Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 52
l52 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgí, simi 530 1919 Sýnd kl. 5, 7 og 9. B.i.i6 Sýnd kl. 11.10. B.i. 16. Sýnd kl. 4.50 og 7. sið.sýn. www.haskolabio.is Kl. 5. Síð. sýn. B. i. 16 HI-LO COUNTRY HÁSLÉTTAN ' ' ■ - ■ ★ ★★ ÓHT Rás2 Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. b.í. 14 ára. javier bardem um Wiid At Heart undirtonó)r Sýnd kl. 9 og 11.15. B.i. I6ára. IFjjíjjjjJjj/jjíji jjjjjj /fclB JJjjjjjj/jjjj’ jjjjjjj iiáJjui/ k /jui/j/jjjjj jjjyjj Jái'j'ú p Ji#y5iy/ ý/ Jaij!jj!jj..v >IJJJlJy/jjJJJ JJJJJJ liZli. ijú/jjj/ jjjjjjjj jJdljjj/ u) jji/j/jjjjj JJJJJJJ JiI'j'J h'jzvji j’íi L-ijjjjjjjl^J Kl. 2.30, 5, 6.30, 9 og 11.30. m i>t8Hmnir,rrfli Dtew Barrymort Daviti Arqactj^y^ mm 990 PÍINKTA FERPli i BÍÚ Atfabakka 8, simi 587 8300 og 587 8305 I ★★★y kvikmyndit ÍlV ída spertnumynd Hröð. skemmtileg. speötivK'.vi; og frjó PflYBACK vvvvw.samfitm.is iV Djass út um allt land Lagið fer þangað sem það fer Hljómsveitin sem heitir ekki neitt ætlar að leika fímmtán tónleika á þrettán dögum á tónleikaferðalagi sem hefur hlotið nafnið Kind ‘99. Hildur Loftsdóttir hitti hina þjóðlegu djassara. AMORGUN leggja þrír fé- lagar af stað í ferðalag um landið okkar þvert og endilangt, og ætla að passa sig á því að keyra ekki niður litlu sætu lömbin. í farteskinu verða hljóðfærin sem þeir munu leika á fyrir þá landsmenn sem vilja heyra ’ gamlar og góðar melódíur leiddar inn á nýjar og óvæntar brautir. Þetta eru þeir Einar Valur Schev- ing, sem tekur með sér trommusett- ið, Oskar Guðjónsson með saxófón- inn og Þórður Högnason með kontrabassann sinn. Einfaldar upptökur - Hvaðheitir hljómsveitin? Einar: „Ekki neitt. Við gátum ekki fundið nógu gott nafn." Óskar: „I þessum djassgeira er maður alltaf í hljómsveitum með 'Thinum og þessum án þess að þær heiti neitt. Þetta band er við þrír, og við ætlum að komast þetta á nöfn- unum okkar, ekki á einhverju hljómsveitarnafni sem kannski seg- ir ekki neitt.“ Þórður: „Við erum heldur ekki búnir að ákveða hvort við erum „Jiand sem heldur áfram að spila eft- ■ *r þennan túr eða ekki.“ -En er ekki Óskar að fara til London og Einar Valur aftur til Mi- ami íhaust? Þórður: „Jú, reyndar, en við ætl- um samt að taka ferðalagið upp og gefa út þannig að líklega verður eitthvert framhald á.“ Óskar: „Við tökum upp alla tón- leikana, og gefum út svona „Skást afKind ‘99“.“ Einar: „Upptökurnar verða mjög einfaldar, sem við sjáum um sjálfir. Við þurfum bara tvo hljóðnema og og DAT-tæki og þá er þetta komið Oskar: „Það eru margir farnir að gefa út svona einfaldar upptökur." Það gerist meira á tónleikum -Er ekki djass ailtaf skemmti- legri á tónleikum? Óskar: „Allt öðruvísi. Það er t.d. ekki hægt að leiðrétta neitt.