Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 11
ónæmi gegn sýklalyfjum, sem þeir vilja
banna,“ útskýrir hann.
Hann segir að Norðmenn vilji nota aðrar
aðferðir, því um ýmsar leiðir sé að ræða. Til
dæmis sé hægt að klippa burt genið áður en
farið er að rækta lífverurnar. Einnig sé hægt
að nota annars konar merkigen, sem hefur þá
þol gegn einhverju varnarefni. „Þetta er í
rauninni bara tæknilegt atriði sem fram fer á
rannsóknarstofunni í byrjun,“ segir hann.
Hvað með ísland?
Hér á landi hafa umhverfisráðuneytið og
Hollustuvemd fylgst vel með því sem er að
gerast á þessu sviði. Til að mynda réð Holl-
ustuvernd til sín sérstakan starfsmann fyrri
hluta árs 1997, sem ætlað er að sinna þessum
málaflokki. Um svipað leyti var einnig sett á
laggimar níu manna ráðgjafarnefnd, sem
tekur afstöðu til leyfisveitinga, rannsókna og
starfsemi með erfðabreyttar lífverur. Sömu-
leiðis gefur nefndin umsögn um þær umsókn-
ir sem berast til ESB um markaðssetningar á
erfðabreyttum lífverum á Evrópska efna-
hagssvæðinu (EES). Enn sem komið er hefur
einkum verið sótt um að fá leyfi til að mark-
aðssetja fræ eða lífverur til ræktunar. Dæmi
um slíkt em nellikur,
maís og repja, en úr
henni er framleidd
rapsolía eða canola, eins
og hún er kölluð vestan-
hafs.
í apríl 1996 tóku lög
um erfðabreyttar lífver-
ur gildi hér á landi.
Markmiðið með þeim er
að vernda náttúru
landsins, vistkerfi,
plöntur og heilsu manna
og dýra gegn skaðleg-
um og óæskilegum
áhrifum erfðabreyttra
lífvera.
Lögin taka til allrar
notkunar og starfsemi
með erfðabreyttar líf-
vemr, þar með taldar
rannsóknir, framleiðsla,
geymsla, meðhöndlun
úrgangs, slepping og
dreifing, auk eftirlits
með athafnasvæðum. Jafnframt taka lögin til
innflutnings, markaðssetningar, sölu og ann-
arrar afhendingar erfðabreyttra lífvera svo
og til vöra, sem inniheldur þær að einhverju
leyti. Hins vegar gilda lögin ekki um lífverur,
sem verða til með hefðbundnum kynbótum,
náttúmlegu erfðabreytingarferli, eða afurðir
erfðabreyttra lífvera.
Samkvæmt lögunum er óheimilt að mark-
aðssetja erfðabreyttar lífvemr eða vöm sem
inniheldur þær, nema að fengnu leyfi Holl-
ustuverndar. Fái umsóknin jákvæða af-
greiðslu ber Hollustuvernd að senda útdrátt
úr umsókn ásamt umsögn sinni til lögbærra
yfirvalda á EES-svæðinu, sem geta gert at-
hugasemdir áður en endanlegt leyfi er veitt.
Hvað er nýfæði?
Eftir fjögurra ára umræður innan ESB
náðist loks samkomulag árið 1997 um reglu-
gerð um nýfæði (e. Novel Foods). Nýfæði er
samheiti yfir matvæli sem ekki hafa verið
hefðbundin neysluvara í ríkjum ESB, mat-
ELIN Guðmundsdóttir sér um málefni á
sviði erfðabreyttra lífvera hjá Hollustu-
vernd.
væli framleidd með nýjum aðferðum eða mat-
væli sem hafa nýstárlegu hlutverki að gegna í
mataræði. Erfðabreytt matvæli hafa verið
fyrirferðarmesti flokkur nýfæðis og sá sem
vakið hefur mest viðbrögð neytenda.
Önnur dæmi um nýfæði em til dæmis nýj-
ar tegundir af örvemm, sveppum eða þör-
ungum eða matvæli, sem framleidd em með
tækni, sem hefur ekki áður verið notuð við
matvælaframleiðslu eins og háþrýsting, notk-
un rafpúlsa eða segulsviðs, svo dæmi séu tek-
in.
Ekki var þó sátt um reglugerðina og því
var enn gefin út ný reglugerð í maí 1998.
