Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FBI er að fínna afbrotamann út frá þeim vísbendingum sem finnast á vettvangi glæps. I Kosovo erum við hins vegar að vinna eftir ákæru sem Stríðsglæpadómstóllinn hefur gefíð út á hendur ákveðinna leiðtoga í Jú- góslavíu, s.s. Milosevic. Við erum því ekki á höttunum eftir sönnunargögnum, eins og líkamsleif- um, sem gefa myndu vísbendingar um að Milosevic hefði sjálfur verið á staðnum. Það eina sem við munum finna eru sönnunargögn um að fólk undir hans stjóm hafi framið stríðs- glæpi.“ Nú kemur heilt hérað við sögu þar sem þúsundir hafa fallið eða þurft að þola pyndingar af hálfu fjölda glæpa- manna. Ohjákvæmilega vakna spumingar um það hvort ekki sé tor- velt að rekja glæpi til einstaklinga, þrátt fyrir fyrirliggjandi sönnunar- gögn eins og lík og byssukúlur. Kerr sagði það ekki á sínu valdi að svara slíkri spurningu þar sem henni ætti frekar að beina til „dómstólsins, saksóknara hans og rannsakenda". Hins vegar sagðist hann telja líklegt að svar þeirra yrði á þann veg að þar sem „afbrotamennimir vom í flest- um tilfellum hermenn, meðlimir sér- sveita eða lögreglu, sé hægt að sýna fram á að þeir vom að fylgja fyrir- mælum stjómmálaleiðtoga sem raunvemlega bera ábyrgð á glæpun- um“. Islendingar til Kosovo Rannsóknarhópar frá öðmm lönd- um, eins og Bretlandi, Frakklandi, Skandinavíu og Kanada, hafa einnig verið að vinna við rannsóknir á meintum stríðsglæpum í Kosovo, að sögn Kerrs. Island hefur ákveðið að senda til Kosovo þrjá sérfræðinga til að vinna við rannsóknir á stríðsglæpum fyrir Stríðsglæpadómstólinn. Þeir em Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfiriög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Svend Richter, réttartannlæknir og Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknisfræði. í samtali við Morgunblaðið sagði Bjarai að enn ætti eftir að leggja endanleg drög að ferð þeirra. Hann sagðist ekki vita hvenær þeir fæm til Kosovo eða hvernig starfí þeirra yrði háttað. „Það er hugsanlegt að við föram bara þrír, en við vildum gjam- an vera í nánu samstarfi við Norð- menn því þeir eiga ýmsan búnað sem okkur skortir," sagði Bjarni. Ekki hefur verið tekin lokaákvörð- un um það hvort umrædd kennsla- nefnd verði send frá Noregi, en það mun koma í ljós á næstu dögum, að sögn Bjama. Á föstudag héldu þrír rannsóknarlögreglumenn frá Dan- mörku og fimm frá Svíþjóð til Kosovo í sömu erindagjörðum. Um hlutdeild ríkja eins og íslands í rannsóknarstarfi tengdu stríðs- glæpum í Kosovo sagði Kerr: „I ljósi þeirra aðstæðna sem starfshópurinn á vegum FBI vann við í héraðinu myndi ég ráðleggja hverju því ríki sem leggja vildi slíku rannsóknarstarfi lið, að gera ráðstaf- anir um bíla, mat, vatn og önnur föng með góðum fyrirvara. Hópurinn þarf að vera frekar sjálfbjarga hvað þetta varðar og að mínu mati væri best fyrir þau ríki sem hefðu í huga að senda lítinn hóp rannsóknarmanna, að starfa í sam- vinnu við hópa frá öðmm löndum. Nægilegur mannskapur þarf að vera til staðar til að vemda hópinn og sjá honum fyrir birgðum." Kerr sagði mikið starf framundan í héraðinu, bæði við rannsóknir á stríðsglæpum sem leitt gætu til ákæm á hendur stríðsglæpamönnum og sakfellingar á þeim, en einnig ætti eftir að bera kennsl á lík sem finnast. „Enn á eftir að bera kennsl á öll líkin sem finnast í héraðinu. I mörg- um ríkjum er það starf aðskilið lög- gæslu og rannsóknarvinnu a.m.k. á það við um Bandaríkin. FBI hefur tekið þátt í rannsóknum til að mynda á flugslysum, en séu dauðsföllinn mörg er FBI ekki hæft til að bera kennsl á öll líkin.