Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Starfið er ekki lengur bara
HILDUR Magnúsdóttir í Sierra Leone.
hættulegt, maður er líka hálf-
lamaður af því að upplifa þessar
ógeðfelldu „baráttuaðferðir“.
að eru fáir staðir í
heiminum sem eru jafn
vanþróaðir og Vestur-
Afríkuríkið Sierra Leo-
ne. Hjá Sameinuðu
þjóðunum fær landið í
sífellu verstu hugsanlegu einkunn.
Hildur Magnúsdóttir er hjúkrunar-
fræðingur sem starfaði fyrir Rauða
krossinn í Sierra Leone frá júní
1996 til júlí 1997. Hennar starf var
að samhæfa heilbrigðisstarf Al-
þjóðaráðs Rauða krossins í landinu
og var hún með aðsetur í höfuð-
borginni Freetown en ferðaðist
mikið um landið til að meta aðstæð-
ur og vinna við eftirlitsstörf. En
hvað er það sem fær fólk til þess að
fara út í svona starf og hvernig
gengur það fyrir sig að vinna í einu
vanþróaðasta landi heimsins?
„Að hluta til er þetta löngun til
þess að vilja gera gagn í þessum
heimi. Hérna á íslandi lifum við í
allsnægtum og ef eitthvað er ekki til
þá er það bara pantað, þegar út er
komið finnur maður fyrir því að lífið
er í raun og veru erfitt, það eru ekki
allir sem hafa það jafn gott og við.
Maður flettir í gegnum blöðin og
sér myndir af hroðalega útleiknu
fólki sem hefur lent í átökum sem
það á engan þátt í að skapa eða fólki
sem sveltur heilu hungri. Þegar
maður tekur þátt í hjálparstarfi
finnur maður fyrir því að maður
getur í raun og veni skipt máli, hver
og einn getur lagt sitt af mörkum.
Þetta er sjálfstætt starf sem gefur
mér það rými sem ég þarf til hreyf-
ingar og sköpunar í hinum víða
skilningi.
Stjórnleysi og grimmd-
arleg ógnarstjórn
gagnvart óbreyttum
borgurum á átakasvæð-
um sem er farin að ein-
kenna svo mörg stríð
okkar tíma, hafa haft
þau áhrif að starf hjálp-
arstofnana á átaka-
svæðum er orðið mjög
andlega niðurbrjótandi,
segir Hildur Magnús-
dóttir hjúkrunarfræð-
ingur í viðtali við Ómar
Rafn Valdimarsson
eftir reynslu sína
í Sierra Leone.
Ég fór til Sierra Leone í júní 1996
og dvölin átti að vera árslöng. Mitt
starf var falið í að byggja upp heil-
brigðisþjónustu á átakasvæðunum
en heilbrigðisþjónusta hafði legið að
miklu leyti niðri í sex ár. Við unnum
jafnt á svæðum andspymuhreyfing-
arinnar sem og svæðum ríkisstjóm-
arinnar. Ég byggði upp og stjómaði
verkefninu auk þess sem ég hafði
yfiramsjón með nokkram erlendum
og enn fleiri innlendum starfsmönn-
um. Helsta verkefni okkar var að
koma í veg fyrir og meðhöndla nið;
urgang, lungnabólgu og malaríu. í
Sierra Leone deyr fólk unnvörpum
vegna þess að það fær engin lyf við
sjúkdómum á borð við þessa, sjúk-
dómum sem varla finnast á Vestur-
löndum. Bólusetningar vora stór
þáttur en við tókum einnig þátt í
sjúkraflutningum á særðum, veitt-
um sjúkrahúsum stuðning og heim-
sóttum fanga. Þar sem samgöngur
era oft mjög erfiðar á átakasvæðum
þurftum við stundum að senda þyrl-
ur eftir slösuðu fólki. Stöðugt þurfti
að laga starfssemi að öryggisá-
standinu í landinu þannig að
áherslubreytingar vora stöðugar.
Það sem er kannski hvað hættuleg-
ast fyrir starfsmenn Rauða krossins
er að fólk er svo tortryggið. Því
finnst erfitt að trúa því að til sé fólk
sem ekki vill taka afstöðu í baráttu
þess, fólk sem er eingöngu komið til
þess að hjálpa eftir hugmyndafræði
hlutleysisstefnu. Það eykur ekki
alltaf á trúverðugleika okkar að við
störfum báðum megin við víglínuna,
hjá báðum fylkingum, - margir eru
sannfærðir um að við séum njósnar-
ar fyrir hinn aðilann og skilja illa að
við séum líka að hjálpa óvinum
þeirra.
Stjórnlaus ógn
Ástandið í Sierra Leone er nokk-
uð flókið. Stríðið hófst árið 1990
með myndun andspymuhreyfingar
Fouday Sankohs sem hafði það að
sjálfsögðu sem markmið að koma
þáverandi yfirvöldum frá. Hinn 29.
HILDUR hafði þann starfa að byggja upp heilbrigðisþjónustu í
Sierra Leone í skugga átakanna og helsta verkefnið var að koma
í veg fyrir og meðhöndla niðurgang, lungnabólgu og malarfu.
FULLTRÚAR Rauða krossins að störfum.
* l
myrkrmu
KÁTIR krakkar í Freetown. Hildur kveðst óttast mjög um sálar-
ástand þeirra kynslóða sem eru að alast upp við aðstæður ógnar-
stjórnar og hryðjuverka í hinum ýmsu heimshlutum.