Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Leitað í
smiðju
Hitchcocks
Skotinn Sean Connery er ekki við það að
setjast í helgan stein þótt aldurinn sé far-
-----------7----------
inn að segja til sín. I samtali við Pétur
Blöndal kemur fram að hann á margt eftir
ógert í stjórnmálum og kvikmyndum.
Morgunblaðið/Halldór
CATHERINE Zeta-Jones brosir sínu bliðasta en Connery lætur
ljósmyndarana heyra það...
Sean Connery í Svikamyllu
... og hlustar eftir viðbrögðum.
HVER er stærstur og mestur? Ætli Conn-
ery sé ennþá gjaldgengur í keppnina
Herra heimur?
SUMT breytist aldrei; það
rignir á sumardaginn
fyrsta, veðrið er best á
Akureyri og Sean Connery
talar með skoskum hreim. Hann er
+ einhver svipmesti leikari samtím-
ans. Þótt hárunum hafi farið fækk-
andi frá 21 árs aldri svo hann varð
að vera með hártopp í Bond-mynd-
unum hefur hann ætíð geislað af
kynþokka og var valinn sá kyn-
þokkafyllsti árið 1989 af lesendum
bandaríska vikublaðsins útbreidda
People, þá 59 ára.
Connery ber það með sér að vera
viðkunnanlegur, sigldur og örlitið
farinn að reskjast, - fer vel á því að
hann verði sjötugur við aldahvörfin
2000. Yrði það gott tilefni fyrir Breta
, að aðla hann en fram að þessu hefur
það ekki náðst í gegn, sumir segja
vegna virkrar baráttu hans í þágu
skoskra þjóðemissinna sem söxuðu á
forskot Verkamannaflokksins í
Skotlandi í síðustu kosningum þegar
Connery var í fremstu víglínu. Það
segir sitt um hugarfar Connerys að
hann lét húðflúra á handlegginn á
sér „Skotland að eilífu“ þegar hann
var 16 ára. Á hinu húðflúrinu sem
hann ber segir einfaldlega „Mamma
og pabbi“.
Þetta var þegar Connery var í
breska flotahernum en hann hefur
einnig unnið við að fægja líkkistur,
sitja nakinn fyrir í myndlistarskóla
og bera út mjólk. Þá tók hann þátt í
Herra alheimi árið 1953 og hafnaði í
þriðja sæti. En það eru kvikmyndir
sem hafa verið hans ær og kýr og
nýverið framleiddi hann og lék í
myndinni Svikamyllu eða „Entrap-
ment“ ásamt Catherine Zeta-Jones.
Það gekk brösuglega í fyrstu og var
fyrsta leikstjóranum kastað fyrir
borð áður en Jon Amiel var kallaður
til sögunnar.
.Ástæðan var sú að íyrsti leik-
stjórinn stefndi að hasarmynd á
meðan ég vildi leggja áherslu á sam-
band konunnar og mannsins,“ segir
Connery yfirvegaður. „Mín hug-
mynd var sú að gera myndina í anda
Hitchcocks, dálítið gamaldags, með
íhaldssömum eldri manni og ungri
nútímalegri konu; að sambandið milli
v þeirra yrði þungamiðja myndarinn-
ar. Þessi leikstjóri var meira fyrir
hasar og varð úr að við frestuðum
tökum á myndinni og endurmönnuð-
um áhöfnina."
í myndinni streitist listaverkaþjófur-
inn MacDougal [Connery] gegn töfr-
um Gin Baker [Zeta-Jones].
„En þau eiga í sambandi jafnvel
þótt hann setji fótinn niður og segi:
„Nú er nóg komið. Það getur aldrei
orðið neitt á milli okkar.“ Það neistar
á milli þeirra og hann getur ekki
skýrt það fyrir henni fyrr en í lokin
af hverju hann gat ekki... eða gerði
ekki. Við vorum með handrit þar
sem þau sváfu saman nánast frá
byrjun. Það var ekki eins áhugavert
og snjöll, ung nútímakona sem notar
ekki kynlíf til að ná árangri.“
Tilheyrir kastalinn í Skotlandi
þér?
„Já, en það var fyrir tilviljun. Ég
vildi að tökur færu fram í Skotlandi
því málið við myndir Hitchcocks er
að arkitektúrinn er framúrskarandi
og búningarnir fágaðir. Við reyndum
fyrst aðra staði sem heimkynni
MacDougals en svo vildi ég reyna
eitthvað alveg nýtt og við fórum til
Skotlands. Það var vel við hæfi að
ljúka svo tökum í Malasíu í hæstu
skýjakljúfum heims og tengja það
árþúsundamótunum."
Hvað vó þyngst þegar þú ákvaðst að
leika í myndinni?
