Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 36
,36 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR VILBERGUR JÚLÍUSSON + Vilbergur fæddist að Eyrarhrauni við Hafnarfjörð 20. júlí 1923 og ólst þar upp. Hann lést 1. júlí síðast- liðinn. Utför Vilbergs fór fram 9. júlí. Þegar Vilbergur Júlíusson er kvaddur hljótum við vinir hans og félagar að velta því . fyrir okkur hvað hafi einkennt persónu þessa manns sem kom svo víða við á lífsleið- inni. Fyrir mína parta var ég ekki lengi að komast að niðurstöðu. Hið fyrra var óseðjandi forvitni sem aldrei brást en síðan frumkvæðið sem hann tók í mörgum málum, bæði stórum og smáum. Hann var forvitinn um löndin og höfin hand- an sjóndeildarhringsins og lét sér ekki nægja að lesa um þau í bókum sem tiltækar voru fyrstu árin eftir stríð. Hann ýtti úr vör þótt ferða- sjóðurinn væri ekki digur, enda ungi kennarinn úr Hafnarfirði hvorki borinn til auðs né valda. Ekki liðu mörg ár frá því að hann útskrifaðist úr skóla sínum við Laufásveginn þangað til hann var farinn að ferðast um Astralíu, leita uppi staði sem hann hafði áhuga á að kynnast og Islendinga sem hann vissi að höfðu tekið sér bólfestu hinum megin á hnettinum. Slíkar ævintýraferðir voru sjaldgæfar um þessar mundir og þörfnuðust undir- búnings. Eftir heimkomuna skrif- aði hann bók: „Austur tii Astralíu" sem kom út árið 1955. Á ferðum , sínum um allar jarðir frá Frakk- landi til Noregs og Svíþjóðar, frá Bretlandi til Ástralíu, frá íslandi til Kanada og Bandaríkjanna eignuð- ust Vilbergur og Pálína kona hans fjölda vina sem komu hingað og nutu gestrisni þeirra og leiðsagnar um land og þjóð. Viibergur Júlíusson var rithöf- undur að eðli. Ég get mér þess til að löngun til slíkra starfa hafí vakn- að þegar hann fór að gefa út skáta- blöðin í Reykjavík, Hafnarfírði og síðar Garðabæ. Ritstjóri skátabiað- anna var fyrst og fremst fræðari, en engum gat blandast hugur um áhuga hans á varðveislu og geymd. Þetta leiðir hugann að þeirri stað- T reynd að bókin var honum hjart- fólgnari en flest annað í daglegu lífi. I þessu ljósi ber einnig að skoða brennandi áhuga hans á vexti og viðgangi almenningsbókasafna. Þegar frá er tekin fullorðinsbókin um Ástralíu voru allar bækur hans skrifaðar handa börnum. Sumar þeirra urðu geysivinsælar og komu út í mörgum útgáfum. Sú fyrsta leit dagsins Ijós 1945 en hin síðasta 1976. Viðamesti kaflinn í starfssögu Vilbergs var kennsla hans og skóla- stjóm við Flataskóla í Garðabæ. Margir ágætir nemendur stöldruðu þar við og munu minnast þess hvernig hlúð var að greinum eins ’ og til að mynda tónlistinni. Áhugi skólastjórans teygði sig út fyrir veggi stofnunarinnar áður en lang- ur tími leið. Hann tók þátt í undir- búningsstarfínu að byggingu tón- listarhúss í Reykjavík og lagði á sig langa og stranga ferð til Ástralíu til að greiða götu gamals nemanda sem orðinn var snjall tónlistarmað- ur. Þetta var ekkert einsdæmi. Þegar ég fór til Parísar 1948 hafði ég upp á vasann frá Vilbergi heimil- isföng tveggja pilta sem höfðu verið hér á skátamóti um sumarið og >.buðu mér nú í heimsókn til foreldra sinna. Aðrir hafa svipaða sögu að segja af viðleitni Vilbergs til að knýta saman fólk af ólíku þjóðemi. Ég minnist Vilbergs Júlíussonar fyrir vináttu og tryggð í meira en fimmtíu ár. Alla starfsævina vann hann að framgangi góðra málefna í þágu samtíðar og