“ Einar: „Það eru mun meiri líkur á því að tónlistin kvikni sjálfkrafa." Þórður: „Það er pottþétt að það gerist meira á tónleikum en í upp- tökuveri, en hljóðgæðin verða fyrir bragðið ekki jafnfullkomin fyrir hlustandann. En það er allt í lagi.“ Einar: „Við höfum spilað einu sinni saman á Jómfrúnni, og það gerðist margt skemmtilegt." Morgunblaðið/Þorkell EINAR Valur Scheving, Óskar Guðjónsson og Þórður Högnason munu þeysa uni landið á þrettán dögum. - Ei-uð þið búnir að æfa ykkur mikið og vel? Þórður: „Nei, við erum ekkert búnir að æfa, og ætlum ekki að gera það. Það gæti bara eyðilagt fyrir okkur.“ Óskar: „Við höfum komið saman til að ákveða lögin og kíkja á grunn- ana að þeim, svo ákveðum við hver í sínu homi hvert þetta getur farið, og svo fer þetta bara þá leið sem þetta fer. Fyrstu tónleikamir verða allt öðmvísi en þeir seinustu." Einar: „Við eram að reyna að taka hvaða tónlist sem er og spila hana mjög frjálst.“ - Og hvaða lög hafíð þið valið? Einar: „Ymis dægurlög, íslensk og erlend. It’s Now or Never með kónginum, svo eitthvað sé nefnt.“ Þórður: „Óperulög þess vegna." -Eruð þið búnir að fá leiða á djassstandördunum ? Einar: „Nei, alls ekki. En þetta em allt góðar og sígildar melódíur sem hægt er að gera hvað sem er við.“ Þórður: „Mjög margir djass- standardar em dægurlög síns tíma, og við spiium eitthvað af þeim, en ekki djasslög sem eru samin sem slík.“ í fyrsta sinn á Islandi - Er það ekki frekar óvenjulegt fyrir íslenskan djassara að spila þrettán daga í röð? Einar: „Menn hafa spilað fímm eða sex tónleika í röð úti á landi, en aldrei fimmtán. Þetta hlýtur að vera í fyrsta sinn.“ Þórður: „Enda á alveg eftir að koma í ljós hvort við höfum heilsu í þetta.“ - Þá geðheilsu? Þórður: „Ja, ég ætla að byija á Herbalife á morgun, eða þannig.“ Óskar: „Og ég fór út að skokka í morgun, en það hefur ekki gerst í langan tíma.“ - Eruð þið þá bjartsýnni en aðrir djussarar hér á landi? Einar: „Nei, nei, við höfðum bara allir óvenjugaman af Jómfrúartón- leikunum, og áheyrendur skemmtu sér vel líka. Þá langaði okkur að gera eitthvað meira og það er ekki endalaust hægt að spiia hér í bæn- um.“ Óskar: „Við vildum bara athuga hvort hægt væri að fara í svona langan túr, og höfum reyndar verið stöðugt í símanum síðan. Það bara varð til einhver jákvæðnistormur á undan og á eftir Jómfrúartónleikun- um og við ætlum að dreifa honum út um allt land.“ 12 - Hvolsvöllur /Hótel HvolsvöUur 13 - SkaftafeU/Þjónustumiðstöðin 14 - Höfn/Pakkliúsið 15 - Neskaupsstaður /JazzlgaUarinn 16 - Kópasker/Grunnskólinn 17 - Öxarfjörður/Akurgerði 17 - Mývatn/Reykjahlíðarkirkja 17 - Reynihlíð/Gamli bærinn 18 - Varmahlíð/Reykjahólsskógur 18 - Akureyri/Við Pollinn 19 - Sauðárkrókur/Kaffi Krókur 20 - Garðabær/Kirkjuhvoll 21 - Akranes/Café 15 22 - Reykjavík/Kaffileikhúsið 24 - Borgames/Motel Venus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.