„Mér fannst það áhugavert þegar
handritshöfundurinn John Bass tal-
aði um að opna glugga tæknilega um
árþúsundamótin og stela tíu sekúnd-
um, átta milljörðum dollara, með nú-
tímatækni. Það er bara svo góð hug-
mynd,“ segir Connery og Ijómar all-
ur. „Því sama hvar maður fer þá líta
tölvumál út fyrir að vera í ólestri,
enginn virðist bregðast við á full-
nægjandi hátt né hafa hugmynd um
hvenær þetta skellur á, hvemig
bregðast á við tímamismuninum eða
hvar ábyrgðin lendir.“
Átt þú tölvu?
„Nei, ég á ekki tölvu,“ svarar
Conneiy en leiðréttir svo sjálfan sig:
„Jú, ég hef átt eina í nokkra mánuði
en get ekki opnað hana. Ég er óneit-
anlega dálítið forvitinn en ætla samt
að bíða fram yfir aldamót.11
Þú ert semsagt ekki tæknilega
sinnaður.
„Nei, það er ástæðan fyrir því að
þegar Bond-myndirnar urðu tækni-
legri og brellunum fjölgaði fór ég að
missa áhugann.“
Hvenær kynntist þú James Bond
fyrst?
,Árið 1962.“
Var það í fyrsta skipti sem þú heyrð-
ir hans getið?
„Ég hafði ekki lesið neitt eftir Ian
Fleming þangað til þeir báðu mig um
að leika hann.“
Hvað var það sem heillaði þig við
007?
„I fyrsta lagi vildu þeir að ég færi í
prufu,“ svarar Connery. „Ég vildi
það ekki því ég var með margt annað
á prjónunum. Þeir voru aðeins með
eina milljón dollara til ráðstöfunar,
og myndin kostaði 980 þúsund doll-
ara. Bond-æðið, lætin í kringum það
og gróðinn kom ekki fyrr en síðar.
Þeir vildu fá Cary Grant eða Trevor
Howard i hlutverkið á þeim tíma, en
þá hefðu ekki verið neinir fjármunir
eftir í myndina.“
Bjóstu við að Bond ætti eftir að ná
svona mikilli hylli?
„Nei, enginn bjóst við því,“ svarar
Connery og hristir höfuðið. „Fyrsta
myndin átti að verða Þrumufleygur
en það urðu málaferli út af henni svo
ég flaug til Jamaica með Terrence
Young sem hafði leikið lítið hlutverk
með mér í myndinni IrAction of the
Tiger“. Það þurfti að skipta yfir í Dr.
No. Við unnum að handritinu, bætt-
um við bröndurum, leituðum að
tökustöðum; það stóð mikill styr um
verkefnið þegar við unnum að
þessu.“
Lærðirðu af því að leika Bond?
„Öll reynsla er dýrmæt,“ svarar
Connery, „og sú alþjóðlega viður-
kenning sem fylgdi í kjölfarið hjálp-
aði mér - á því leikur enginn vafi.
Það varð hins vegar sífellt erfiðara
fyrir mig að leika í myndunum vegna
þess að þær urðu stærri, tímafrekari
og óreiðan varð meiri. Því ef maður
hefur aðeins milljón dollara til ráð-
stöfunar gerir maður sér engar
stjamfræðilegar grillur. En eftir vel-
gengni fyrstu myndarinnar urðu
þær lengri, metnaðarfyllri, flóknari,
kostnaðarsamari og það var aldrei
hægt að ákveða upphafstökudag
vegna þess að það var allt óákveðið,
það átti eftir að ganga frá kostnaðar-
áætlun. Ég reyndi að gera aðrar
myndir en þær fengu ekki náð fyrir
augum almennings.“
Þú hefur hátt í 50 ára reynslu af
Hollywood; hefur mikið breyst?
„Vafalaust," svarar Connery. „En
það gerist á skoplegan hátt. Menn
eins og Coppola berjast við kvik-
myndaverin og kerfið til þess eins að
skapa það sem kvikmyndaverin voru
áður. Sem var að hafa fullkomna
stjóm á því sem maður gerði en
núna er þetta þannig að það era ótal
leiðir til að fjármagna myndir, aðal-
lega vegna þess að stafrænt sjón-
varp er að hasla sér völl. Það verða
bráðum 500 stöðvar í boði sem er
næstum fimmtíu sinnum meira en
Falle?ri höð.
hár o? ne?lur
Ef þú vilt bæta húð þína, hár og neglur reyndu þá Silica Forte
- þú finnur stóran mun eftir 3 til 6 mánuði!
COSMETfC A
TT Tr A
p? ^2) R X E
Kísill (Silica) er eitt mikilvægasta
steinefnið fyrir líkamann. Hann fyrirfinnst
meðal annars í elftingu og kísilþörungum.
Silica Forte inniheldur einstakt kísilþykkni
sem er mjög auðugt af flavóniðum.