framtíðar. Hjörleúfur Sigurðsson. Vilbergur Júlíusson, fyrrverandi skólastjóri og forystumaður í Fé- lagi skólastjóra, er lát- inn. Með Vilbergi er genginn sá maður sem meiri tíma og vinnu fórnaði fyrir félags- skap skólastjóra en nokkur annar. Auk þess að stýra skóla sem var í hraðri upp- byggingu var hann óþreytandi í störfum sínum fyrir þennan fé- lagsskap. Félagið var stofnað 12. júní 1960 og var hann ritari þess til 1976. En hann var jafnframt framkvæmda- stjórinn, ef svo má að orði kveða, því á hans herðum hvíldi mest af þeirri vinnu sem fyrir félagið þurfti að annast. Allt var þetta gert í sjálf- boðavinnu, engin laun komu fyrir. Á þessum tíma var Hans Jörgens- son formaður félagsins og unnu þeir Vilbergur mjög vel saman. Við sem vorum félagar frá byrjun undruðumst oft hve miklu þessir tveir menn komu í verk. Á þessum árum voru haldin átta fræðslumót hér heima og erlendis. Það kom í hlut Vilbergs að vera framkvæmdastjóri þessara móta eða dagskrárstjóri eins og hann kallaði það. Á öllum þessum mótum sem stóðu í vikutíma, þar sem skólastjórar mættu með maka sína voru fengnir hinir færustu fyrirles- arar. Alltaf var einhver erlendur skólamaður sem var þar sem fyrir- lesari. Vilbergur var góður mála- maður og hafði sambönd víða um heim. Hann var því vel upplýstur um hvað þar var helst á baugi. Þá voru sérstakar menningarvökur öll kvöldin og æfður söngkór sem Hans sá um. AUir sem þessi mót sóttu eiga um þau góðar minningar og fátt held ég hafi verið betur til þess fallið að menn kynntust og gætu borið saman bækur sínar. Ekki síst var þetta mikill styrkur fyrir þá sem störfuðu í dreifbýlinu þar sem erfitt var um samgöngur og samskipti. Fyrsta mótið var haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu 1963. Ég var þá skólastjóri á Húsavík og það kom því í minn hlut að að- stoða lítillega við þann undirbún- ing. Þá kynntist ég vel þeirri mikiu elju sem einkenndi bæði formann félagsins og ritara. Ég hafði þá þekkt Vilberg um nokkur ár því við kenndum saman í Hafnarfírði frá 1953 til 1958 er hann gerðist skóla- stjóri Barnaskóla Garðabæjar, síð- ar Flataskóla í Garðabæ. Vilbergur var mjög dugleur að ferðast og kynna sér starfshætti er- lendis. Hann fór í náms- og kynnis- ferðir víða um heim. Þá var hann stofnandi Norræna félagsins í Garðabæ og formaður þess fyrstu fimm árin. Það var reyndar ein- kennandi fyrir framfarahug Vil- bergs að hann var stofnandi að flestum framfara- og líknarfélögum í Garðabæ og ef ekki formaður þá í stjórn. Hann lét sér sérstaklega annt um börn og unglinga og í raun var það grundvöllurinn að öllu hans starfí. Má þar minna á, fyrir utan kennslu og skólastjórn, starf hans í skátahreyfingunni. Þá var hann stofnfélagi Stjörnunnar í Garðabæ og stofnfélagi íslandsdeildar Al- þjóðasumarbúða barna. Auk allra þeirra miklu félags- starfa sem hann sinnti þá var hann afkastamikill þýðandi barnabóka og auðgaði þannig lestrarheim bama á íslandi. Hann var um tíma bóka- vörður bókasafnsins í Garðabæ sem hann stofnaði ásamt fleirum og þekkt var skólasafn Flataskóla sem eitt fullkomnasta skólasafn á sínum tíma. Þessi maður var alltaf að störf- um. Á heimili þeirra hjóna var mikill gestagangur, ekki síst erlendra kunningja Vilbergs. Flestir stjóm- arfundir í Skólastjórafélaginu voru haldnir heima hjá þeim hjónum. Skólastjórafélagið var á þessum tíma félag