Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 64
MORGUNBLADIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Bankastjóri Landsbanka fslands wssss SEXTÁN menn á tveimur gúnimíbátum og þremur kajökum sigldu í gær niður Jökulsá á Brú um Dimmugljúfur. Utibúum og * störfum fækkað ÁKVEÐNAR breytingar hafa verið gerðar á yíirstjórn Landsbanka Is- lands og telur bankastjóri Lands- bankans, Halldór J. Kristjánsson, þörf á frekari uppstokkun í þeim efnum. sem geta boðið upp á heildarþjón- ustu innan hvers svæðis án þess að öll útibú bankans á landinu bjóði upp á sama þjónustustig. ■ Framtíðin/10 Morgunblaðið/Kristinn STRAUMHRAÐI í Jöklu er 2-3 metrar á sekúndu en 5-6 metrar í flúðum. Unnið er að því að laga starfs- mannafjöldann í bankanum að breyttu umhverfi. „Par nýtum við starfsmannaveltuna fyrst og fremst en með öðrum aðgerðum einnig. Meðal annars með uppsögnum. Miklar tæknibreytingar knýja á um fækkun starfa í bankanum. Ég vil ógjarna nefna einhverja tölu í því sambandi en aðlögun starfsmanna- Jjjölda Landsbankans að breyttum aðstæðum verður töluvert mikil. Petta er þróun sem á sér stað og hluthöfum verður gerð grein fyrir þegar við leggjum fram uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins í ágúst og ársuppgjör fyrir þetta ár,“ segir Halldór. Hjá Landsbankanum er stefnt að því að binda mun minna fé í fast- eignum, þá aðallega á höfuðborgar- svæðinu. Halldór segir að með auk- inni fjárfestingu bankans í sjálf- virkni verði hægt að draga saman í þeirri þjónustu sem er veitt í útibú- »'%m bankans. „Við vitum það að í samanburði við hina bankana er úti- búakerfi okkar nokkuð dýrt og við þurfum að laga það að breyttu tæknistigi. Par eru aðgerðir í undir- búningi sem miða að því að fækka útibúum með því að sameina útibú og einfalda útibúakerfi bankans. Landsbankinn ætlar að byggja upp ^■terkar einingar í svæðisútibúunum Forsætisráðherra Japans væntanlegur á mánudagskvöld 40 japanskir starfsmenn vinna að undirbúningi hérlendis UNDIRBÚNINGUR fyrir komu forsætisráð- herra Japans, Keizo Obuchi, stendur nú sem hæst en hann er væntanlegur hingað til lands á mánu- dagskvöld. Um 40 japanskir starfsmenn hafa unn- ið hérlendis við skipulagningu heimsóknarinnar frá því í bytjun júní. Obuchi er nú staddur í Bretlandi þar sem hann fundar með breskum stjómvöldum en á föstudag var hann staddur í Köln í Þýskalandi á fundi G-8- ríkjanna. Á fimmtudag veitti japanska þingið Obuchi leyfi til íslandsfararinnar en forsætisráð- herra landsins þarf ávallt slíkt leyfi áður en hann heldur út úr landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Obuchi kemur til Is- lands, að sögn Masamichi Ishikawa sem stjórnar undirbúningnum hérlendis af hálfu Japana. Kjami þeirra sem hér starfa kemur að sögn Ishikawa frá sendiráði Japans í Noregi en einnig kemur stór hluti frá öðrum Evrópulöndum. Undirbúningur þeirra sem hér eru við störf felst að mestu í því að samræma aðgerðir við undirbún- ing af hálfu íslenskra stjómvalda. I því felst meðal haldinn að fyrirmynd samskonar fundar sem hald- inn var fyrir tveimur ámm í Noregi. Með Obuchi koma um 200 manns og em þar meðtaldir blaða- menn og aðrir fjölmiðlamenn. Að sögn Ishikawa verða þeir líklega milli 30 og 40 og reiknar hann með að heimsókninni verði gerð góð skil í japönsk- um fjölmiðlum. I fylgdarliði forsætisráðherrans em fjölmargir háttsettir menn í japönsku samfélagi. Ber þar fyrst að nefna aðstoðarskrifstofustjóra forsætisráðuneyt- isins, sem er fyrrverandi ráðherra í japönsku ríkis- stjóminni. Tveir menn gegna slíkri stöðu í Japan og ferðast annar þeirra ávallt með forsætisráðherran- um þegar hann fer utan. Þá em í fylgdarliðinu um 80 embættismenn frá forsætisráðuneytinu, utanrík- isráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu, alþjóðaviðskipta- og iðnaðarráðuneytinu og skipulagsstofnun eftiahags- mála. Fylgdarliðið kemur til landsins með Obuchi í Boeing 747-400-flugvél japanska ríkisins. ■ Japan/C MorgunblaðifVHalldór UM 40 Japanar vinna að undirbúningi komu Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans annars skipulagning fundanna sem fram fara, há- degis- og kvöldverða og skoðunarferðar sem for- sætisráðherrann fer í til Þingvalla 22. júní, segir Ishikawa. Obuchi kemur hingað til lands til þess að funda með forsætisráðherrum Norðurlanda. Fundurinn er Kvikmyndaö í Dimmugljúfrum Dimmugljúfrum. Morgunblaðið. FARIÐ var á þremur kajökum og tveimur gúmmíbátum niður Jök- ulsá á Brú um Dimmugljúfur í gær. Lagt var upp neðan ármóta við Sauðá, ofan við Dimmugljúf- ur, og siglt um 12 km Ieið niður fyrir gljúfrin og að Brúarskógum. Leiðangurinn var kvikmyndaður. Alls voru 16 manns í siglingunni og stýra Nepalbúar þremur bátun- ' Mim, þeir Rajendra Kumargurung, Dil Kumargurung og Janak Nirula. Meðal leiðangursmanna er Árni Snorrason verkfræðingur sem þekkir ána vel. Plúton ehf. kvikmyndar leiðangurinn og félag- ar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ eru til taks ef eitthvað bregður út- af og hjálpa þeir einnig kvik- myndatökumönnum að siga niður í gljúfrin vegna myndatökunnar. Straumhraði í Jöklu er 2-3 metrar á sekúndu en fer upp í 5-6 metra á sekúndu í flúðum. Til eru mælikvarðar á ár með tilliti til siglinga sem þessara og er Jökla metin á -5 en á sem er -6 er talin ófær. Gærdagurinn var valinn til siglingarinnar eftir miklar rann- sóknir en þá var vatnsmagn ár- innar talið hæfilegt. Að leið- angrinum standa Fjallavinafélag- ið Kári, Ævintýraferðir og Hjálp- arsveit skáta í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.