Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 42
^2 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ Móðir og barn. Móðir Guðs / ••• > ajoro María Guðsmóðir hefur veríð lofsungin um heim allan í tvö þúsund ár. Stefán Friðbjarn- arson gluggar í gamalt og nýlegt Máríuvers og veltir fyrir sér móðurhlutverki kirkjunnar á okkar dögum. FÁ ORÐ fela í sér dýpri eða feg- urri merkingu en orðið móðir. Móðir fæðir af sér líf, nærir líf, hlúir að lífi og umvefur það kær- leika. „Hví skyldi ég yrlq'a’um önnur fljóð, en ekkert um þig ó móðir góð?“ segir presturinn og skáldið Matthías Jochumsson. I kvæði hans, Móðir mín, segir: Eg hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir; en engin kenndi mér eins og þú, hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. Hvert sinn sem bam fæðist hefur gerzt kraftaverk. Það er því að vonum að móðurhlutverkið skipar háan sess í mannheimi. Kristnir menn, bæði kaþólskir og þjóðkirkjufólk, horfa í lotningu til Maríu Guðsmóðir, móður Guðs á jörðu, eins og kynslóðimar hafa kallað hana. „Allar kynslóðir hafa sagt hana sæla,“ segir Sigur- bjöm biskup, „blessuð hefur hún verið, tignuð og tilbeðin. Og víst er það maklegt og skylt, að auð- sýna lotningu minningu hennar, sem fæddi freisarann í heiminn, nærði líf hans af líkama sínum, hlúði að honum í faðmi sér, kenndi honum, lagði á jarðneskar varir hans fyrstu bænimar, lét hann fyrst hafa yfir nafnið, sem hann hann skyldi opinbera, nafn föðurins í himninum (Coram Deo, greinasafn 1981).“ Engin jarðnesk kona hefur hlotið meira né fegurra lof í ljóð- um og lögum, í söng og annarri listtúlkun en María Guðsmóðir. Hæfustu listamenn þjóða og kyn- slóða hafa mært hana í tvö þús- und ár. Það er maklegt og rétt. Mikill fjöldi miðaldakvæða, ís- lenzkra, er ortur Maríu móður Guðs á jörð til dýrðar. Örlítið sýnishom eftir Jón Pálsson Mar- íuskáld (d. 1471): Máríasárin mætust bætir, mennfáafhennar veitist sveitum vildust mildi móðir þjóða og margar bjargir. Kári Bjamason segir í ritinu Merki krossins, sem kaþólska kirkjan gefúr út: „Þegar ryk gleymskunnar hefur verið dustað af arfi kynslóðanna mun koma í ljós að Islendingar og María Guðsmóðir yfirgáfu aldrei hvort annað.“ Þessi staðhæfing er ekki út í hött. Minna má á ýmis Mar- íuvers á okkar öld, 20. öldinni, m.a. eftir Stefán skáld frá Hvíta- dal, sem sagði: Varst þú eitt með vorri þjóð, virtir hennar minjasjóð, heimtást öld af himni ijóð hneig að brjósti þínu. Sálirbundustsinu. Heilaga móðir, heimt þú enn, hlífþúlandimínu. Á öllum öldum kristninnar hef- ur verið talað um kirkjuna sem móður. Það er rétt og skylt. Og við skulum enda þennan pistil með skýringu Sigurbjöms bisk- ups Einarssonar á móðurhlut- verki kirkjunnar: „Þegar sagt er, að kirkjan sé móðir vor, liggur í augum uppi, að með því er mikið sagt. En ekki of mikið. Vér segjum með því, að kirkjan fæði til lífs. Það gerir hún. Hún fæðir trúarlífið, það innra líf, sem er meðvitað sam- band við Guð. Það þarf að fæðast eins og annað líf, nærast og njóta aðhlynningar. Og það er ekki á færi manna að gefa það, einn er sá, sem lífið gefur. En hann notar mannlega meðalgöngu.“ Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið. í DAG VELVAKAJVDI Svarað í súna 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Ráðleggingar til sjoppueigenda ÉG vil benda sjoppueig- endum á að til að koma í veg fyrir þessi sífelldu rán, hef ég séð víða erlendis, t.d. þar sem opið er á kvöldin og á nóttunni, pen- ingakassa sem eru eins og sparikassar með rifu og þangað eru jafnharðan allir peningar settir í. En auð- vitað þarf að gæta þess að hafa næga skiptimynt. Á kassanum er skilti þar sem stendur að viðkomandi starfsmaður hafi engan að- gang að peningakassanum. Tapað/fundið Myndavél týndist MYNDAVÉL týndist í Nauthólsvík sl. laugardag. Eigandinn saknar vélar- innar en sérstaklega filmunnar sem var í vél- inni. Upplýsingar í síma 557 8466. Mývatns maraþon GULUR og hvítur Nike- hlaupajakki með merki Augans á bakinu tapaðist á ballinu í Skjólbrekku 26.6. sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 698 3405 eða sendi í Gleraugnaverslun- ina Augað, Kringlunni, 103 Reykjavík. Gyllt kvenmannsúr týndist GYLLT kvenmannsúr með perlumóðurskífu tapaðist á göngustígnum á Seltjam- amesi sl. þriðjudagskvöld. Ólin er úr gulli og hvíta- gulli. Upplýsingar í síma 567 2707 og 698 9878. Dýrahald Læða gefins LÆÐA FÆST gefins tveggja ára. Sérlega falleg og nett. Vel vanin. Góður kassi og klóra fylgir með. Upplýsingar í síma 899 0257. Kratus er týndur KRATUS er 8 ára gamall fressköttur og hann fór frá heimili sínu sl. þriðjudag. Hann er nýfluttur úr vest- urbæ Reykjavíkur í vest- urbæ Kópavogs, þannig að hann ratar örugglega ekki heim til sín. Hann er ekki með hálsól en hann er eymamerktur: R7H026. Ef einhver hefur séð til hans þá vinsamiegast hringið í síma 564 6617 eða 861 6350. Fjórir kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar fást gefins. 8 vikna gamlir. Upplýsingar í síma 567 2783, Þórey. Þrfr kettlingar fást gefins ÞRÍR kettlingar fást gef- ins. Kassavanir. Upplýs- ingar í síma 5518391 eða 862 8174. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á Frankfurt-West at- skákmótinu um mán- aðamótin. Tölvuforritið FRITZ6 hafði hvítt og átti leik gegn ung- versku stúlkunni Júditi Polgar (2.675). Forritið fann að sjálfsögðu mát- ið á broti úr sekúndu: 43. Hxb7+! - Kxb7 (Hægt var að tefja mátið lengur með 43. - Kd6, en þá er stysta leiðin þannig: 44. Hd8+! - Rxd8 45. Da6+ - Rc6 46. Da3+ - Rb4 47. Dxb4+ - Kc6 48. Db6 mát) 44. Da6+ og Júdit gaf skákina, því það er stutt í mátið. HVÍTUR mátar i sex leikjum. AUÐVITAÐ eru ein- hveijir vankantar á íbúð sem kostar ekki meira en þetta. Víkverji skrifar... Flugþjónamir svonefndu eru helsta andlit - fulltrúar - Flug- leiða út á við. Þetta rann enn einu sinni upp fyrir Víkverja á heimleið hans frá Lundúnum sl. fimmtudags- kvöld. Þennan dag var nefnilega af- ar heitt í höfuðborg Bretaveldis svo svitinn hreinlega lak af fólki hvort heldur sem var utan eða innan dyra. Átti þetta líka við um þá Islendinga og aðra flugfarþega sem staddir voru í fyrstu álmu Heathrow-flug- vallar að bíða eftir flugi til íslands. Það er því ekki að undra þótt tekið hafi að gæta ólundar meðal fjöl- margra farþega umrætt kvöld upp úr kl. átta þegar skjáir flugstöðvar- innar héldu algjörlega aftur af sér varðandi upplýsingar um komu Flugleiðaþotunnar, hversu mjög sem nálgaðist áætlaðan brottfarar- tíma kl. 21:05. Rífiega níu komu loks upplýsing- ar á skjáinn þess efnis að farþegar ættu að búa sig til brottfarar og halda að ákveðnu hliði eins og lög gera ráð fyrir. Er þangað var kom- ið, hvar engin veitingaaðstaða var, var síðan tilkynnt að seinkun hefði orðið á fluginu og vélin myndi nú halda í loftið kl. 21:50. Slík seinkun er auðvitað aldrei til vinsælda fallin, en allra síst í kvöldflugi og ofan á bættist óhagræði af því að tilkynna ekki seinkunina í tíma, svo fólk hefði meira tíma í aðalsölum flug- stöðvarinnar í stað þess að sitja í svitakófi í fjarlægum hliðarsal og láta sér leiðast. xxx egar nýleg og glæsileg þota Flugleiða loks tók sig upp af flugvellinum var klukkan að ganga ellefu að staðartíma og seinkunin orðin rúmur klukkutími. Það er því óhætt að fullyrða að skapið