skólastjóra í bamaskól- um. Eftir breytingamar á gmnn- skólaögunum 1974 var farið að hyggja að því að sameina félagið fé- lagi skólastjóra á gagnfræðastigi. Árið 1977 var svo félögunum steypt saman í eitt og þá vom yfirkennarar (nú aðstoðarskólastjórar) teknir inn í félagið. Þetta félag hlaut nafnið Fé- lag skólastjóra og yfirkennara, FSY. Vilbergur var í fyrstu stjóm þess enda hafði hann verið kjörinn for- maður Skólastjórafélagsins árinu áður, m.a. til að vinna að þessari breytingu. pamla heitið, Skóla- stjórafélag Islands, var svo tekið upp aftur þegar starfsheiti yfirkenn- ara var breytt í aðstoðarskólastjóra. Á áram Vilbergs í stjórn félags- ins var gefið út ársrit sem kallað var Skólastjórinn. Vilbergur var ritstjóri þess. Síðasta verk Vilbergs fyrir félgið innti hann af hendi eftir að hann hafði látið af störfum sem skólastjóri. Það var að undirbúa samnorrænt mót stjórna skóla- stjórafélaganna á Norðurlöndum sem hér var haldið 1990. Þá hafði hann fyrr á því sama ári undirbúið menningardagskrá aðalfundar fé- lagsins sem haldinn var í Borgar- nesi. Hvorutveggja voru þetta róm- aðar samkomur en það var aðll Vil- bergs að láta aldrei menningarþátt- inn vanta í samkomur skólastjóra. Hér hefur í stuttu máli verið minnt á það mikla framlag sem Vil- bergur innti af hendi fyrir sína stétt. Ekki hefur þó verið minnst á allan þann tíma sem hann eyddi í sam- skiptum við ráðuneyti menntamála og fjármála fyrir skólastjórana né fjölda þeirra starfa sem hann vann fyrir sitt bæjarfélag og það risaverk- efni sem hann vann að ásamt öðrum sem var Kennaratal á Islandi. Það munu aðrir væntanlega gera. Með þessum línum era honum færðar alúðarþakkir frá Skóla- stjórafélagi íslands og öllum þeim mörgu sem nutu starfa hans þar. Árið 1954 kvæntist Vilbergur Pá- línu Guðnadóttur og var það mikið gæfuspor. Hann hafði þá þegar haf- ið byggingu íbúðarhúss við Sunnu- veg 8 í Hafnarfirði sem var þeirra fyrsta heimili. Pálína var ekkja og átti einn son frá fyrra hjónabandi, Guðjón Sigurðsson. Guðjóni reynd- ist Vilbergur sem besti faðir svo og börnum hans og barnabörnum elskulegur afi sem nú er sárt sakn- að. Við hjónin áttum mikil og góð samskipti lengst af þeim tíma frá því kynni okkar hófust. Við fráfall Vilbergs sendum við Pálínu og af- komendum hennar innilegar sam- úðarkveðjur um leið og við minn- umst góðs drengs og mikils vinar. Kári Amórsson. Nú er skammt stórra högga á milli. Það era aðeins þrjár vikur síðan bekkjarbróðir okkar, Magnús Guðmundsson, kennari á Norðfirði, andaðist og nú kveðjum við með virðingu og söknuði bekkjarbróður okkar, Vilberg Júlíusson, fyrrver- andi skólastjóra. Við höfum ekki hugsað okkur að rekja æviferil Vilbergs og margvís- leg störf því aðrir og kunnugri verða til þess. Vilbergur var frábær félagi, prúður, athugull og tillögugóður og af svona ungum manni fannst okk- ur hann vera þroskaðri en flestir jafnaldrar hans. Eins og gefur að skilja þá lágu leiðir okkar til ýmissa átta en eftir því sem árin liðu náðum við aftur betur saman og það var ekki síst Vilbergi að þakka. Hann og hans frábæra kona, Pálína Guðnadóttir, opnuðu heimili sitt fyrir okkur oft- ar en einu sinni af mikilli gestrisni þar sem við áttum notalegar stund- ir við að rifja upp atburði liðinna ára eða ræða hvað betur mætti fara í skólastarfi því á þeim vettvangi var hann sérstaklega áhugasamur