Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ S Islenskur brautry ðj andi í / Sem barn varð séra Felix Olafsson fyrir sterkum áhrifum frá KFUM og árið 1953 fór hann utan til kristni- boðsstarfa í Suður-Eþíópíu á stað, sem Islendingur hafði aldrei áður komið á, ásamt konu sinni Kristínu heitinni Guðleifsdóttur. Kjartan Jónsson átti samtal við séra Felix um óvenjulegt lífshlaup hans, við að útbreiða fagnaðarerindið í Eþíópíu, sem hann lýsir sjálfur sem miklu ævintýri. Ljósmyndari: Valdís Magnúsdóttir SR. Fellx í hópl fslenskra EþfópfukrietnlboAa. Kristlnn Friðrik, sonur hans, er annar frá hssgri f aftari rifð. ÞAÐ var ákaflega áhrifaríkt að koma til baka. Ég sá breyting- ar en samt er margt enn eins og það var, t.d. fátæktin sem enn er mikil. Eftir hungursneyðir og byltingar á þjóðin við margvíslega erfiðleika að stríða. Það orkaði sterkt á mig frá fyrsta degi hve margir höfðu náð langt þrátt fyrir fátæktina. Jafnvel í Konsó eru nú margir vel menntaðir menn. Þjóð- félagsbreytingar hefðu orðið þótt við hefðum aldrei komið þangað, það hefur haft geysimikla þýðingu að við vorum fyrstu útlendingamir sem settust þarna að.“ Sr. Felix Olafsson, Islendingur- inn, sem hóf kristniboðsstarf í Kon- só í Suður-Eþíópíu ásamt konu sinni Kristínu Guðleifsdóttur, heimsótti sínar gömlu starfsstöðvar fyrr á þessu ári eftir 41 árs fjar- veru. Það vakti mikla athygli hér á landi er þau hjónin lögðu af stað tfl Eþíópíu í ársbyrjun 1953 til braut- ryðjendastarfa í afskekktu héraði sem enginn Islendingur hafði aug- um litið. Vígslu þeirra í Hallgríms- kirkju var útvarpað, blöðin skrif- uðu um hana og mikill mannfjöldi kvaddi þau á hafnarbakkanum þeg- ar þau lögðu upp í fyrsta áfanga leiðarinnar, Hull í Englandi, í boði Eimskipafélagsins. Norska skipafé- lagið Mosvold gaf þeim fría ferð áfram sjö mánuðum síðar til Massawa í Erítreu að afloknu enskunámi. Felix var aðeins rúm- lega 23 ára gamall þegar þau lögðu upp í þessa löngu ferð. Uppvöxtur og mótunarár Felix er Reykvíkingur, fæddur 20. nóv. 1929. Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson og Hallfríður Bjarnadóttir. Þau eignuðust fjóra syni, sr. Guðmund Óla, Bjarna lekt- or, Friðrik kennara, sem lést ung- ur, og Felix. „Ég komst strax sem barn undir sterk áhrif frá KFUM og hef verið svo gæfusamur að það sem ég öðl- aðist þar hefur verið mitt leiðarljós alla ævi. Þess vegna kynntist ég kristniboðshreyfingunni mjög snemma. Ég var bara stráklingur innan við fermingu þegar ég ákvað að verða prestur, en síðar kom ótví- rætt kall um að verða prédikari og kristniboði.“ Felix hætti menntaskólanámi, þegar það var hálfnað, til þess að hefja sex ára nám við skóla Norska lútherska kristniboðssambandsins, Fjellhaug í Osló, vegna þess að nemendur voru aðeins teknir inn á sex ára fresti á þeim árum og of langt þótti að bíða svo lengi. Náms- skrá fyrstu tveggja áranna miðaði að því að gefa nemendum svipaða menntun og menntaskólar en auk þess sótti Felix kvöldnámskeið á Kristelig Gymnasium í Osló jafn- hliða námi. Á meðan Felix dvaldist í Noregi jókst áhugi og skilningur á kristniboði mikið á Islandi. „Ég kom alltaf heim í sumarleyfi á hverju sumri v.þ.a. þá var byrjað að fljúga. Ég kynntist konunni minni iauslega árið 1949 uppi í Vatnaskógi. Sumarleyfin voru stutt og ég fór fljótlega út aftur en mér hafði litist svo vel á hana að ég skrifaði henni bréf þótt ég vissi ekki hvar hún átti heima og setti bréfið í póstinn aðeins með nafninu hennar Reykjavík. Bréfið komst tfl skila!