Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Jónsson fyrrverandi vinnslustjóri rækjuvinnslu hjá Básafelli um Sléttanesið Salan „algjört glapræði“ Morgunblaðið/RAX LJÓSMYNDIN af Drífu sem gaf McMillan hugmynd að nýrri bamabók. Ljósmynd Morg- unblaðsins inn- blástur barnabókar HALLDÓR Jónsson, sem var sagt upp sem vinnslustjóra rækjuvinnslu hjá Básafelli á fimmtudaginn, segist vera mjög ósáttur við þá leið sem fyrirtækið hafi ákveðið að fara við lækkun skulda. Básafell seldi sem kunnugt er frystitogarann Slétta- nes til Ingimundar hf. og Látra hf. Stjómendur sögðu ástæður upp- sagnar Halldórs, og Eggerts bróður hans, útgerðarstjóra rækjuvinnsl- unnar, vera skipulagsbreytingar. Halldór segist hafa reynt að hafa áhrif á ákvörðunina um sölu Slétta- nessins. „Það er einkennileg tilvilj- un að menn skuli vera látnir hætta með slíkum látum ef það tengist ekki mótmælunum,“ segir hann. Skammtímalausn Halldór segist telja þá leið fyrir- tækisins til lækkunar skulda, að selja frystitogara, alranga. „Eg tel að þama hafi verið um algjört glapræði og skammtímalausn að ræða. Auðseljanlegustu eignirnar vora seldar, en að mínu mati hefði átt að halda í þennan þátt starfsem- innar. Þessi grein hefur í gegnum tíðina gefið hvað mestar tekjur og rekstur Sléttanessins hefur gengið afskaplega vel. Eg hefði heldur vilj- að sjá áherslubreytingar í land- vinnslu," segir hann. Bretinn ekki í lífshættu LÍÐAN Bretans, sem Landhelgis- gæslan sótti út á sjó í fyrradag, er nokkuð góð, samkvæmt upplýsing- um frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann er ekki í lífshættu. Maðurinn var um borð í breska rannsóknar- skipinu Charles Darwin, sem statt var 205 sjómflur suður af Kötlutanga. Þetta var eitt lengsta björgunarflug sem þyrla Landhelg- isgæslunnar hefur farið, en flug- leiðin frá Reykjavík var um 260 mflur. Að sögn Halldórs era menn, í tímahraki, að losa sig við seljanleg- ustu eignirnar. „Nema það sé ætl- unin að eftir standi eingöngu fisk- vinnsla á Suðureyri og Flateyri. Ég minni á að það era ekki nema nokkrir mánuðir síðan fiskvinnsla á þessum stöðum var mjög illa stödd.“ Ekki hugsað um hagsmuni lánardrottna Halldór segist ekki trúa því að óreyndu, þótt skrifað hafi verið undir samninginn, að stjórn fyrir- tækisins samþykki kaupin. „Ég trúi því ekki að stjórnin vilji ekki kanna aðrar leiðir. Henni ber skylda til að hafa hagsmuni hluthafa og lánar- drottna að leiðarljósi," segir hann. „Mér finnst mjög undarlegt ef lánardrottnar samþykkja þessa leið. Ég tel að fyrirtækið verði illa í stakk búið til að standa við þær skuldbindingar sínar sem eftir era,“ segir Halldór. Þá segir hann það vera talnaleik að segja að afla- heimildir Básafells minnki aðeins um 4,5% við sölu Sléttanessins. „Fyrirtækið fær að hluta til greitt í rækjukvóta, sem er allt að því verð- laus, en vegur mikið í þorskígildum, á móti þeim þorskkvóta sem fylgdi með skipinu,“ segir hann. „ÞETTA var góður fundur en meðal umræðuefna var umsókn Eystra- saltsríkjanna um aðild að NATO og við ræddum einnig hvernig bæta má samband Rússlands og NATO,“ sagði Kenneth Bacon, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins, í samtali við Morgunblaðið um fund fulltrúa Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bandaríkjanna í Noregi. „Eitt umfjöllunarefni fundarins var Kosovo og vora allir sammála um að hemaðarleg og stjórnmála- leg markmið aðgerðanna í Kosovo náðust. Friðarferlið er mikilvægt og eitt af því sem við lærðum af að- gerðunum er það að NATO-ríkin verða að sameinast um að herir þeirra verði hreyfanlegri og að nýta enn betur nýjustu tækni.