Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 éf' * Islenski safna- dagurinn Frá Gerði Róbertsdóttur: Islenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 11. júlí. Þennan dag munu söfn lands- ins sameinast um að bjóða gestum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar sýningar og viðburði af ýmsu tagi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Söfn á ís- landi í dag eru bæði mörg og marg- vísleg. Við íslendingar eigum í landinu listasöfn, minjasöfn, byggðasöfn, náttúrugripasöfn, alls kyns sérsöfn og sýningar. Þessi söfn eni ekki aðeins geymslustaðir dýrgripa, söfn eru lifandi menning- armiðstöðvar þar sem fram fer miðlun upplýsinga og þekkingar. Hlutverk safna er því margþætt; söfnun, varðveisla og miðlun eru hornsteinar safnastarfs. A safni gefst fólki tækifæri til að hverfa frá önnum hversdagsins, stíga inn í annan heim, stökkva á vit forfeðra og formæðra, kynnast menningar- arfinum, upplifa fegurð og marg- breytileik listmuna, forngripa og muna, hverfa á vit uppgötvana og kynnast leyndai’dómum náttúru og menningar. Söfn gegna því lykil- hlutverki í því að uppfræða kyn- slóðir um bakgrunn okkar, menn- ingu og umhverfi. Söfn á Islandi hafa sameinast um að halda hátíð annan sunnudag í júlí ár hvert og þvi verður sunnu- dagurinn 11. júlí sérstakur hátíðis- dagur á söfnum landsins. Frum- kvæði að þessum safnadegi hefur Félag íslenskra safnamanna og ís- landsdeild ICOM sem er alþjóðleg samtök safna. Fyrir hönd undirbúningshóps, GERÐUR RÓBERTSDÓTTIR. l.i is A.HJTAf= eiTTHVAÐ A 0=7-7 Glæsieign til sölu Grenimelur — vesturbær Til sölu glæsilegt og virðulegt þrílyft parhús auk kjallara og bílskúrs. Stærð eignarinnar er ca 260 fm. Arinn í stofu. Mjög góð staðsetning í vesturbænum. Upplýsingar í síma 552 7855 eða 869 1708. Opið hús í dag Þinghólsbraut 65 — Kóp. Vorum að fá í sölu reisulegt 175 fm einbýlishús á 1.900 fm sjávarlóð. Húsið er á tveimur hæðum auk vinnuaðstöðu í kjall- ara. 4—5 svefnherb. Möguleiki átveimur íbúðum í húsinu. Fal- lega frágengin lóð. Glæsilegt útsýni. Frábær staðsetning. Eignin verður sýnd í dag milli kl. 14.00 og 18.00. Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. Tryggvagata 8 Turnhús Höfum í einkasölu í þessu glæsilega húsi, sem allt hefur verið endurnýjað að nær öllu leyti, 2. hæð og rishæð hússins. Allur frágangur er í sérflokki. Sameign er fullfrágengin. Báðar hæðirnar hafa tvo innganga og góðar svalir og turn er á rishæðinni. 2. hæð: Fullinnréttuð sem glæsilegar skrif- stofur, stærð hæðarinnar er 358 fm brúttó. Traustur leigjandi. Rishæð: 219 fm brúttó. Hæðin er tilbúin til innréttinga og hægt að nýta hana í einu lagi eða tvennu lagi sem íbúðir eða skrifstofur. Hæðirnar seljast einungis saman. Ásbyrgi, sími 568 2444. Mávanes — einbýli Vorum að fá í einkasölu um 350 fm fallegt einbýlishús. Glæsilegar stofur (um 80 fm) með arni. Svalir fyrir allri suðurhliðinni. Á jarðhæð er innréttuð 2ja herb. íbúð. Stór innb. bílskúr. Um 1300 fm eignarlóð. Gott sjávarútsýni. V 27,5 millj. 8418 Eignamiðlun, Síðumúla 21, sími 588 9090, fax 588 9095. Opin hús í dag Lundarbrekka 16 Tvær 4ra herb. íbúðir á sömu hæð Til sýnis og sölu tvær 102 fm íbúðirá 2. hæð í þessu fallega hási, aukaherb. í kj. fyigir hvorri íb. Sérþvhús, tvennar svalir, glæsilegt útsýni yfir borgina. Frábærlega staðsettar og vel skipul. íb. Verð 9,5 m. Adolf og Ásdís sýna íb. firá kl. 14-17 í dag. Allir velkomnir. Markarflöt 20 Gbæ. Til sýnis og sölu í dag þetta glæsilega einbhús. Frábærlega staðsett í rólegu grónu hverfi. Húsið er 270 fm í heildina, þar af 50 fm tvöf. bílskúr. Arinn, parket, glæsilegur garður, nýl. sólstofa. Húsið er varanl. klætt að ut- an með Steni. Endurnýjað gler. Eign í toppstandi, getur losnað fljótl. Verð 21 m. Þór og frú sýna húsið í dag milli kl. 15 og 17. % Atvinnuhúsnæði VEITINGAHÚS [ einkasölu einstaklega glæsilegur veitingastaður, pöbb í hjarta Borgarness. Góðar eldunargræjur og einst. fallegar innr. Eitt elsta hús Borgarness og að innan er saga Borgarness í máli og mynd- um. Verð kr. 33 millj. Áhv. góð lán. Eignin getur bæði verið til leigu og sölu. LANGISANDUR AKRANESI I einkasölu húsnæði og rekstur við Langasand á Akranesi. Tveir mjög góðir salir eru í húsinu auk geymslu í kjallara og góðs eld- húss. Mjög gott land fylgir eign- inni sem býður upp á mikla möguleika. Einbýli, rað- og parhús SMYRLAHRAUN Vorum að fá í sölu þetta einbýli sem er með tvær samþykktar íbúðir, í kjallara og svo hæð og ris. Húsið er alls ca 120 fm. Búið er að samþykkja nýjar teikningar af húsinu. Einstaklega fallegur og rólegur staður í hjarta Hafnar- fjarðar. Verð: Tilboð. Allar nánari upplýsingar veitir ívar, sími 861 2928, eða á skrifstofu Hóls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.