Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 17

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 17 AKUREYRI Tryggvi Gíslason, skólameistari MA Ríkið sjái um grunn- skólana TRYGGVI Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, telur betra að ríkissjóður reki grunnskóla en sveitarfélög eða sjálfseignar- stofnanir í tengslum við atvinnulífíð sjái um framhaldsskólana. Rekstur grunnskólans var nýverið fluttur frá ríki til sveitarfélaga, sem kunn- ugt er. Tryggvi sagði í ræðu sinni á Skólahátíð MA 17. júní að skólinn hefði markað sér þá stefnu, í sam- ræmi við gildandi lög og aðal- námskrá, að taka einungis inn nem- endur sem hafa góðan undirbúning í bóklegum greinum og áhuga á að búa sig undir nám í háskóla. „Aðrir skólar sjá svo um aðra mikilsverða þætti í menntun þjóðarinnar. Pyrfti að mínum dómi að leggja meiri áherslu á að gera greinarmun á þessu tvennu: bóklegu undirbún- ingsnámi undir frekara nám og verklegu starfsnámi í tengslum við atvinnulíf þjóðarinnar. Eina leiðin til þess að bæta verklega menntun í landinu er að gera atvinnurekendur - hverju nafni sem þeir nefnast - ábyrga fyrir menntun hver í sinni atvinnugrein,“ sagði Tryggvi. Hann sagði það í anda þess að dreifa valdi og ábyrgð í þjóðfélag- inu, og nær væri að brjóta þá braut en einkavæða grunnskólana. „Hefði ég fyrir mitt leyti viljað snúa því við sem gert hefur verið í skólamálum undanfarin ár og láta ríkissjóð sjá um grunnskólana, grunnmenntun þjóðarinnar, hina almennu mennt- un, en sveitarfélög eða samtök þeirra - ellegar sjálfseignarstofnir í tengslum við atvinnulífið sjá um rekstur framhaldsskóla og há- skóla.“ MA-tónlist á hljómdisk MENNTASKÓLINN á Akur- eyri minnist 120 ára afmælis síns á næsta ári. Af því tilefni verða ýmsar sýningar í húsum skólans við næstu skólaslit, m.a. sýning á kennslubókum frá upphafi skólahalds á Möðruvöllum, sýning á kennslubúnaði og sýning á listaverkum og ljósmyndum í eigu skólans. Þetta kom fram í ræðu skólameistara í íþrótta- höllinni 17. júní. Tryggvi Gíslason, skóla- meistari, gat þess einnig að gefinn verður út hljómdiskur Menntaskólans á Akureyri 2000 með söng kóra, sönghópa og einsöngvara og leik hljóð- færaleikara og hljómsveita úr hópi nemenda skólans, „en söng- og tónlistarhefð er göm- ul í skólanum," sagði skóla- meistari. Þá lýsti Tryggvi þeirri von sinni að unnt verði að efna til fjórða bindis af sögu skólans sem komi út árið 2005 - á 125 ára afmæli skólans, en þrjú fyrstu bindin af sögu skólans komu út árið 1980. FRIÐURIHUSIANDANNA Morgunblaðið/Kristj án RÓ OG friður ríkti í Húsi andanna á Ijörninni í Ólafsfirði þegar ljósmyndari átti leið hjá, enda eru fuglarnir sem þar hafast við önnum kafnir þessa dagana við að unga út eggjum sinum. (ð ------- flfl Royale Þak- og utanhússklæðningar í miklu úrvali. Allar gerðir festinga. Slétt ál og stál með gæðastaðal ISO 9001. Plannja Ármúla 16 • 108 Reykjavík • Sími 533 1600 • Fax 533 1610 ASETA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.