“ Eystrasaltslönd sækja um aðild árið 2002 Annað aðalumræðuefnið sagði hann hafa verið óskir Eystrasalts- ríkjanna um aðild að Atlantshafs- bandalaginu. „Við ræddum áætlanir þeirra um að koma herjum sínum og efnahag í það horf sem NATO- LJÓSMYNDARINN og barna- bókahöfundurinn Bruce McMillan er sannur íslandsvinur. Hann hef- ur margoft komið til landsins og hefur dvalið undanfarið úti í Hvallátrum þar sem hann vinnur að sinni fimmtu barnabók sem gerist á Islandi. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar góðvinur hans, Kristján Egilsson, forstöðu- maður Fiska- og náttúrugripa- safns Vestmannaeyja, sendi hon- um grein sem birtist í Morgun- blaðinu í fyrrasumar. McMillan heillaðist af ljósmynd Ragnars Axelssonar af Drífu Friðriksdóttur, sem er sannkölluð ungamamma eyjunnar og vakir yfir þeim 200 ungum sem eigend- ur Hvallátra hafa leyfi til að ala á hvegu sumri. „Eg hugsaði með mér þegar ég sá ljósmyndina að þarna væri kominn efniviður í góða sögu,“ sagði McMiIlan þegar Morgun- blaðið sló á þráðinn til hans. „Eg hitti Þorvald Björnsson, einn eig- aðild krefst og er gert ráð fyrir að þau geti orðið fonnlegir umsækj- endur árið 2002. í því felst engin skuldbinding, aðeins áætlun um hvemig löndin þrjú geta undirbúið umsóknir sínar. NATO leggur áherslu á að aðildarlönd hafi eitt- hvað fram að færa en séu ekki að- eins þiggjendur og það er líka mikil- vægt varðandi umsóknir Eystra- saltslandanna og til að geta orðið það verða löndin að styrkja heri sína bæði til að geta sinnt friðar- gæslu og aðgerðum til að forðast árekstra sem upp kunna að koma.“ Þriðja aðalefnið sagði Bacon vera samband Rússlands og NATO sem hann sagði nauðsynlegt að bæta. Nauðsynlegt væri að auka samráð milli aðila. „Menn telja að öryggi í Evrópu verði ekki að fullu tryggt nema gott samband sé milli NATO og Rússlands.“ Flug Rússanna ekki ögrun Um flug rússnesku herflugvél- anna við loftvamasvæði íslands og Noregs í lok júní sagði Kenneth Bacon að Rússar hefðu ekki sent vél- ar sínar í slíkar ferðir síðustu 10 árin anda Hvallátra, síðastliðið sumar og við gengum frá þessu og nú hef ég nýlokið við að taka 6.500 myndir af Drífu og ungunum, en mun nota um 65 í bókina, sem gefin verður út á næsta ári.“ ísland í uppáhaldi McMillan fékk mikið lof og verðlaun fyrir fyrstu bókina sem hann gerði á íslandi, „Nights of the Pufflings," eða „Pysjunætur“ og segir McMillan ísland vera uppáhaldsstað sinn í heiminum. Auk þess að koma hingað til að gera bækur kusu hann og eigin- kona hans, Lorie Evans, að láta gefa sig saman í Stórhöfða í Vest- mannaeyjum. Þá hefur hann komið hingað með bandaríska ferðamenn sem ferðast með hon- um um landið á þær slóðir þar sem hann hefur unnið bækur sín- ar. Næsta ferð er á döfinni í ágúst, þannig að McMiIlan sér fram á sína þriðju ferð til lands- ins nú í sumar. og sagði flugið á dögunum eingöngu hafa verið hluta af þeim umfangs- miklu hemaðaræfingum sem þá stóðu yfir. „Við litum ekki á flugið sem ögran heldur æfingu sem þjóðir hafa rétt til að iðka og ég tel þetta ekki vera merki um stefnubreytingu hjá Rússum. Það var fylgst með ferðum vélanna bæði frá Noregi og Islandi og vélamar frá Keflavík sýndu að NATO er vakandi fyrir því sem gerist og getur unnið verk sitt.