Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 25 FELIX ðsamt wlnum f Konsó. Vlð hllð hans, hægra megln, er Barrlsha Germó, fyrstf Konsómaðurlnn sem varð krlstinn. hópur fólks sem tók trú ásamt Barrisha enda var hann andlegur leiðtogi þess. Þetta voru þáttaskil í lífi Konsómanna enda líta þeir svo á enn þann dag í dag. Það er stór- kostlegt að hafa fengið að taka þátt í upphafinu. Þegar ég var í heim- sókn fyrir stuttu varð ég lítið var við seiðmenn og fékk að vita að þeir hefðu nú orðið miklu minni völd en áður. Þetta er merkilegt og sýnir að þjóðfélagið hefur breyst. Barrisha breytti seiðmannakof- anum í bænahús og kalkaði húsið hvítt að innan. Fólk gat setið með- fram veggjunum. Þannig varð hús- ið helgað nýrri trú. Við rifjuðum alla þessa atburði upp, þegar ég var í heimsókn, og hann mundi þá alla jafnvel og ég. Þó að hann hafi haldið fast við gömlu menninguna, sem hann ólst upp við, þá hefur hann veitt báðum sonum sínum góða menntun. Annar þeirra er skólastjóri grunnskólans okkar á stöðinni en hinn er kennari í sögu og landafræði við mennta- skóla sem nýlega var byggður í Konsó. Síðasta eitt og hálft árið okkar í Konsó var ákaflega góður tími. Þá blómgaðist allt starfið ákaflega hratt. Benedikt Jasonarson og Margrét Hróbjartsdóttir komu um áramótin 1957-8 og tóku við af okkur í Kon- só. Þá vorum við orðin mjög þreytt enda höfðum við séð ein um upp- byggingu safnaðarstarfsins allan tímann frá upphafi. Við fórum heim til Islands í árbyrjun 1958, staðráð- in í að fara út aftur. Á íslandi En við fórum ekki aftur til Eþíópíu. Það var ánægjulegt að koma heim og okkm- var vel tekið. Starfið úti óx mjög ört eftir þetta og margir komu til starfa á næstu árum. Þar sem ljóst var að við fær- um ekki aftur út til Eþíópíu fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert. Það varð þá úr að ég fór i guðfræði- deildina árið 1959. Eg kenndi við gagnfræðaskólann við Lindargötu með náminu og sá fyrir okkur á þann hátt. Aðalkennslugreinarnar voru kristinfræði og danska. Mér hefur alltaf fundist gaman að kenna og það gekk ágætlega. Ég kenndi við Réttarholtsskólann árin sem ég var prestur. Ég tók lokapróf í guð- fræðinni í janúai-1963. Að loknu námi sótti ég um stöðu í Grensásprestakalli og fékk lög- mæta kosningu. Grensás var lítil sókn, sem hafði verið skilin frá Bú- staðasókn auk annairar smáviðbót- ar, en hún óx geysilega hratt á næstu árum og var orðin jafnstór og hún er í dag þegar ég fór frá henni eftir sjö ár. Starfsskilyrði voru léleg. Það var ekki einu sinni skóli í sókninni. Þess vegna varð ég að messa í Breiðagerðisskóla sem er í Bústaðasókn. Það var ekkert til. Þetta var nýtt brautryðjenda- starf, allt öðruvísi en í Konsó en þó lærdómsríkt. Við minntumst alltaf áranna í Grensási með mikilli gleði. Arið 1968, þegar tíu ár voru liðin frá því að við komum heim, höfðum við mikla þörf fyrir breytingu. Það ár fréttum við að það vantaði prest á Lovisenberg Diakonissusiúkra- húsið í Osló. Þetta var það sjúkra- hús á Norðurlöndum sem hafði best skipulagt sjúkrahússprests- starf. Ég fékk stöðuna til þriggja mánaða. Þetta var um svipað leyti og Borgarspítalinn tók til starfa. Ég varð fyrsti sjúkrahússprestur- inn á Borgarspítalanum og hélt guðsþjónustur þar reglulega. Um þetta leyti fór ég að hugsa mikið um málefni sjúkrahúsa, líknarþjón- ustu (diakoni) og starf sjúkrahúss- presta. Út á ný Tveimur árum seinna ákváðum við að stíga það stóra skef að segja upp stöðunni í Grensássöfnuði og sækja um stöðu í Noregi. Það var alveg óviðkomandi Grensássöfnuði enda féll aldi-ei skuggi á samstarfið þar. Ég fékk setningu nálægt Halden í Suður-Noregi, á Prestebakken. Prestakallið var geysilega stórt. Þarna áttum við tvö góð ár. Ég fékk gott samband við norsku kirkjuna í gegnum þetta.