“ Kristín og Felix giftust árið 1952. Það ár var viðburðaríkt því að þá var ákveðið á aukaaðalfundi Sambands íslenskra kristniboðsfé- laga að hefja kristniboðsstarf í Eþíópíu og í árslok voru þau vígð. Á enda veraldar Fram að þessu höfðu íslenskir kristniboðar verið starfsmenn norskra kristniboðsfélaga en nú átti að verða breyting á. Islending- ar ætluðu að hefja starf á meðal ákveðins þjóðflokks í Eþíópíu sem átti að verða starfsakur íslenskra kristniboða. Þeir ætluðu að sjá um það sjálfir. Þetta var nýtt og það vakti athygli. „Við komum tfl Eþíópíu 25. sept- ember 1953, held ég. Þá tók við nám í amharísku. Það þurfti mikinn undirbúning til að hefja starfið í Konsó. Sem dæmi um hve menn töldu Konsó vera afskekkt hérað á þessum árum þá guggnaði túlkur- inn sem ég hafði fengið á því að fara með okkur þegar við vorum að leggja af stað. Hann sagðist ekki geta hugsað sér að fara í útlegð til jafn afskekkts héraðs og Konsó!“ Felix og Kristín höfðu hvorki bíl til umráða né talstöð. Því urðu þau að fá norskan bílstjóra til að aka sér áleiðis til Konsó. ,Við lögðum af stað síðla dags frá Addis Abeba með allan okkar farangur og mán- aðargamalt barn túlklaus. Þegar við höfðum ekið nokkra stund ók norski bílstjórinn út í skurð og þar sat bíllinn fastur um nóttina. Bíl- stjórinn svaf aftur á palli og við lét- um fyrirberast í framsætinu með litla drenginn. Næsta morgun feng- um við hjálp til að draga bflinn upp úr skurðinum. En þegar við héld- um ferðinni áfam kom í Ijós að ann- ar öxullinn hafði brotnað. Ekið var til kristniboðsstöðvar, sem var á leiðinni til Konsó. Þar var farang- urinn tekinn af en síðan varð bíllinn að snúa aftur til Addis tfl viðgerð- ar.“ Það tók litlu fjölskylduna á annan mánuð að komst á leiðar- enda í Konsó. Til að komast síðasta áfangann sömdu þau við Itala, sem átti hálfs tonns vörubíl, um að flytja þau og farangurinn. „Við komum seint um kvöld tfl Konsó og fluttum inn í hús sem við vorum búin að taka á leigu. Fólk tók okkur vel en var mjög forvitið og ágengt. Ég man að þó að við værum bæði dauðþreytt þá orkaði það afskaplega sterkt á okkur að vera komin. Þá kom til mín þessi hugsun að hér ætti mikið eftir að gerast því að Kristur væri kominn til Konsó. Ég hef geymt þessa minningu í huga mér.“ Þetta var haustið 1954. Húsið, sem þau leigðu, var með moldarveggjum og moldargólfi. „Við reyndum að koma okkur eins vel fyrir og við gátum en gólfið var þakið mjög fínu ryki sem þyrlaðist upp og lagðist yfir barnið í vögg- unni. Ég fór mjög fljótt að hafa samverustundir niðri á kristniboð- slóðinni sem norskir kristniboðar höfðu aðstoðað okkur við að kaupa. Lóðin var íyrir utan þorpið þar sem við bjuggum. Það var merkilegt, þegar ég kom til Konsó núna, að hitta marga sem mundu þennan fyrsta tíma og þess- ar samverustundir sem við héldum undir akasíutré og sátum á trjá- stofnum og steinum. Kristín var ekki hjúkrunarkona en hafði notaði tímann í Noregi til að starfa á Akers sykehus þar sem hún lærði ýmislegt. Engin heilsu- gæsla var í Konsó og hún gerði allt sem hún gat til að fólkið skfldi að við vfldum reyna að hjálpa því eins og við gætum. Fólkið bjóst við því að við reyndum að veita því hjálp með því að gera að sárum, gefa því sprautur o.s.frv. Hún hjálpaði meira að segja við fæðingar. En okkur var það ljóst frá upphafi að þetta gæti ekki verið til frambúðar því að hún var ekki hjúkrunarfræð- ingur og var sjálf með ungabarn. Því skrifuðum við strax heim og sögðum að nauðsynlegt væri að senda hjúkrunarkonu. Þá ákvað stjórn Kristniboðssambandins að senda Ingunni Gísladóttur strax út til Konsó. Hún var komin til okkar í ágúst ‘55. ítalinn, sem flutti okkur til Kon- só, tók að sér að byggja fyrsta hús- ið á kristniboðslóðinni úr múrsteini. Það átti að vera heilsugæslustöð. Hann lauk því ekki. Ég sendi Krist- ínu til Addis í janúar ‘55 og var einn í Konsó tfl að ljúka við húsið. Þakið hafði fokið af húsinu, sem við leigð- um, og það hafði rignt mikið yfir dótið okkar. Ég lauk við húsið, en á meðan Kristín var í Addis skrifaði hún formanni Kristniboðssam- bandsins, Bjarna Eyjólfssyni, og sagði að ekki væri hægt að reka starfið í Konsó án þess að hafa bíl sem íslenska kristniboðið ætti því að við vorum einangruð þar og alltaf upp á Norðmenn komin með alla hjálp. Bjarni tók þetta upp á samkomu og bað fólk um að safna fyrir bíl. Þetta gekk svo fljótt að þegar ég kom tfl Addis tfl að sækja Kristínu mátti ég kaupa bíl. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég kom tfl höfuðborgarinnar. Við fór- um heim í þetta skipti í okkar eigin bfl. Ingunn var mikfll forkur en varð að hefjast handa við mjög léleg skilyrði því að allt var enn þá á byrjunarskeiði hjá okkur. Hún byrjaði heilsugæsluna í strákofa. Við byggðum svolítið herbergi við sjúkraskýlið, þar sem hún bjó fyrst, en þá var ég þegar byrjaður að byggja skólann, þann fyrsta, sem nú er búið að rífa, en hann stóð í 20 ár. Hún fékk kennslustofu í enda skólans strax og hann var tflbúinn. Þegar hún var búin að vinna þarna í nokkurn tíma kviknaði í kofanum út frá prímus sem hún notaði tfl að sótthreinsa sprautur. Kofinn brann tfl kaldra kola. Þetta var mikið áfall. En þessi atburður markaði tímamót. Þá sáum við í fyrsta skipti hug Konsófólksins til okkar. Daginn eftir söfnuðu þeir liði eins og þeir gerðu í þorpunum ef eitthvað kom fyrir, komu í heil- mikflli fylkingu með við í nýjan kofa og byggðu á mjög skömmum tíma stærri kofa en þann sem brunnið hafði og gáfu okkur. Ég hélt skóla allt frá fyrstu stund eftir að við fluttum inn á kristniboðslóðina, fyrst í strákofa en síðar í skólahúsi sem ég byggði árið 1956. Um vorið var ég búinn að setja þak á húsið. Það var 26 m langt með fjórum kennslustofum. Einn daginn sáum við Kristín lítinn hvirfilvind stefna á skólann. Ég gat auðvitað ekkert gert en hann lyfti þakinu af honum. Með góðri hjálp tókst að setja þakið á aftur en dýr- mætt bárujárnið hafði skemmst nokkuð.“ Straumhvörf „Um vorið 1956, rétt fyrir hvíta- sunnu, kom maður til mín og sagð- ist vilja verða kristinn. Ég sagði að það væri ágætt en trúði því mátu- lega því að ég hafði orðið nokkrum sinnum fyrir því að menn kæmu til mín og sögðu það sama en voru í rauninni komnir til að biðja mig um einhvern greiða. Ég sagði honum að hann væri velkominn í guðsþjón- ustuna næsta sunnudag og þá gæt- um við talað betur saman. Hann kom og kvaðst heita Barrisha Ger- mó og væri töframaður og nú gæti hann ekki beðið lengur eftir mér því að hann yrði að taka í burtu alla hlutina sem tilheyrðu Seitan, djöfladýrkuninni, vegna þess að annars myndu andarnir reiðast honum og hefna sín eftir að hann væri búinn að taka þessa ákvörðun. Þá sá ég að honum var alvara og sagðist koma heim tfl hans kl. fjög- ur. Ég fór með góðum túlki. Við komum til þorpsins og urð- um að fara um þröngar göturnar til að komast heim tfl hans. Við mætt- um ekki nokkrum manni, því að all- ir höfðu yfirgefið þorpið. Fólk leit þetta mjög alvarlegum augum. Það er ef til vfll erfitt að skilja þetta í dag því að töframennirnir hafa misst mikið af sínum fyrri völdum. Barrisha hafði verið mjög voldugur særingamaður í mörg ár en var full alvara í ákvörðun sinni. Fólk bjóst við því að þegar hann tæki svona stórt skref hefði það mjög alvarleg- ar afleiðingar, jafnvel að hann myndi deyja. Er við komum heim til hans var öll fjölskyldan þar. Við áttum einfalda stund þar saman. Ég bað til Guðs og las úr Guðs orði og sagði honum að ég gerði þetta í Jesú nafni. Síðan tæmdum við sær- ingakofann. Það var heilmikið verk. Ég fór heim þegar þessu öllu var lokið en eldsnemma næsta morgun kom hann með fjölskyldu sína og fjölda manns úr þorpinu sem fylgdi honum. Fólkið hafði komið til hans við sólarupprás til að sjá hvað hefði gerst og hvort hann væri ennþá lif- andi. En hann hafði sofið vel. Það hafði svo mikfl áhrif á fólkið að þó nokkuð stór hópur fylgdi honum. Síðan hélt það að mestu til á stöð- inni næstu vikuna til að finna ör- yggi og biðja saman. Það var því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.