“ Kenneth Bacon var að lokum spurður um nýja fjárveitingu sem ákveðin hefur verið úr mannvirkja- sjóði NATO til að smíða viðbótar- búnað við íslenska loftvamakerfið. „Þetta er hluti af stöðugri viðleitni tii að bæta eftirlit með flugi á svæðinu og tengist ekki flugi rússnesku vél- anna. NATO vinnur stöðugt að því að bæta loftvamir sínar en eitt um- ræðuefnanna bæði hér og á afmælis- fundi NATO-ríkjanna í Washington fyrr í sumar var einmitt skyldur og ábyrgð NATO til að halda því verk- efni stöðugt áfram. Ef við höfum sterkar vamir, líka á friðartímum, þá era mun minni líkur á því að NATO-ríki verði fyrir áreitni." Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík um kl. 17 á föstudag og lenti aftur um kl. 22. Flugleiðin frá Reykjavík var um 260 sjómflur. Maðurinn var um borð i breska skipinu / i Charies Darwin / Nimrod þota var send til aðstoðar frá Skotlandi. f? I Kinloss SKOTLAND 10°V Kenneth Bacon talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins Nauðsynlegft að bæta sambandið við Rússa ► l-56 Ekki er allt sem sýnist ► Umfjöllun um erfðabreytt mat- væli og þær reglur sem gilda um meðferð þeirra og markaðssetn- inguyiO FBI rannsakar stríðs- glæpi í Kosovo ► íslendingar á leið til héraðsins í sömu erindagjörðum./14 Bóndi og neytandi eru samherjar ► Guðni Agústsson, nýr landbún- aðarráðherra, í viðtaliy20 Fjölskyldufyrirtæki f umsvifa- miklum rekstri ►Viðskiptaviðtalið er við Birgi _S. Bjarnason, framkvæmdastjóra Is- lensku umboðssölunnary 26 ►l-24 Fágætasti varpfugl landsins ► f Flatey og eyjunum í kring ið- ar allt af lífí og þar verpir m.a. sjaldgæfasti varpfugl landsins, þórshaninnyi&12-13 Dauði í dögun ►55 ár eru liðin frá því að her- menn Bandamanna réðust inn í Normandíhérað í Frakklandi í stærstu hemaðaraðgerð mann- kynssögunnary6 Konur sem kýla og sparka ►Þolfimi-sparkbox er nýjasta við- bótin í líkamsræktarflóru lands- mannayiO Kvalastaðurinn de Gevangenpoort ►Pyntingar og aftökur voru um aldaskeið næsta hversdagslegir atburðir í gamla hollenska fangelsinu í Haagyi4 FERDALÖG ► 1-4 Forboðna borgin og önnur undur ► Lögfræðingafélag íslands gekkst íyrir fræðaferð til Peking í Kína á ári héransy2 Sveitasælan hinum megin við fjöllin ► Breytingar á gisti- og veitinga- staðnum Nesbúð á Nesjavöllumy4 D BÍLAR ► 1-4 Jafnvel Ijótustu blettir hverfa ►Það er ekkert grín að fá svæsna bletti í áklæðið á bílsætunum./2 Reynsluakstur ► Búnaðurinn er helsta tromp Daewoo Nubiray4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Grunnskólakennsla í Reykjanesbæ ►Greiddur verður 300 þúsund króna flutningsstyrkur. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 44 Leiðari 28 Stjörnuspá 44 Helgispjall 28 Skák 44 Reykjavíkurbréf 28 Hugvekja 44 Viðhorf 33 Fólk í fréttum 48 Skoðun 31 Utv/sjónv. 46,54 Minningar 33 Dagbók/veður 55 Myndasögur 42 Mannl.str. 19b Bréf til blaðsins 42 Dægurtónl. 20b ídag 44 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.