Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 38
38 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓN KRISTJÁNSSON,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
er látinn.
Ingibjörg Karlsdóttir.
Í
Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SIGÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR,
Dvergabakka, Ásahreppi,
áður Hraunbæ 98,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðju-
daginn 22. júní kl.13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans.
Martin Winkler,
Ágústa Sigríður, Sturlaugur Tómasson,
Hanna Björg, Gunnlaugur Briem,
Ragnheiður Margrét, Guðbjarni Guðmundsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JENNY HELGA HANSEN,
Blesugróf 1,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 22. júní kl. 13.30.
Hrafn Ingvason, Ólafía G. Steingrímsdóttir,
Már Ingvason,
Anna Carla Ingvadóttir,
Árni Már Mikaelsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+ Guðrún Andrés-
dóttir fæddist á
Felli í Árneshreppi í
Strandasýslu 18.
mars 1935. Hún lést
13. júni síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Andrés Guð-
mundsson frá Felli,
f. 11.9. 1892, d. 1.8.
1974, og Sigurlína
Valgeirsdóttir frá
Norðurfirði, f. 16.
júlí 1900, d. 6. nóv.
1992. Systkini Guð-
rúnar voru Bern-
harð, f. 10.19. 1919;
Guðný, f. 10.1. 1921, d. 31.1.
1921; Bergþóra, f. 1.6. 1922, d.
30.4. 1992; Sigvaldi, f. 29.8.
1924, d. 6.1. 1998; Soffía, f. 4.3.
1927, d. 18.4. 1962; Ólafur, f.
4.3. 1927; Guðmundur, f. 5.7.
1928; Vilborg, f. 8.3. 1931;
Benedikt, f. 14.4. 1933; og
Eygló, f. 13.2. 1939.
Hinn 18. janúar 1959 giftist
Guðrún Braga Emilssyni frá
Hlíðarhúsi á Djúpavogi, f. 10.1.
1935. Foreldrar hans voru Emil
Eyjólfsson, f. 10.8. 1893, d. 24.1.
1965, og Antonía Steingríms-
Elsku mamma mín, takk fyrir
árin sem við áttum saman. Þín er
sárt saknað en þú munt alltaf lifa
með okkur í minningunni.
Vor ævi stuttrar stundar
er stefnd tii Drottins fundar,
að heyra lífs og liðins dóm.
En mannsins sonar mildi
skal máttug standa í gildi.
Hún boðast oss í engils róm.
Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú að eklá talið sé.
I aldastormsins straumi
og stundarbamsins draumi
oss veita himnar vemd og hlé.
(Einar Ben.)
Bless, elsku amma og mamma.
Björgvin, Hafdís,
Erna Ósk og Eva
dóttir, f. 23.2. 1890,
d. 12.8. 1975.
Börn Guðrúnar
og Braga eru: 1)
Björgvin, f. 7.9.
1956, maki Hafdís
Þorvaldsdóttir, f.
29.6. 1971. Dætur
þeirra eru _ Erna
Ósk og Eva Ósk. 2)
Anton Emii, f. 14.3.
1958, maki Guðrún
Kristófersdóttir, f.
27.10. 1967. Synir
þeirra eru Kristó-
fer, Anton Sturla og
Orri. 3) Bryndís, f.
11.12. 1959, maki Bogi Elvar
Grétarsson, f. 17.7. 1960. Synir
þeirra eru Eysteinn Sindri og
Frans. 4) Andrés, f. 25.9. 1962,
börn hans eru Axel Bragi, Guð-
rún og Agnes Svava. 5) Ey-
steinn, f. 12.8. 1964. 6) Sjöfn, f.
24.3. 1969, maki Emil Skúlason,
f. 4.2. 1966. Börn þeirra eru
María og Bragi. 7) Helga, f.
21.1. 1974.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Hafnarkirkju á morgun, mánu-
daginn 21. júní og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Mig langar að kveðja tengda-
móður mína, Guðrúnu Andrésdótt-
ir, með nokkrum orðum, en hún er
látin eftir erfíða baráttu við
krabbamein, baráttu sem hefði
mátt skila henni meiri árangri og
bjartsýni sem hefði mátt lengja
hennar líf.