Reglur um erfðabreytt matvæli
ekki í EES-samningnum
Þar sem reglur ESB um erfðabreytt mat-
væli hafa ekki verið teknar inn í EES-samn-
inginn em íslendingar ekki skuldbundnir,
enn sem komið er, til að setja reglur í sam-
ræmi við þær sem gilda innan ESB að þessu
leyti. Fyrsta skrefið í þessa átt var þó stigið á
Hver er munurinn á kynbótum
og erfðabreytingum?
Blöndun erfðaefnis er forsenda fyrir
hefðbundnum kynbótum, en einungis er
hægt að blanda saman erfðaefni lífvera af
sömu tegund. Á sama hátt er aðeins hægt
að blanda saman erfðaefni skyldra piantna.
Með aðferðum erfðatækninnar er hægt að
færa erfðaefni miiii óskyldra tegunda. Hægt
er að flytja erfðaefni úr bakteríu inn í frumur
hveitiplantna eða úr fiski í frumur
kartöfluplantna og þannig fæst erfðabreytt
hveiti og erfðabreyttar kartöflur. Vlð
erfðabreytingar er farið yfir þau mörk sem
náttúran setur blöndun erfðaefnis óskyldra
lífvera.
Hver er munurinn á
erfðabreyttum lífverum og
erfðabreyttum matvælum?
Skilgreiningaratriði, segja menn. Það sem
er heil lífvera og lifandl, þannig að fræðliega
geti hún gefið af sér aðra lífveru, er t.d.
tómatur. Þegar búið er að stappa hann eða
frysta er hann orðinn matvæli. Sojabaun
væri lífvera en ekki þegar búið er að mala
hana í mjöl. Ferskt óunníð grænmeti.
Hollustuvernd getur bannað sölu
erfðabreytts maísstönguis hér á landi en við
getum samt verið að borða nlðursoðinn
maís, sem er erfðabreyttur.
Er óhætt að borða erfðabreytt matvæli?
Allar lífverur innihalda mörg þúsund gen. í
hvert slnn sem við borðum mat borðum við
gen. Hvatar í meltingarveginum brjóta genin
niður í smáar einingar, sem eru notaðar til
að byggja ný gen, sem okkur eru
lífsnauðsynleg. í erfðabreyttum matvælum
eru sömu gen og í samsvarandi
hefðbundnum matvælum. Munurinn er sá,
að einu eða fleiri genum hefur verið bætt
við, breytt eða tekin burt með
erfðatæknilegum aðferðum. í erfðabreyttum
maís hefur til dæmis verið bætt inn geni
sem veldur því að ákveðin skordýr geta ekki
sakað hann. Áður en leyft er að setja nýja
tegund af erfðabreyttum matvælum á
markað fer fram mat á því, hvort
erfðabreytingin geti verið skaðleg heilsu
neytenda.
Hugsanleg áhætta af
erfðabreyttum plöntum:
Að notkun á illgresiseyði aukist í stað
þess að mlnnka.
Að erfðabreyttar plöntur verði að illgresi.
Að nýlr elginleikar erfðabreyttra plantna
flytjlst yfir í villtar plöntur og hafi áhrif á
vistkerfið.
Að mengun á náttúrulegu erfðamengi
plantna dregl úr erfðabreytileika þelrra.
Hugsanleg áhætta af
erfðabreyttum dýrum:
Að nýir eiginleikar erfðabreyttu dýranna
flytjist í vlllta stofna og hafi áhrif á
vlstkerfiö.
Að dýr verði í auknum mæll látin þjást í
þágu vísinda, t.d. við framleiðslu í risabúum.
Að mengun á náttúrulegu erfðaefni
dýrastofna dragi úr erföabreytilelka þeirra.
(Framangreindar upplýsingar eru að mestu
fengnar á heimasíðu Hollustuverndar:
http://www.hollver.is þar sem frekari
upplýsingar eru fáanlegar).
ríkisstjórnarfundi 4. maí síðastliðinn þegar
Guðmundur Bjarnason, þáverandi umhverf-
isráðherra, iagði til, að skylt yrði að merkja
sérstaklega erfðabreytt matvæli.
Tillagan var samþykkt og er Hollustuvernd
að vinna að drögum að reglugerðinni. Líklegt
er talið, að hún taki gildi með haustinu, en bú-
ast má við að aðlögunartími verði einhver.