og hugmyndaríkur. Til marks um það er t.d. hve mikið hann þýddi og endursagði eða framsamdi af bók- um, sem ætlaðar vora yngstu les- endunum. Þetta era bækur í sér- flokki, fallega myndskreyttar og hafa glatt margt barnið. Þetta var algjört brautryðjendastarf og enn halda þessar bækur fullu gildi og era mikið notaðar. Það var gaman að hitta Vilberg því í hvert skipti hafði hann gert eitthvað nýstárlegt og skemmtilegt sem hann sagði okkur frá. Hann fór í kynnisferðir til fjölda landa og flutti heim með sér nýjungar og ferskar hugmyndir. Vilbergur var gæfumaður í sínu persónulega lífi því hann eignaðist yndislega konu sem annaðist hann í veikindum hans af stakri alúð, um- hyggju og ósérhlífni. Þau eignuðust ekki böm en Pálína átti son, sem nú er látinn, og VUbergur gekk börn- um hans og afkomendum þeirra í afastað. Þannig eignaðist VUbergur elskulega fjölskyldu sem reyndist honum vel. Við kveðjum hann með virðingu og einlægu þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar og vottum Pálínu og fjölskyldu innUega sam- úð. Bekkjarsystkini útskrifuð úr Kennaraskóla Islands 1944. VUbergur Júlíusson, fv. skóla- stjóri og rithöfundur, var einn þeirra skörunga og mannkosta- manna, sem við minnumst lengi. Heyrt hef ég fv. nemanda hans segja: „Hann fyllti hugi okkar krakkanna eldmóði tU átaka og allt að því mótaði varanlega viðhorf okkar. Hann var góður drengur, af- bragðs félagi og sannur Islending- ur.“ Það sem mér fannst mest áber- andi í fari Vilbergs var hin sífrjóa uppeldishugsjón. Hún kom víða fram, m.a. í skólamálum, listum, ritstörfum, félagsstörfum og ferða- lögum um allan hnöttinn til þess að heyja sér þekkingu og auka víðsýni og reynslu. Erlendis var hann af- bragðs fulltrúi þjóðarinnar. Hann ferðaðist með fullar töskur af kynn- ingar- og myndablöðum varðandi land og fólk. Þessar upplýsingar rétti hann fjölmörgum sem hann ræddi við og hvatti þá tU íslands- ferðar. I vissum tUfellum fylgdi með heimboð eða loforð um fyrir- greiðslu, enda era ótaldir þeir er- lendu gestir, sem heimsóttu þau Vilberg og Pálínu og nutu alkunnr- ar gestrisni á því heimUi. Vilbergur talaði góða ensku, enda fór hann fljótlega að loknu kennaraprófi 1944 til náms í London og lagði stund á rekstur bókasafna og ensku. Þaðan hélt hann tU Ástralíu og dvaldi þar um tíma. Um það ferðalag skrifaði hann bókina „Austur tU Ástralíu", sem kom út 1955. Þá þýddi hann og framsamdi fjölmargar barnabækur og vann í mörg ár að útgáfu Kenn- aratals á Islandi, auk ritstjórnar og útgáfu fjölda sérrita. Hann var sannur Hafnfirðingur og þeim ötull liðsmaður í uppeldismálum, bæði sem fulltrúi í barnaverndarnefnd og umsjónarmaður með leikskólun- um. Hann tók einnig mjög virkan þátt í fjölmörgu öðru tengdu upp- eldi yngri kynslóðarinnar. Þar má meðal annars telja langt og merkt starf með skátunum. Skólinn var þó sá starfsvettvangur sem naut krafta hans mest og best. Árið 1958 varð hann skólastjóri Barnaskóla Gai'ðahrepps, sem síðar fékk nafnið Flataskóli. Hann var fjölmennur og í mörg horn að líta við stjórnun og uppbyggingu. Vilbergur var fastur fyrir og framsækinn. Við skólann skilaði hann miklu og góðu starfi sem ýmsir tóku eftir. Þegar hann hætti þar 1984 fann ég glöggt að lengi á eftir átti skólinn og starfið þar hug hans allan. Oft ræddi hann um skólasafnið, sem þá var eitt hið veglegasta á landinu, og fyrir