BÆTT MEÐ Q VÍTAMÍNI
Dreifing:
Éh
EÍIsaehF sírni 533 3232
við fáum venjulega og eftirspurnin
eftir bíómyndum verður nánast
endalaus; hvaða mynd sem er kemst
í sjónvarp. Ef fjármagnið fæst ekki í
kvikmyndahúsum fæst það í sjón-
varpi og myndir sem dóu áður öðlast
líf.“
Þú varst atkvæðamikill í kosninga-
baráttu skoskra þjóðernissinna.
Gætirðu hugsað þér að vinna meira
að stjórnmálum og minna að kvik-
myndum?
„Nei,“ svarar Connery. „Þú talar
eins og ég hafi aldrei áður komið ná-
lægt stjórnmálum. Ég var meira
áberandi núna en áður en hef samt
unnið að stjómmálum í yfir 40 ár. En
nú er flokkurinn í stjórnarandstöðu í
Skotlandi, ég lagði minn skerf af
mörkum svo það næðist og stjórn-
málin munu því spila stærri rullu en
áður í mínu lífi.“
Hvað gerir þig að þjóðernissinna ?
„Þetta er kallað breska konungs-
veldið en samt nær það ekki til Ir-
lands. Englendingar kusu Ihalds-
flokkinn í átján ár og á sama tíma
kusu Skotar Verkamannaflokkinn í
átján ár. Ekki vegna þess að þeir
vildu Verkamannaflokkinn heldur
vegna þess að þeir vildu ekki Ihalds-
flokkinn. Núna kemur Verkamanna-
flokkurinn, gefur leyfi fyrir skosku
þingi, gengst undir framþróun og
verður undrandi á því að það fari
slæmt orð af honum eins og Ihalds-
flokknum.
Ihaldsmenn áttu ekki eitt þingsæti
í Skotlandi né í Wales en Verka-
mannaflokkurinn hafði sterk ítök á
báðum stöðum meðan Ihaldsmenn
réðu Englandi í átján ár. Á þeim
tíma var Verkamannaflokkurinn al-
veg jafn spilltur þar sem hann var
við völd. Það kom þeim hins vegar
alveg í opna skjöldu þegar þeir
komust að því að það var til andsvar
og nú þegar það er fengið á allt eftir
að breytast. Það eina sem ég hef
haldið fram frá byrjun er: „Skotland
á að vera jafningi hvaða ríkis sem er
í heiminum.“„
Hvað finnst þér um forsætisráðherr-
ann Tony Blair?
„Ég held að hann sæki of mikið í
smiðju Clintons. Að mínum dómi
hugsar hann eins og forseti og sést
það vel á því að Verkamannaflokkur-
inn hefur forðast að nota þingið. Öllu
er stjórnað frá Downingstræti 10 og
11. Þeir fóra hamföram í Skotlandi
þegar flokkurinn lenti í vandræðum
þar vegna þess að þeir höfðu mestu
að tapa. Blair var þar. Brown var
þar. Það var enginn í Westminster.
Þar var mannlaust. Það vora allir í
Skotlandi.
Þeir eyddu 25 milljónum punda
[um 3 milljörðum króna] í kosninga-
baráttuna í Bretlandi og Skoski
þjóðemisflokkurinn eyddi 180 þús-
und pundum [um 20 milljónum
króna]. Þeir hljóta að hafa eytt him-
inháum fjárhæðum í Skotlandi því
fjölmiðlamir voru undirlagðir. Þeir
reyndu að eyðileggja mannorð mitt
og Skoska þjóðemisflokksins. En
það tókst ekki og fyrir vikið þurftu
þeir að stofna til samsteypustjómar í
Skotlandi með Frjálslyndum
demókrötum.
Kosningabaráttan snerist um að
Verkamannaflokkurinn vildi ekki
hækka skólagjöldin. Og núna eru
þeir í samsteypustjóm og hafa sam-
þykkt að hækka skólagjöldin. Öll
stefnuskráin var lögð undir þetta
eina mál og þegar þeir þurfa að
sænga með frjálslyndum þá snýst
þeim hugur. Af hverju? Jú, þetta er
Westminster.“ Connery er kominn í
ham og bætir við: „En þegar þeir
hætta að nota þingið þá tapa þeir
miklu.“
Að lokum, eru einhverjar fleiri
myndir í bígerð?
„Þær eru nokkrar," svarar Conn-
ery íbygginn. „Það sem mig dreymir
þó helst um er að leika í nýrri mynd
um James Bond. Það væri nefnilega
gaman að breyta til og vera í sporam
þorparans."
Fjölmargar fleiri spurningar
brenna á blaðamanni sem getur þó
ekki ætlast til þess að fá endalausan
tíma með þessum aldna skoska hug-
sjóna- og heiðursmanni sem er eins
og aðalsmenn eiga að vera þótt vanti
á nafnbótina. Það gefast vonandi
fleiri tækifæri því Connery á mikið
inni, - ekki síst hjá kvenþjóðinni ef
marka má blessaðar skoðanakannan-
imar. Eru þær ekki Biblía nútíma-
mannsins?