Ekki hefur verið ákveðið hversu langt verður
gengið í merkingum að öðra leyti en því, að
reynt verður að fylgja reglum á Norðurlönd-
unum og ESB um umbúðamerkingar mat-
væla, enda hafa Islendingar samræmt sínar
reglur Evrópureglunum.
Norðmenn hafa ákveðið með reglugerð að
setja þröskuld á merkingu matvæla, sem
kveður á um að mælist minna en 2% af ein-
hverju nýju próteini eða erfðaefni þá þurfi
ekki að merkja vömrnar. „Mér sýnist að
þetta verði tekið upp um alla Evrópu. Ástæð-
an er sú, að ýmsir bændur em að reyna að
rækta lífrænar og vistvænar vömr, en lífrænt
ræktaðar vömr mega ekki innihalda fram-
andi erfðaefni. Það verður aldrei hægt að
forða því að erfðaefni dreifist úti í náttúmnni
með veðmm og vindi. Þröskuldurinn er sett-
ur til að gera þessum framleiðendum kleift að
merkja vörur sínar áfram sem lífrænar og
vistvænar. I rauninni er verið að greina á
milli þeirra sem vilja framleiða erfðabreyttar
lífvemr og matvæli og hinna sem gera það
óviljandi,“ segir Elín Guðmundsdóttir, mat-
vælafræðingur hjá Hollustuvernd.
Erum við að neyta
erfðabreyttra lífvera?
Ekki er ólíklegt að Islendingar standi í
þeirri trú að þeir neyti ekki erfðabreyttra líf-
vera. En er það svo? Þar sem Bandaríkja-
menn eru komnir langt á veg í framþróun
þessarar tækni má ganga að því sem vísu, að
þær vörar sem fluttar em inn þaðan og unn-
ar em úr maís og soja innihaldi erfðabreyttar
lífverar í einhverjum mæli. Þetta gætu verið
vömr eins og morgunkorn, barnamatur,
poppkorn, kartöflumjöl og sælgæti, svo nokk-
ur dæmi séu tekin.
Eins hefur verið veitt leyfi til að setja á
markað erfðabreyttar sojabaunir, maís og
jólasalat í löndum ESB og í Bretlandi hefur
verið leyft að selja tómatsósu úr erfðabreytt-
um tómötum. Sömuleiðis er þar leyft að nota
erfðabreytta gersveppi við bjórframleiðslu og
í brauðgerð og leyfð hefur vérið framleiðsla á
B-vítamíni og reníni til ostagerðar með erfða-
breyttum örveram. Hins vegar em enn engar
erfðabreyttar dýraafurðir komnar á markað.
„Fyrir skömmu skoðuðum við hvað flutt er
inn af maís og sojabaunum. Við könnuðum
bara heilu jurtirnar en ekki afurðir sem unn-
ar era úr þeim, þar sem engin ákvæði gilda
hér á landi um slíkar vömr,“ segir Elín Guð-
mundsdóttir.
„Þetta var ekki tæmandi úttekt, en þeir
innflytjendanna sem við töluðum við höfðu
þær upplýsingar frá birgjum sínum, að þeir
væra ekki með erfðabreyttar vörur. Hins
vegar hljóta allar eða flestallar unnar vömr
úr þessum hráefnum að vera erfðabreyttar
hér eins og annars staðar, t.d. allar soja- eða
maísafurðir eins og mjöl, olía og slíkt. Al-
mennt er talið að maís eða soja séu í 60% alla
matvæla. Eg held því að við hljótum að neyta
erfðabreyttra matvæla í einhverjum mæli og
þá einkum í vömm frá Bandaríkjunum.“
VÆNTANLEGA drekkur þessi Þjóðverji ekki bjór með erfða-
breyttum gersveppi. Hins vegar leyfðu Bretar notkun hans áð-
ur en nýja reglugerðin þeirra tók gildi.
plöntumar verði ónæmar til
dæmis fyrir illgresis- eða skor-
dýralyfjum en ekki fyrir ræktun-
arplöntunum. „Þá hafa menn
áhyggjur af því, að sleppi genið út
Framþróunin
í að breyta
plöntum er kom
in miklu lengra
á veg en breyt-
ingar á dýrum.
BJÖRN Sigur-
björnsson erfða-
fræðingur segir
erfitt að veijast
erfðabreyttum líf-
verum.
til dæmis í sóleyjar, fífla og arfa
geti það einnig orðið ónæmt fyrir
þessum lyfjum. Þá þyrfti að finna
annað efni til að vinna á því.
