Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BONDI OG NEYTANDI ERU SAMHE RJAR Með því að nýta ný atvinnutækifæri og efla gæðastjórnun getur íslenskur land- búnaður eflst á ný þótt ljóst sé að ekki þurfi að nýta allar jarðir í framtíðinni, --------------7------------------------- segir Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra í viðtali við Kristján Jónsson, Ráðherra telur að hægt sé að afla markaða erlendis meðal kröfuharðra neytenda. Morgunblaðið/Jim Smart GUÐNI Ágústsson Iandbúnaðarráðherra. „Afurðaslöðvarnar verða að skila arði og þurfa aðhald og kröfugerð af hálfu bænda um góðan rekstur." MIKLAR framfarir hafa orðið í ís- lenskum land- búnaði á seinni árum en jafn- framt hefur bú- um og bændum fækkað hratt eins og víðast á Vesturlöndum. Bændur hafa á síðari áratugum verið ódeigir að tileinka sér tækninýjungar og margir þeirra nota nú tölvur og sér- hannaðan hugbúnað til að fylgjast með ástandi bústofnsins. Hundruð bænda sækja endurmenntun að Hvanneyri ár hvert. Verð á ýmsum landbúnaðarvör- um til neytenda hefur lækkað, úr- valið stóraukist, gæðin á algengustu neysluvörum standast samjöfnuð við grannlöndin. Útflutningsbætur voru afnumdar upp úr 1990 og tekið upp kerfi fullvirðisréttar eða kvóta sem er framseljanlegur í mjólkur- framleiðslunni. Nokkuð hefur verið slakað á innflutningsbanni en enn er þó innflutningur háður takmörk- unum og innlend framleiðsla garð- ávaxta vemduð fyrir samkeppni. Neyslumunstrið hefur breyst, sala á svína- og alifuglakjöti aukist en mjög dregið úr neyslu dilkakjöts. „Bændur verða að vera í eilífri gæðastjórnun, frá morgni til kvölds, ef þeir ætla að standa sig í framtíð- inni,“ segir Guðni Agústsson, nýr landbúnaðaráðherra en hann er á því að íslenskur landbúnaður eigi ýmis sóknarfæri. Hann var spurður hver væru helstu viðfangsefnin næstu árin. „Við verðum í fyrsta lagi að átta okkur á því að landbúnaður er á seinni árum orðinn mun víðtækari atvinnugrein en áður var. Hann snýst ekki bara um ær og kýr. Þeim sem framleiða mjólk og sauðfjáraf- urðir hefur fækkað en spumingin er hvemig okkur tekst að tryggja góða afkomu hjá þeim sem við atvinnu- greinina munu starfa og skjóta um leið nýjum stoðum undir hana og nýta betur ýmsar ónýttar auðlindir. Eg er sannfærður um að í slíkum auðlindum íslenskra sveita geta ver- ið verðmæti tíu álvera ef við næðum betri tökum á til dæmis fiskeldinu, veiði í ám og vötnum. Mörg vötn á hálendinu era ónýtt að þessu leyti. Eg nefni líka nýjar og vaxandi greinar eins og landgræðslu og skógrækt. Við höfum gert mistök, við fóram klaufalega að í ullariðnaðinum. Akureyringar vora með hundrað starfa í þessari grein fyrir nokkrum árum. Fyrir 12 eða 13 árum gerðist það eins og hendi væri veifað að menn kúventu og fullyrtu að gömlu, íslensku sauðalitimir væri of púka- legir. Farið var að lita ullina og markaðurinn eyðilagður í stað þess að halda sig við sauðalitina. Nú era þeir orðnir vinsælir. Það er líka að verða viðhorfs- breyting í þjóðfélaginu. Þótt jarðir hafi verið að fara í eyði trúi ég því að vegna samgöngubyltingarinnar verði sveitin vinsæl á ný. A næstu öld getur orðið eftirsóknarvert og jafnvel tíska að búa á jörð uppi í sveit, margir vilja til dæmis fá að búa með hesta, íslenski hesturinn er ekki bara hold og blóð heldur gæð- ingur og snillingur sem er elskaður og dáður um allan heim og á engan sinn líka. Og skáldin geta búið uppi í sveit eins og Halldór heitinn Lax- ness var gott dæmi um. Eg held að sveitimar eigi eftir að byggjast upp á ný og þróuninni verði að því leyti snúið við. Þetta verður auðvitað misjafnt en getur gerst víða, ekki síst ef við ná- um að nýta betur hve gott ferða- mannaland Island er og höfum líka í huga nýja tækni eins og ljósleiðara. Eg á við að með fjölbreyttara at- vinnulííi, ekki aðeins búskap, fólki sem vinnur að verkefnum annars staðar, jafnvel úti í heimi en býr í sveitinni, gæti þróunin breyst. Tíska og skammaryrði Nú er orðið tíska hjá mörgum í öðram Evrópulöndum og í Ameríku að vera eins og íslenskur sveitamað- ur, klæðast lopapeysu, eiga íslensk- an hund og íslenskan hest. I Banda- ríkjunum og Kanada era til menn sem búa af alúð með íslenskar sauð- kindur og þar er líflambið selt á 70- 80 þúsund krónur, ekki fimm þús- und eins og hér. Þar er þetta tíska en hér á landi hefur fram á síðari ár verið skammaryrði að vera sveitamaður. En það era forréttindi að hafa fæðst og alist upp í íslenskri sveit og áhyggjuefni að ný kynslóð alist upp án þess að fá tækifæri til að fara í sveit. Þótt bömin vilji komast að- eins fá þeirra að.