“ En hvernig sem Felix reyndi gat hann ekki fengið fastráðningu sem sóknarprestur vegna þess að hann var útlendingur. Það varð til þess að þau hjónin fluttust til Danmerk- ur árið 1971 en nokkur skortur var á prestum í landinu á þeim tíma. Felix varð prestur í Tagensbro í Kaupmannahöfn. Þau hjónin ílent- ust í Danmörku og hafa búið þar æ síðan. Þar leið þeim vel. „Nú þegar ég lít til baka og starfsferli mínum sem prests er lokið og ég er orðinn uppgjafa- prestur þá sé ég að ég hef verið prestur í 35 ár, þar af tæp sjö ár á Islandi, og ein 29 ár í Noregi og Danmörku. Starfstími minn í Dan- mörku varð 27 ár á þremur stöðum. Eftir á að hyggja var sá tími marg- breytilegur og ég hef lært mikið. Ég hef hitt svo mörgt fólk og feng- ið möguleika til að þroskast og læra, bæta við þekkingu mína.“ Felix hefur mikinn áhuga á kirkjusögu og hafði um nokkurt sinn reynt að afla sér upplýsinga um Ebeneser Henderson, sem stofnaði Hið íslenska Biblíufélag, en hann hafði líka verið í Dan- mörku. Framkvæmdastjóri danska Biblíufélagsins hvatti hann til að skrá sig sem licenciatnemanda í kirkjusögu við guðfræðideildina í Kaupmannahöfn til að geta stundað áhugamál sitt vel. Hann fékk inn- göngu. Eftir að hafa unnið að þessu verkefni í 10 ár með prestsstarfinu var ritgerð hans samþykkt árið 1987 og hann fékk nafnbótina cand. lic. Tveimur árum síðar varð danska Biblíufélagið 175 ára. Þá var rit- gerð Felixar gefin út svolítið breytt sem afmælisrit félagsins. „Það var auðvitað ákaílega ánægjulegt fyrir mig“, segir Felix. „Slík störf auðg- uðu líf okkar. Ég skrifaði töluvert í Kristeligt Dagblad á þeim árum um diakoni, kristniboð og Biblíufé- lagið. Kristín hefur alltaf verið mikill hluti af lífi mínu og starfi og mitt starf hefur verið starf okkar beggja alla tíð frá því við vorum ung. Hún veiktist 1994 og barðist við krabba- mein í þrjú ár og dó í nóvember ‘97. Síðasta árið eftir að Kristín var orðin mjög veik varð mér ljóst að tími minn sem prests væri brátt lið- inn og ákvað strax eftir að hún dó að hætta einu ári fyrr en ég þyrfti því að hún hafði verið mér svo mikil hjálp í starfinu. En ég var í fullu starfi í eitt ár eftir að hún dó. Það hjálpaði mér mikið. Ég fékk frí sunnudaginn áður en hún var jörð- uð. Fólkið í sókninni var ákaflega elskulegt við mig. Eftir jarðarför- ina söfnuðumst við saman í safnað- arheimilinu í Tagenbro. Fólkið í söfnuðinum sá um kaffið. Kristín minntist á það skömmu áður en hún dó að kannski væri kominn tími til að ég færi til Konsó en ég hafði aldrei farjð þangað frá því að við komum heim árið 1958. Þá fannst mér allt í einu sjálfsagt að ég færi. Það hafði sitt að segja að Jóhannes Olafsson, minn gamli vinur, væri þama úti og var að enda sinn feril en mig langaði til að sjá Eþíópíu meðan hann var þar. Það var ólýsanlegt að koma þang- að. Það var eins og hringurinn lok- aðist. Á fornum slóðum Ég var í þrjár vikur í Konsó og fékk einstakt samband við Konsó- menn þegar ég var í heimsókn. Þeir opnuðu sig fyrir mér. Leiðtogi kirkjunnar í Konsó, presturinn Kússía, sem hefur átta manna ráð sér til stuðnings, kom með ráðið til mín einn daginn. Við sátum saman í þrjá klukkutíma og töluðum um starfið. Að lokum vildi fólkið að við bæðum saman og að ég blessaði það. Þeir köstuðu sér á gólfið, eins og þeir gera. Ég sagði þeim að ég ætlaði að blessa þá á íslensku því að frá Islandi hefði ég komið. Svo gerði ég það. Að því búnu segi ég við Kússía: „Hver á svo að blessa mig?“ Þá sagði hann: „Við gerum það öll.“ Svo komu þau öll og lögðu hendur yfir mig. Það var óskaplega sterkt. Starfsferill minn hefur verið sem ævintýri.“ - Gœðavara Gjafdvara — mataí og kdffistell. Allir veröflokkar. A Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gianni Versace. VERSLUNIN Latigavegi 52, s. 562 4244. 641 05575 800 wött, hjólsög sem sagar frá 0-52 mm á dýpt. Sjálfvírk Metabo S-kúpling. Smiðir, skoðið þessa! Verðnúkr. 13.776 641 04475 500 wött, bor- og brotvél. Hörkuvél! í tilefni af 75 ára afmæli Metabo bjóðum við 20% afslátt af afmælisframleiðslu eftirtalinna véla. 641 03375 600 wött, borvél með Impulse (skrúfulosun) og sjálfherðandi Futuro Plus patrónu. Frábær borvél! Verðnúkr. 11.535 ®- - Verð nú kr. 21.978 naust I Sími 535 9000 • Fax 535 9040 • www.bilanaust.is ZANUSSI Þvottavél 1000 sn > 1000 sn/mín. vinda > Fjórtán þvottakerfi > Sjálfstæður hitastillir > Þriggja ára ábyrgð > Áður kr. 58.900 t / Stgr. kr. 1» Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.