bókaunnanda eins og Vilberg var safnið fjöregg skólans. Bækur handfjatlaði hann eins og þeir einir gera sem njóta nálægðar þeima og teyga þekldngu úr nægtabrunni hins ritaða máls. Vilbergur var einnig mjög ötull foringi í Skóla- stjórafélagi Islands og einstaklega áhugasamur við að stofna til, skipu- leggja og stjórna ferðum félags- manna á námskeið erlendis. Hann var einnig mjög skemmtilegur og traustur ferðafélagi. Ógleymanleg- ar era ferðir okkar í Bandaríkjun- um og móttaka fyrram nemenda hans, sem þá vora búsettir í Hollywood. Víða átti hann vini og kunningja á erlendri grund, sem hann hélt tengslum við og margir þeirra heimsóttu hjónin á ferðum sínum til íslands. Þar gengu þeir að veisluborði Pálínu, sem allir vinir þeirra hjóna þekkja. Hún var hon- um ætíð mikii stoð og styrkur, ekki síst hin síðari ár eftir að heilsunni fór að hraka. Eitt var það í fari Vilbergs, sem var mjög eftirtektarvert, en það var aðstoð við ungt listafólk og óbilandi trú á störf þeirra og framtíð. Ætíð neitaði hann að trúa því að fjár- magn í þjóðfélaginu væri ekki fyrir hendi til þess að styrkja ungt fólk á listabrautinni. Hann hjálpaði því við að leita leiða, studdi það og hvatti, ferðaðist jafnvel með því um hálfan hnöttinn til þess að koma því á framfæri. Með Vilbergi er horfinn á braut enn einn fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem óx upp við kröpp kjör, en lagði stóran skerf af mörkum til uppeld- is- og fræðslumála. Þar verður upp- skeran aldrei snertanleg, en hún er hluti af nútíð og framtíð, fjársjóður tO ávöxtunar á komandi dögum. Við hjónin sendum Pálínu, svo og öðr- um ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um Vil- berg verður okkur ætíð mjög kær. Indriði Ulfsson. HJÁLMAR HÚNFJÖRÐ EYÞÓRSSON + Hjálmar Húnfjörð Eyþórs- son fæddist á Blönduósi 4. desember 1917. Hann lést á Engimýri í Oxnadal 21. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. júlí. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér fyrir öll árin sem við átt- um saman. Alla mína ævi varst þú nálægur. Þegar mamma og pabbi vora upptekin vora stutt skrefin „upp á Brekku“ til þín. Þú varst alltaf tilbúinn að styðja mig á þann hátt sem þú einn kunnir. Eftir að foreldrar mínir fluttust suður, var ég iðulega hjá ykkur ömmu og heimili ykkar sem mitt eigið. Þegar ég fór sjálf að búa og eignast börn vora þau líka mikið hjá ykkur. Þar fengu þau þá hljýju og ástúð sem þið áttuð svo auðvelt með að gefa í ríkum mæli. Ég vil sérstaklega koma á fram- færi saknaðarkveðju frá Óla syni mínum. Hann var mest minna barna hjá ykkur ömmu og á erfitt með að skilja að afi hans, sem hon- um þótti svo vænt um, sé dáinn. Þegar hann kom með okkur í heim- sókn til foreldra minna í Keflavík, var hann venjulega fljótur að hlaupa til ykkar, því þar vildi hann helst vera. Elsku afi minn, við áttum saman hér í Engimýi-i yndislega daga sem ber að þakka fyrir. I langan tíma hef ég ekki séð þig eins frískan. Þú röltir með okkur hér um, spjallaðir og hlóst. Þó að ég sakni þín sárt er ég samt glöð, þín vegna, að þú fékkst að yfirgefa þennan heim eins snögglega og þú gerðir. Við fjölskylda mín kveðjum þig nú og munum minnast þess að þú varst heiðursmaður, bæði í orði og verki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Þín dótturdóttir, Kristín I. Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.