Eg sá raunar, að því var slegið
upp í fjölmiðlum fyrir skömmu,
að erfðabreyttur mais hefði
gengið að fiðrildalirfum dauðum.
Þess var ekki getið í fréttinni að
maísinn var kynbættur með það
fyrir augum að drepa skordýr!
Mér fannst þetta þvf eðlileg nið-
urstaða en ekki neitt til að vera
hræddur við. Hins vegar vaknar
spurningin þegar
efni sem drepur
skordýr er komið
inn f plöntuna, hvort
það geti Ifka skaðað
mannslfkamann.
Það þarf auðvitað
að rannsaka. Ef nið-
urstaðan er sú að
það sé skaðlegt þá
er ekkert vit í því að
nota það.“
Framþróunin í að
breyta plöntum er
komin mikiu lengra á veg en
breytingar á dýrum. Aðspurður
kveðst Björn ekki geta svarað
því, hvort munur sé fyrir manns-
lfkamann að neyta erfðabreyttra
matvæla úr dýra- eða jurtarík-
inu. „Það má þó vera að efnin
eigi greiðari leið þegar fólk
neytir kjöts, þar sem efnasam-
böndin eru svipaðri mannslfkam-
anum. Eg held þó að ekki sé
nema stigsmunur á því,“ segir
hann.
Hann telur ekki að aukinn
vaxtarhraði sem fenginn er með
erfðabreytingum hafi áhrif á
vaxtargen mannsins. „Það sem
neytendur í Evrópu hafa áhyggj-
ur af í sambandi við vaxtarhraða
er notkun á vaxtarhvetjandi efn-
um, eins og hormónum. Hins veg-
ar valda fyrirbyggjandi fúkkalyf
áhyggjum. Það er stórhættulegt,
því fúkkalyfin fara inn í kjötið,
sem við borðum og við verðum
því smám saman ónæm fyrir
bakteríum. Sama á við um vaxt-
arhvetjandi hormóna, sem fara
út í kjötið. Menn velta oft fyrir
sér hvernig standi á því að
Bandarfkjamenn eru svo miklu
feitari en aðrir. Margir rekja það
til þess að þeir hafi fengið slíka
vaxtarhormóna."
Björn segir þessi atriði í raun-
inni vera mun meira áhyggjuefni
nú um stundir en erfðabreyttar
lífverur. „Á fundinum á
Álandseyjum með fæðu- og land-
búnaðarráðherrum Norðurland-
anna höfðu þeir miklar áhyggjur
af því, að ESB yrði þvingað til að
samþykkja að flytja inn kjötvör-
ur með þessum efnum í. Hér á
landi er þetta allt bannað, en
hvað er okkur lengi stætt á því?“
spyr Björn.
Hann segir að Bandarfkja-
menn knýi mjög á að öllu banni
verði aflétt varðandi innflutning
á erfðabreyttum lífverum og svo
virðist sem Evrópa sé að tapa
þeirri deilu. Þá verði Islendingar
um leið knúnir til þess að sam-
þykkja hið sama.
Neytendur njóti vafans
Spurður um persónulega skoð-
un á erfðabreyttum lífverum seg-
ir Björn að neytendur eigi að
njóta vafans. „Ég er ekki hlynnt-
ur því að setja á markaðinn vör-
ur sem vafi leikur á um að eru
hollar. Ef hægt er að leggja fram
vísindalegar niðurstöður um að
rannsdknir hafi farið fram í
nokkur ár og ekkert hefur komið
í ljós, sem gefur vfsbendingu um
að efnin eru skaðleg þá mun ég
leggja mér þau til munns.“
Hann bendir í lokin á að hægt
sé að ganga mjög langt í upp-
hrópunum og vísar í því sam-
bandi til Tjernobyl-slyssins. „Eft-
ir slysið var nokkuð mikið af
geislavirkum efnum í Mið-Evr-
ópu og Skandinavfu. Þá var
bannað að láta grænmeti á elli-
heimilin vegna geislavirkninnar
því menn óttuðust að eitthvað
gæti gerst eftir áratugi. Aum-
ingja gamla fólkið fékk ekki
grænmeti af því að það gæti
kannski fengið krabbamein eftir
30 ár!“