Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ *46 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1999 Jazzhátíð í Garðabæ með sumarsveiflu! Júlí—ágúst 1999 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Þriðjudaginn 13. júlí kl. 21 leikur kvartet Péturs Grétarssonar vinsælustu lög Dave Brubecks. Aðgöngumiðar á kr. 1.000 verða seldir við innganginn frá kl. 20.00 tónleikadaginn. Kreditkortaþjónusta. Menningarmálanefnd Garðabæjar. f LEIKFÉLAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Litlá lityttÍHejíbÚðÍH eftir Howard Ashman, tórlist eftir Alan Menken. Rm. 15/7 uppselt fös. 16/7 laus sæti lau. 17/7 fáein sæti laus fim. 22/7 AUKASÝNING fös. 23/7 laus sæti lau. 24/7 laus sæti Ósóttar pantanir seidar daglega Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. f ISLENSKA OPERAN __iliil Gamanleikrit I leikstjórn \ Sigurðar Sigurjónssonar ■ Fös 16/7 kl. 20 örfá sæti Lau 17/7 kl. 20 örfá sæti Fös 23/7 kl. 20 Lau 24/7 kl. 20 Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga f kvöld 11/7 Blái engillinn Sif Ragnhildardóttir syngur lög Marlene Dietrich Seremóníumeistari: Arthúr Björgvin Bollason. Ljúffengur kvöldverður á undan sýningu Miðapantanir í símum 551 9055 og 551 9030. PpMo H M 5 30 30 30 Mðasaia qin Irá 12-18 og Iram að sýiÉtgu OpB Irá llfyrt- hádeqslefcliisa HADEGISLEIKHUS - kl. 1200 Mið 14/7 örfá sæti laus Fim 15/7 örfá sæti laus Fös 16/7, MÍÖ21/7 SNYR AFTUR Sun 11/7 kl. 20.00 í sölu núna Mið 14/7 kl. 20.00 í sölu núna Fim 15/7 kl. 23.00 í sölu núna TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. It ,\ l< N A ^ F| >> I % K V I. I> U LJOSMYNDIR Núpalind 1 - sími 564 6440 rétt víð Smáran! vorum a Morgunblaðið/RAX PÁLL Stefánsson ljósmyndari hefur gaman af glímunni við landið. FÓLK í FRÉTTUM Páll Stefánsson með nýja Ijósmyndabók „LANGISJÓR falinn milli fagurra fjalla er ein af perlum íslenskrar náttúru. En þarna inni við Vatnajökul getur verið æði úrkomusamt. Suma daga þarna í fjallakyrrð gleymir maður öllu. Einhver hvíslaði því að mér að Landsvirkjun væri að spekúlera í því að endurhanna svæðið. Eg held að enginn betrumbæti sköpun- arverk máttarvaldanna." Prósi í orðum og myndum „RAUÐISANDUR vestur á íjörðum. Það er ekki bara stór náttúra og selir í tugatali heidur iandslagið og líka þessi litlu smáatriði sem gleðja mann. Fjöður sem dansar á sandinum." „LANDIÐ er sterkt í okkur ís- lendingum; veðráttan og vind- urinn mótar okkur,“ segir Páll Stefánsson sem gaf nýverið út ljósmyndabókina Landið. „Ég hef alltaf haft gaman af ferða- lögum og með þessum myndum býðst fólki að ferðast með mér. Ég hef aldrei litið á mig sem sérstakan landslagsljósmyndara en þegar maður ferðast frá A til O sér maður svo margt; ég get ekki látið það hjá líða. Það eru eiginlega myndirnar sem koma til mín.“ Hversu lengi var bókin í vinnslu? „Flestar ljósmyndanna eru teknar síðustu tvö árin. Þær eru frá sex stöðum á landinu sem toga í mig og koma mér alltaf jafn mikið á óvart. Ljós- myndun er bara það að vinna með ljós og sem betur fer er umhleypingasamt hér á Islandi; einhver regnbogi sem lúrir ein- hvers staðar. Þegar maður ger- ir bók eins og Land þá sest maður ekki niður og rembist. Staðirnir og myndirnar koma meira til mín og raðast niður. Textinn er í raun bara myndir - myndir í orði. Honum er ætlað að gefa myndunum líf og leiða fólk sem ekki þekkir til inn í staðina.“ Þú skrifar einmitt hálfgerðan prósa inn á milli myndanna. „Það hvílir fólk,“ svarar hann. „Þá þarf það ekki að skoða mynd, mynd, mynd, mynd... Það gerir bókina líka persónulegri og svo hef ég gaman af orðum. Á margan hátt geta þau verið jafn mynd- ræn og Ijósmynd." Er Fjalla-Eyvindur í þér? „Mér finnst gaman að glíma við landið. Það getur verið ein- manalegt og nöturlegt að bíða í fimbulkuldum á hálendinu en svo þegar fílmurnar eru fram- kallaðar getur biðin reynst þess virði.“ Er ekki hundleiðinlegt að ferðast með þér; alltaf að stoppa og taka myndir? „Það held ég ekki,“ svarar Páll og er hálfundrandi á spurningunni. „Þegar ég er á ferð með blaðamönnum eða öðrum kunna þeir yfírleitt að meta það ef ég bendi þeim á af hverju þeir væru annars að missa. Síðan bflar komu til sög- unnar fer fólk of hratt yfír; það ætti stundum að nema staðar, njóta og nota augna- blikið.“ Að lokum var Páll fenginn til að leggja til nokkrar myndir úr bókinni og útskýra af hverju þær urðu fyrir valinu. Morgunblaðíð/Páll Stefánsson „EINHVERN veginn er rigningin blautari á Langanesi og ég er hvergi í betra sambandi við íslenska vind- inn en einmitt þarna. Þessir bátar í Skoruvík bíða þess að vatn og vindur brjóti þá niður, og á meðan eru þeir þolinmóðir. Langanes er einn af þessum fáförnu stöðum sem maður er frjáls."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.