“ Nú era bændur margir orðnir tölvuvæddir, nota hugbúnað eins og Fjárvís og fleiri gagnabanka til að fýlgjast með framleiðslunni. En fara sumir offari í tækjakaupum og fjárfestingum? „Þetta hefur lagast mjög. Eg hef kynnst ungri og mjög efnahagslega þenkjandi kynslóð í sveitunum sem trúir á landbúnaðinn og vill hafa at- vinnu sína af honum. Hún sækir þekkingu sína meðal annars að Hvanneyri þar sem gerðar era til- raunir með nýjar vélar og því er komið betra skikk á þessi mál en var. Þama eram við á réttri leið. Þegar ég var sjálfur í búfræði- námi sagði Gunnar Bjamason, sem kenndi mér, að íslenskir bændur styngju í stúf við starfsbræður sína annars staðar í veröldinni vegna þess hve framsæknir þeir væra og þyrstir í nýjungar og breytingar. Við höfum auðvitað séð þetta birt- ast í framkvæmda- og vélagleði hér, sumt af því var náttúralega óhóf. En ég held að þetta sé mjög að breytast.“ „Frá haga til maga“ Hvað viltu segja um þá hugmynd að taka upp vottun þannig að hægt sé að rekja feril vörannar, að neyt- endur geti séð hvaðan varan komi? „Þetta er einmitt það sem við þurfum að huga að. Menn hafa í þessu sambandi fundið upp slagorð- ið „Frá haga til maga“. Hér þarf að koma á skilmerkilegri vottun og ég er viss um að það myndi efla land- búnaðinn ef við yrðum fyrst þjóða til að koma málum atvinnugreinar- innar í þennan farveg. Þá gæti fólk vitað hvaðan af landinu kjötið, eggið eða kartaflan kæmi, jafnvel af hvaða bæ. Vistvænn, íslenskur landbúnaður, með mengunarlausan áburð, án lyfjaleifa í afurðunum, með upp- ranavottorði svo að fólk geti treyst matvælunum, er krafa dagsins sem borin er fram bæði hér og erlendis. Við eram allt í einu orðin í fremstu röð í heiminum vegna hreinleikans og þess hvemig við höfum staðið að gæðamálum. Þetta er svigrúm sem verður að nýta, nýtt tækifæri.“ Við notum nú mikið innflutnings- hömlur til að vemda innlenda fram- leiðendur landbúnaðarafurða. Ef við hugsum okkur að sækja inn á erlenda markaði verður þess þá ekki krafist úti að við slökum meira á þessum hömlum? „Innflutningurinn var mikið deilumál. Eftir að gerðir vora al- þjóðasamningar og leyfður nokkur innflutningur eftir ákveðnum regl- um keppa menn nú kannski af meiri hörku á markaðnum hér. En gæði vörannar okkar, hvort sem það er ostur eða annað, standast sam- keppnina og þessar breytingar hafa ef tá vill aukið sátt og frið um land- búnaðinn þegar til lengri tíma er lit- ið. Ég er auðvitað fylgjandi því að við stöndum við alþjóðaviðskipta- samninga sem gerðir hafa verið, hvikum hvergi frá þeim en veitum mönnum hér aðlögun og tíma. Ný sjónarmið munu koma inn í þessa samninga og þeir verða okkur hag- stæðari. Krafan um hreinleika og góða meðferð á skepnum er okkur í hag, einnig að geggjaðar skítaverk- smiðjur stundi ekki matvælafram- leiðslu eins og viðgengst víða í Evr- ópu og Ameríku. Þessir samningar geta líka valdið því að um leið og niðurgreiðslur og útflutningsbætur lækka í heiminum vaxi möguleikar okkar. Við þurfum á öflugum heimamarkaði að halda en verðum að athuga vel hvort við eigum ekki ef til vill meiri mögu- leika en ýmsir aðrir á heimsmarkaði vegna hollustu afurðanna okkar. En því má ekki gleyma að landið er sérstakt að því leyti að hér er ekki við mikla sjúkdóma að glíma í atvinnugreininni. Það á ekki að vera svo að fólk læri fyrst að meta land- búnaðinn okkar þegar eitrað mat- væli berast á neytendaborð eins og gerðist í Evrópu fyrir skömmu. Því verður ekki flutt inn til dæmis hrátt kjöt í stóram stíl nema með mikilli aðgát. Við verðum að verja bústofn- inn sem er mjög viðkvæmur sakir einangranar.“ Bændur hafa boðið hér ferskt lambakjöt utan hefðbundins slátur- tíma. Þarf meiri nýbreytni af þessu tagi? „Sem betur fer hafa menn tekið upp á þessu, sú var tíð að bóndinn lét kindumar bera á sama tíma og slátra þurfti lömbunum ákveðinn dag í september eða október. Nú er verið að lengja sláturtíðina, hún hefst á á miðju sumri og er fram eftir öllum vetri. Tekjurnar aukast, það er með bóndann eins og aðra að veskið hef- ur áhrif á það hvemig hann hugsar og framkvæmir. Og hugsun neyt- andans verður að ráða, bóndinn verður að fylgja þeirri hugsun eftir til að halda sínum markaði. Bóndinn og neytandinn eiga sameiginlega hagsmuni.“ Ferðaþjónusta og skógrækt era
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.