hægt að styrkja. „Við
lærum að lesa aðstæður og breyta
i' samræmi við það. I raun má
segja að engar aðstæður séu betri
en aðrar. Maður þarf bara að
læra að sjá möguleikana," segir
hann að lokum.
áfram á sínum stað,“ segir hann.
Graham Bell segir að síðustu að
vistmenning geri fólki unnt að
breyta umhverfi sínu, án þess að
meiriháttar umskipta sé þörf. „Við
þurfum ekki að afneita nútímanum,
framfórum eða þeirri þekkingu
sem við búum yfir. Margir virðast
þeirrar skoðunar að hver og einn
hafi lítið til málanna að leggja þeg-
ar bæta á umhverfið, það sé alfarið
á ábyrgð einhverra annarra. Þegar
stór vandamál eru á ferðinni er til-
hneigingin líka sú að fyllast ör-
væntingu, eða bara stinga höfðinu í
sandinn. Svo dæmi sé tekið telja
margar ungar, heimavinnandi
mæður, sig lítils megnugar, fastar
heima, og makar þeirra yppta bara
öxlum og fara á hverfiskrána. Sum-
ir vilja hins vegar láta til sín taka
en vita ekki hvemig. Þar koma
vistmenningarsinnar til sögunnar.
Þeir geta leitt fólki aðra siði fyrir
sjónir, ekki með því að benda ásak-
andi og tala um rangt og rétt, held-
ur með góðu fordæmi. Hvert og
eitt okkar á valið.“
EPSON Micmsofí COMPACl
UTSALA
í DIGITALHÚSINU
VATNAGÖRÐUM 14
HEFST MÁNUDAGINN 21.6.
OPIÐ FRÁ KL.10 - 17
Mikill afsláttur af öllum tölvutengdum
vörum meðan birgðir endast.
Tölvur
Netþjónar
Skjáir
Prentarar
Örgjörvar
Minniskubbar
Hariir diskar
Myndskannar
o.fl. o.fl. o.fl.
Tæknival
•HYUNDAI FUÍÍTSU TOSHIBA