“ Kerr sagðist ekki telja það ógem- ing að bera kennsl á öll hkin. „Það kann að hljóma kuldalega, en sem stendur er það forgangsatriði að koma upp vatnsbirgðum og annarri aðstöðu fyrir það fólk sem býr í Kosovo. Eg myndi halda að þetta kennslastarf hefjist á næstu mánuð- um, en áður en það hefst tel ég það nauðsynlegt að opinberri stjómsýslu verði komið á í héraðinu." Reuters LÍK hermanna Eþiópíuhers liggja eins og hráviði á vígstöðvunum á Badme-svæðinu á vesturlandamærum Erítreu og Eþíópíu. Eitt hinna „gleymdu" stríða Fjarri kastljósi fjölmiðla og athygli al- mennings geisar miskunnarlaust stríð tveggja afrískra grannríkja, Eþíópíu og Erítreu. Barist er um landamæri - urð og grjót - og kynnti Andri Lúthersson sér til- drög átakanna. ANDAMÆRASTRÍÐ Eþíóp- íu og Erítreu, sem kostað hef- ur tugþúsundir hermanna líf- ið, er helst hægt að líkja við mannskæð landvinningastríð mið- alda. Tilgangslaust í augum þeirra er lítið til mála þekkja, dýrkeypt fyrir almenning og fiestu mikil- vægara í augum stríðsherranna. Sérfræðingar telja að herfræði stríðandi fylkinga sé líkust her- fræði heimsstyrjaldarinnar fyrri; skotgraflr, jarðsprengjur og gaddavír. Eini munurinn er sá að á vesturlandamærum Erítreu og Eþíópíu, blóðugum vígvelli, er barist með hátæknivopnum. Bæði ríkin em afar vígvædd og hafa stjómir þeirra eytt andvirði tug- milljarða króna í flugskeyti, orr- ustuþotur og önnur hátæknivopn sem keypt hafa verið frá Kína, Búlgaríu, Rúmeníu og Rússlandi. í maímánuði árið 1991 féll As- mara, höfuðborg Erítreu, í hendur Frelsishreyfingar Erítreu (EPLF) sem hafði barist með skærahemaði fyrir sjálfstæði Erítreu undangeng- in þijátíu ár. Á sama tíma náðu liðs- menn Þjóðfrelsishreyfingar Tígr- anna (TPLF), skæraliða úr norður- hluta Eþíópíu sem barist höfðu lengi gegn herstjóm Mengistu Haile Mariams, tangarhaldi á Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Á þeim tíma virtist allt benda til að blóði drifinni sögu Eþíópíu og Erítreu væri lokið. Tveimur ámm síðar hlaut Erítr- ea sjálfstæði og var viðurkennd sem fullvalda ríki af Sameinuðu þjóðunum, Einingarsamtökum Af- ríkuríkja og síðast en ekki síst nýj- um valdhöfum í Eþíópíu. Samskipti grannríkjanna virtust velviljuð og einlæg. En nú, sjö ámm síðar, ríkir djúpstæður ágreiningur þeirra í milli og síðan 1998 hafa hersveitir ríkjanna barist hat- rammlega með hléum. Leiðtogar þeirra, Isaias Afewerki, forseti Erít- reu, og Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíóp- íu, góðvinir til margra ára, ræðast nú ekki lengur við. Tugþúsundir hermanna hafa fallið og lík þeirra liggja rotnandi á víg- stöðvunum á Badme-svæðinu. Þús- undir gamalmenna, bama og kvenna hafa verið fluttar nauðung- arflutningum frá landamærasvæð- um og fjölmiðlar hvors ríkis fyrir sig básúna þjóðemisofstæki harð- línuafía. Stríðandi fylkingar hafa þverskallast við að framfylgja frið- artillögum Sameinuðu þjóðanna og Einingarsamtaka Afríkurílqa og segja talsmenn þeirra að ekki komi til greina að leggja niður vopn fyrr en mótaðilinn uppfylli viss skilyrði. Ofan á það bætist að útgáfumar á því hver beri ábyrgð á upphafi átaka em í það minnsta tvær. Blikur á lofti Er vopnaðar sveitir Frelsishreyf- ingar Erítreu og Þjóðfrelsishreyf- ingar Tígranna héldu inn í Addis Ababa árið 1991 og steyptu stjóm Mengistus af stóli höfðu sterk tengsl myndast milli hreyfinganna. Liðsmenn þeirra höfðu barist gegn ofurefli stjómarhersins og staðið uppi sem sigurvegarar og leiðtogar þeirra, þ.