Gunna eins og hún var kölluð,
ólst upp í Norðurfirði á Ströndum
og þaðan átti hún vafalaust góðar
minningar, því það duldist engum
glampinn í augunum hennar þegar
hún minntist á Strandimar. Sjálf
hef ég ekki komið þangað en veit
samt, eftir að hafa hlustað á frá-
sagnir tengdamömmu, að þar
skartar náttúran sínu fegursta.
Það var fljótlega eftir að ég
kynntist Tona, að ég hitti Gunnu
fyrst og ekki löngu seinna hitti son-
ur minn hana. Hann var þá fímm
ára gamall, ég man svo vel hvað
hún sagði við hann. Hún sagði:
„Sæll og blessaður, ég er nú amm-
an.“ Hann var nú ekki alveg sáttur
við það, en það liðu ekki margir
dagar áður en hann fór að kalla
hana ömmu og Bragi varð afinn.
Ég hef alltaf verið tengdaforeldr-
um mínum mjög þakklát fyrir það
hvað þau tóku honum opnum örm-
um og komu fram við hann sem sitt
eigið bamabam strax frá fyrsta
degi.
Tengdamamma hafði að geyma
sterkan persónuleika, hún vai-
alltaf sjálfri sér samkvæm og kom
til dyranna eins og hún var klædd.
Hún hafði góðan húmor en leit á
hlutina raunsæjum augum. Hún
hafði stórt hjarta og gaf alla sína
ást fjölskyldunni sinni, þau voru
henni allt. Hún gerði alltaf allt sem
hún gat fyrir bömin sín og bama-
bömin, sem nú em orðin tólf.
Við munum öll varðveita minn-
inguna um góða konu og segja
þeim litlu sem ekki koma til með að
muna eftir ömmu sinni, sögur af
ömmu.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Ég kveð þig, elsku tengda-
mamma. Guð geymi þig.
Þín
Guðrún Kristófersdóttir.
Elsku amma, vonandi líður þér
vel uppi hjá Guði. Ég sakna þín
mjög mikið. Ég vildi að þú hefðir
ekki dáið því að þú varst svo
skemmtileg og góð og frábær
amma.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og Ijúfa engla geyma
öll böm þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Bless, góða amma mín.
Þinn
Anton Sturla.
GUÐRÚN
ANDRÉSDÓTTIR
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN PÁLL ÁGÚSTSSON
fyrrv. símamaður,
Norðurbrún 1,
Reykjavik,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sunnudaginn 13. júní, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 23. júní
kl. 13.30.
Svandfs Guðmundsdóttir,
Eyþór Guðmundur Jónsson, Bryndís Gísladóttir,
Sveinn Jónsson, Margrét Magnúsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir, Steinar Jónsson,
Björn Jónsson, Kerstin Wallquist Jónsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FREYJA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Helgamagrastræti 53,
Akureyri,
sem lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudags-
ins 15. júní, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 13.30.
Jón Dan Jóhannsson, Ruth Hansen,
Rúnar Jóhannsson, Jónheiður Kristjánsdóttir,
Heiðar Þ. Jóhannsson,
Guðmundur Jóhannsson, Eva Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐRUN
RAGNHEIÐUR
BENJAMÍNSDÓTTIR
+ Guðrún Ragn-
heiður Benja-
mínsdóttir fæddist á
Skagaströnd 14.
febrúar 1957. Hún
lést á Landspítalan-
um 10. júni síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Viðistaðakirkju 18.
júní.
Elsku Gunna mín. Nú
kveð ég þig og bið al-
góðan Guð að vemda
þig og alla ástvini þína
sem sakna þín mjög.