hafi ver- ið tekið að síga í einhverjum farþeg- anna, enda allar áætlanir um heim- komu fyrir miðnætti flognar út í veður og vind. Sú ólund breyttist þó á undraskömmum tíma, að minnsta kosti hjá Víkverja og sessunautum hans ókunnugum, er flugþjónamir tóku að sinna farþegum sínum af stakri prúðmennsku og alúð. Alúð sem Víkverji kynnist ekki á ferðum sínum með erlendum flugfélögum, hvemig svo sem á því stendur. Flugþjónamir í umræddri ferð, tveir karlar og þrjár konur, virtust sér meðvitandi um óhagræði seink- unarinnar og þann næstum óbæri- lega hita sem plagað hafði farþeg- ana áður en út í flugvélina var kom- ið. Allténd bar öll þjónusta þeirra og viðmót því glögglega vitni að nú skyldi bætt fyrir seinkunina með mannlegri hlýju og í tilfelli Víkverja er óhætt að segja að sú viðleitni þessa prýðisfólks hafi hitt rækilega í mark. xxx * Askömmu tíma komst ferðalang- urinn allténd í hið prýðilegasta skap, kominn með dagblöðin í fang- ið og lesturinn hafinn. Einhverjir em kannski ekki undrandi þar sem blaðamaður á í hlut, en Víkverji tel- ur mikilvægara í flugi til Islands að fá blöðin en mat. Maturinn má bíða, lesturinn ekki. Svo einfalt er það. En svo kom maturinn, ágætlega bú- inn að íslenskum sið, og á litlum sjónvarpsskjám sem komu niður úr loftinu mátti sjá ágæta dagskrá. Flugleiðir hafa greinilega tekið upp á því að blanda saman eigin dagskrá með auglýsingum, fræðsluefni og gamanþáttum úr sjónvarpi í bland við kvikmyndir og er það ágætis ný- breytni frá þeirri einhæfni sem gætti oft er aðeins ein kvikmynd var á boðstólum. Raunar var um- rædd dagskrá ágætlega heppnuð en jafnframt furðulega saman sett. Þannig fór ágætlega í Víkverja að kynnast starfsemi flugfélagsins, fylgjast með stuttum gamanþætti og þar á eftir prýðilegri breskri gamanmynd. En að sama skapi þótti honum aldeilis fráleitt að vera boðið upp á stuttan fræðsluþátt um endurvinnslu sorps (hvorki staður né stund) ellegar auglýsingu nýja af ferðamannalandinu Islandi þar sem sýndar voru myndir af öllu því fræga fólki sem látið hefur svo lítið að kíkja hingað til lands í heimsókn. Efnislega var boðskapur auglýsing- arinnar eitthvað á þessa leið, eftir öll myndbrotin: Þau hafa komið til Islands, verður þú næstur? - Vík- verji leyfír sér að efast um áhrifa- mátt slíkra auglýsinga og fullyrðir jafnframt að í engu öðru landi yrðu þær framleiddar. xxx Breska gamanmyndin hitti þó heldur en ekki vel í mark hjá Víkveija og oftsinnis skellti hann upp úr. Að sjá og heyra einhvern með heyrnartól taka hlátursdýfur upp úr engu hlýtur að vera furðu- legt, en flugþjónar og aðrir gestir létu sér hvergi bregða. Flestir gestanna nutu þess raunar að fá sér kríu í fluginu en í tilfelli Vík- veija sá dagskrá sjónvarpsins og frábær þjónusta flugþjónanna til þess að flugið tók undraskamman tíma og var yfirstaðið áður en hann vissi af. Eftir furðulega og raunar afar klaufalega lendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli hljómuðu töfra- orðin: Góðir farþegar, velkomin heim. Þessi setning er mjög ofar- lega á vinsældalista Víkverja og hefur oft kætt hann óstjómlega eft- ir veru hans erlendis. Kemur þar enn í hlut flugþjónsins að bjóða far- þega sína velkomna heim og kveðja þá er þeir ganga frá borði. Ef ein- hver hefði gert á því vísindalega rannsókn hefði sá hinn sami komist að því að geð farþeganna umrætt kvöld var snöggtum skárra eftir flug en fyrir það. Allt vegna þess að flugþjónamir, þessi andlit Flug- leiða, stóðu sína vakt og gerðu allt til að bæta fyrir seinkun og óhag- ræðið af hennar völdum. Það tókst þeim svo sannarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.