á m. Zenawi, núverandi forseti Eþíópíu, treystu hver öðmm. Eftir að stjómarskiptin í Addis Ababa höfðu gengið í garð og sjálf- stæði Erítreu var orðið að vem- leika, sáu glöggir menn hins vegar að óveðursský vom að hrannast upp. Á ámnum 1991-92 vora um 150.000 Eþíópíumönnum, konum og bömum þar á meðal, sem um ára- tuga skeið höfðu búið í Erítreu, skipað að yfirgefa landið. Eþíópíu- stjóm lét málið kyrrt liggja í fyrstu og hróflaði ekki við þeirri hálfu milljón Erítreumanna sem í Eþíóp- íu bjó. í kjölfarið var forseti Eþíóp- íu vændur um mikla undanlátssemi við stjómvöld í Asmara, höfuðborg Erítreu, og gagnrýndur fyrir að reka of væga þjóðemisstefnu. Þá varð nafkan, nýr gjaldmiðill Erítreu, sem tekin var upp árið 1997 tilefni til versnandi samskipta ríkjanna sem áður höfðu deilt sam- eiginlegum gjaldmiðli, eþíópískum birr. Erítreumenn stofnuðu til eigin gjaldmiðils með það fyrir augum að efla sjálfstæða efnahagsstjóm en um sama leyti áttu stjórnvöld í Asmara í við- ræðum við Alþjóðabank- ann og Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn um efnahagsað- stoð og aukinn markaðs- búskap. Hin ástæðan, sem ekki er talin veigaminni, er að Erítreumenn vildu þannig treysta sjálfstæði sitt. Vopnabúrin fyllt Alger óeining ríkir um það hvemig stríðsátök hersveita Erít- reu og Eþíópíu hófust. Vitað er að átökin hófust 6. maí sl. ár á Badme- svæðinu á vesturlandamæram ríkj- anna en þau gera bæði tilkall til svæðisins, sem er lítið annað en urð og grjót. Talsmenn ríkisstjórna landanna hafa sagt að mótaðilinn hafi hleypt af fyrsta skotinu og ‘ stuðlað þannig að landflótta tug- þúsunda manna er nærri svæðinu bjuggu. Eftir blóðuga tveggja mánaða baráttu þar sem þúsundir her- manna lágu í valnum varð hlé á bardögum eftir íhlutun Banda- ríkjastjórnar og Einingarsamtaka Afríkuríkja. Ríkisstjórnir land- anna nýttu vel hið óopinbera vopnahlé og fylltu vopnabúr sín með hátæknivopnum. Erítreu- stjórn keypti nokkrar MiG-29 orr- ustuvélar frá Rússlandi og vopna- búnað frá Búlgaríu og öðrum Austur-Evrópuríkjum. Hermálayf- irvöld í Eþíópíu skiptu við sömu birgja og festu kaup á Sukhoi 27 herþotum, Mi 24 árásarþyrlum og kínverskum skriðdrekum. Hefur kostnaðurinn sligað bágan efnahag þjóðanna sem eru á meðal þeirra fátækustu í heimi. Skattar hafa verið hækkaðir um mörg prósentu- stig og hlutar iðnaðarframleiðslu þjóðnýttir. I ársbyrjun braust stríðið út á ný og í þetta sinn voru átökin mun vægðarlausari en áður. Tugþús- undir hermanna hafa farist á víg- vellinum og hafa erlendir frétta- menn sem fengu að ferðast um Badme-svæðið nýlega greint frá því að lík hermanna liggi eins og hráviði og rotni í eyðimerkurhitan- um. Framundan er regntímabilið í norð-austurhluta Afríku og em her- ir ríkjanna að koma sér í góða stöðu fyrir komandi átök. Þá hafa sér- fræðingar í málefnum Eþíópíu og Erítreu bent á hættuna sem kann að skapast ef átökin breiðast út. Nokkrar líkur eru á því þar eð Erít- reustjóm styður skæm- j liðasveitir innan Eþíópíu og Kenýastjóm er í við- bragðsstöðu þeirra f vegna. Eþíópía styður hins vegar við bakið á skæraliðum í vesturhér- uðum Erítreu. Landamærastríð Erítreu og Eþíópíu hefur fallið í skuggann af átökunum á Balkanskaga undan- fama mánuði. Telja fréttaskýrend- ur að á meðan lítÚl vilji ríki meðal | ráðamanna í Erítreu og Eþíópíu um að koma á vopnahléi og athygli al- þjóðasamfélagsins beinist annað, sé ' lítil von til þess að einu mannskæð- asta stríði samtímans linni. Fólk flutt nauðungar- flutningum Átökin vægð- arlausari en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.