Þú fylgdist alltaf með mér þar
sem ég er líka með krabbamein og
ég veit að þú heldur því áfram. Við
vorum í sama liði og börðumst
hetjulega. Þú þurftir að lúta í lægra
haldi og við hin getum mikið lært af
þér þar sem þú varst alltaf svo dug-
leg. Þér fannst óréttlátt að ég átta
ára gamall fengi þennan sjúkdóm
en það er svo margt óréttlátt í
þessu lífi og það vissir þú manna
best. Ég ætla alltaf að vera dugleg-
ur eins og þú og ég er viss um að þú
fylgist alltaf með mér. Það er gott
að vita það. Ég varð sorgmæddur
er mamma sagði mér að þú værir
dáin og þú verður alltaf í huga mín-
um. Það var gott að heimsækja þig
og Jörgen frænda þegar ég var í
Reykjavík hjá lækni. Þú tókst alltaf
utan um mig og kysstir og það var
svo hlýlegt. Mamma
og pabbi eru ykkur
mikið þakklát.
Elsku Gunna. Nú er
þjáningum þínum lokið
og þú munt hvfla í
friði.
Ég, mamma, pabbi
og Brynjar vottum öll-
um ástvinum þínum
okkar dýpstu samúð.
Lát opnast augu min,
minn ástvin himnum á, <
svo ástarundur þin
mér auðnist skýrt að sjá:
hið fríða foldarskraut,
hinn fagra stjarnaher
á loftsins ljómabraut
og ljóssins dýrð hjá þér.
(V. Briem)
Blessuð sé minning þín.
Pétur Davíð.
Látinn er góður ferðafélagi, Guð-
rún R. Benjamínsdóttir, aðeins 42
ára að aldri.
Guðrún og maður hennar Jörgen
og yngstu synirnir Jörgen Pétur og
Benni voru virk í starfi og ferðum
Félags húsbflaeigenda á meðan
Guðrún hafði heilsu til, og í raun
mun lengur en heilsa hennar leyfði.
Hafði Guðrún mjög gaman af því
að ferðast og vera í góðum félags-
skap og oft urðum við félagarnir
varir við að hún ætlaði sér um of,
en þar kom til mikill viljastyrkur og
löngun til þess að taka virkan þátt í
því sem verið var að gera.
Er skemmst að minnast helgar-
ferðar að Hólahólum á Snæfellsnesi
að Guðrúnu fannst heilsan í betra
lagi. Lagði hún þá af stað í göngu
upp í hlíð, en þegar hún var komin
nokkuð áleiðis þá var þrekið búið
og Jörgen hélt á konu sinni til baka.
Einnig er í fersku minni að í
einni svokölluðu stóru ferð vorum
við komin í náttstað á Brjánslæk
eftir langan dag í keyrslu. Þegar
fólk var búið að grilla og snæða var
setið útivið, spilað og sungið. Guð-
rún var létt og kát og söng og
skemmti sér, en þá sem fyrr sveik
þrekið og hún hné niður. Þurfti að
kalla á sjúkrabfl frá Patreksfirði og
þetta kvöld ók Jörgen Guðrúnu á
móts við sjúkrabflinn.
Þessi tvö atvik segja betur en
margt annað að hér var á ferðinni
kona sem ekki gafst upp fyrr en í
fulla hnefana.
Það var jafnframt lærdómsríkt
fyrir okkur að fylgjast með baráttu
hennar og vilja til þess að lifa lífinu
lifandi, því aldrei varð maður var
við uppgjöf eða kveinstafi, heldur
virtist hún taka veikindum sínum
með mikilli ró, og alltaf var stutt í
bros því henni virtist lagið að koma
auga á hið jákvæða í lífinu. Er ekki
nokkur vafi á því að það verður
drengjunum hennar gott veganesti
í framtíðinni.
Félagar í Félagi húsbílaeigenda
þakka Guðrúnu heilshugar góða
samfylgd á undanförnum árum.
Hugur okkar er hjá ykkur, kæru
ferðafélagar, Jörgen, Benni og
Jörgen Pétur. Við biðjum Guð að
styrkja alla ástvini Guðrúnar.
F.h. Félags húsbílaeigenda,
Sigríður Arna Arnþórsdóttir.